Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 34
Miðvikudagur 28. október 200934 hafnarfjörður Vorum að opna nýja heimasíðu www.simabudin.is Mikið úrval af GSM símum, heimasímum og öðrum aukahlutum Stafræn framköllun JÓLATILBOÐ á stafrænum myndum fyrir jólakortin Endursöluaðilar fyrir Símann, Vodafone, 365 miðla og Strætó. uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu Fjarðargata 13-15 | 220 Hafnarfjörður | Sími: 555-6210 | simabudin@simabudin.isBIR T ÍN G U R Ú T G Á F U F É LA G „Það hefur fyrst og fremst verið mik- il uppbygging í yngri flokka starfinu,“ segir Jón Björn Skúlason, formaður knattspyrnudeildar Hauka, um ný- legan árangur karla- og kvennaliðs fé- lagsins. Þau munu bæði leika í Pepsi- deildinni á næsta tímabili en það verður í fyrsta skipti í sögunni sem þau leika í efstu deild á sama tíma. Styttra er síðan kvennaliðið lék í efstu deild en það er nú komið aftur á meðal þeirra bestu undir stjórn fyrrum leikmanns- ins Salis Heimis Porcha. Uppgangur karlaliðsins hefur verið mikill en ekki eru nema þrjú ár síðan karlarnir léku í annarri deildinni. Byggt upp innan frá Eftir að karlalið Hauka féll niður í 2. deild tímabilið 2006 var ákveðið að ekki gengi lengur að fá einhverja að- komumenn til að byggja liðið á. Tekin var sú ákvörðun að byggja innan frá og út með yngri leikmönnum uppöldum í Haukum. „Það var alveg meðvituð ákvörðun að byggja fyrst og fremst upp frá grunni. Árin 2005 og 2006 var mikil innspýting í barna- og unglingastarfið og við sáum að það að vera með ein- hverja aðkomumenn var ekki að skila neinum árangri,“ segir Jón Björn og sú ákvörðun hefur virkað þar sem liðið flaug upp í 1. deildina, hélt sæti sínu örugglega í fyrra og komst svo upp í efstu deild í ár. „Í sumar voru upp í níu heimamenn í byrjunarliðinu allavega tvisvar og á næsta sumri verður undir- staðan í liðinu Haukamenn,“ segir for- maðurinn, Jón Björn. Mikil en skeMMtileg vinna „Það er ekkert auðvelt að fara upp á þessum hraða,“ viðurkennir Jón Björn um uppgang félagsins. „Það eru mikil viðbrigði að reka lið í úrvals- deild miðað við í 1. deild. Það er mik- il vinna fram undan, eins og að koma vallarmálum í horf en það er í bígerð að fara byggja stúku við Ásvelli. Þetta verður mikil vinna, eins og ég segi, en skemmtileg,“ segir Jón en Haukar munu leika allflesta leiki sína, bæði í karla- og kvennaflokki, á Vodafone- velli Valsmanna. Haukar áttuðu sig þó algjörlega á styrkleika liðsins og þó að uppistað- an verði Haukamenn hafa Haukarn- ir fengið til sín reynslumikla menn. Markvörðurinn Daði Lárusson kom frá erkifjendunum í FH, Arnar Gunn- laugsson kom frá Val, Guðmundur Viðar Mete, einnig frá Val og Kristj- án Ómar Björnsson skilaði sér heim á Ásvelli frá Þrótturum. „Við horfðum til þess að fá menn með reynslu af úr- valsdeildinni. Við vonum svo sannar- lega að þeir hjálpi okkur og miðli af sinni reynslu til ungu strákanna,“ segir Jón Björn. reynt að styrkja kvennaliðið Kvennalið Hauka er einnig komið í deild þeirra bestu og spilar eins og karlaliðið lungann af sínum leikjum á Vodafone-vellinum. Hjá konunum er meira af aðkeyptum leikmönnum en þó eru þar ungar og efnilegar Hauka- stelpur. „Það er talsvert af heimastelp- um í kvennaliðinu en þó aðeins meiri kokteill. Við höfum nú alið upp ýms- ar góðar stelpur eins og Söru Björk Gunnarsdóttur landsliðskonu. Við erum að reyna að styrkja kvennalið- ið því það viljum við gera en það þarf að sjá hvernig það kemur út á næstu vikum og mánuðum,“ segir formaður knattspyrnudeildar Hauka, Jón Björn Skúlason. Bæði lið í efstu deild Handboltinn hefur ætíð verið aðalsmerki Hauka úr Hafnarfirði en næsta sumar standa bæði karla- og kvennalið félagsins í ströngu. Þau munu þá leika bæði í efstu deildum karla og kvenna en það er í fyrsta skipti í sögu félags- ins sem það gerist. Byggt er á uppöldum Haukastrákum hjá körlunum í bland við reynslumikla aðkomumenn. Ásgeir Þór Ingólfsson Einn af uppöldum Haukamönnum sem verður í eldlínunni í Pepsi-deildinni að ári. MYND GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON Sara Björk Gunnarsdóttir Yngsta landsliðskona Íslands er uppalin Haukastúlka. MYND AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.