Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 41
ið til Jórdaníu nema vera með rétta pappíra og stundum er það ekki einu sinni nóg. Það er mjög erfitt að hafa ekki ferðafrelsi og það er óþægilegt að vera ríkisfangslaus manneskja, ég var frá Palestínu en enginn sam- þykkti mig sem slíka. Þegar ég fékk íslenska ríkisborgararéttinn fann ég að ég var orðin hluti af samfélagi og sú tilfinning var mjög góð,“ útskýr- ir Amal sem hefur aðeins einu sinni farið aftur til Palestínu. „Hér eru allir vinir mínir og fjölskylda. Hjarta mitt er hér og hér á ég heima.“ Vonlaust að flýja land Amal segir erfiðleikana í íslensku samfélagi vissulega alvarlega og hún finnur fyrir kreppunni persónulega. „Ég var svo dugleg að aðlagast sam- félaginu að ég lenti í sömu vandræð- um og allir aðrir,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Menningin hefur bara verið svona. Kaupa og kaupa á kred- it. Hrunið var mikið áfall fyrir mig en ég veit að við munum ná okkur upp úr þessu. Ísland verður áfram besta land í heimi,“ segir hún og bætir við að hún ætli ekki að flýja af hólmi þótt í harðbakkann slái. „Við verðum öll að standa sam- an og bjarga landinu okkar. Þetta er okkar land og það væri vonlaust að gefast upp og flýja,“ segir hún og bætir við að henni finnist andrúms- loftið í samfélaginu jákvæðara í dag en fyrir hrun. „Þetta eru erfiðir tím- ar en mér finnst eins og allir séu að gera sitt besta til að halda áfram. Það var mikil svartsýni og vonleysi í sam- félaginu fyrst eftir hrunið en í dag er þetta orðið að okkar veruleika og brúnin er aftur að lyftast á fólki. Við verðum öll að einbeita okkur að því sem við getum gert til að hjálpast að við uppbygginguna og reyna að forð- ast þunglyndi,“ segir hún en bætir við að líklega horfi ekki allir á málin líkt og hún geri. „Ég hef mikla trú á Íslendingum. Við eigum svo mikið, fiskinn, raf- magn, álver, grænmeti og margt ann- að sem við getum notað til að komast aftur á lappirnar.“ Kreppa eKKi sama og Kreppa Aðspurð hvort hún sé ánægð með störf ríkisstjórnarinnar segist Amal eiga erfitt með að setja sig í henn- ar spor. „Ég held að ríkisstjórnin sé að gera góða hluti en það er erfitt að dæma um það nema vera með allt fyrir framan sig. Ég er enginn hag- fræðingur en ef við setjum þetta upp eins og hjá venjulegri fjölskyldu þá trúi ég að þau séu að gera sitt besta. Sonur minn bað mig nýlega um að gefa sér dýran hlut en ég sagðist ekki hafa efni á því núna, hann fengi hann frekar um jólin. Kannski fáum við líka glaðning um jólin frá ríkisstjórninni.“ Amal hefur orðið vitni að mun meiri erfiðleikum en hún upplifir í dag. Hún geri þó ekki lítið úr vanda- málum landsmanna og segir mikinn menningarmun á kreppu í Palestínu og kreppunni hér. „Við þær aðstæður sem Palestínumenn búa við á heima- stjórnarsvæðunum þykir gott að fá tvær máltíðir á dag. Þegar fólk fær ekki mat er kreppa. Á Íslandi verðum við að skera allt niður og erum fyrir vikið með minna nammi, minna af kexi, förum sjaldnar í kvikmyndahús en flestir eru með mat. Þetta eru erf- iðir tímar hjá mörgum og við sjáum öll muninn á Bónuskörfunni í dag og í fyrra. Vonandi lagast ástandið sem fyrst.“ aftur útlendingur Amal segist hafa sökkt sér í umræður um ástandið til að byrja með. Hverj- um þetta væri að kenna og hverjum ætti að refsa. Í dag segist hún frek- ar einbeita sér að því hvernig hægt sé að laga ástandið. „Við vitum hver sökudólgurinn er en við verðum að horfa fram á við. Þetta er ekkert ann- að en það sem hefur gerst í þriðja heims löndum líkt og Egyptalandi og Sýrlandi þar sem þeir ríku hafa flutt peningana út úr landinu en þeir fá- tæku gjalda fyrir. Við getum ekki beð- ið eftir að fólki sé refsað því við verð- um að standa upp og byrja að vinna að framtíðinni.“ Hún segir að þegar hún hafi kom- ið til Íslands 1995 hafi erlendar konur ekki haft neina rödd í samfélaginu. Því hafi hún, í samvinnu við aðra, stofnað Samtök kvenna af erlendum uppruna árið 2003. „Fyrir kreppu var ástandið orðið mun betra en þegar ég kom enda höfðu Íslendingar van- ist erlendu fólki og farið var að sam- þykkja það sem hluta af samfélaginu í gegnum atvinnulífið og annað. Núna eftir hrun verðum við að passa okkur vel því fjárhagserfiðleik- um fylgja oft fordómar og það er stað- reynd að stór hluti þeirra sem þiggja atvinnuleysisbætur er útlendingar. Við reynum að hlúa að fólki og reyn- um allt sem við getum til að koma fólki aftur út á vinnumarkaðinn og halda námskeið svo fólk geti fengið enn betri vinnu þegar atvinnulífið fer af stað aftur,“ segir hún og bætir við að fordómar séu þegar orðnir meiri í kjölfar hrunsins. „Um daginn hitti ég konu sem sagðist aftur vera farin að finna að hún væri útlendingur. Það hefði komið tímabil sem henni hefði fundist hún ein af landsmönnum en það væri breytt í kjölfar kreppunnar. Það eru margar rannsóknir sem sanna að glæpir, heimilisofbeldi, for- dómar og annað eykst í kjölfar svona erfiðleika. Við vitum það og nú verð- um við að vinna í þessum málum áður en ástandið verður hættulegt,“ segir Amal sem er þrátt fyrir kreppu hamingjusöm á Íslandi. „Þetta er bara tímabil og þetta lagast. Við feng- um mörg rosalega fín ár þar sem við vorum ánægð og það verður að vera jafnvægi í þessu.“ indiana@dv.is hafnarfjörður Miðvikudagur 28. október 2009 41 Örugg þjónusta Vönduð vinnubrögð í 25 ár MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 - Gsm: 893 5950 www.ljosmynd.is Ánægð í Hafnarfirði Amal Tamimi segist aldrei gleyma deginum sem hún varð íslenskur ríkisborgari. Mynd Rakel Ósk „Um daginn hitti ég konu sem sagðist aftur vera farin að finna að hún væri útlendingur. Það hefði komið tímabil sem henni hefði fundist hún ein af landsmönnum en það væri breytt í kjölfar kreppunnar.“ Meiri fordómar í kreppu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.