Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 22
Miðvikudagur 28. október 200922 hafnarfjörður Undirbúningur er í fullum gangi fyrir endurreisn jólaþorpsins sívinsæla í Hafnarfirði. Þetta er í sjöunda sinn sem þorpið rís á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar, enda ekkert lát á vinsældum þess. Það má með sanni segja að jóla- þorpið hafi verið miðpunktur allr- ar jóladagskrár í Hafnarfirði síðustu misseri. Nú rís það í sjöunda sinn á Thorsplani og er undirbúningur í fullum gangi til að gera heimsókn almennings í jólastemninguna sem ánægjulegasta. Opið verður allar helgar í desem- ber frá kl. 13 til 18, ásamt kvöldopn- un á Þorláksmessu. Þorpið verður opnað 5. desember og mega gestir búa sig undir fjöruga skemmtidag- skrá, íðilfagra jólamuni til sölu og ýmsar jólakræsingar. Jólasveinninn verður að sjálfsögðu á sínum stað og hver veit nema Grýla láti líka á sér kræla. Þorpið er auðvitað ekki aðeins fyrir íbúa Hafnarfjarðar heldur alla þá sem elska jólin og vilja upplifa að- ventuna með öðrum sem hafa unun af því að halda þessa hátíð ljóss og friðar hátíðlega. Þá geta áhugasamir landsmenn einnig haft samband við Hafnarfjarðarbæ ef þeir luma á góðu jólaskemmtiatriði, hvort sem það er söngur, leikþáttur, hljóðfæraspil eða annað jólalegt og fjörugt. liljakatrin@dv.is Miðpunktur Ófrýnileg Grýla er ekkert lamb að leika sér við. Töfratónar Spurning hvort Sveinki mæti með fiðluna í ár. jólaundirbúningsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.