Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 12
Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, hefur verið nokkuð í fréttum síðustu vikuna eftir að hann fékk í gegn lögbann hjá sýslumann- inum í Reykjavík vegna frétta RÚV af útlánaskjali frá Kaupþingi rétt fyr- ir bankahrun sem hafði verið lekið á vefsíðuna Wikileak.org. Á miðviku- dagskvöld rétt fyrir miðnætti birti fréttasíðan Pressan síðan frétt af því að stjórn Nýja Kaupþings hafi ekki haft neitt með ákvörðun bankastjór- ans um lögbannskröfu á fréttir Ríkis- útvarpsins að gera. Stjórn Nýja Kaupþings hélt stjórn- arfund á þriðjudag þar sem sérstök bókun var gerð um málið þar sem það var harmað. Hulda Dóra Styrm- isdóttir er stjórnarformaður Nýja Kaupþings. Hún er sem kunnugt er dóttir Styrmis Gunnarsson, fyrrver- andi ritstjóra Morgunblaðsins. Berg- hildur Erla Bernharðsdóttir, upp- lýsingafulltrúi bankans, sendi síðan póst til allra starfsmanna bankans á miðvikudag þar sem hún tók fram að Hulda Dóra hefði óskað eftir því að bókuninni yrði komið áleiðis til starfsmanna. „Ég ætla ekki að blanda mér í þessa deilu. Ég treysti því bara að Kaupþingsmenn leysi þetta sjálfir,” sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra í samtali við Vísi á fimmtudag. Aðspurður sagðist Gylfi ekki eiga von á því að þessi atburður hefði áhrif á það ferli sem nú sé í gangi við að koma bankanum í eigu kröfuhafa. „Auðvitað er ekki gott fyrir bankann, frekar en önnur fyrirtæki, ef það er einhver ágreiningur innan stjórn- endahópsins. En ég sé ekki ástæðu til að ætla annað en að hann ráði bara fram úr þessu,” sagði Gylfi. Sjálfstæðismaður Finnur varð bankastjóri þegar Hreið- ar Már Sigurðsson lét af starfi eftir yfirtöku Fjármálaeftirlitsins (FME) á Kaupþingi síðasta haust. Hann hafði stuttu áður verið skipaður í skila- nefnd Kaupþings. Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, réð Finn til forsætisráðuneytisins í febrúar 2008 en skömmu áður hafði Finni óvænt verið vikið úr starfi banka- stjóra hjá Icebank. Í febrúar 2008 vann forsætisráðuneytið að því að kortleggja með hvaða hætti stjórn- völd gætu komið að miðlun upplýs- inga erlendis um íslensk efnahags- mál. Réð Geir Haarde Finn til að leggja hönd á plóginn við þetta verk- efni. Jón Sigurðsson, þáverandi stjórn- arformaður FME, réð síðan Finn sem formann skilanefndar Kaupþings við yfirtöku FME á bankanum. Finnur var skrifstofustjóri í viðskiptaráðu- neytinu á árunum 1991 til ársins 1995 þegar Jón var iðnaðar- og við- skiptaráðherra fyrir Alþýðuflokk- inn. Heimildarmaður sem DV ræddi við sagði að Finnur væri ekki flokks- bundinn en að hann væri stuðnings- maður Sjálfstæðisflokksins. „Hann er í flokknum líkt og menn af hans kynslóð,“ sagði heimildarmaður DV. Hress og kátur „Það er margt gott hægt að segja um Finn. Hann er hress og kátur og kem- ur ágætlega fyrir,“ segir starfsmaður hjá Nýja Kaupþingi. Hann hefði þó ef til vill þurft að vera meira afgerandi hjá bankanum. Viðmælandi sem DV ræddi við hafði á orði að starfsmönn- um Nýja Kaupþings fyndist Finnur ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyr- um vegna starfa sinna sem forstjóri Icebank. Starfsmaðurinn sem DV ræddi við var ekki sammála þessu. Sagði Finn hafa svarað nokkuð vel fyrir sig í DV þegar fjallað var um 850 milljóna króna kúlulán hans. Hann segir að það hafi þó komið starfs- mönnum Kaupþings á óvart þegar Finnur var ráðinn til bankans. Þeir hafi búist við að einhver innan Kaup- þings yrði ráðinn líkt og hjá Lands- bankanum og Glitni. Glöggur og nákvæmur „Finnur er alveg sérstaklega ná- kvæmur maður. Það er bæði hans helsti kostur og galli líka,“ segir Agnar Hansson, forstöðumaður markaðs- viðskipta hjá H.F. Verðbréfum. Agn- ar starfaði með Finni hjá Icebank og tók við forstjórastöðunni þegar Finn- ur lét þar af störfum. Fyrrverandi samstarfsmað- ur Finns lýsti honum sem ákaflega glöggum manni og nákvæmum. „Hann er mjög fljótur að átta sig á hlutum sem bornir eru fyrir hann. Mjög vinnusamur. Hann fer yfir það og les sem að honum er beint og ger- ir það mjög vandlega,“ sagði hann spurður um Finn sem samstarfs- mann. Hann segir að Finnur hafi þróast nokkuð hratt í viðskiptalífinu þrátt fyrir að hafa unnið töluvert mik- ið hjá hinu opinbera. „Hann hafði einhvern tímann það viðurnefni að vera kerfismaður komandi frá hinu opinbera. Ég held að hann hafi fljót- lega unnið sig út úr því hafi það ein- hvern tímann verið réttnefni,“ segir fyrrverandi samstarfsmaður Finns. Hann telur aðspurður að Finnur finni sig í starfi sínu sem bankastjóri Nýja Kaupþings. „Ég er viss um að hann klárar það verkefni vel. Þarna er ekkert annað en bunki af vanda- málum og flækjum sem þarf að leysa. Með glöggskyggni, skipulagi og ög- uðum vinnubrögðum hefur Finnur það sem þarf í það,“ segir hann. Fyrirliði hjá KR Í samtali við DV lýsir Gunnar bróð- ir Finns honum sem miklum fjöl- skyldu- og útivistarmanni. „Hann gengur á fjöll langt yfir meðaltali,“ segir Gunnar hlæjandi. Þau hjónin hafi meðal annars ferðast til útlanda til að ganga á fjöll. Finnur gangi rösk- lega til verks í útivistinni líkt og í öðru sem hann taki sér fyrir hendur. Finn- ur er að mati Gunnars mjög ákveð- inn og skipulagður að eðlisfari. Hann hafi verið mjög góður námsmaður. Finnur lærði hagfræði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Hann og kona hans Dagný stunduðu bæði meistaranám í Minneapolis en hún er menntað- ur verkfræðingur. „Finnur var mjög metnaðarfullur námsmaður,“ segir Gunnar um bróðir sinn. Hann segir Finn taka starf sitt hjá Kaupþingi með sama hætti og önnur störf. „Hann er góður undir pressu. Það hefur alltaf loðað við hann að hann sé skipulagður og stundum sagt að Finnur sé of skipulagður í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Geng- ur ákveðinn til verks og heldur áætl- un,“ segir Gunnar. Þessir kostir nýtist honum vel í starfi sínu hjá Kaup- þingi. Ef nefna eigi einhverja ókosti segir hann að Finni hætti stundum til að einfalda hlutina um of. Finn- ur þótti efnilegur knattspyrnumaður og var fyrirliði í yngri flokkum hjá KR. Segir Gunnar að það lýsi Finni vel að hann hafi valist til þess að gegna fyr- irliðastöðunni. „Hann sækist eftir því að taka leiðtogahlutverkið.“ Missti föður sinn eins árs Finnur Sveinbjörnsson er fæddur árið 1958. Sonur Agnesar Egilsdótt- ur kennara og Sveinbjörns Finns- sonar stýrimanns. Faðir hans lést af slysförum þegar Finnur var nýorðinn eins árs árið 1959. Var hann einungis 24 ára gamall þegar hann lést. Svein- björn var stýrimaður á vitaskipinu Hermóði sem fórst út af Reykja- nesi með 12 manna áhöfn í febrúar 1959. Var honum lýst sem afbragðs námsmanni. Sveinbjörn var yngstur þeirra sem hafði lokið skipstjórnar- prófi á varðskipum ríkisins árið 1957. Í minningargrein um hann var hann sagður í hópi þeirra ungu manna hjá Landhelgisgæslunni sem mestar vonir voru tengdar við í framtíðinni vegna óvenjulegra mannkosta. Sveinbjörg, systir Finns, fædd- ist mánuði eftir að faðir þeirra lést. Móðir Finns tók síðar saman við 12 föstudagur 7. ágúst 2009 fréttir F15270709 finnursvei 23.jpg eða F15270709 finnursvei 05.jpg Ljósmyndari: Valgarður Gíslason DV0030130207 Bankar, fjármálastof 033.jpg Ljósmyndari: Stefán Karlsson Annas Sigmundsson as@dv.is ____________ Kassi: KOSTAÐI ÞJÓÐINA YFIR HUNDRAÐ MILLJARÐA annaS SiGMundSSon blaðamaður skrifar: as@dv.is „Finnur er alveg sér- staklega nákvæmur maður. Það er bæði hans helsti kostur og galli líka.“ Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, er í erfiðri aðstöðu eftir lögbannið sem hann fékk samþykkt á fréttaflutn- ing og síðar yfirlýsingu bankastjórnar sem þvó hendur sínar af ákvörðuninni. Honum er líst sem sérstaklega nákvæmum manni og miklum leiðtoga. Hann var bankastjóri Icebank þegar sá banki fór á fullt í endurhverf viðskipti við stóru við- skiptabankana, viðskipti sem á endanum kostuðu Seðlabank- ann 150 milljarða króna og stuðluðu að gjaldþroti hans. Ráðinn í stjórnarráðið Stuttu eftir að Finnur var rekinn úr Icebank réði Geir H. Haarde hann í forsætisráðuneytið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.