Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 14
14 föstudagur 7. ágúst 2009 fréttir Berið virðingu fyrir reiðinni „Þegar áföll verða er mikilvægt að fara yfir það sem er að ganga vel; horfa á það sem er virkilega í góðu lagi. Sumt fólk gleymir að það gangi vel hjá börnum þeirra og eigi gott heimili. Fólk á að setja það sem geng- ur vel efst á listann í staðinn fyrir að einblína alltaf á þetta slæma,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði, aðspurð hvernig fólk eigi að hlúa að sálarlífinu á tímum kreppu og dag- legra ótíðinda í fréttum. Flokkið vandamálin Margir Íslendingar hafa orðið fyrir fjárhagslegum áföllum, atvinnu- eða húsnæðismissi eftir fall bankakerf- isins í október í fyrra. Kolbrún seg- ir að fólk eigi að líta sér nær, ef það tekur inn á sig allt sem gerist í samfé- laginu um þessar mundir. „Maður á að skoða þennan kjarna sem maður hefur í höndunum. Það er líkaminn, sálin og fjölskyldan sem eiga að vera í fyrstu sætunum. Það er betra að hugsa um það en allt hitt sem er úti og maður hefur litla sem enga stjórn á,“ útskýrir hún. Hún segir mikilvægt að skipta verkefnunum í þrjá flokka. Í fyrsta flokkinn fari mikilvægustu málin; fjölskyldan og vinirnir. Þeim sé mikilvægast að sinna. Í annan flokkinn falli fjármál heimilisins og dagleg skylduverkefni. Mikilvægt sé að koma þeim í farveg en láta þau ekki heltaka sig. Í þriðja flokkinn falla svo mál sem fólk ræður svo ekkert við; það eru til dæmis efnahagsmál þjóðarinnar og þessar slæmu frétt- ir sem dynja á manni í fréttatímum. Lítið sé við þeim að gera. Berið virðingu fyrir reiðinni Óhætt er að fullyrða að fréttir af lána- málum bankanna, Icesave og banka- leyndinni vekja stundum reiði hjá fólki. Kolbrún segir mikilvægt að bera virðingu fyrir reiðinni. „Þetta er öfl- ug tilfinning og mér fannst á tímabili sem við ætluðum hreinlega að sópa henni undir teppi. Það er ofboðslega gott að velta því fyrir sér hvað mað- ur ætlar að gera við þessa tilfinningu. Maður þarf ekkert að henda henni út eins og blautri skítugri tusku. Maður þarf að leyfa henni að vera og segja við sjálfan sig; „Þetta er mín reiði og hún er til komin vegna einhverr- ar ástæðu.“ Maður þarf að átta sig á því hvers vegna hún er og hvaðan hún kemur og hverjum beinist hún að. Kannski beinist hún að röngum aðila? Þegar maður er búinn að stað- setja þetta er maður búinn að gefa henni svigrúm. Í kjölfarið getur mað- ur ef til vill notað hana í eitthvað, því henni fylgir gríðarleg orka,“ útskýrir Kolbrún. Ekki íþyngja börnunum Börn geta verið næm á líðan for- eldra. Þau eru aukinheldur forvitin að eðlisfari en mikilvægt er að reiði eða gremja foreldra smitist ekki yfir á börnin. Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðing- ur hjá Reykjanesbæ, segir fyrstu leið- sagnarregluna þá að skilgreina hvað tilheyri heimi fullorðinna og hvað til- heyri heimi barna. „Það eru ákveðn- ir hlutir sem þú segir barninu þínu að hafa ekki áhyggjur af. Mamma og pabbi sjái um þetta. Það er allt í lagi að segja stálpuðum börnum sínum, þegar þau spyrja, að það sé atvinnu- leysi eða kreppa, en það sé ekkert sem þau þurfi að hafa áhyggjur af,“ segir Gylfi Jón. Hann hefur staðið fyrir SOS upp- eldisnámskeiðum fyrir foreldra í Reykjanesbæ og víðar. Aðspurður segir hann að ekki hafi orðið aukning á börnum sem beri einkenni kvíða, eftir að kreppan skall á. Hann segir hins vegar að málin sem komi inn á borð séu þyngri en áður. Gylfi segir að níu ára barn hafi ekki burði til að skilja hvað sé í gangi í þjóðfélaginu. Miða þurfi við þroska- stig barnsins, þegar það spyr um hluti sem það heyri í kringum sig. „Það er mikilvægt að leyfa börnum að vera börn. Partur af því er að íþyngja þeim ekki með hroða sem fullorðn- ir eiga að sjá um. Það er frumregla“ segir hann. Horft á það jákvæða Gylfi segir að börn séu mjög sjálf- miðuð að eðlisfari. Þau finni ekki fyrir bágri fjárhagsstöðu á heimilinu nema það bitni á þeim með bein- um hætti. Það geti tekið tíma fyrir þau að átta sig á því að foreldrarnir geti ekki leyft sér jafnmikið og áður. Hann segir ekkert að því að útskýra fyrir forvitnum börnum sínum hvað kreppa eða atvinnuleysi þýðir fyr- ir fjölskylduna. Það þýði einfaldlega að mamma og pabbi þurfi að spara peninginn sinn en það sé aftur á móti ekkert sem þau þurfi að hafa áhyggjur af. Hann segir mikilvægt að halda því viðhorfi til streitu, jafnvel þeg- ar börnin eru komin á unglings- aldurinn. Þau eigi ekki að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagnum. „Marg- ir unglingar eru komnir með þann þroska að fylgjast vel með umræð- unni í þjóðfélaginu. Við þau er auð- vitað hægt að ræða meira á fullorð- insplani,“ útskýrir hann. Gylfi segir enn fremur mikilvægt að taka það jákvæða út úr ástandinu hverju sinni. „Þú getur valið að segja við börnin að þú eigir ekki pening út af kreppunni, eða þú getur sagt að þið hafið ákveðið að ferðast innan- lands í ár. Maður á að snúa jákvæðu hliðinni að krökkunum,“ útskýrir Gylfi og bætir við að hjá meginþorra fólks sé þetta ekki spurning um hvort börnin fái að borða eða ekki. Vissulega sé nokkur hópur fólks í samfélaginu sem eigi virkilega um sárt að binda og eigi vart til hnífs eða skeiðar. Það sé mikilvægt að hið opinbera veiti því fólki aðstoð og úr- ræði. Fæstir glími þó við vandræði að þeim toga. Matreiðið veruleikann Gylfi segir einnig að þunglyndu fólki hætti til að einblína kerfisbundið á það sem neikvætt sé í umhverf- inu. Mikilvægt sé að túlka það sem er að gerast á jákvæðan hátt. „Mér finnst til dæmis jákvætt að nú er meiri áhersla lögð á það sem er ís- lenskt og heimaunnið, hvort sem það er lambakjötið, heimalöguð sulta, kartöflurækt í heimagörðum eða fjallganga. Mér finnst sennilegt að þarna sé á ferðinni fólk sem er að gera gott úr ástandinu og nýta þá möguleika sem við höfum,“ seg- ir Gylfi og heldur áfram. „Þetta er spurning um að matreiða veruleik- ann ofan í börnin og unglinginn þannig að hann sé ekki upplifað- ur sem hrikaleg sorg eða mikið tap, heldur að fjölskyldan njóti þess að vera saman og gera hluti út frá þeim forsendum sem hún hefur,“ segir hann og bætir við að gerviþarfir á Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur segir mikilvægt að reyna ekki að bæla niður reiðina sem fólk kann að upplifa við núverandi ástand í þjóðfélaginu. Hún segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því hverju það getur breytt og hverju ekki. Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur hjá Reykjanesbæ, segir afar mikilvægt að foreldrar haldi fjárhagsáhyggjum og öðrum vandamálum frá börnum sínum. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Þetta er rosalega öflug tilfinning og mér fannst á tímabili sem við ætl- uðum bara að sópa henni undir teppi.“ „Það er allt í lagi að segja stálpuðum börn- um sínum, þegar þau spyrja, að það sé at- vinnuleysi eða kreppa, en að það sé ekkert sem þau þurfi að hafa áhyggjur af.“ Helstu ráðleggingar Kolbrúnar: nHorfið á það sem gengur vel n Flokkið og skilgreinið áhyggjurnar n Setjið fjölskylduna í fyrsta sæti n Finnið reiðinni farveg nHafið stundum gaman á heimilinu n Stofnið klúbba og hittið vini n Leitið aðstoðar ef áhyggjur eru viðvarandi Flokkið vandamálin Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur segir að langvarandi reiði geti splundrað fjölskyldum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.