Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 50
50 föstudagur 7. ágúst 2009 Handtekinn tvisvarfyrir mótmæli 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri Kraums og markaðsstjóri gogoyoko.com, hefur verið í miðri hringiðu íslenskrar tónlistar um áraraðir. Þrátt fyrir það leikur hann ekki á hljóðfæri og er ekki í hljómsveit. Hann er maðurinn í öllu hinu. Hann neitar að gefa upp leynda hæfileika sína og lifir fyrir fjölskylduna. nafn og aldur? „Eldar Ástþórsson, 32 ára.“ atvinna? „Framkvæmdastjóri Kraums tónlistarsjóðs og mark- aðsstjóri gogoyoko.com.“ Hjúskaparstaða? „Vel giftur, Evu Einarsdóttur.“ fjöldi barna? „Eitt, Saga Evudóttir Eldarsdóttir.“ Hefur þú átt gæludýr? „Nei.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Innipúkann eins og hann leggur sig um verslunar- mannahelgina. Þar sá maður fjölda skemmtilegra tónleika meðal annars FM Belfast, Seabear, Sudden Weather Change, Swords of Chaos - og svo var Gylfi Ægisson í miklu stuði.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Já, handtekinn fyrir mótmæli á tíunda áratugnum. Tvisvar.“ Hver er uppáHaldsflíkin þín og af Hverju? „WoodWood-peysan sem konan mín gaf mér, mátu- lega töff og hlý.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Já, og skipulagt þó nokkur sjálfur.“ trúir þú á framHaldslíf? „Nei, varla.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að Hafa Haldið upp á? „What’s love got to do with it með Tina Turner var eitt fyrsta uppáhaldslagið mitt, en skammast mín ekkert of mikið fyrir það, var 7 ára og Wild Boys tók skömmu síðar við.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Þetta breytist degi frá degi, Sudden Weather Change- platan í heild sinni finnst mér mjög hressandi í dag! Beautiful Boys með Rrreykjavík! gengur líka alltaf upp hjá mér.“ til Hvers Hlakkar þú núna? „Komast út í frí með fjölskylduna og hitta vini og kunningja í Gautaborg.“ Hvaða mynd getur þú Horft á aftur og aftur? „Ég er lítið fyrir það að horfa á myndir aftur, en sá American Beauty um daginn í annað sinn og hafði gaman af.“ afrek vikunnar? „Ég er mjög ánægður með samstarf og stuðning Kraums við glæsilega Tónlistarhátíð unga fólksins sem sett var í vikunni í Kópavogi. Sömuleiðis að Morr Music og fullt af skemmtilegri tónlist hafi bæst við tónlistarbúð gogoyoko. Svo var mikið fjör í kringum nýafstaðna Innipúkahátíð og mjög gaman að koma að því verkefni.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei.“ spilar þú á Hljóðfæri? „Nei.“ viltu að ísland gangi í evrópusambandið? „Já, ég hef lengi verið Evrópusinni. Burt með landa- mæri, byrjum á að sameina Evrópu.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Hjá mér, fjölskyldan.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja Hella fullan og fara á trúnó með? „Árna Johnsen frænda.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú Helst vilja Hitta og af Hverju? „Fidel Castro, það er síðasti sjens.“ Hefur þú ort ljóð? „Nei.“ nýlegt prakkarastrik? „Ekki viss.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Ronaldo fótboltakappa, en það var nú meira þeg- ar ég var snoðklipptur. Í kringum HM 2002 var ég beðinn um eiginhandaráritanir, meðal annars af krakkaskara í Laugardalnum. En á meðan ég hef farið nokkur skref upp í myndarlegheitum, hefur bumban og frekjuskarðið á Ronaldo stækkað. Þannig að ég hef frestað öllum plönum um að fá fría drykki á börun- um í Ríó.“ ertu með einHverja leynda Hæfileika? „Já, gef þá ekki upp.“ á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Það er vissulega ákveðinn tvískinningur í gangi með lögleg og ólögleg vímuefni og glæpir grassera kring- um núverandi kerfi. En ég er ekki viss um að það að leyfa fleiri efni sé endilega lausnin.“ Hver er uppáHaldsstaðurinn þinn? „Mér finnst svakalega gott að hanga heima, Boston er skemmtilegasti barinn.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Lesa um leyndardóma mannkynssögunnar – eigin- konunni til mikillar mæðu.“ Hver er leið íslands út úr kreppunni? „Álver og olía.“ Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið ... á Dalveg 16a Sími: 554 3430 Erum fluttir...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.