Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 6
6 miðvikudagur 28. október 2009 fréttir Lögmannafélag Íslands bíður niðurfellingar lögmannsréttinda: Krefjast svara um nafnabreytingu „Við höfum enn ekki fengið svör en þau viljum við fá. Nafnabreytinguna átti viðkomandi að tilkynna til okk- ar og við munum ganga eftir skýr- um svörum,“ segir Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands. Lögmaðurinn Skúli Sigurðsson, áður Hlynur Skúli Auðunsson, er til sérstakrar skoðunar hjá Lögmanna- félagi Íslands sem hefur óskað eftir því að réttindi hans verði afturkölluð. Ástæðan er gjaldþrot viðkomandi en Skúli hefur einnig hlotið dóm. Hann skipti um nafn fyrir þremur árum og rekur í dag lögmannsstofu. Þrátt fyrir að vera dæmdur í tólf mánaða fangelsi og vera gjaldþrota hefur Skúli haldið áfram að flytja mál fyrir héraðsdómi. Nafnabreytinguna til- kynnti hann hvorki til Lögmannafé- lags Íslands né dómsmálaráðuneyt- isins. Sjálfur fullyrti hann í samtali við DV að hann ætlaði sér ekki að nýta réttindin á meðan málið væri til skoðunar og sagðist ekki vera í nein- um feluleik. Það varð Skúla til happs að af þeim tólf mánuðum sem hann var dæmdur í voru þrír þeirra óskil- orðsbundnir. Þannig slapp hann við sviptingu lögmannsréttinda þar sem til þess hefði hann þurft að hljóta fjóra mánuði óskilorðsbundna.. Þess vegna hélt Skúli réttindum sínum og gat að lokinni afplánun haldið áfram að flytja mál. Nú gæti hins vegar orðið breyting á þar sem Skúli er gjaldþrota og upp- fyllir því ekki lengur skilyrði um lög- mannsréttindi, að mati Lögmanna- félagsins. Beðið er niðurstöðu dómsmála- ráðuneytisins um hvort Skúli fái að halda lögmannsréttindunum. Ingi- mar vonast eftir svörum fljótlega og ætlar að ítreka ósk um svör lögmanns- ins á nafnabreytingunni. „Ég vonast til þess að þetta skýrist sem fyrst og við viljum að sjálfsögðu fá skýr svör fljótlega. Við teljum okkur eiga rétt á því,“ segir Ingimar. trausti@dv.is Breytti nafninu Lögmaðurinn breytti nafni sínu eftir afplánun. Straumur Fjárfestingabanki hefur keypt kröfur annarrar fjármálastofn- unar gegn eigendum World Class- heilsuræktarstöðvanna, Birni Leifs- syni og Hafdísi Jónsdóttur. Það gerir bankinn til að tryggja betur hagsmuni sína og auðvelda málarekstur gegn líkamsræktarhjónunum. Straumsmenn eru afar ósátt- ir vegna kennitölubreytingar World Class og aðstoðar Landsbankans við þá breytingu, eftir því sem heimild- ir DV herma. Landsbankinn eign- aðist húseignina, sem World Class Laugum er rekið í, eftir að Nýsir fór á hausinn. Til að tryggja húsaleigu og tekjur hefur bankinn hjálpað eigend- unum að stofna nýtt félag og skilja skuldir eftir í gamla félaginu. Skuld- ir sem eru tilkomnar eftir misheppn- að útrásarævintýri heilsuræktarinn- ar í Danmörku. Þær nema milljarði íslenskra króna sem Björn og Hafdís vonast til að verði afskrifaðar. Samkvæmt heimildum DV und- irbúa Straumsmenn málsókn gegn World Class og á þeim bænum telja menn borðleggjandi að kennitölu- breytingunni verði rift. Til að auð- velda málsóknina hefur bankinn keypt til sín kröfur frá annarri fjár- málastofnun, til þess að tryggja stöðu sína og ná betur til eigandanna fyrir dómstólum. Samkeppnisaðili uggandi Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins, segist ekki vilja trúa því að kennitöluflakk World Class sé staðreynd. Sé svo lýsir hann yfir verulegum vonbrigðum og kallar eft- ir því að sama gangi yfir alla rekstr- araðila heilsuræktarstöðva. „Ég bara vil ekki trúa þessu og vona að þessi leið sé ekki fær. Ég trúi því ekki að bankastofnanirnar ætli að fara svona með samkeppnismarkað. Þetta getur ekki verið línan sem þær vilja leggja því þá verður sama yfir alla að ganga. Menn verða einfaldlega að standa og falla með þeim ævintýrum sem þeir fara út í,“ segir Þröstur Jón. „Mér bregður mjög ef banki hjálpar til við svona gjörninga, ég vil ekki trúa því. Ef þetta er rétt og síðan kemur til þess að skuldir World Class verði felld- ar niður verður að kippa rekstrinum af þeim aðilum sem komu félaginu í óefni. Það hlýtur bankinn að gera og koma síðan félaginu í opið söluferli. Ég get ekki séð aðra færa leið,“ bætir Þröstur Jón við. Vinna úr málunum Hafdís er formaður Félags kvenna í atvinnurekstri og samkvæmt heim- ildum DV heyrast óánægjuraddir úr röðum félagsmanna vegna kenni- tölubreytingarinnar. Sofía Johnson, framkvæmdastjóri félagsins, kannast aðspurð ekki við óánægjuna og hef- ur trú á því að eigendur World Class vinni úr sínum málum með lánar- drottnum. „Útilokað er að skipta bara um kennitölu sisona og losna við skuldir eftir eigin geðþótta. Ég hef þá trú að lög og reglur virki bet- ur en svo að ný kennitala sé hin full- komna leið út úr skuldavanda fyrir- tækja. Líkamsræktarstöðvar World Class bera eigendum sínum gott vitni og ég get aðeins vonað að þeim takist að leysa þau mál sem að þeim steðja hverju sinni,“ segir Sofía. Enn ber Landsbankinn fyrir sig bankaleynd og þaðan fást engin svör. Þrátt fyrir tilraunir náðist ekki í Björn Leifsson við vinnslu fréttar- innar. Samkvæmt heimildum DV undirbúa forsvarsmenn Straums Fjárfestingabanka mál- sókn gegn eigendum World Class og á þeim bænum telja menn borðleggjandi að kenni- tölubreytingu fyrirtækisins verði rift. Til að auðvelda málsóknina hefur bankinn keypt til sín kröfur frá annarri fjármálastofnun, til þess að tryggja stöðu sína og ná betur til eigendanna fyrir dómstólum. UNDIRBÚA MÁLSÓKN GEGN WORLD CLASS TrauSTi hafSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Útilokað er að skipta bara um kennitölu sisona og losna við skuldir eft- ir eigin geðþótta.“ hafdís og Björn Eigendur World Class glíma við milljarðarskuld eftir misheppnaða útrás í Danmörku. Þungt yfir World Class skuldar tals- vert eftir útrásarverkefni í Danmörku og hætta er á málsókn lánardrottna vegna innheimtu skulda. Hvalfjarðargöng verða lokuð Hvalfjarðargöng verða lok- uð næstu tvær nætur frá miðnætti til klukkan sex að morgni miðviku- og fimmtu- dags vegna reglubundinna viðhaldsframkvæmda og hreinsana. Lokanirnar hófust á í nótt. Meðal annars verða ljós hreinsuð og skipt um bolta í festingum dúks sem farinn er að leka. Auk þessa verður fræst í miðlínu þannig að bílstjórar heyri þegar þeir aka inn á rangan vegarhelm- ing, líkt og er á veginum á Kjalarnesi. Blindaðist af sólinni Ökumaður á Akureyri blindað- ist af sólskininu í gær og ók við það á ljósastaur og endaði utan vegar er hann ók um Miðhúsa- braut á Akureyri. Ökumaður- inn var fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar en hann kenndi sér meins í baki. Fjar- lægja þurfti bílinn með krana- bíl af vettvangi en hann er ekki talinn ónýtur. Þarf að læra aftur að keyra Ungur piltur fór á rúntinn um helgina með glænýtt ökuskírteini í vasanum. Sá var staðinn að hraðakstri í Ártúnsbrekkunni en bíll hans mældist á 128 km hraða. Auk sektarinnar fer pilturinn í akstursbann og verður gert að setjast aftur á skólabekk til að læra upp á nýtt hvernig eigi að aka bíl. Annars voru nokkrir tugir ökumanna teknir fyrir hraðakstur á höfuðborgar- svæðinu um helgina en lög- reglan var víða við hraða- mælingar. Húnabjörg sótti vélarvana bát Eitt af björgunarskipum Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, Húnabjörgin frá Skagaströnd, var kallað út á níunda tímanum í gær vegna vélarvana báts. Bát- urinn, sem er 15 tonna plastbátur, var á línuveiðum á Kolkugrunni um 35 míl- ur út af Skagaströnd þegar hann fékk netadræsur sem voru fljótandi í sjónum í skrúfuna. Húnabjörgin kom að hinum vélarvana báti á ellefta tímanum og tók hann í tog. Veður á svæð- inu var þokkalegt og engin hætta var talin á ferðum enda báturinn úti á miðjum flóa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.