Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Qupperneq 9
Dísilolía Grafarvogi verð á lítra 191,8 kr. verð á lítra 188,6 kr. Skeifunni verð á lítra 187,2 kr. verð á lítra 184,9 kr. Akranesi verð á lítra 191,8 kr. verð á lítra 188,6 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 187,1 kr. verð á lítra 184,8 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 190,2 kr. verð á lítra 186,9 kr. Skógarseli verð á lítra 191,8 kr. verð á lítra 188,6 kr. Umsjón: BaldUr GUðmUndsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i neytenDur 28. október 2009 miðvikuDAGur 9 „Það þarf náttúrulega að passa upp á að dekkin séu í lagi. Það er mikilvægt að þau séu með góðu snjómynstri; negld eða ónegld. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir naglana í ísingu og hálku en aðalatriðið er að fólk noti þá hjólbarða sem það treystir sér til. Það er best fyrir alla sem eru í um- ferðinni,“ segir Dagur Benónýsson, rekstrarstjóri hjólbarða- og smurverk- stæða hjá N1. Hann segir einnig afar mikilvægt að réttur loftþrýstingur sé í dekkjunum. Það stuðli að auknu veg- gripi og minni eldsneytiseyðslu. Frostlögur mikilvægur Dagur segir einnig mikilvægt að öfl- ugur frostlögur sé settur á bílinn fyr- ir veturinn. „Frostþolið þarf að vera nægjanlegt á kælivökvanum,“ seg- ir Dagur. Spurður hvort nauðsynlegt sé að setja ísvara út í eldsneyti bílsins segir hann að allajafna sé slíkt ekki nauðsynlegt, þótt það geti alltaf ver- ið gott. „Sérstaklega er mikilvægt að setja ísvara á bíla sem taka eldsneyti af tönkum; til dæmis bændur sem eru með eigin tanka við heimahús. Ef það er vatn í bensíninu getur það frosið með þeim afleiðingum að bíll- inn fer ekki í gang,“ útskýrir Dagur. Rúðuvökvi og síuskipti Dagur segir að nú þegar von er á frosthörkum sé mikilvægt að gæta að rúðuþurrkum og rúðuvökva. Þurrk- urnar séu mikilvægar til að auka út- sýni við aksturinn og ekki megi vera vatn á rúðupisskútnum, heldur frost- þolið efni á borð við rúðuvökva. „Það er líka mikilvægt að eiga rúðusköfu, lásasprei og þessar hefðbundnu græjur í bílunum,“ segir hann. Dag- ur bendir einnig á að gott sé að fara með bílinn í smurningu fyrir vetur- inn. „Það er gott að láta skipta um hráolíusíu, athuga hvort loftsían sé nógu góð sem og frjókornasían, en hún hreinsar loftið sem kemur að utan og inn í miðstöðina. Ef hún er illa farin getur komið móða á rúður inni í bílnum og jafnvel ólykt,“ segir hann og heldur áfram. „Við smyrj- um líka alltaf lamir og læsingar þegar fólk kemur með bílinn í smurningu á veturna,“ segir hann. Dagur bendir einnig á mikilvægi þess að allar ljósaperur bílsins virki til þess að bíllinn sé sýnilegri í um- ferðinni. „Það skiptir líka máli að halda ljósunum hreinum, svo þau lýsi eins og til er ætlast,“ segir hann og bætir því við að ljósaperur fá- ist auðvitað á öllum smurstöðvum N1. „Það er líka gott að láta mæla rafgeyminn svo fólk verði síður raf- magnslaust þegar kalt er í veðri,“ segir hann. DV tók saman lista yfir atriði sem gott er að hafa í huga í upphafi vetr- ar í því skyni að auka umferðaröryggi og stuðla að því að bíllinn virki eins og hann á að gera. DV naut ráðgjaf- ar bifvélavirkjans og Ólafsfirðings- ins Svavars Guðna Gunnarssonar við samantektina. Myndir eru af vörum úr verslun N1, Ártúnshöfða. Athugið að verðin á vörunum eru til viðmiðunar. Frostlögur og viðeigandi dekkjabúnaður eru á meðal mikilvægustu atriða sem huga þarf að þegar búa á bílinn undir veturinn að mati Dags Benónýssonar hjá N1. Einnig má nefna að vélarstilling, síuskipti, silíkon á hurða- þéttingar og góð rúðuskafa eru á meðal fjölmargra atriða sem þarf að athuga þegar kólnar í veðri. Búðu Bílinn undir veturinn BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is vélArStillinG Tilgangur: að fyrirbyggja gangtruflanir og lengja líftíma vélarinnar. mælA hleðSlu oG AthuGA reimAr Tilgangur: meðal annars að koma í veg fyrir að bíllinn verði rafmagnslaus í kulda og forðast skemmdir á vélinni. hreinSA tenGi oG þvo rAFGeymi með vAtni Tilgangur: að geymirinn haldi góðri hleðslu og fari auðveldlega í gang. SkiptA um DempArA eFtir þörFum Tilgangur: Góð fjöðrun eykur veggrip bílsins og þar með öryggi farþega. StrAummælinG á StArtArA Tilgangur: segir til um ástand hans. Ef hann er slitinn gæti það leitt til þess að bíllinn fari einn daginn ekki í gang. startkaplar eru nauðsyn- legir ef bíllinn verður rafmagnslaus. Startkaplar: 4.000 kr. SkiptA um olíu, olíuSíur oG elDSneytiSSíur Tilgangur: nauðsynlegt er að smyrja bílinn til að vélin gangi betur, endist lengur og óhreinindi skemmi hana ekki. mælA FroStlöG Tilgangur: Ef vatn frýs á vatnskassan- um getur vélin ofhitnað. Frostlögur kemur einnig í veg fyrir tæringu. Frostlögur: 800 kr. SmyrjA hurðAlAmir vélAr- lok, læSinGAr oG benSínlok Tilgangur: að öðrum kosti getur þú orðið fyrir því að komast ekki inn í bílinn eða geta ekki sett á hann eldsneyti í miklu frosti. Lásasprei: 500 kr. SkiptA um þurrkublöð eF þArF Tilgangur: Góðar rúðuþurrkur stuðla að góðu útsýni og þar með öryggi í umferðinni. Rúðuþurrkur: 1.500 kr. stk. SetjA rúðuvökvA á bílinn Tilgangur: Ef vatn er í rúðupissinu getur frosið í lögnum þannig að það virkar ekki þegar síst skyldi. Rúðuvökvi: 700 kr. Silíkon á þéttiliStA Tilgangur: Í miklu frosti getur reynst erfitt að opna bílhurðar vegna þess að þéttilistar eru frosnir saman. Silíkon á þéttilista: 800 kr. móðuvörn á rúður oG rúðuSkAFA Tilgangur: Í snjó, slyddu eða rigningu getur komið móða á rúðurnar innan frá. Hægt er að kaupa sérstaka vörn sem kemur í veg fyrir það eða hafa góða sköfu við höndina. Móðuvörn: 1500 kr. Rúðuskafa: Frá 200 kr. þvo bílinn oG bónA Tilgangur: snjór loðir frekar við lakk sem ekki er bónað. auðveld- ara verður að skafa af bílnum ef hann er vel bónaður. Bón: 800 kr. AthuGA hjólbArðA, eiGA DekkjAhreinSi Tilgangur: Góð vetrardekk auka veggrip og stuðla að auknu öryggi í umferðinni. negld dekk eru best í ísingu. dekkjahreinsir getur aukið veggrip verulega. Dekkjahreinsir: 800 kr. réttur loFtþrýStinGur Tilgangur: mikilvægt er að réttur lofþrýstingur sé í dekkjunum. að öðrum kosti eykst bensíneyðsla og öryggi minnkar. Loftmælir: Frá 900 kr. AthuGA öll ljóS Tilgangur: Í skamm- deginu og þegar skyggni er slæmt er mikilvægt að öll ljós virki. að öðrum kosti sést bíllinn síður. Ljósaperur: 200 kr. SAnDur í FlöSku Tilgangur: Ef þú festir þig getur verið gott að hafa svolítinn sand meðferðis til að auka grip. SkoðA GólFmottur Tilgangur: Ef gólfmottur eru götóttar eða slitnar getur vatn, sem áður var snjór, lekið í gegn og gert það að verkum að teppin í bílnum blotna. slíkt getur skapað fúkkalykt. DráttArtóG oG SkóFlA Tilgangur: Ef þú hefur kaðal og skóflu í bílnum er líklegra að þú getir losað bílinn ef hann festist í skafli. Þú getur einnig frekar orðið öðrum að liði. Dráttartóg: 2000 kr. breiDDu yFir bílinn Tilgangur: Þeir sem eiga ekki bílskúr geta keypt þunnar yfirbreiðslur sem hægt er að setja yfir bílinn ef von er á snjó. Þá sleppurðu við að skafa! „Það skiptir líka máli að halda ljósunum hreinum, svo þau lýsi eins og til er ætlast.“ Veturinn er kominn Góð rúðuskafa, frostlögur og vetrardekk eru á meðal þeirra atriða sem nauðsynlegt er að huga að fyrir veturinn. MyND phOtOS.cOM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.