Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Page 18
18 föstudagur 7. ágúst 2009 fréttir nú þurfti að greiða fjóra pesóa fyrir dollarann og mikil verðbólga kom í kjölfarið. Argentína var nú markaðsleg eyja, rúin trausti og vantaði er- lendar fjárfestingar. Nær öll stór- fyrirtæki landsins voru á vonarvöl og lífskjör almennings stórminnk- uð. Endurreisn hófst. Duhalde, sem hafði ekki verið þjóðkjörinn forseti heldur ráðinn af þinginu sem tímabundinn umsjónarmað- ur í embættinu, boðaði til kosn- inga vorið 2003. Í síðustu ræðu sinni stakk Duhalde upp á að ríki í Suður-Ameríku mynduðu banda- lag, stæðu saman gegn iðnrisum og að Argentína og Brasilía tækju upp sameiginlegan gjaldmiðil. Néstor Kirchner sigraði í kosn- ingunum 2003 og hét því að hverfa frá AGS-stefnunni og frelsa land- ið undan oki skuldavæðingar. Fáir öfunduðu hann af þeim gífurlega erfiðu verkefnum sem fram undan voru. Hann fékk þó ágætan með- byr. Eftir gengisfellingu pesóans voru argentínskar útflutningsvörur ódýrar og samkeppnishæfar. Ýms- ar aðgerðir Kirchners tókust vel og fóru hjólin að snúast að nýju. Skuldadagar En skuldirnar miklu voru enn óuppgerðar. Einhver blaðamaður- inn lýsti ástandinu svona: „Ef þú skuldar bankanum 1000 dollara er það þitt vandamál. Ef þú skuld- ar honum 100 milljarða dollara er það vandamál bankans.“ Það var allra hagur að semja um skuldirn- ar. Sú staðreynd að greiðslufall Argentínu var hið mesta í sögunni er talið hafa gefið Kirchner nokk- urt forskot í samningaviðræðun- um við AGS, sem hefur þá stefnu að forðast slæmar skuldir í sjóðum sínum. Árið 2003 landaði forset- inn og ríkisstjórn hans mjög góð- um samningi eftir erfiðar og gríð- arlega flóknar samningaviðræður þar sem 84 milljarðar dollara af þjóðarskuldinni við alþjóðlegar stofnanir voru enduráætlaðir. Árið 2005 var ákveðið að ríkið borgaði með skuldabréfum skuldir einka- fyrirtækja sem fallið höfðu á ríkið upp á um það bil 81 milljarð doll- ara þar sem 20 milljarðar í vöxt- um eftir greiðslufallið voru látnir falla niður. 76 prósent skuldarinn- ar voru enduráætluð og yfirfarn- ar með þeirri niðurstöðu að að- eins þriðjungur nafnvirðis hennar myndi greiðast. Sama ár ákvað Kirchner að greiða skuldina við AGS í einni greiðslu, án endurfjármögnun- ar, en hún var 9,8 milljarðar doll- ara. Skuldina greiddu stjórnvöld með uppsöfnuðum gjaldeyristekj- um í seðlabankanum. Venesúela hjálpaði til við greiðsluna en Hugo Chávez keypti argentínsk skulda- bréf fyrir 1,6 milljarða. Néstor Kirchner ákvað að sækj- ast ekki eftir endurkjöri í forseta- embættið árið 2007. Í stað hans bauð eiginkona hans, Cristina Fernandez de Kirchner, sig fram og sigraði í kosningunum. Í september í fyrra borgaði rík- isstjórn Cristinu Kirchner 6,7 millj- arða dollara skuld sína við Par- ísarklúbbinn, samtök 19 ríkustu þjóða heims, sem hafa gjarnan milligöngu milli skuldara og lán- ardrottna. Argentína hefur enn í dag nokk- uð heftan aðgang að lánamörkuð- um sem eru áhrif greiðslufallsins. Fjölmargir skuldaeigendur um all- an heim hafa þrýst á lánastofnanir um að beita landið refsiaðgerðum. Valdatími Kirchner-hjónanna hef- ur einkennst, þrátt fyrir efnahags- uppganginn, af mikilli verðbólgu og atvinnuleysi. „Slysin verða þegar ríki hlýða AGS“ „Algengt viðkvæði: Enn eitt ríki í Suður-Ameríku, í þetta sinn Arg- entína, kann ekki að hegða sér. Eyðslusöm ríkisstjórn og pópul- istastefna hennar hafa eyðilagt landið. Bandaríkjamenn hugsa drjúgir með sér að þeir séu ónæmir fyrir slíkum römónskum háttum. En ráðþrota Suður-Ameríku- menn horfa á Argentínu með allt öðrum augum. Hvað kom fyrir, spyrja þeir, þennan fyrirmyndar- nemanda nýfrjálshyggjunnar og þá hugmynd að frjálsir markaðir myndu tryggja velsæld? Þetta var landið sem gerði allt rétt. Hvernig gat hrun þess orðið svo stórkost- legt? Kannski hafa bæði sjónarmiðin eitthvað til síns máls, en í raun, að mínum dómi, er hugmyndin sem hefur verið gerð vinsæl í Banda- ríkjunum virkilega afvegaleidd.“ Þannig komst bandaríski nób- elsverðlaunahafinn og hagfræði- prófessorinn Joseph Stiglitz að orði í grein í Washington Post árið 2002. Þar gagnrýndi hann störf AGS og Alþjóðabankans í Argent- ínu harkalega. Stiglitz er fyrrver- andi aðalhagfræðingur Alþjóða- bankans og var efnahagsráðgjafi Bills Clinton í forsetatíð hans. Í greininni rekur hann lið fyr- ir lið hvernig ótal ráð og tilskip- anir AGS til Argentínu á tímanum 1989–2001 hafi verið vond og gert stöðu landsins mun verri en hún hefði ella orðið. Stiglitz bendir á að margir bandarískir hagfræðing- ar hafi talið að hræðileg örlög Arg- entínu hafi verið innsigluð þegar stjórnvöld landsins hunsuðu til- mæli AGS um enn frekari niður- skurð í kerfinu. Stiglitz telur hins vegar þvert á móti að ef Argentína hefði fylgt ráðum AGS um meiri- háttar niðurskurð hefði efnahags- kreppan lent fyrr og jafnvel harka- legar á ströndum landsins. „Eins og flestir hagfræðingar utan AGS trúi ég því að í efnahags- legri niðursveiflu geri niðurskurð- ir illt verra: skatttekjur, atvinna og traust á hagkerfinu minnka einn- ig,“ heldur Stiglitz áfram. „Argentína er ekkert undanþeg- in slíkum undirstöðuatriðum í hag- fræðinni frekar en löndin í Austur- Asíu undir lok tíunda áratugarins. Samt skipaði AGS fyrir um nið- urskurð, og Argentína hlýddi og skar niður kostnað í öllu stjórn- kerfinu (fyrir utan vexti) um 10% á milli 1999 og 2000. […] Slysin verða ekki þegar ríki hlýða ekki AGS, þau verða þegar þau hlýða AGS.“ Stiglitz segir að þegar kreppu- áhrifa gæti í efnahag Bandaríkj- anna og annarra vestrænna ríkja séu nær allir sammála um að neyð- arpakki með peningainnspýtingu sé rétt leið. „Hvers vegna hélt AGS því þá fram að þveröfugar aðgerð- ir – samdráttur í ríkisfjármálum – myndu hjálpa Argentínumönnum í krísu sinni?“ Sameer Dossani á alþjóðlega stjórnmálavefritinu Foreign Policy in Focus skrifaði: „AGS hamraði á niðurskurði, hækkun vaxtastigs og samdrætti löngu eftir að allir vissu að hagkerfið þurfti á neyðarpakka að halda. Í stuttu máli settu þeir hagsmuni lánardrottna Argentínu – sem vildu peninginn sinn strax – ofar hagsmunum argentínskra borgara sem þurftu á atvinnu og fæði að halda.“ Meiriháttar einkavæðing „Öll ríkisfyrirtækin í Argentínu á sölulista. Stjórnvöld í Argent- ínu, sem eru staðráðin í að standa vörð um endurreisn efnahagslífs- ins, „efnahagsundrið“ sem þau kalla sjálf, hafa skýrt frá áætlun um meiriháttar einkavæðingu en sam- kvæmt henni verða öll helstu fyrir- tækin, sem enn eru í höndum rík- isins, seld á næstu 16 mánuðum. [...] Síðan Carlos Menem varð for- seti 1989 hafa verið seld ríkisfyrir- tæki fyrir 1.400 milljarða íslenskra króna og eru þar á meðal raforku- ver og símafyrirtæki, ríkisflugfé- lagið og ríkisolíufélagið.“ (Morgun- blaðið, 2. september 1994.) Við upphaf tíunda áratugarins voru ríkisstofnanirnar þunglama- legar og gamaldags, fjársveltar og særðar eftir slæma meðferð her- foringjastjórna og efnahagsvand- ræði áratugina á undan. Carlos Menem naut mikils stuðnings þeg- ar hann fór af stað með einkavæð- ingarferli sitt þar sem þjónustufyr- irtæki á borð við rafmagnsveitur og símafyrirtæki voru seld. Kjósendur voru margir ánægðir með aukna skilvirkni hjá þessum fyrirtækjum. Annað sjónarmið var að mörg rík- isfyrirtæki sem höfðu þróast í ár- ferði hinna erfiðu áratuga sem á undan fóru skiluðu miklu tapi og voru ríkisbússkapnum erfiður ljár í þúfu. En ferlið fór mjög hratt fram og enduðu mörg ríkisfyrirtæki í óstjórn og spillingu; örlög ríkis- flugfélagsins Aerolineas Argentin- as þóttu táknræn, en það rambaði á barmi gjaldþrots nokkrum sinn- um og gekk í gegnum síendurtekin eigendaskipti. Fyrir einkavæðingu árið 1990 átti flugfélagið 30 flug- vélar en tíu árum síðar eina og var með 43 á leigu. Ríkisstjórn Crist- inu Kirchner ríkisvæddi fyrirtækið síðla árs 2008 þegar það nálgaðist gjaldþrot. Dýrt og daunillt vatn Argentínski hagfræðingurinn Dani- el Azpiazu hefur rannsakað í þaula einkavæðingu vatnsveitna á tíunda áratugnum. Að hans dómi er stofn- un og sala fyrirtækisina Aguas Arg- entinas eitt alræmdasta dæmið um hið óábyrga æði sem argentínsk stjórnvöld stunduðu í sölu ríkisfyr- irtækja á tíunda áratugnum með dyggum stuðningi AGS og Alþjóða- bankans. Stærsti hluti argentínska vatns- veitukerfisins var í maí 1993 seld- ur fyrirtækjunum Suez Group frá Frakklandi, stærsta vatnsfyrirtæki í heiminum í einkageiranum, og spænska vatnsrisanum Aguas de Barcelona. Alþjóðabankinn var milliliður í sölunni og keypti sjálfur hluta í nýja einkafyrirtækinu, Aguas Argentinas. Samkvæmt rannsókn- um var nýja fyrirtækið stærsta yfir- færsla vatnsveitu í hendur einkaað- ila í heiminum og sá um svæði með 10 milljónum íbúa. Daniel Azpiazu segir að á tíma- bilinu frá maí 1993 til janúar 2002 hafi vatnsverð fyrir almenna borg- ara hækkað um 88,2% sem hafi ekki verið í neinu samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs, sem nam 7,3% á tímabilinu. Azpiazu nefnir ennfremur að hreinn gróði fyrirtækisins hafi numið 20%, sem þyki hvergi eðlilegt. Til viðmiðun- Gífurleg fátækt Eftir hrunið lifðu skyndilega 60% almennings undir fátæktarmörkum. Upphaflega búsáhaldabyltingin Slagorð potta- og pönnubyltingarinnar var „Que se vayan todos!“ (Burt með þá alla!). Mikil andstaða Versnandi lífskjör og mikil spilling ollu mikilli reiði meðal landsmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.