Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 50
„Það tókst að halda sér í pásu þó Gummi [Guðmundur landsliðsþjálf- ari, innsk. blm.] hafi eitthvað verið að potast í mér á tímabili,“ segir hand- knattleiksmaðurinn Ólafur Stefáns- son, sem er kominn aftur í íslenska landsliðið eftir árs hlé. DV hitti Ólaf á blaðamannafundi á þriðjudaginn og ræddi aðeins við hann um leið og hann maulaði melónubita og saup á ísköldu vatni. Það var eftir ævin- týrið á Ólympíuleikunum í Peking í fyrra sem Ólafur ákvað að taka sér frí og vera ekki með í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Austurríki í byrjun næsta árs. Guð- mundur Guðmundsson var augljós- lega ekki lengi að velja Ólaf aftur þegar hann gaf kost á sér og er fyrsta verkefni hans æfingavika með liðinu í þessari viku og leikur gegn Pressu- liðinu. Aftur kominn með boltapokann „Ég held að ég hafi gert rétt með að taka mér þetta frí,“ segir Ólafur. „Það stóð reyndar tæpt á tímabili þegar margir voru meiddir en Alexander kom aftur inn ásamt Heiðmari Fel- ixsyni og fyrir vikið kom svolítið ný vídd inn í landsliðið. Ég held að ég og landsliðið hafi grætt á þessari pásu,“ segir Ólafur. Á meðan hann var í fríi stóð lands- liðið í ströngu í undankeppni heims- meistaramótsins með afar lemstr- að lið. Ólafur hafði samt aldrei hug á að koma inn og bjarga málunum. „Ég var í rauninni ekkert að pæla í því. Þegar maður hefur tekið ákvörð- un á maður ekki að hugsa um aðra möguleika sem eru til staðar. Þarna tók ég þá ákvörðun að taka mér frí frá landsliðinu og því pældi ég eiginlega ekkert í því hvað þeir voru að gera,“ segir Ólafur sem segist vera ánægð- ur með að vera kominn aftur. Hann viðurkennir þó að aðeins sé verið að skjóta á hann fyrir fríið. „Já, já, það er smávegis. Ég er kominn aftur með boltapokann. Bara dottinn í nýliðann aftur,“ segir Ólafur og brosir. Verðum að vera í formi Landsliðið leikur engan æfingaleik í vikunni, ekki nema einn léttan gegn Pressuliði íþróttafréttamanna. Guð- mundur þjálfari ætlar að nota vikuna í að æfa vel og kynna nýjar hugmynd- ir ásamt því að skerpa á áður þekkt- um kerfum og leikaðferðum. Það er þó ekki þessi vika sem skiptir máli,“ segir Ólafur, „heldur hvað menn gera sjálfir fram að næsta skipti þegar lið- ið hittist en þá hefst undirbúningur- inn fyrir HM af alvöru. „Það sem liggur fyrir er að njóta þessarar viku, æfa vel og spila þenn- an Pressuleik. Það er aðeins léttara yfir þessu núna en hefur oft verið. Það sem skiptir máli er samt hvernig hver og einn æfir næstu tvo mánuði og mæti svo í góðu formi þegar við hittumst næst fyrir Evrópumótið. Við þekkjum alveg kerfin og hreyfingarn- ar en málið er að við þurfum allir að vera í standi,“ segir Ólafur. Viljum stöðugleika Frá því íslenska landsliðið vann sér inn sæti á Ólympíuleikunum snemma síðastliðið sumar hefur gengi liðsins verið nær ein samfelld sigurganga að undanskilinni mar- tröðinni gegn Makedóníu þar sem liðið missti af sæti á EM. „Markmið- ið er að halda þessum dampi en vera ekki í þessum öldugangi eins og oft hefur verið,“ segir Ólafur. „Inn í lið- ið eru komnir flottir, ungir strákar. Aron Pálmarsson er náttúrlega frá- bær spilari og einnig Ólafur (Guð- mundsson), nafni minn, ásamt Sig- urbergi (Sveinssyni). Það er alltaf gott að fá svona unga en sterka pósta inn í þetta hjá okkur svona þriðja til fjórða hvert ár.“ „Lala concept“ hjá Löwen Ólafur er kominn aftur í þýsku úr- valsdeildina, eins og alþjóð veit. Hann leikur með stórliðinu Rhein- Neckar Löwen, ásamt þeim Guð- jóni Val Sigurðssyni og Snorra Steini Guðjónssyni. Ólafur vissi vel að hjá Löwen þyrfti hann að láta til sín taka og það hefur líka komið á daginn. Ég fór viljandi úr fullkomnu liði yfir í lið sem er í mótun og það kostar alltaf sitt. Ég er með þjálfara núna sem vill fá að heyra eitthvað í mannskapnum en hjá Ciudad sáu þjálfaranir alveg um þetta. Það er náttúrlega fullkom- in staða fyrir leikmann að geta bara hlýtt og ekki bara það heldur líka vit- að að allt sé rétt sem sagt er,“ segir Ól- afur og heldur áfram: „Hjá Löwen er ekkert „concept“ að viti. Það er að þróast. Þetta er nýtt lið og nýr þjálfari og lala „concept“ sem maður trúir lala á. En aftur á móti fær maður svolítið að vera með í því að laga það til. Þetta er eitthvað sem ég vissi að yrði og kemur mér því ekkert á óvart. Ég verð að gefa mikið af mér. Það er aðeins meiri höfuðverkur að þurfa koma skoðunum sínum á framfæri við leikmenn og þjálfara. Maður fer samt bara vel að mönnum og tal- Þrír leikir í körfunni Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta á fimmtudags- kvöldið en þeir eru allir á höfuðborgarsvæðinu. Í Kópavogi taka heimamenn í Breiðabliki á móti ÍR en bæði lið hafa til þessa unnið einn leik og tapað tveimur. Stjarnan sem hefur farið frábærlega af stað í deildinni og unnið alla þrjá leiki sína, þar á meðal Snæfell úti og Keflavík, tekur á móti FSu. Mennt- skælingarnir frá Selfossi hafa aftur á móti farið mjög illa af stað í deildinni og tapað þremur fyrstu leikjum sínum, frekar stórt. Síðasti leikurinn er í Grafarvogi þar sem ungliðar Bárðar Eyþórssonar í Fjölni fá sjóðheitt Njarðvíkurlið í heimsókn. Njarðvík hefur eins og Stjarnan ekki tapað leik á árinu og fór létt með meistarakandídata Grindavíkur í síðustu umferð. Róðurinn hefur verið þyngri hjá nýliðunum í Fjölni. Þeir eru án sigurs í fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. UMSjóN: tóMAS ÞóR ÞóRðARSoN, tomas@dv.is 50 miðvikudagur 28. október 2009 sport „Það er alveg frábært að hann sé kominn aftur,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, um endurkomu ólafs Stefánssonar. Hann viðurkennir fúslega að það hafi ekki verið erfitt að velja ólaf þegar hann gaf kost á sér aftur. „Nei, það var ekki erfitt að velja hann,“ segir Guðmundur og hlær við. „Hann þarf samt að berjast fyrir stöðunni. Það eru margir örvhentir leikmenn sem koma til greina þannig samkeppnin er mikil. Fyrir utan hópinn núna eru Rúnar Kárason og Ásgeir Örn Hallgrímsson sem berja auðvitað á dyrnar. Það verður hart barist um þessa stöðu og ég mun fylgjast vel með mönnum,“ segir Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn fagnar því að menn séu að koma úr meiðslum. „Þetta er sterkasta liðið sem ég hef valið í langan tíma og það er alveg frábært,“ segir Guð- mundur sem ákvað að æfa bara í vikunni en spila engan landsleik, heldur bara einn leik gegn Pressuliði íþróttafréttamanna. „Ég hef gert þetta áður, að æfa bara, og mér finnst það gott. Það eru fjölmargir þættir sem þarf að fara yfir og svo er ég nú líka aðeins að koma til móts við suma leikmenn sem mikið álag hefur verið á. Ég held allavega að við munum fá mikið út úr þessu og það er auðvitað bara vonandi að þetta skili sér,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari: ekki erfitt að velJa Ólaf Ólafur Stefánsson er kominn aftur í ís- lenska landsliðið í handbolta eftir rúm- lega árs fjarveru. Hann segist afar ánægð- ur með að hafa staðið við það að halda sig í fríi en er kominn aftur í hlutverk nýliðans með liðinu. Ólafur skipti um lið fyrir tíma- bilið, leikur nú með þýska liðinu Rhein- Neckar Löwen, þar sem hann lætur menn heyra það. aftur kominn með boltapokann xxxxxx xxxxx TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is ar við þá á penum nótum. Við erum náttúrlega allir að vinna að sameig- inlegu verkefni þannig ég læt menn vita hvað mér finnst og að ef þeir geri hitt eða þetta öðruvísi þá náum við frekar markmiðum okkar.“ Erum að vaxa Rhein-Neckar var nokkuð óhepp- ið með töfludrátt og mætti tveim- ur sterkustu liðunum í þýsku úr- valsdeildinni, Kiel og Hamborg, í fyrstu leikjunum. Þeir töpuð- ust báðir en síðan þá hefur liðið varla tapað leik og gengið verið afar gott í deild, bikar- og meist- aradeild. „Við fengum stóru liðin of snemma og það kostaði okk- ur fjögur stig. En við höfum vaxið síðan þá og leikur liðsins er allur orðinn betri,“ segir Ólafur en hann horfir sérstaklega til þess að liðið haldi áfram að spila betur. Titill sé aukaatriðið í bili. „Aðalatriðið er að við höldum áfram að vaxa sem lið og spilum betur. Hvort titill fylgi því verður að koma í ljós. Við erum enn þá að stilla liðið eins og skyttuna, Karel Bielecki. Hann er besta skytta í heimi en núna veit hann hvar hann á að hlaupa til þess að fá boltann því ef hann velur rétt færi er það alltaf mark. Sóknar- leikurinn er orðinn frekar flottur en vörnin þarfnast meiri stöðugleika. Þessi stóru mót eru öll farin að vinn- ast á vörninni,“ segir Ólafur Stefáns- son. Kominn aftur ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið. Aftur til Þýskalands ólafur leikur nú með Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.