Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 12
Svarthöfði hefur mænt aðdáun-araugum á njósnara hennar hátignar, James Bond, frá því hann var krakki. Aðdáunin á 007, kempunni sem yfirvöld hafa út- hlutað heimild til að drepa, hefur síst dvínað eftir að Svarthöfði varð fullorð- inn. Hún hefur í raun aukist eftir því sem grái fiðringurinn magnast. Bond er nefnilega einhvern veginn með þetta allt sem hálfútbrunninn íslensk- ur karlmaður, með góðærisístru og myntkörfulán, þráir. Bond er alltaf í toppformi, hef-ur aldrei áhyggjur af fjármál-um og getur reykt og drukkið eins og hann lystir án þess að þurfa nokkurn tíma að þola þynnku eða stressa sig á lungnakrabba, æða- þrengslum og risvandamálum. Og svo veður þessi tjalli í konum án þess að hafa nokkuð fyrir því. Svarthöfði hefur því eðlilega oft skellt sér í smóking- inn í dagdraumum sínum og hafið sig yfir kreppuna og Icesave-þrasið með hristan Martíní í glasi, fögur fljóð sér við hlið og frethólk með hljóð- deyfi í buxnastrengnum. Svarthöfði er þó ekki veruleika-firrtari en svo að hann hefur alla tíð gert sér grein fyrir að fyrir honum verði njósnaralíf- ið aldrei annað en fjarlægur draumur. Venju- legir Íslendingar verða ekki njósnarar frekar en geimfarar nema þeir flytji af landi brott strax í frumbernsku. Eða það er að segja þetta hélt Svarthöfði þangað til hann las frétt DV í gær um óperu-söngvarann Björn Ingiberg Jónsson sem er í Englandi að læra njósnir hjá NATO á vegum Varnar- málastofnunar. Að vísu var þessi frétt súrsæt fyrir Svarthöfða. Gleðifrétt að því leyti að hún færði Svarthöfða heim sanninn um að Íslendingum eru allir vegir færir þrátt fyrir hrun útrásar- innar. Fréttin var hins vegar niður- drepandi þar sem Svarthöfði þarf nú að naga sig í handarbökin það sem eftir er ævinnar fyrir að hafa ekki farið í tónlistarnám í æsku. Þetta skrifast þó auðvitað fyrst og fremst á foreldra Svarthöfða sem vanræktu tónlistarlegt uppeldi hans af fullkomnu áhuga- leysi en pískuðu hann frekar áfram í fótbolta. Sem gerði nú ekki mikið fyrir sjálfstraustið þar sem Svarthöfði er bæði kiðfættur og hjólbeinóttur og var því alltaf látinn vera í marki og hefur alla tíð síðan verið aftastur í lífinu. Sé hins vegar allri gremju og öf-undsýki í garð Björns Ingibergs sleppt sér Svarthöfði auð-vitað snilldina í því að hann skuli sendur í njósnaraskóla NATO. Auðvitað verða allir góðir söngvarar að geta sungið. Meira að segja Sean Connery brast í söng í Dr. No og söng fyrir Ursulu Andress um hversu kósí það er að kúra sig undir mangótré. Svarthöfða þótti þetta kabarett-atriði í fyrstu Bond-myndinni alltaf yfir- máta hallærislegt og reyndi jafnan að gleyma því að Bond kynni að syngja. Hefði Svarthöfði verið með réttu ráði í gamla daga hefði hann sem sagt átt að gera sér grein fyrir því strax árið 1962 að hann gæti sungið sig inn í hinn seiðandi og dullarfulla heim alþjóð- legra spæjara. Óbilandi sjálfstraust óp-erusöngvara er önnur staðreynd sem rennir enn frekar stoðum undir þá kenningu, sem nú er í hávegum höfð hjá Varnarmálastofnun, að þeir séu efni í súperspæjara. Hinn goðsagnar- kenndi Kristján Jóhannsson er auð- vitað besta dæmið en sjálfsöruggari maður hefur vart látið á sér kræla á Íslandi frá því sögur hófust. Kristján hefur líka einstakt lag á konum að þær eiga það til að roðna á brjóst- unum í návist hans. Áhrif sem Svarthöfði minnist meira að segja ekki að Bond hafi haft á Bond-píurnar. Hefði Kristján geng-ið í njósnaraskól-ann samhliða söngnáminu væri hann aðalgaurinn í njósna- heiminum í dag. Hann væri M og við þyrftum ekki að standa í þessu stappi við Breta um Icesave. Okkar maður væri búinn að baula eins og þokulúður á Gordon Brown og Darling og senda þá í skammarkrók- inn með rauðar bringur. Það er því ekki seinna vænna en að við komum okkur upp okkar eigin njósnara og Svarthöfða segir svo hugur að sú ráð- stöfun Varnarmála- stofnunar að skóla hann Björn Ingiberg í spæj- arafræðum eigi eftir að koma sér vel fyrir þjóðina í framtíðinni. Baulandi njósnarar Spilltur rektor Leiðari Íslendingum gengur illa að fóta sig sam-kvæmt nýjum siðferðismiðum. Hreins-unardeild Jóhönnu Sigurðardóttur hefur lítið aðhafst þótt verkefnin séu krefjandi. Afleiðing af áratuga spillingu liggur í kerfi embættismanna þar sem hinir spilltu hafa grafið um sig og virðast óhreyfanleg- ir. Jóhönnu og félögum tókst með harðfylgi að reka yfirstjórn Seðlabanka Íslands sem bersýnilega hafði brugðist. Þá ákvað Bald- ur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri að víkja úr embætti vegna gruns um að hann hefði nýtt sér innherjaupplýsingar til að verja eig- in fjárhag. En aðrir sitja enn sem fastast og spillingin liggur eins og eiturgufa yfir rústum Íslands. Á gamla Íslandi fór refsing manna eft- ir tengingum þeirra við æðstu stjórn lands- ins. Háskólaprófessorinn Hannes Hólm- steinn Gissurarson var dæmdur fyrir að taka ófrjálsri hendi texta Nóbelsskáldsins Hall- dórs Laxness og gera að sínum. Annað dæmi um siðleysi prófessorsins er að hann vistaði á heimasíðu sinni rakalausar ásakanir um að þekktur athafnamaður væri sekur um glæpi. Heimasíðan er undir Háskóla Íslands. Æðsta menntastofnun Íslands lét gott heita. Hinn dæmdi heldur áfram að kenna ungu fólki og innræta því siði. Kristín Ingólfsdóttir, rekt- or Háskólans, hefur með aðgerðarleysi sínu lagt blessun sína yfir það að dæmdur mað- ur haldi áfram að sinna kennslu. Með réttu hefði rektor átt að víkja manninum úr starfi tafarlaust. Það var ekki gert og Kristín rektor er nú orðin hýsill þeirrar spillingar sem birt- ist í umburðarlyndi gagnvart afbroti starfs- manns. Kristín er spilltur rektor. Með réttu á hún að víkja úr starfi sínu, rétt eins og iðrun- arlaus prófessorinn sem í engu þarf að gjalda brota sinna. Annað dæmi um nýja spillingu er seta Ásmundar Stefánssonar á stóli bankastjóra Landsbankans. Ásmundur var formað- ur bankaráðs ríkisbankans en lét skipa sig sem bankastjóra. Sem slíkur er hann uppvís að því að ráða fólk án auglýsinga í mikilvæg störf. Hann er afkvæmi gamla spillta Íslands, rétt eins og rektorinn. Almenningur á Íslandi þarf nú að þjást vegna spillingar í æðstu stjórn Íslands. Það hlýtur að vera eðlileg krafa fólksins að óhæft hyski verði hreinsað út úr embættismanna- kerfinu. Það getur ekki verið annað en sjálf- sagt að siðvæðing fari fram í stjórnsýslunni allri. Það á að vera ófyrirgefanlegt að ráða fólk til ríkisins vegna kunn- ingjatengsla eða ættern- is. Störf á undan- tekning- arlaust að aug- lýsa. Og brot- lega embætt- ismenn á að reka úr störfum. reynir traustason ritstjóri skrifar. Og brotlega embættismenn á að reka úr störfum 12 miðvikudagur 28. október 2009 umræða Sandkorn n Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, unir sér sæmilega í sjávarútvegs- ráðuneytinu við að skipuleggja veiðar á skötu- sel. Flokks- menn hans eru þó að velta fyrir sér hvernig flokk- urinn geti risið upp úr ösku- stó fylgisleysis. Sú hugmynd er uppi að Guðjón bjóði sig fram til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar með það jafnvel fyrir augum að verða bæjarstjóri. Ísafjörður er höfuðvígi formannsins og hann því líklegur til að ná inn í bæjar- stjórn, kannski með fleiri en einn fulltrúa. Sjálfur mun Guðjón vera hugsi en fremur tregur til. n Frjálslyndi flokkurinn er eðli- lega í sárum eftir að hafa misst alla sína þingmenn fyrir borð í kosningum. Þá hefur forysta flokksins liðast í sundur. Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður formannsins, var einn lykil- manna í flokknum og átti fína spretti á blómaskeiðinu. Meðal annars tryggði hann stórsigur flokksins á Akranesi. Hann hef- ur ekkert skipt sér af flokksmál- um síðan fyrir ári síðan. Mörg- um þykir það veikja flokkinn. Magnús Þór situr þó ekki auðum höndum. Meðal annars starfaði hann við hvalskurð á síðustu vertíð. n Þriðjudagsmorgnarnir á Bylgj- unni hafa lifnað eftir að Agnes Bragadóttir sneri aftur úr Banda- ríkjaför í þáttinn Í bítið til að láta ljós sitt skína. Makk- er hennar í þættinum var lengi vel Björg Eva Erlendsdótt- ir fréttamað- ur en hún fékk nóg af gribbulátum og plöggi og hætti í fússi. Í gær mætti Samfylkingar- maðurinn Mörður Árnason og fór á kostum í að snupra Agnesi. Hann spurði á einhverjum tíma- punkti hvort verið gæti að Mogg- inn styrkti þáttinn en honum taldist til að Agnes hefði nefnt blaðið fimm sinnum, sem er að vísu hefðbundið. n Hannes Hólmsteinn Gissur- arson prófessor á undir högg að sækja í umræðunni þessa dag- ana. Hann er þó snarbrattur og tíður gestur á athugasemdakerfi DV.is þar sem hann lætur ljós sitt skína. Þar er líka á ferðinni ná- ungi að nafni Friðbjörn Orri Ket- ilsson sem er með sama stíl og prófessorinn. Einhverjir hafa ef- ast um tilvist Friðbjarnar, telja að Hannes skrifi sjálfur undir þessu nafni. Friðbjörn hefur þannig verið kallaður heypoki Hannes- ar í bloggheimum. Reyndin er sú að vissulega er þessi náungi til. Hann er fyrrverandi lærisveinn meistara Hannesar. Hafa verið miklir kærleikar þeirra í milli. Meðal annars ferðuðust þeir saman um fjarlæga heimshluta. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Spurningin „Nei, en hún er jafnari fyrir suma en aðra. Til dæmis þá sem þurfa á henni að halda og vita ekki af henni,“ segir ingólfur ingólfsson fjármálaráðgjafi sem sagði í fréttum stöðvar 2 í gær að greiðslujöfnunarleið ríkisstjórnarinnar væri ekki hagkvæm fyrir alla, meðal annars þá sem ekki þyrftu nauðsynlega að lækka greiðslubyrði lána sinna. er greiðslujöfn- unin þá Bara svona ójöfn, ingólfur? „… málaðir svartir og settir niður í tvö ár í einhverju af slömmhelvít- um amerískra miðborga.“ n Jón Baldvin Hannibalsson um Hannes Hólmstein Gissurarson og fleiri fylgismenn kapítalisma. Hann skuli ræða við þá um kapítalisma eftir að hafa upplifað hversu farsæll hann er í Bandaríkjunum. - DV „Djöfull munum við sjá í skósól- ana á öllum íslenskum iðnaðarmönnum til Noregs núna þegar McD’s er hætt.“ n Bergur Ebbi Benediktsson um að íslenskir iðnaðarmenn muni yfirgefa Klakann þegar McDonald’s er farið. - DV „Við hljótum að gleðjast yfir því að notað sé íslenskt hráefni.“ n Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, um að McDonald’s verði Metro og taki að nota íslenskt hráefni. - DV „Nei, ég er ekki lofuð.“ n Guðrún Dögg Rúnarsdótt- ir, ungfrú Ísland 2009. Eflaust mikil gleðitíðindi fyrir einhverja piparsveinana þarna úti. - visir.is „Það er þungt yfir.“ n Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir að stjórnarfundi lauk. Líklegt er að kjarasamningar verði ekki endurnýjaðir. - mbl.is bókStafLega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.