Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 45
Hver er maðurinn? „Grande, grande …“ Hvað drífur þig áfram? „Að telja hitaeiningar alla daga.“ Hvar ertu alinn upp? „Í Keflavík.“ Uppáhaldsmatur? „Metro-borgari.“ Hver eru þín helstu áhugamál? „Að safna vildarpunktum.“ Er þessi breyting gerð í sátt og samlyndi við McDonald’s? „Já.“ Hversu marga hamborgara hefur McDonald’s selt á Íslandi? „10.000.000 x pí.“ Mun Jóhanna Sigurðardóttir borða síðasta Big Mac-inn? „Ef hún kemur í heimsókn á laugardagskvöldið.“ Hversu líkir verða Metro-borgar- arnir McDonald’s? „Eins í laginu, kringlóttir.“ Telurðu að íslenskt hráefni betra en það bandaríska? „Já, það er friskt fra havet.“ Hver er leiðin út úr kreppunni? „One burger a day, keeps the doctor away og þá fer allt í gang.“ Ertu bjartsýn/-n á bata íslEnsks Efnahagslífs? „Ég veit það bara ekki. Hlutirnir eru alltaf að breytast.“ MarÍa VilHJálMSDóTTir 19 árA nEMi „Já, já.“ ólöf filippUSDóTTir 16 árA nEMi „nei, ég er ekki bjartsýnn á það.“ Hannar SinDri GréTarSSon 19 árA nEMi „Já, ég er það.“ BJörG EVa HJörlEifSDóTTir 18 árA nEMi Dómstóll götunnar Jón Garðar öGMUnDSSon ætlar að styrkja íslenskt með sínu nýja fyrirtæki Metro sem kemur í staðinn fyrir McDonald’s. Jón Garðar er mikill húmoristi, finnst Metro- borgari besti maturinn, hann safnar vildarpunktum og ætlar að bjóða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra upp á síðasta Big Mac-inn – ef hún kíkir í heimsókn. Telur hiTaeiningar alla daga „Ég er ekki viss.“ KlaVin GUrUnG 17 árA nEMi maður Dagsins Einhverjir hópar venjulegra borgara rísa nú upp gegn niðurlægjandi frétt- um um frægar konur á visir.is og þyk- ir umfjöllunin niðurlægjandi. „Stinn- ar júllur - myndir“, „lafandi Lohan“, „appelsínuhúð-Witherspoon“ og „skvapkennda Drew“. Umfjöllunin er ekki aðeins niður- lægjandi heldur er hún einnig kúg- andi. Hún afhjúpar hversu rækilega verslunarhyggjan gegnumsýrir af- þreyingariðnaðinn. Eða átti þetta að hafa skemmti- gildi? að kenna undirgefni Tyra Banks, stjórnandi America’s Next Top Model, er iðin við að segja grátandi unglingsstúlkum til synd- anna. Sýna þeim fram á í beinni út- sendingu hvernig þær ná ekki máli, séu of venjulegar, séu „ekki neitt“ og verði ekki neitt. Eins er þessu farið með aðra raunveruleikaþætti. Venjulegt fólk er niðurlægt ef það gerir mistök, hefur ekki nægjanlegan styrk, nægi- lega gott útlit og svo framvegis. Þegar deilur hófust um hliðstæð- an stjörnuleitarþátt í Þýskalandi var harðneskja stjórnandans og „töffaraskapurinn“ eitthvað mild- aður í samanburðinum við Tyru. Hið merkilega gerðist að mjög dró þá úr vinsældum þáttarins. Áhorf- endur vildu fá eitthvað afgerandi og krassandi. Eitthvað niðurlægj- andi: „Beygjum fólk í duftið í beinni. Horfum á það grenja.“ Ekki var annað að heyra á Óskari H. Þorvaldssyni fréttastjóra á visir.is en að hann viðurkenndi í Kastljós- þætti að mikil eftirspurn væri eftir umfjöllun um „Lafandi brjóst Loh- an“, „skvapkennda Drew“ og „app- elsínuhúð-Witherspoon“. Leita fjölmiðlar ekki eftir lægsta samnefnara athyglinnar og pening- anna? niðurbrot sjálfsmyndarinnar Hvernig er þessi siðblindi og kúg- andi eineltis-ofstopi samtímans til kominn? Gegnir hann einhverju hlutverki í nútímanum? Er þetta aðeins partur af því að einkalíf er á undanhaldi? Allt er opinbert og fyr- ir allra augum en um leið ópersónu- legt? Sterk rök hníga að því að þarna sé á ferðinni enn ein nýjung nú- tímasamfélagsins til þess að hafa taumhald á fjöldanum. Kúga hann til hlýðni við yfirvald. Til þess að þroska sjálfsvitundina og verða sjálfstæður og þroskaður einstakl- ingur, sem nýtur mannlegrar virð- ingar og reisnar, þurfi menn að komast í gegnum nálaraugað. Verða útvalinn. Raunveruleikaþættirnir vinna þannig gegn sjálfsstyrkingu fjöld- ans, einkum ungmenna: Beygðu þig undir reglur verslunarhyggjunnar um útlit þitt, kynlíf, lífsstíl og vænt- ingar. Gráttu ella í beinni og kysstu tær útsendara verslunarhyggjunn- ar, þáttastjórnendanna, áður en þú gengur af sviðinu beigður og nið- urlægður og hverfur inn í fjöldann. Þar munt þú týnast fyrir fullt og allt. Þar verður þú eins og grár fjöldinn: formlaus, án einstaklingseðlis, án sjálfstjáningar, kúgaður af yfirvaldi nútímasamfélagsins. Hinum nýju tyftunarmeisturum samtímans á skjánum. aftökur nútímans Frá því auðsveipni var innprentuð almúgafólki á miðöldum með svip- unni og börnum með kennarapriki og barsmíðum hefur taumhald- ið og undirokunin tekið á sig nýtt form. Í stað líkamlegs ofbeldis kem- ur niðurlægingin í beinni. Skömm- ustukenndin er ræktuð og stríðalin í raunveruleika- og hæfileikaþátt- um. Svipuhöggin dynja á sjónvarps- heimilunum í formi niðurlægingar á skjánum. Á miðöldum var almúginn hvattur til þess að horfa á aftökur sér til „skemmtunar“. Nú eru pynting- arnar í fjölmiðlunum svipulausar og aftökurnar axarlausar. Bælandi áhrifin eru hin sömu og fyrr á öld- um í allri sinni mýkt. En bað ekki almúginn líka um eitthvað krassandi og afgerandi þegar þrælum var kastað fyrir ljón á leikvöngum Rómaveldis? Hver sýndi það vald að geta kastað lif- andi þræl fyrir ljónskjafta? Hvað var þræll annað en fótaþurrka valds- mannanna? Krassandi aftökur nútímans fara fram á leikvangi raunveruleika- og stjörnuleitarþátta samtímans. Raunveruleg áhrif þeirra liggja í því að sýna almúgafólki að þýðing- arlaust er að rísa gegn valdinu. Til þess að njóta sjálfstjáningar og þar með áhrifa og virðingar verður það að standast próf verslunarhyggj- unnar á skjánum. Annars er það glatað, kúgað og fullt skömmustu- kenndar. Formlaust og svipt mögu- leikum til sjálfsstjórnar. Höfum það krassandi og afgerandi kjallari mynDin 1 nauðgað þegar hún heimsótti pabba í fangelsi Stúlku var nauðgað af dæmdum kynferðisafbrotamanni í fangelsi í Svíþjóð á laugardag þegar hún ætlaði að heimsækja föður sinn. 2 „Veistu ekki hver ég er?“ spurði knattspyrnustjarna og nefbraut konu Fótboltamanninum Marlon King er gefið að sök að hafa nefbrotið tvítuga konu. 3 Haukur Holm látinn fjúka frá Stöð 2 Hauki Holm, fréttamanni á Stöð 2, hefur verið sagt upp störfum. 4 níðingur keypti sér tíma með því að flytja Barnaníðingur skapaði sér gálgafrest með því að flytja með dóttur sína sem hann misnotaði. 5 Þú borgar ígildi þriggja bíla Sá sem tók erlent bílalán 2007 þarf að borga það þrefalt til baka, nýti hann sér úrræði félagsmálaráðherra um greiðslujöfnun. 6 amy Winehouse hegðar sér eins og klámmyndastjarna Amy Winehouse, 26 ára, fjárfesti í nýjum barmi á dögunum. 7 Stím-málið til sérstaks saksóknara Stím-málið verður sent til sérstaks saksóknara í nóvember. mest lesið á DV.is JóHann HaUKSSon blaðamaður skrifar „Nú eru pyntingarnar í fjölmiðlunum svipulausar og aftökurnar axarlausar. Bælandi áhrifin eru hin sömu og fyrr á öldum í allri sinni mýkt.“ umræða 28. október 2009 miðvikudagur 45 Hress Jóhanna Forsætisráðherra Íslands, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur ítrekað verið gagnrýnd fyrir að vera þurr á manninn í samskiptum við fjölmiðla. Svo var hins vegar ekki þegar hún stillti sér upp fyrir myndatöku á fundi með norrænum og baltneskum kollegum sínum í Stokkhólmi á sunnudaginn. Kristján L. Möller er starfandi forsætisráðherra í fjarveru Jóhönnu. MynD afp/oliViEr Morin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.