Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 20
Miðvikudagur 28. október 200920 hafnarfjörður Hafnarfjörður hefur verið kallaður álfabærinn enda álfar og huldufólk talin búa þar bæði í hólum og hæðum. Álfaskeið, Álfaberg og Álfholt eru meðal þeirra gatna í bænum sem kenndar eru við þessar dularfullu verur. Álfar eru taldir búa víða í holtum og hólum. Hafnarfjörður er þar engin undantekning enda gjarnan nefnd- ur álfabær. Þar er talið að álfar búi í hraunhólunum á horni Álfaskeiðs og Arnarhrauns og var svæðinu þyrmt þegar umhverfið í kring var lagt undir byggingar og vegi. Auk Álfaskeiðsins eru fleiri göt- ur kenndar við álfa í Hafnarfirði, svo sem Álfaberg og Álfholt. Þrátt fyrir þetta eru ekki til marg- ar álfasögur úr Firðinum, en flestar þeirra sem til eru tengjast Hamrin- um, líka þekktum sem Hamarkots- hamri, og Hellisgerði. Þekktar eru sögur af því að vega- stæðum er breytt vegna óhappa sem rakin eru til álfa eða huldufólks. Þannig þrengist akbrautin við Merk- urgötu verulega við álfaklett sem þar skagar út í götuna. Miðillinn Margrét frá Öxnafelli bjó á sínum tíma við Tjarnargötuna og fullyrti hún þá að í Hamrinum byggi huldufólk af konungakyni. Fleiri hafa tekið undir með henni og Hamarinn því þekktur sem höll álfa og huldufólks. Þar er sögð búa hvítklædd kona sem sveipuð er miklum ljóma og gengur allajafna með silfrað belti. Ónefnd kona sem bjó við Ham- arinn sagði sig hafa dreymt að hvít- klædda konan byði henni inn í Hamarinn. Þar blöstu við glæsileg hallarkynni og þar sem þær gengu um höllina mætti þeim fjöldi fólks í skrautlegum klæðum. Allir hneigðu sig fyrir hvítklæddu konunni sem bar með sér mikinn þokka. Í gegnum tíðina segjast margir hafa heyrt fallegan söng koma frá Hamrinum án þess að sjá þar nokkra lifandi sálu og vilja því aðeins skýra sönginn þannig að þar komi álfar við sögu. Hvítklædda konan er áberandi í fleiri sögum af Hamrinum. Í einni þeirra segir frá því þegar þrír dreng- ir voru að hlaða skýli úr grjóti á norðvestanverðum Hamrinum. Ein- um drengjanna varð litið niður fyrir hamravegginn og sá þar hvítklædda veru sem leið um og brosti á sama tíma og hún lyfti höndunum líkt og í varnarskyni. Þegar pilturinn ætlaði að benda félögum sínum á veruna var hún horfin. Fylltust þá drengirn- ir hræðslu og hlupu skelfdir á brott. Öllu vinalegri samskipti við álfa og huldufólk átti eldri kona í Hafn- arfirði sem á veturna setti allt- af mjólkurkönnu við útidyrahurð- ina hjá sér. Á morgnana fann hún þar fagrar skeljar og tóma mjólkur- könnu og var hún viss um að huldu- fólkið væri með skeljunum að launa henni mjólkursopann. Erla Stefánsdóttir sjáandi gerði á sínum tíma huliðsheimakort þar sem byggðir huliðsvætta í Hafnar- firði eru skráðar og er kortið fáan- legt á helstu ferðamannastöðum í bænum. Heimildir: Visithafnarfjordur.is Ferlir.is HuliðsHeimar álfa og huldufólks Gaf þeim mjólk Eldri kona í Hafnarfirði setti alltaf mjólkurkönnu við útidyrnar á köldum vetrarkvöldum. Að morgni var kannan tóm og taldi hún álfa hafa gætt sér á mjólkinni. Margt býr í Hamrinum Hvítklædd kona af kon- ungaættum er sögð búa í Hamrinum í Hafnarfirði. Bæði ungir og aldnir hafa séð henni bregða fyrir. Hafðu samband. Komdu. Opið: mánud. til fimmtudaga kl. 8:00 - 18.00, föstudaga kl. 8:00 - 16:30. BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.