Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 28
Miðvikudagur 28. október 200928 hafnarfjörður Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, fagnar í ár 80 ára afmæli sínu. Árangur félagsins hefur verið með afbrigðum góður, þó á fleiri sviðum en í fimleikunum sem hafa ekki verið stundaðir hjá FH í yfir 40 ár. Liðið hefur unnið fjölda titla í handbolta, fótbolta og í frjálsum íþróttum. FimleikaFélagið Fimleikafélag Hafnarfjarðar fagnar um þessar mundir 80 ára afmæli sínu en félagið var stofað það herrans ár 1929. Fimleikar eru það sem félagið er hvað minnst þekkt fyrir en þessi risi úr Hafnarfirði hefur gert það gott í öðrum íþróttagreinum. Handknatt- leikurinn hefur verið þess aðalsmerki í gegnum tíðina en félagið státar í þeirri grein af fimmtán Íslandsmeist- aratitlum og fimm bikarmeistaratitl- um. Mikill uppgangur hefur verið í knattspyrnunni á síðustu árum en FH hefur orðið Íslandsmeistari fimm sinnum frá upphafi og það aðeins á síðustu sex árum. Í frjáls- um íþróttum hefur FH einnig verið óstöðvandi og þegar lið- ið vann bik- arkeppni FRÍ á síðasta ári var það í fimmtánda skiptið í röð. engir Fimleikar í 40 ár „Það hafa ekki verið stundaðir fim- leikar í FH í marga áratugi,“ segir Við- ar Halldórsson, formaður félagsins. „Það eru allavega einhver fjörutíu ár síðan þeir voru síðast stundaðir. Það síðasta sem ég man eftir þeirri deild var að móðir mín sem er 76 ára var í fimleikum hjá FH fyrir fimmtíu árum síðan,“ segir Viðar og hlær við. Titlar FH eru ófáir í þremur helstu greinum félagsins, fótbolta, hand- bolta og frjálsum. Viðar þakkar góðu starfi innan félagsins þennan góða árangur. „Grunnurinn að þessu er mikið sjálfboðaliðastarf í marga ára- tugi. Svo má líka fullyrða að þeir sem hafi stjórnað hverri deild í gegnum árin hafi undantekningalaust verið fólk sem hefur mikla þekkingu á því sem það er að gera. Þetta er svona grunnurinn að þessum góða ár- angri,“ segir Viðar. Íþróttastarf kostar peninga en FH er vel sett þrátt fyrir þessa síðustu og verstu tíma. „Eigið fé aðalstjórnar FH er um 900 milljónir sem að vísu ligg- ur í mannvirkjum en það má segja að staða félagsins sé góð. Auðvitað eru blikur á lofti varðandi ýmislegt hjá okkur eins og öðrum og tekj- ur hafa dvínað undanfarið. En menn hafa einfaldlega sniðið sér stakk eftir vexti og það hefur okk- ur tekist að gera ágætlega,“ segir Viðar Halldórsson, formaður FH. knattspyrnan Flaggskipið Á síðustu árum hafa knattspyrnu- liðin verið flaggskip FH. Félagið hafði aldrei unnið Íslandsmeist- aratitil fyrir árið 2004 en var hvað næst því árið 1989 þegar Kristinn Tómasson skoraði sögulegt mark fyr- ir Fylki gegn FH á Kaplakrika. Sáu FH-ingar þar þyrluna með Íslands- bikarinn fljúga á braut til Akureyrar þar sem KA hampaði titlinum undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Árið 2004 hófst svo sigurganga FH í íslenskri knattspyrnu. Liðið hafði endað í öðru sæti árið áður en 2004 hampaði FH sínum fyrsta titli í knatt- spyrnu með sigri á KA fyrir norðan. Þeim titli fylgdu tveir í röð til viðbót- ar áður smá hlé varð á sigurgöngunni af völdum Valsmanna árið 2007. Það ár vann FH aftur á móti sinn fyrsta og eina bikartitil til þessa. FH sótti svo aftur titilinn eftir dramatíska loka- umferð í fyrra og rúllaði svo yfir Ís- landsmótið í ár. Fimm Íslandsmeist- aratitlar og einn bikarmeistaratitill á sex árum. Ekki amalegt það. Í FH-liðinu er mikið af uppöldum leikmönnum og í þess sterkasta liði eru að jafnaði 6-7 heimamenn. Þá hefur yngriflokkastarfið verið í mikl- um blóma og margir ungir leikmenn fengið tækifæri hjá liðinu. Kvenna- boltinn hefur ekki náð karlaboltan- um en FH leikur aftur í efstu deild kvenna á næsta ári. Þar er á ferð afar efnilegt lið sem skartar einum efni- legasta leikmanni Íslands, Birnu Berg Haraldsdóttur markverði. aFtur sterkt handboltalið FH státar af næstsigursælasta liði sögunnar í íslenskum handbolta. Félagið á að baki fimmtán Íslands- meistaratitla og til viðbótar fimm bikarmeistaratitla. Þá hefur kvenna- lið félagsins unnið Íslandsbikarinn þrisvar og bikarmeistaratitilinn einu sinni. Karlalið félagsins tók upp á því að falla niður í 1. deild fyrir nokkrum árum þegar allt virtist stopp í hand- boltanum í Krikanum en þá hófst uppbyggingin. Sú uppbygging hefur heldur bet- ur borgað sig. Spilað var í 1. deild- inni meira og minna á 1989 og 1990 árgöngum félagsins sem hafa rúllað yfir öll yngriflokkamót í gegnum tíð- ina. Þar voru meðal annars stórskytt- urnar Ólafur Guðmundsson og Ól- afur Gústafsson ásamt gullkálfinum Aroni Pálmarssyni sem er eitthvert mesta efni sem sést hefur í íþróttinni hér á landi. FH valtaði yfir 1. deildina fyrir tveimur árum og mætti til leiks með unga og efnilega stráka í N1-deildina í fyrra í bland við gamla FH-inga sem snéru heim. Lengi vel var liðið líklegt til þess að komast í úrslitakeppnina á sínu fyrsta ári en meiðsli Ólafs Guð- mundssonar og Arons Pálmarssonar urðu liðinu dýrkeypt. Í ár er FH aft- ur á móti spáð góðu gengi og er það einfaldlega eitt besta lið landsins. FH-ingar geta verið og eru stoltir af þessu liði sínu sem það hefur byggt upp, meira og minna á heimamönn- um, og er ekki langt í að þessir ungu menn afreki það sama og forverar þeirra í Krikanum. yFirburðir í Frjálsum Frjálsíþróttastarfið hjá FH hefur ver- ið frábært í gegnum árin. Félagið hefur haft yfirburði á meistaramóti Íslands og bikarmóti Frjálsíþrótta- sambandsins en bikarkeppnina vann FH fimmtán ár í röð. Liðið tapaði í fyrsta skipti í langan tíma titlinum til ÍR í ár en er staðráðið í að vinna hann til baka. Margir afreksmenn hafa komið úr röðum FH og í dag á það afreksmann í fremstu röð, sleggju- kastarann Berg Inga Pétursson. Hann kastaði fyrir Íslands hönd á Ól- ympíuleikunum í Peking og keppti á heimsmeistaramótinu utan húss í ár. FH hefur sinn eigin frjálsíþróttavöll á Kaplakrikasvæðinu til þess að æfa á og verið er að byggja frjálsíþróttahöll á svæðinu. Aðstaðan verður því ekk- ert nema glæsilegri og árangur vænt- anlega eftir því. í 80 ár titlar Fh Knattspyrna Karla Íslandsmeistarar (5): 2004, 2005, 2006, 2008, 2009. Bikarmeistarar (1): 2007 HandBolti Karla Íslandsmeistarar (15): 1956, 1957, 1959, 1960, 1961, 1965, 1966, 1969, 1971, 1974, 1976, 1984, 1985, 1990, 1992. Bikarmeistarar (5): 1975, 1976, 1977, 1992, 1994. HandBolti Kvenna Íslandsmeistarar (3): 1961, 1981, 1982. Bikarmeistarar (1): 1981 Frjálsar Íþróttir Bikarkeppni FrÍ samanlagt (18): 1988, 1991, 1992, 1994, 1995, 1996, 1997, 1998, 1999, 2000, 2001, 2002, 2003, 2004, 2005, 2006, 2007, 2008. Meistaramót Íslands (13): 1994, 1995, 1996, 1997, 1999, 2000, 2001, 2002, 2003, 2004, 2005, 2006, 2007, 2008. (Aðeins stærstu titlarnir í frjálsum) Hafnarfjarðarslagur FH er aftur orðið sterkt lið í handboltanum og því fylgir alvöru Hafnarfjarðarslagur gegn Haukum á hverju tímabili. Meira að segja þrír slagir. loksins, loksins! FH hefur unnið fimm Íslands- meistaratitla í fótbolta á sex árum og vann sinn fyrsta og eina bikarmeistaratitil 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.