Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 32
Vagga íslenskrar kvikmyndasögu Kvikmyndasafn Íslands stendur fyr- ir sýningum á perlum úr íslenskri og alþjóðlegri kvikmyndasögu tvisvar í viku yfir vetrartímann. Sýningarnar, sem fram fara í Bæjarbíói í Hafnar- firði, hafa mælst afar vel fyrir og þótt þær fái ekki mikla umfjöllun í fjöl- miðlum er þjónustan afar þakklát. En hvað er þetta Kvikmyndasafn og hvað gerir starfsfólk þess? Safnið er staðsett við Hvaleyrar- braut í Hafnarfirði, sem áður hýsti Fiskvinnsluskóla Íslands, en þar hef- ur það verið síðan árið 2004. Fram að því hafði það verið á nokkrum ver- gangi síðan lög um safnið og Kvik- myndasjóð voru samþykkt árið 1978. Í grein um sögu safnsins eftir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing sem finna má á heimasíðu þess kemur fram að safnið hafi fyrst verið í 72 fer- metra leiguhúsnæði í Skipholti 31. Undir það síðasta áður en það flutti á núverandi stað var það í gamla frysti- húsinu á hafnarbakkanum í Hafnar- firði. Safnið er stofnun í eigu ríkisins og sinnir kvikmyndamenningu ein- göngu. Starfsmenn safnsins safna, skrá og varðveita kvikmyndir og prentefni sem tengist kvikmyndum með einum eða öðrum hætti. Safn- ið stundar einnig rannsóknir á kvik- myndum og kvikmyndamenningu og miðlar jafnframt þekkingu um þennan menningararf. Búið var að skrá stærstan hluta af kvikmyndaefni safnsins í árslok 2007 en það samanstendur af filmuspól- um og myndböndum af ýmsum breiddum og gerðum sem og mynd- diskum sem voru þá rúmlega 39 þús- und eintök. Utan við þessa skráningu eru fréttafilmur frá Sjónvarpinu sem eru í varðveislu safnsins og voru alls um 10.400 og sjónvarpsdagskrár lið- lega 1.800. Safn tækja og tóla til kvik- myndagerðar og kvikmyndasýn- inga hafði vaxið mjög að umfangi en skráningu miðað hægt. Gagnasafnið hefur einnig vaxið hratt en þar er um að ræða handrit, ljósmyndir, vegg- spjöld og alls kyns annað prentefni og heimildir sem varðar kvikmynda- gerðina. Stöðugt er unnið að skrán- ingu gagnasafnsins en mikið er þó enn óskráð. Kvikmyndasafn Íslands var í nokkurn tíma undir sama hatti og Kvikmyndasjóður en með nýjum kvikmyndalögum sem tóku gildi 1. janúar 2003 voru safnið og sjóður- inn aðskilin. Kvikmyndasafnið varð þannig sjálfstæð stofnun á nýjan leik með forstöðumann sem ber ábyrgð á rekstri þess og verksviði og nú var ekki lengur sérstök stjórn fyrir safn- ið. Fimm starfsmenn starfa á safn- inu. Núverandi forstöðumaður þess er Þórarinn Guðnason sem tók við af Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni í árs- lok 2001 en Þórarinn hefur starfað hjá safninu frá árinu 1995. Heimild: Greinin „Saga Kvik- myndasafnsins“ eftir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing á kvik- myndasafn.is. Miðvikudagur 28. október 200932 hafnarfjörður Tilboðsdagar fimmtud-sunnud. 15% afsláttur af barnafatnaði Úlpur - Gallar - Buxur - Bolir - Peysur - Sundfatnaður Reykjavíkurvegi 60 | 220 Hafnarfirði Sími: 555-2887/ 555-4487 www.musikogsport.is Match Attax 2010 Fótboltamyndir og möppur Kvikmyndasafn Íslands hefur starfað í rúm þrjátíu ár á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Það fluttist að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði fyrir fimm árum og hýsir nú tugþúsundir filma, mynddiska, handrita og fleiri ómetanlegra muna. Í faðmi safnsins Þrándur Thoroddsen, þýðandi og kvikmyndagerðarmaður, í Kvikmyndasafni Íslands fyrir nokkrum árum. MYND GuNNar GuNNarssoN Bæjarbíó Þarna sýnir Kvikmyndasafnið hinar ýmsu kvikmyndaperlur tvisvar í viku yfir vetrartímann. Hafið Einn af gullmolum íslenskrar kvikmyndasögu og var sýnd á vegum Kvik- myndasafnsins fyrr í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.