Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 9
Dísilolía Grafarvogi verð á lítra 191,8 kr. verð á lítra 188,6 kr. Skeifunni verð á lítra 187,2 kr. verð á lítra 184,9 kr. Akranesi verð á lítra 191,8 kr. verð á lítra 188,6 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 187,1 kr. verð á lítra 184,8 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 190,2 kr. verð á lítra 186,9 kr. Skógarseli verð á lítra 191,8 kr. verð á lítra 188,6 kr. Umsjón: BaldUr GUðmUndsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i neytenDur 28. október 2009 miðvikuDAGur 9 „Það þarf náttúrulega að passa upp á að dekkin séu í lagi. Það er mikilvægt að þau séu með góðu snjómynstri; negld eða ónegld. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir naglana í ísingu og hálku en aðalatriðið er að fólk noti þá hjólbarða sem það treystir sér til. Það er best fyrir alla sem eru í um- ferðinni,“ segir Dagur Benónýsson, rekstrarstjóri hjólbarða- og smurverk- stæða hjá N1. Hann segir einnig afar mikilvægt að réttur loftþrýstingur sé í dekkjunum. Það stuðli að auknu veg- gripi og minni eldsneytiseyðslu. Frostlögur mikilvægur Dagur segir einnig mikilvægt að öfl- ugur frostlögur sé settur á bílinn fyr- ir veturinn. „Frostþolið þarf að vera nægjanlegt á kælivökvanum,“ seg- ir Dagur. Spurður hvort nauðsynlegt sé að setja ísvara út í eldsneyti bílsins segir hann að allajafna sé slíkt ekki nauðsynlegt, þótt það geti alltaf ver- ið gott. „Sérstaklega er mikilvægt að setja ísvara á bíla sem taka eldsneyti af tönkum; til dæmis bændur sem eru með eigin tanka við heimahús. Ef það er vatn í bensíninu getur það frosið með þeim afleiðingum að bíll- inn fer ekki í gang,“ útskýrir Dagur. Rúðuvökvi og síuskipti Dagur segir að nú þegar von er á frosthörkum sé mikilvægt að gæta að rúðuþurrkum og rúðuvökva. Þurrk- urnar séu mikilvægar til að auka út- sýni við aksturinn og ekki megi vera vatn á rúðupisskútnum, heldur frost- þolið efni á borð við rúðuvökva. „Það er líka mikilvægt að eiga rúðusköfu, lásasprei og þessar hefðbundnu græjur í bílunum,“ segir hann. Dag- ur bendir einnig á að gott sé að fara með bílinn í smurningu fyrir vetur- inn. „Það er gott að láta skipta um hráolíusíu, athuga hvort loftsían sé nógu góð sem og frjókornasían, en hún hreinsar loftið sem kemur að utan og inn í miðstöðina. Ef hún er illa farin getur komið móða á rúður inni í bílnum og jafnvel ólykt,“ segir hann og heldur áfram. „Við smyrj- um líka alltaf lamir og læsingar þegar fólk kemur með bílinn í smurningu á veturna,“ segir hann. Dagur bendir einnig á mikilvægi þess að allar ljósaperur bílsins virki til þess að bíllinn sé sýnilegri í um- ferðinni. „Það skiptir líka máli að halda ljósunum hreinum, svo þau lýsi eins og til er ætlast,“ segir hann og bætir því við að ljósaperur fá- ist auðvitað á öllum smurstöðvum N1. „Það er líka gott að láta mæla rafgeyminn svo fólk verði síður raf- magnslaust þegar kalt er í veðri,“ segir hann. DV tók saman lista yfir atriði sem gott er að hafa í huga í upphafi vetr- ar í því skyni að auka umferðaröryggi og stuðla að því að bíllinn virki eins og hann á að gera. DV naut ráðgjaf- ar bifvélavirkjans og Ólafsfirðings- ins Svavars Guðna Gunnarssonar við samantektina. Myndir eru af vörum úr verslun N1, Ártúnshöfða. Athugið að verðin á vörunum eru til viðmiðunar. Frostlögur og viðeigandi dekkjabúnaður eru á meðal mikilvægustu atriða sem huga þarf að þegar búa á bílinn undir veturinn að mati Dags Benónýssonar hjá N1. Einnig má nefna að vélarstilling, síuskipti, silíkon á hurða- þéttingar og góð rúðuskafa eru á meðal fjölmargra atriða sem þarf að athuga þegar kólnar í veðri. Búðu Bílinn undir veturinn BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is vélArStillinG Tilgangur: að fyrirbyggja gangtruflanir og lengja líftíma vélarinnar. mælA hleðSlu oG AthuGA reimAr Tilgangur: meðal annars að koma í veg fyrir að bíllinn verði rafmagnslaus í kulda og forðast skemmdir á vélinni. hreinSA tenGi oG þvo rAFGeymi með vAtni Tilgangur: að geymirinn haldi góðri hleðslu og fari auðveldlega í gang. SkiptA um DempArA eFtir þörFum Tilgangur: Góð fjöðrun eykur veggrip bílsins og þar með öryggi farþega. StrAummælinG á StArtArA Tilgangur: segir til um ástand hans. Ef hann er slitinn gæti það leitt til þess að bíllinn fari einn daginn ekki í gang. startkaplar eru nauðsyn- legir ef bíllinn verður rafmagnslaus. Startkaplar: 4.000 kr. SkiptA um olíu, olíuSíur oG elDSneytiSSíur Tilgangur: nauðsynlegt er að smyrja bílinn til að vélin gangi betur, endist lengur og óhreinindi skemmi hana ekki. mælA FroStlöG Tilgangur: Ef vatn frýs á vatnskassan- um getur vélin ofhitnað. Frostlögur kemur einnig í veg fyrir tæringu. Frostlögur: 800 kr. SmyrjA hurðAlAmir vélAr- lok, læSinGAr oG benSínlok Tilgangur: að öðrum kosti getur þú orðið fyrir því að komast ekki inn í bílinn eða geta ekki sett á hann eldsneyti í miklu frosti. Lásasprei: 500 kr. SkiptA um þurrkublöð eF þArF Tilgangur: Góðar rúðuþurrkur stuðla að góðu útsýni og þar með öryggi í umferðinni. Rúðuþurrkur: 1.500 kr. stk. SetjA rúðuvökvA á bílinn Tilgangur: Ef vatn er í rúðupissinu getur frosið í lögnum þannig að það virkar ekki þegar síst skyldi. Rúðuvökvi: 700 kr. Silíkon á þéttiliStA Tilgangur: Í miklu frosti getur reynst erfitt að opna bílhurðar vegna þess að þéttilistar eru frosnir saman. Silíkon á þéttilista: 800 kr. móðuvörn á rúður oG rúðuSkAFA Tilgangur: Í snjó, slyddu eða rigningu getur komið móða á rúðurnar innan frá. Hægt er að kaupa sérstaka vörn sem kemur í veg fyrir það eða hafa góða sköfu við höndina. Móðuvörn: 1500 kr. Rúðuskafa: Frá 200 kr. þvo bílinn oG bónA Tilgangur: snjór loðir frekar við lakk sem ekki er bónað. auðveld- ara verður að skafa af bílnum ef hann er vel bónaður. Bón: 800 kr. AthuGA hjólbArðA, eiGA DekkjAhreinSi Tilgangur: Góð vetrardekk auka veggrip og stuðla að auknu öryggi í umferðinni. negld dekk eru best í ísingu. dekkjahreinsir getur aukið veggrip verulega. Dekkjahreinsir: 800 kr. réttur loFtþrýStinGur Tilgangur: mikilvægt er að réttur lofþrýstingur sé í dekkjunum. að öðrum kosti eykst bensíneyðsla og öryggi minnkar. Loftmælir: Frá 900 kr. AthuGA öll ljóS Tilgangur: Í skamm- deginu og þegar skyggni er slæmt er mikilvægt að öll ljós virki. að öðrum kosti sést bíllinn síður. Ljósaperur: 200 kr. SAnDur í FlöSku Tilgangur: Ef þú festir þig getur verið gott að hafa svolítinn sand meðferðis til að auka grip. SkoðA GólFmottur Tilgangur: Ef gólfmottur eru götóttar eða slitnar getur vatn, sem áður var snjór, lekið í gegn og gert það að verkum að teppin í bílnum blotna. slíkt getur skapað fúkkalykt. DráttArtóG oG SkóFlA Tilgangur: Ef þú hefur kaðal og skóflu í bílnum er líklegra að þú getir losað bílinn ef hann festist í skafli. Þú getur einnig frekar orðið öðrum að liði. Dráttartóg: 2000 kr. breiDDu yFir bílinn Tilgangur: Þeir sem eiga ekki bílskúr geta keypt þunnar yfirbreiðslur sem hægt er að setja yfir bílinn ef von er á snjó. Þá sleppurðu við að skafa! „Það skiptir líka máli að halda ljósunum hreinum, svo þau lýsi eins og til er ætlast.“ Veturinn er kominn Góð rúðuskafa, frostlögur og vetrardekk eru á meðal þeirra atriða sem nauðsynlegt er að huga að fyrir veturinn. MyND phOtOS.cOM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.