Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 40
Miðvikudagur 28. október 200940 hafnarfjörður Meiri fordómar í kreppu „Mér fannst rosalega erfitt að komast inn í samfélagið til að byrja með en ég er ofsalega hamingjusöm í Hafn- arfirði í dag,“ segir Amal Tamimi, framkvæmdastýra Jafnréttishúss í Hafnarfirði, en Amal flutti til Íslands frá Palestínu árið 1995. Þegar hún kom hingað var Amal einstæð, fimm barna móðir með börn á aldrinum frá 4 til 16 ára. „Flutningurinn var auðveldastur fyrir yngstu börnin sem fóru beint í leikskóla eða fyrstu bekki grunnskóla en þau eldri áttu erfiðara með að að- lagast. Þeim gengur öllum vel í dag og hafa flest gengið menntaveginn,“ segir Amal stolt af sínum en Amal vissi ýmislegt um Ísland áður en hún flutti þar sem bróðir hennar hafði verið búsettur hér frá 1991. „Ég var með bókhaldspróf þegar ég kom til Íslands en prófið var ekki metið hérna svo ég varð að vinna í fiski og í ræstingum til að eiga fyr- ir mat handa börnunum mínum og jafnframt skellti ég mér í skóla. Árið 2001 fór ég svo í félagsfræði við Há- skóla Íslands sem ég kláraði árið 2004,“ segir Amal sem lagði hart að sér við að læra íslensku svo hún gæti tekið virkan þátt í samfélaginu sem hún hefur heldur betur gert. Hún er formaður lýðræðis- og jafnréttis- nefndar í Hafnarfirði, varaformað- ur Innflytjendaráðs, í stjórn kvenna- hreyfingar Samfylkingarinnar og ein af stofnendum Samtaka kvenna af erlendum uppruna svo það er í nógu að snúast fyrir þessa sex barna móð- ur og ömmu. Hjarta mitt er Hér Aðspurð af hverju Hafnarfjörð- ur hafi orðið fyrir valinu segist hún hafa heillast af rólegheitunum sem einkenndu bæinn. „Fyrst eftir að ég kom til Íslands bjuggum við í blokk í Kópavogi en svo þegar ég flutti hingað komu nágrannarnir og buðu okkur velkomin sem var afskaplega ánægjulegt. Hér er mun fjölskyldu- vænna en annars staðar á höfuðborg- arsvæðinu að mínu mati, allir þekkja alla og þú heilsar þeim sem þú mætir úti á götu,“ segir Amal sem bjó í Jer- úsalem áður en hún kom til Íslands en hún segir fjölskyldu- og vinabönd einnig mikilvæg í Palestínu. Árið 2002 fékk Amal íslenskan rík- isborgararétt. „Ég mun aldrei gleyma þeim degi,“ segir hún og bætir við: „Það skipti mig svo miklu máli að fá ríkisborgararéttinn því ég hafði aldrei verið ríkisborgari áður. Í Palestínu erum við ekki ríkisborgarar og hing- að kom ég á gestavegabréfi frá Ísrael svo breytingin er mikil,“ segir hún og bætir við að það sé líklega erfitt fyrir þá sem fæddust Íslendingar að gera sér grein fyrir þeim forréttindum sem ríkisborgararéttur veitir. „Fyrir Íslendinga sem fæðast hér á landi eru mannréttindi, lýðræði og vegabréf sjálfsögð og allur heimurinn er opinn. Í Palestínu gat ég ekki far- Amal Tamimi flutti til Íslands frá Palestínu árið 1995. Amal segist hafa aðlagast samfélaginu svo vel að í dag sé hún í sömu erfiðleikum eftir hrunið og aðrir Íslendingar. Hún er þó full vonar um að Íslandi takist að jafna sig á hruninu og að landið verði áfram besta land í heimi. Hún er hamingjusöm í Hafnarfirðinum en hún segir bæinn einkar fjölskylduvænan og rólegan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.