Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 8
8 miðvikudagur 28. október 2009 fréttir „Þetta er hrikalegt morð á mínu mann- orði og ég veit ekkert hvort ég nái að vinna það tilbaka,“ segir móðir fjög- urra og níu ára gamalla barna, sem var handtekin í mansalsmálinu svo- kallaða. „Ég get bara ekki sætt mig við það. Ég er náttúrlega að stefna emb- ættinu fyrir ólögmæta handtöku og framkvæmd hennar. Að mörgu leyti hefur verið brotið á okkur og fram- koman í okkar garð er ömurleg. Börn- in mín eru líka komin með lögfræð- ing og eru að kæra. Þau voru virkilega hrædd, svo hrædd að þau þorðu fyrst ekki að koma aftur heim,“ segir konan sem vill ekki koma fram undir nafni barna sinna vegna. Handtakan fór fram í viðurvist barnanna tveggja. Hún hefur ákveð- ið að kæra lögregluna á Suðurnesjum fyrir ólögmæta handtöku. Eiginmaður hennar var einnig handtekinn og sit- ur í gæsluvarðhaldi, ásamt Sigurjóni Halldórssyni. Ragnari Þórarinssyni var sleppt eftir að gæsluvarðhaldið var kært og varðhaldsástæðu gegn manni hennar var breytt úr grunsemdum um mansal yfir í fjársvik. Eiginmaður kon- unnar rekur bílaverkstæði í Reykjavík og hinir síðarnefndu verktakafyrir- tæki. Ekkert í höndunum Konan telur framkomu lögreglunn- ar vera til skammar og skilur ekkert í því hvers vegna rannsóknin beinist að þeim hjónum. „Það var alveg ótækt hvernig þetta fór fram og lögreglan skal fá að finna fyrir því og éta þetta allt ofan í sig. Lögreglan hefur farið of- fari í málinu og hún hefur akkúrat ekki neitt í höndunum. Við spyrjum okkur af hverju í ósköpunum málið beinist að okkur. Við vorum bæði handtek- in vegna mansals og lögreglan hefur greinlega ekkert í höndunum um það. Við tengjumst þessu máli ekki á nokk- urn hátt og höfum engin tengsl við aðra aðila málsins. Ég er ósköp venju- leg tveggja barna móðir,“ segir hún. Skilur ekkert Samkvæmt heimildum DV snúa grun- semdir lögreglunnar á Suðurnesjum að því annars vegar að eiginmaður hennar tengist fjársvikum með nið- urrifi og sölu stolinna ökutækja og að Sigurjóni hins vegar vegna fjársvika og grunsemda um mansal. Ljóst þykir að Hörður Már átti bílaviðskipti við ein- hverja þeirra Litháa sem sitja í gæslu- varðhaldi. Þormóður Skorri Steingrímsson, verjandi eiginmannsins, bendir á að skjólstæðingur hans sé ekki lengur í haldi vegna grunsemda um mansal heldur snúi þær að fjársvikum. Hann segist ekki átta sig á ástæðum gæslu- varðhaldsins. „Hann hefur einu sinni verið yfirheyrður á tímabilinu og lítið frá því að segja. Á grundvelli þess sem þar kom fram er mjög skrítið að hann sé í haldi. Við botnum ekkert í þessu. Að mínu mati hefur ekkert sakarefni verið borið undir skjólstæðing minn, hann situr þarna inni og veit ekki neitt,“ segir Þormóður Skorri. Alveg saklaus Aukinn mannafli frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið sett- ur í rannsóknina. Lögreglan hefur vaxandi áhyggjur af naumum tíma en gæsluvarðhaldi yfir sjömenningun- um, fimm Litháum og tveimur Íslend- ingum, sem sitja inni lýkur á morgun. Jón Magnússon, verjandi Ragnars, fagnar því að skjólstæðingi hans hafi verið sleppt. Aðspurður segir hann skjólstæðinginn klárlega lýsa yfir sak- leysi. „Minn skjólstæðingur var leyst- ur út. Það var alveg galið að henda honum í gæsluvarðhald, enda hafði lögreglan ekkert á hann. Þetta var bara svo langt í burtu frá öllu eðlilegu. Fram til þessa hef ég lítið fengið að vita ann- að en frásögn míns skjólstæðings. Það er útlit fyrir að minn maður hafi ver- ið á vitlausum stað á vitlausum tíma. Hæstiréttur hefur gögnin í höndun- um og dæmir hann lausan í kjölfarið. Auðvitað fagna ég þeirri niðurstöðu,“ segir Jón. Engin tengsl „Mansal er mjög alvarlegur glæp- ur sem skal taka föstum tökum. Hins vegar þarf lögreglan að taka á því með ábyrgum hætti og greina sauðina frá höfrunum. Mér virðist lögreglan því miður hafa farið offari. Í þessu tilviki hélt skjólstæðingur minn að um lög- regluviðtal væri að ræða en var svo allt í einu svipt yfir í varðhald þannig að hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðr- ið. Hann er auðvitað enn undir rann- sókn og grun en ég veit ekkert um það hvort lögreglan hafi eitthvað meira við hann að tala. Miðað við það sem ég hef í höndunum liggur það ekki fyrir að minn maður verði með einhverj- um hætti tengdur við þetta mál og hann lýsir eðlilega yfir sakleysi sínu,“ bætir Jón við. Sigurður Sigurjónsson, verjandi Sigurjóns, tekur í sama streng og úti- lokar tengsl síns skjólstæðings við er- lenda glæpamenn. Hann telur útlit fyrir að lögreglan sé í vandræðum í rannsókn málsins. „Okkur þykir fram- ganga lögreglunnar ótrúlega hatrömm gagnvart fjölskyldufólki og af litlu til- efni. Þegar upp er staðið mun hún þurfa að svara fyrir þetta og yfir mál- ið verður farið síðar. Lögreglan virðist ekki hafa frá neinu að segja og virðist vera í vandræðum. Ef mansal er tilfell- ið þá er mjög þarft að taka á því. Það eru hins vegar engin tengsl milli míns skjólstæðings og þessara erlendu aðila sem þar eru grunaðir,“ segir Sigurður. Aðspurður segir Sigurður að íhug- að verði á næstunni hvort handtak- an og gæsluvarðhaldið verði kært. „Frelsissvipting er mjög alvarlegt mál. Í rannsókninni er ekkert að ger- ast og ljóst er frá sjónarhóli skjólstæð- ingsins að tengslin eru engin. Þar að auki hef ég enga vitneskju fengið um hvers vegna hann er enn þá í haldi. Því hvernig haldið hefur verið á mál- inu þarf að fylgja alveg til enda,“ segir Sigurður. Sýna nærgætni Sveinn Andri Sveinsson, verjandi kon- unnar, gagnrýnir handtökuna harð- lega. Hann segir algjörlega ástæðu- laust að tengja hana inn í rannsókn málsins. „Ég átta mig ekki á því hvers vegna minn skjólstæðingur var hand- tekinn því konan virðist hafa unnið sér það eitt til saka að vera eiginkona meints sakbornings og hún teng- ist málinu ekki með neinum hætti. Handtakan var fráleit og algjörlega að ástæðulausu að halda henni yfir nótt. Það virðist vera mikill þrýstingur á að taka málið af hörku en menn mega ekki gleyma sér algjörlega. Börn- in voru í sjokki og þetta hefur feng- ið mjög á þau. Svona lagað verður að passa,“ segir Sveinn Andri. „Lögreglan fór inn á heimilið þar sem heimilisfaðirinn var tekinn með látum. Meginreglan er sú að farið sé fram af nærgætni þegar vitað er að börn eru í spilinu og þau eiga alls ekki að vera viðstödd þegar foreldrar eru handteknir. Það var klárlega ekki passað upp á í þessu tilviki og borð- leggjandi að konan mun leita réttar sín varðandi ólögmæta handtöku. Þar fyrir utan var skjólstæðingurinn minn beittur þrýstingi og plataður inn á að kalla mig ekki til.“ Getur skaðað Hallóra Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Barnaverndar Reykjavíkur, seg- ir afar mikilvægt að huga að vernd barna þegar handtökur fara fram. Hún segir að börn geti orðið fyrir al- varlegum og langvarandi áhrifum verði þau vitni að handtöku foreldra. „Svona lagað getur skaðað til lang- frama og því afar mikilvægt að haft sé samráð við barnaverndaryfirvöld við undirbúning handtöku. Und- ir eðlilegum kringumstæðum, til að tryggja öryggi barnanna, ætti að hafa samband við okkur. Handtaka verð- ur að vera eins sársaukalítil og hægt er gagnvart börnum, æskilegast er að þau verði ekki vitni að slíkum uppá- komum,“ segir Halldóra. Þormóður Skorri útilokar að nokkuð tengi skjólstæðing hans við glæpastarfsemina sem til rannsóknar er. Hann segir það forgangsverkefni að koma Herði Má til fjölskyldunnar. „Það er ekki hægt að segja að nokk- uð tengi þá saman, tengingin er svo óveruleg að varla er hægt að greina frá því. Hann þekkir mennina ekki neitt og okkur hefur ekki verið sýnt fram á meint tengsl hans við málið. Að svo stöddu er lítið hægt að gera nema bíða en ég vænti þess að skjól- stæðingur minn verði látinn laus. Enn sem komið er höfum við rætt stuttlega hvort handtakan verði kærð. Þegar skjólstæðingur minn verður laus úr haldi förum við yfir það. Það er núna í algjörum forgangi að koma viðkomandi til fjölskyldu sinnar,“ seg- ir Þormóður Skorri. Undirbúningur er hafinn að lögsókn fyrir hönd tveggja barna, fjögurra og níu ára gamalla, vegna ólögmætr- ar handtöku foreldra þeirra. Þau voru viðstödd harkalega handtökuna og eru sögð í verulegu sjokki. Móður barnanna hefur verið sleppt úr haldi og hún ætlar líka að kæra. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi móður- innar, segir málið borðleggjandi. BÖRNIN KÆRA LÖGREGLUNA TrAuSTi hAfSTEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Lögreglustjórinn á Suðurnesjum: Hafnar ásökunum Sveins Andra Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, hafn- ar alfarið frásögn lögmannsins Sveins Andra Sveinssonar af hand- töku manns sem grunaður er um að tengjast mansalsmálinu svokallaða. Sigríður segir í yfirlýsingu að lög- reglan hafi að leiðarljósi í aðgerðum sínum að ganga ekki harðar fram en brýn þörf er á hverju sinni og gæt- ir þess alveg sérstaklega þegar börn eru stödd á vettvangi. „Í þessu tilviki fóru fimm óein- kennisklæddir lögreglumenn að húsinu og þar utandyra hittu þeir eiginkonu grunaða ásamt tveimur börnum hennar. Lögreglan kynnti konunni fyrirhugaðar aðgerðir. Kon- an fékk að hringja í móður sína og síðan í vinkonu sína sem hún bað um að sækja börnin. Eldra barnið, telpa, fór á brott með vinkonu sinni og var það með vitund og vilja móðurinnar,“ segir í yfirlýsingu frá Sigríði Björk. Hún segir eiginmann konunnar hafa verið mjög æstan og dónalegan við lögregluna er hann kom heim og sýnt þá hegðun að syni sínum ásjá- andi. „Maðurinn var síðan handtek- inn í húsinu vegna hegðunar sinnar og færður í handjárn. Hvorugt barn- ið varð vitni að þeirri aðgerð né þegar maðurinn var fluttur á brott af heim- ilinu af tveimur einkennisklæddum lögreglumönnum. Kona kom á vett- vang og tók drenginn á brott með sér að ósk móðurinnar. Húsleit var gerð á heimilinu að konunni og lögmanni viðstöddum,“ segir í yfirlýsingu frá Sigríði Björk. „Þau voru virkilega hrædd, svo hrædd að þau þorðu fyrst ekki að koma aftur heim.“ harkaleg handtaka Konan sættir sig ekki við framgöngu lögreglunnar sem handtók hana og eiginmann hennar að börnum þeirra viðstöddum. Hún hyggst leita réttar síns og kæra lögregluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.