Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 26
Farvel, mitt Fólk Í ungdæmi sínu lærði Svarthöfði eitt, því fámennari sem stjórn-málaflokkar eða félagasamtök verða því meiri líkur eru á að þau klofni. Auðvitað má finna dæmi þess að stórir flokkar klofni, svo sem Sjálfstæðisflokkurinn 1987 og 1999, en einhvern veginn virðist það loða við smáflokka og fámenn félög að deil- urnar verða harðari og límið minna en í stóru flokkunum og samtökunum. Eða hvernig væri saga vinstrihreyfingarinnar á Íslandi ef Alþýðuflokk-urinn hefði ekki haft fyrir venju að klofna eins og einu sinni á áratug? Þar var klofningur flokksins kominn á það stig að lýsa mætti sem hálf- gerðu listformi. Og einhvern veginn virtist það vera svo að því minni sem flokkurinn varð áttu flokksmenn erfiðara með að halda sig í einu félagi. Þess vegna þarf það kannski ekki að koma á óvart að Borgarahreyf- ingin virðist á barmi klofn- ings, þar sem einn þingmaður talar ekki við þrjá samherja sinna og hvetur þá til að hætta á þingi svo fólk sem fylgi stefnu flokksins betur komist að í þeirra stað. Og þremenningarnir gefa auðvitað lítið fyrir sinn stefnufasta samherja og kemur ekki til hugar að hlusta á hann. Forsjálir menn sáu reyndar fyrir kosningar að það kynni að verða erfitt að halda Borgarahreyfingunni saman. En að hún skyldi ekki halda út nema tæpa þrjá mánuði áður en allt logaði stafna á milli. Reyndar er það ekkert eins-dæmi að flokkar og félög klofni. Frjálslyndi flokkur-inn klofnaði til dæmis áður en hann varð til. Þegar Sverrir Her- mannsson ákvað að fara í samstarf við nokkra forystumenn Samtaka um þjóðareign og hleypa þeim í flokkinn sinn hefur hann varla séð það fyrir að þeir ættu eftir að reyna að reka hann úr sínum eigin flokki. Sverrir var þó við öllu búinn og skráði kennitölu nýja flokksins á sjálfan sig og átti því bæði nafnið og flokkinn. Sandkorn n Mikil óvissa virðist ríkja um samstarfið innan Borgara- hreyfingarinnar eftir að þrír þingmenn hennar greiddu at- kvæði gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu á þingi. Þráinn Bertels- son hefur ekki talað við félaga sína síðan og velta því ýmsir fyrir sér hvort hann fari að hugsa sér til hreyfings. Ljóst má vera að einhverjir gætu hugsað sér að auka þingstyrk sinn með auka þingmanni. Þó hafa heyrst þær raddir innan úr Fram- sóknarflokknum að sumir þar óttist það mest að Þráinn skili sér aftur í flokkinn sem hann yfirgaf skömmu fyrir síðustu þingkosningar. n Yfirgefi Þráinn Bertelsson félaga sína í þingflokki Borg- arahreyfingarinnar bætist hann í stóran flokk manna sem hafa skipt um pólitíska liti á miðju kjörtímabili. Frjáls- lyndi flokkurinn breyttist að sumra mati í hálfgerða biðstöð síð- ustu ár til- veru sinnar. Flokkurinn missti Jón Magnússon og Gunnar Örlygsson yfir í Sjálf- stæðisflokkinn. Fékk Kristin H. Gunnarsson úr Framsókn- arflokknum og missti hann síðan aftur þangað – þó ekki gengi hann í þingflokk flokks- ins. Og loks fékk flokkurinn þá Valdimar Leó Friðriksson og Karl V. Matthíasson frá Samfylkingunni. Athygli vek- ur þó að allir sem hafa skipt um flokk á miðju kjörtímabili undanfarin ár hafa verið karl- menn. n Aðstoðarmenn ráðherra geta verið fljótir að koma ráð- herra sínum til varnar. Það sannaðist á dögunum þegar Einar Bárðarson, fyrrverandi aðstoðarmaður Kjartans Ól- afssonar, þáverandi þing- manns, skrifaði í statuslínuna sína „velkomin Jóhanna, á meðan þú varst í burtu gerðist þetta helst...“ Og vísaði þar væntanlega til ummæla á dögunum um að Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætis- ráðherra væri í fríi. Hrann- ar B. Arnars- son, aðstoðarmaður Jóhönnu, brást fljótt við og spurði: „Fór Jóhanna eitthvað í burtu?“ Sem Einar svaraði „Fór hún, kom hún spyr maður kannski frekar ;-)“ Varð það Hrann- ari tilefni til að segja að menn hefðu augljóslega misjafnan húmor. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Það er alltaf gaman að fá starfstilboð, það kitlar alltaf.“ Útvarpsmaðurinn fyrrverandi Jón Axel Ólafsson er með starfstilboð í höndunum frá Kanaútvarpi Einars Bárðarsonar. Er honum ætlað að stýra morgunþætti stöðvarinnar. – Fréttablaðið „Ég á möguleika á því að fá lánsmenn en fer ekki í það fyrr en ég þarf á því að halda til að spara pening- inn.“ Guðjón Þórðarson, knattspyrnuþjálfari í enska D-deildar félaginu Crewe, þarf að passa pyngjuna því kreppan hefur bitið menn þar jafnfast og á öðrum stöðum. – Morgunblaðið „Blaðið sem hann vinnur á er eiginlega DV en það er ekki að spila neina rullu.“ Börkur Gunnarsson, rithöfundur og kvikmyndaleikstjóri, er við tökur á nýrri mynd sem ber nafnið Þetta reddast! Í síðustu viku var hluti myndarinnar tekinn upp á ritstjórn DV. –DV „Þegar ég var bankaúti- bússtjóri fékk fólk enga bónusa. Bein afleiðing af svona bónusum er gjaldþrot bank- ans.“ Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, segir bónus- greiðslur til starfsmanna hafa komið Glitni á hausinn. – DV Landstjórar lánardrottna Leiðari umræðu um íslensk stjórnmál gleym- ist oft að Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir eru ekki leið- togar í fjárráða ríki. Nánast allt sem þau gera er til að þóknast Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Þau eru eins konar landsstjór- ar gjaldeyrissjóðsins, sem stýrist sjálfur af hagsmunum lánardrottna Íslendinga, með réttu eða röngu. Á smærri mælikvarða stjórna Steingrímur og Jóhanna almenningi með það fyrir augum að gæta hagsmuna lánardrottna okkar. Allt snýst um að gefa almenningi lágmarkssvig- rúm til að borga bönkunum, ekki fyrir hags- muni almennings, heldur fyrir bankana. Hvorki Steingrímur J. né Jóhanna höfðu nokkrar lausnir við vandanum áður en þau tóku við völdum, ekki frekar en stjórnar- andstaðan í dag. Enda er takmarkað hvaða lausnir landsstjórar þurfa að hafa. Það er varla einu sinni þannig, að þau séu í því hlut- verki að ákveða frá hverjum peningarnir verði teknir. Þau taka frá öllum. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra gengur meira að segja lengra en gjaldeyris- sjóðurinn hefur beðið um. Hann er viljugasti fulltrúi sjóðsins hér á landi. Árni „jarl“ túlk- ar samkomulagið við sjóðinn þannig að ekki megi leiðrétta stökkbreyttar húsnæðisskuld- ir almennings. Hann segir að í því felist „að ekki verði um almennar skuldaniðurfelling- ar að ræða“. Engir aðrir flokkar hafa bent á betri leið en þá sem ríkisstjórnin hefur farið á vegum AGS. Fyrir kosningarnar lagði Sjálfstæðis- flokkurinn til að tekin yrði upp evra í sam- starfi við AGS. Vandinn var að sjóðurinn var ekki til í það samstarf og hafði aldrei verið. Allar leiðir liggja til Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Tilfelli Argentínu, sem fjallað er um í helgarblaði DV, gefur hins vegar tilefni til varúðar. Vandamál Argentínu voru þau sömu og Íslands: Spilling, vanráðin einka- væðing og léleg efnahagsstjórn. Þarlend stjórnvöld reyndu að leysa vandann með gríðarlega háum lánum hjá gjaldeyrissjóðn- um til að viðhalda of háu gengi gjaldmiðils- ins. Íslenska ríkisstjórnin sker nú niður og undirgengst Icesave-skuldina til þess að fá sams konar lánafyrirgreiðslu hjá sjóðnum. Niðurstaða endurskoðunarnefndar sjóðsins árið 2004 var sú að sjóðurinn hefði dýpkað kreppuna í Argentínu, en ekki leyst hana. Að lokum gat þjóðin ekki borgað. Tíminn leiðir í ljós hvort „Guð blessar Ísland“ eða ekki. Á meðan spurningin er ekki hvort slíta eigi samstarfi við AGS er í raun engin spurning. Hin leiðin þyrfti líklega að fela í sér skyndi- upptöku annars gjaldmiðils eða meira fall krónunnar. Hvorug leið er uppi á borðinu. Íslensk stjórnmál skipta núorðið litlu máli. Það er orðið svo litlu að stjórna. Jón trausti reynisson ritstJóri skriFar. Á meðan spurningin er ekki hvort slíta eigi samstarfi við AGS er í raun engin spurning. bókStafLega Bankaleynd í þágu þjófa Já, kæra þjóð, við erum enn þá að hneykslast á því að Bretar skyldu voga sér að setja á okkur hryðjuverkalög. Við lesum um það í útlenskum blöð- um að hér hafi menn notað bank- ana eins og einkalánaklúbba þar sem fáir útvaldir gátu valsað um og tekið lán án trygginga. Mér er nákvæm- lega sama hvað þessir menn heita – í mínum augum eru þeir ótíndir þjófar og ég skammast mín fyrir það að til- heyra þjóð sem hefur ekki döngun í sér til að refsa slíkum mönnum. Við erum svo magnaðar lyddur að við neitum að borga skuldir glæpamann- anna en um leið lofum við hetjurnar sem hér lögðu allt í rúst. Viðskipta- ráðherra okkar talar um að menn hafi gert mistök þegar þeir ákváðu umgjörð um sölu banka og sættust á regluverk í kringum störf manna sem létu greipar sópa í bankabraskinu. Hér voru ekki gerð nein mistök. Allt þetta bévítans bankaplott var þaul- hugsað – hver einasta færsla var út- pæld og lagaumhverfið tryggði það að þjófarnir gætu farið sínu fram. Samtryggingin og vinirnir eru enn á sínum stað og þrjótarnir ganga laus- ir í dag. Á meðan helmingaskiptaveldið naut góðs af einkavinavæðingu þá fengu stórþjófar óáreittir að braska með eigur þjóðarinnar. Og líklega þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af neinu – ja, ekki fyrr en æstur múgur- inn gefst upp á að bíða eftir afskiptum ríkisvaldsins. Einn kaldan vetrardag týndi lítill drengur 96 krónum og hann leitaði í snjónum og hann fann krónurnar sínar. Nokkrum árum síðar fór mað- ur af stað með 96 milljarða, hann var svo óheppinn að týna þeim öllum. En í þessu tilvikinu fór enginn að leita og það ætlar enginn að leita. Við erum með bankaleynd í þágu manna sem ekki vilja leyfa okkur hinum að sjá hverju þeir hafa stolið. Við kjósum á þing menn sem bjóða fram krafta sína í nafni flokka sem hafa svikið okkur svo gjörsam- lega að í reynd hefði verið eðlileg- ast að banna bæði Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Já, það er sama hvert litið er – alls staðar sitja fulltrú- ar helmingaskiptaveldisins og vernda vini sína fyrir skakkaföllum. Enn þá eru óvinir þjóðarinnar í skilanefnd- um bankanna og enn þá heyrum við af bankastjórum sem hugsa um það eitt að fela slóð glæpamanna. Síðasta dæmið í þeirri löngu sögu er banka- stjóri Kaupþings – maður sem ætti að skammast sín og ætti í raun og veru ekki að þurfa að mæta aftur til vinnu. Í fórum sínum fávís þjóð þau forréttindi hefur að vera talin glaðleg, góð og gáfuð er hún sefur. kristján hreinsson skáld skrifar „Við erum svo magnaðar lyddur að við neitum að borga skuldir glæpamannanna“ SkáLdið Skrifar 26 föstudagur 7. ágúst 2009 umræða Í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.