Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 51
Leikfélag Akureyrar frumsýndi fyrsta leikrit sitt í haust fyrr í þessum mán- uði. Það er samið upp úr kvikmynd Svíans Lukas Moodysons, Lilya For- ever, en nefnist í þessari gerð aðeins Lilja. Höfundur er ungur leikhús- maður, Jón Gunnar Þórðarson, sem hefur lært til leikstjóra í Englandi og sett upp nokkrar sýningar eftir það. Í fyrra setti hann upp leikrit eftir Bjarna Jónsson, einnig hjá L.A.; það var snyrtilega gert, eftir því sem verk- ið gaf tilefni til. María Sigurðardóttir, leikhús- stjóri L.A., hefur sýnilega mikla trú á hinum unga leikstjóra, því að hún felur honum leikstjórn tveggja verk- efna í vetur. Auk Liljuleiksins setur hann upp Rocky Horror sem sýna á í mars. Sjálf ætlar hún sér að stýra næsta verkefni. Það er ágætt ef leik- hússtjórar þora að veðja á leikstjóra sem þeim finnast efnilegir. Leikur sá, sem Jón Gunnar hefur samið upp úr kvikmynd Moodysons og tök hans á honum, sýnir þó að hann á nokkuð ólært sem leikstjóri. Eitt af því sem góður leikstjóri þarf að kunna er að skipa í hlutverk. Hér verður Jóni Gunnari strax á slæm skyssa: í aðalhlutverk leiksins setur hann unga leikkonu sem er nýútskrif- uð úr skóla og gersamlega óreynd; af því sem ég les í leikskránni fæ ég ekki séð að hún hafi nokkru sinni fyrr leikið á atvinnuleiksviði. Það skiptir reyndar ekki máli, heldur frammi- staðan. Í góðu leikhúsi, alvöruleik- húsi, eru ungir leikarar byggðir upp smátt og smátt, þeim fengin verkefni sem henta kröftum þeirra á hverjum tíma, svo koma stærri hlutverkin eft- ir því sem þroskinn eykst. En þannig er það nú ekki alltaf hér á Íslandi, onei, hér hefur mátinn löngum ver- ið sá að henda fólki beint út í djúpu laugina og sjá svo til hvort það er synt eða ekki. Því miður er unga leik- konan ekki nógu synd til að komast í gegnum þetta nema á einhvers kon- ar hundasundi. Mótleikkona hennar, sem er einnig ung og óreynd, er ívið sjóaðri og plumar sig heldur skár. En það eru engir listasprettir sem þær stöllur taka. Ég efa ekki að Jón Gunnar hefur lært margt sem lýtur að ytri sviðsetn- ingarvinnu í námi sínu og myndrænt er ýmislegt vel gert þarna. Hljóð- kerfið í Rýminu, hinu skemmti- lega sveigju- og teygjuleikhúsi L.A., er kraftmikið og það er nýtt í botn, raunar missmekklega (þá er ég ekki síst að hugsa um lokanúmerið). Það sem helst háir Jóni Gunnari er þó að hann kann ekki mikið fyrir sér í per- sónuleikstjórn, einkum ef þarf að beina henni út í sálfræðilegan real- isma. Hann hefði getað lært sitthvað af því að stúdera myndir Moodys- ons. Moodyson er alinn upp í þeim sálfræðilega realisma, sem Svíar hafa lengi lagt mikla rækt við og þeir kunna á við alla aðra. Í þeim skóla er meðal annars og umfram allt brýnt fyrir mönnum að undirbúa og undir- byggja það sem gerist, þannig að það spretti úr innra lífi persónanna, geri breytni þeirra og örlög trúverðug. Ég skal nefna eitt skýrt dæmi úr sýning- unni: harmsaga Lilyu hinnar ungu, sem verður fórnarlamb mansals, hefst þegar móðir hennar yfirgefur hana. Því er lýst á mjög átakanleg- an hátt í upphafi kvikmyndarinnar. Í sýningu L.A. er móðirin einungis rödd af segulbandi (raunar rödd leik- hússtjórans sem er þó ekki talin upp í leikendaskránni). Í myndinni fáum við að vita af hverju móðirin hegðar sér eins og hún gerir; hún er undir hælnum á ógeðslegum karli, hinum versta fanti sem hefur öll ráð hennar í hendi sér. Hér er þætti hans einfald- lega sleppt og þar með forsendunum fyrir breytni móðurinnar. Um leið fara forgörðum tilfinningatengslin milli mæðgnanna og sú sára höfn- unarkennd, sem Lilya fyllist og vefst saman við það sem á eftir fer. Það er erfitt að skrifa gagnrýni um sýningar sem þessa. Hlutverk gagnrýnenda er ekki að kenna leik- urum eða leikstjórum undirstöðuat- riði fagmennskunnar. Að segja fólki hvað þarf til að byggja upp trúverð- ugar persónur, þróa dramatískar að- stæður. Þetta lærðum við bara í skól- anum á sínum tíma og höfum búið að síðan. Ef þá kunnáttu vantar, get- ur gagnrýnandinn fátt gert annað en að benda fólki á að afla sér hennar, til dæmis með því að lesa Stanislavský og fleiri góða teoretíkera (alls ekki þó að sleppa Stanislavský), fara á nám- skeið hjá góðum pedagógum. Lífið sjálft mun kenna mönnum margt, ef þeir eru gáfaðir og næmir listamenn – en það þarf samt að vera þarna ákveðin fræðileg og praktísk undir- staða sem menn verða að tileinka sér, frá upphafi. Leikfélag Akureyrar er í vanda statt. Magnús Geir Þórðarson tók með sér helstu leikendur sína og leikstjóra, þegar hann fór suður, svo að arftaki hans þarf að byrja frá grunni. Þetta hefur verið eilífðar- vandi L.A.: að verða einungis stoppi- stöð og stökkpallur fyrir fólk á frama- braut sem allt stefnir suður. Hinir föstu heimaleikarar hafa verið of fáir til að mynda nothæfan leikflokk. Ég veit ekki hvort María Sigurðardóttir hefur það sem þarf til að breyta því. Ég óska henni góðs gengis í því erfiða verkefni, en eftir að hafa fylgst með henni í rúmt ár og séð hvað hún ætl- ar að gera í vetur, hef ég mínar efa- semdir. Jón Viðar Jónsson E.S. Rangt var farið með nafn Hallveigar Rúnarsdóttur í óperudómi í gær og er beðist velvirðingar á því. Rétt nafn er á dv.is. J.V.J. á miðvikudegi hvað heitir lagið? „Ég ákvað þarna um morguninn að kál‘enni og velti henni því á bakið.“ Sýningaropnun egilS SæbjörnS Eftir tólf ár í hringiðu myndlistarinn- ar á meginlandi Evrópu kemur Egill Sæbjörnsson heim með sína fyrstu stóru sýningu sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á morgun klukkan 17. Undanfarn- ar vikur hefur Egill verið áberandi vegna útkomu geisladisksins Egill S og á næstu dögum mun glæsileg bók um listamanninn prýða hillur bókaverslana bæjarins. Egill er einn þeirra listamanna sem sýnir á Carn- egie Art Award 2010 en hann hefur verið afkastamikill í sýningarhaldi og gjörningagerð á undanförnum árum. Sýningin í Hafnarhúsi stendur til 3. janúar. „eagleS-tón- leikar“ í háSkólabíói Eyfi og félagar ætla að flytja öll helstu lög hljómsveitarinnar Eagles á tónleikum í Háskóla- bíói næstkomandi laugardag. Síðast komust færri að en vildu og var uppselt á tvenna tónleika. Þeir sem fram koma með Eyfa eru Björgvin Halldórsson, Stefán Hilmarsson, Friðrik Ómar, Edgar Smári, Arnar Jónsson, Sigurjón Brink, Ingi Gunnar, Óskar Ein- arsson og félagar úr Gospelkór Reykjavíkur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00, miðaverð er 6.900 krónur og fer miðasala fram á midi.is. hamingja púk- anna væntan- leg? Harmur englanna heitir nýjasta skáldsaga Jóns Kalmans Stefánsson- ar sem kom út á dögunum. Bókin er sjálfstætt framhald Himnaríkis og helvítis sem kom út fyrir tveimur árum en Jón Kalman upplýsti í Kilj- unni á RÚV að Harmur englanna væri annar hlutinn í þríleik og því geta aðdáendur hans leyft sér að hlakka til lokakaflans í sögunni af „stráknum“. Gárungarnir velta því nú fyrir sér hvaða titill verði á þriðju bókinni og í ljósi þeirra heita sem fyrstu tvær fengu eru titlarnir Ham- ingja púkanna og Gleði djöflanna, eða öfugt, þar efst á blaði. Uppvakningar sem eigra heilalausir um og éta fólk hafa skotið upp koll- inum með reglulegu millibili frá því að George A. Romero stimplaði þá almennilega inn í Night of the Living Dead árið 1968. Romero blandaði snjallri samfélagsádeilu saman við zombie-myndir sínar og oftast nær má nú hafa gaman af uppvakning- um þótt hægur vandi sé að telja upp haug af slíkum myndum sem eru í besta falli drasl. Frumleikinn hef- ur heldur ekkert verið að lífga mik- ið upp á uppvakningana og í raun eru allar þessar myndir tilbrigði við grunnstef Romeros en á síðustu árum hefur risið verið einna hæst í bresku myndunum 28 Days Later og Shaun of the Dead. Zombieland kemur því skemmti- lega á óvart og er alveg á pari við hina kostulegu Shaun of the Dead í uppvakningadeildinni. Í Zombie- land hafa uppvakningarnir vaðið eins og plága yfir gervöll Bandarík- in og þeir örfáu sem hafa sloppið við að verða aðalréttur uppvakninganna eða smitast af heiladoðanum við bit verða að taka á honum stóra sínum til þess að tóra í Zombielandi. Sögumaður okkar í myndinni er mannafælinn lúði sem getur þakkað nördisma sínum fyrir að hafa hing- að til komist undan zombíunum, enda segir það sig sjálft að þeir sem umgangast ekki sálu eru ekki beint líklegastir til þess að fá svínaflesnu fyrstir eða verða étnir af uppvakn- ingum ef svo ber undir. Okkar maður ákveður þó að leggja land undir fót og slæst í för með snældubiluðum fauta, sem Woody Harrelson leikur af stakri snilld. Sá drepur uppvakn- inga sér til skemmtunar með hagla- byssum eða hverju öðru sem hendi er næst og á á köflum óborganlega spretti. Zombieland tekur sig mátulega alvarlega sem er ótvíræður kostur og sver sig í ætt við þennan „nýja húmor“ sem hefur sprottið upp í Hollywood fyrir tilstilli Seth Rogen og álíka gaura. Þessi mynd er í raun meiri gamanmynd en hryllingur. Al- veg ógeðslega fyndin mynd í bókstaf- legri merkingu. Woody Harrelson fer á sínum alkunnu kostum í stríði við ógeðslega uppvakninga í einni bestu gamanmynd ársins. Þórarinn Þórarinsson Ógeðslega fyndið fókuS 28. október 2009 miðvikudagur 51 zombieland Leikstjóri:Ruben Fleischer Aðalhlutverk: Jesse Eisenberg, Woody Harrelson, Emma Stone, Abigail Breslin kvikmyndir Passaðu þig! Allur er varinn góður þegar mað- ur spókar sig innan um hungraða uppvakninga. lilja Lilja eftir Jón Gunnar Þórðarson (byggt á kvikmynd Lukasar Moodysons) Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson Hljóðmynd: Gunnar Sigurbjörnsson Búningar: Rannveig Eva Karlsdóttir Leikmynd: Jón Gunnar Þórðarson o.fl. Ljós: Freyr Vilhjálmsson leiklist Erfitt „Það er erfitt að skrifa gagnrýni um sýningar sem þessa. Hlutverk gagnrýnenda er ekki að kenna leikurum eða leikstjórum undirstöðuatriði fagmennskunnar.“ Slök byrjun hjá l.a. Svar: Frystikistulagið með Greifunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.