Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 54
Baggalútsmenn eru ósáttir við ummæli Óskars Hrafns Þorvalds- sonar, fréttastjóra Stöðvar 2 og Vísis, í Kastljósinu í fyrrakvöld. Þangað var hann mættur til að svara gagnrýni á tíðar fréttir á Vísi um bakspik, appelsínuhúð og fleira í útliti stjarnanna í Holly- wood. Óskar sagði meðal annars að yfirstjórn fréttastofunnar hefði litið meira á slíkar fréttir í ætt við Baggalút frekar en „alvöru“ frétt- ir. Ritstjórn Baggalúts segir um- mælin einkar ósmekkleg, meið- andi, særandi og tilhæfulaus með öllu, enda beri Baggalútur djúp- stæða virðingu fyrir amerískri dægurmenningu og þeirri vinnu sem liggi að baki óaðfinnalegu útliti stjarnanna. Unga konan sem Kastljósið ræddi við vegna gagnrýninnar sagði að frétta- menn Vísis ættu þá bara að skrifa á Baggalút. Ritstjórn Baggalúts sagðist frekar leggja sér appel- sínuhúðað síðuspik Beyoncé til munns en að samþykkja það. „Ég raka mig ekki fyrr en stýrivextirn- ir fara niður fyrir tveggja stafa tölu. Maður verður bara að bíta á jaxlinn og vera þolinmóður,“ segir Tómas Tómasson á Hamborgarabúllu Tóm- asar en hann hefur vakið mikla at- hygli fyrir mikinn skeggvöxt. „Ég er þessa stundina maður einsamall. Þannig að þó að skeggið sé fullt af mat er enginn að kvarta yfir því,“ seg- ir Tómas og hlær. Tómas er ótvíræður hamborgara- kóngur Íslands nú þegar McDon- ald’s hefur lagt upp laupana. Tóm- as vill þó ekki taka svo djúp í árinni. „Jón Garðar hjá Lyst er rosalega dug- legur maður og mun væntanlega bjarga sér út úr þessu. Hann er nátt- úrulega frægur fyrir að berjast til síð- asta dropa og það eru fáir meiri sölu- menn en hann.“ Þó að kreppan leiki marga grátt slakar Tómas ekkert á. Hann ætlar að opna nýja Búllu í Ofanleiti í gömlu húsi sem hentar fullkomlega fyrir Búlluna. „Húsið er svolítið Búllulegt ef maður getur orðað það þannig. Þetta hefur verið ónotað hús í ein- hver ár og við opnum þar í næsta mánuði. Maður þarf að vera á tánum og vakandi yfir því sem maður er að gera. Sérstaklega þarf maður að hafa gaman af þessu, það er í raun undir- staðan að því að hlutirnir gangi - að maður hafi gaman af því að sýsla í þessu.“ benni@dv.is Tómas Tómasson hamborgarakóngur: Dagbjartur Einarsson í grinDavík: Það verða stórstjörnur á Kringlu- kránni um þarnæstu helgi þar sem slegið verður upp dans- leik. Ekki minni menn en Egill Ólafsson, Páll Rósinkranz, Andri Backman og Geir Ólafsson troða þá upp með Furstunum, nánar tiltekið laugardagskvöldið 7. nóv- ember. Ekki nóg með það held- ur verður enn þá meiri reynsla á sviðinu kvöldið áður þar sem hjónin Óli Gaukur og Svanhildur Jakobsdóttir munu ljá Furstun- um raddir sínar og fingrafimi á gítarnum. Reyndar má geta þess að kanónurnar Hemmi Gunn, Gylfi Ægis og Ari Jóns í Áhöfninni á Halastjörnunni taka forskot á sæluna um næstu helgi á Kringlu- kránni. Eðlilegt framhald væri að Bítlarnir og Stones træðu þar upp að þessum tveimur dansleikjum loknum, slíkur er stjörnufansinn. 54 miðvikudagur 28. október 2009 fólkið Bagga- lútsmenn Brjálaðir stjörnur á kringlukránni „Daddi, hvaðan ertu að koma?“ Hann horfði hissa á Birnu og end- urtók að hann væri að koma frá kunningjafólkinu. „Þú ert í öfugum nærbuxum!“ Dagbjartur varð allt í einu eins og skorinn út í krossvið, allar hreyf- ingar frusu, skelfingarsvipurinn sem á hann kom líka og hann and- aði varla. Svona lýsir Jónas Jónasson, út- varpsmaður og rithöfundur, því í bókinni þegar Birna Óladóttir komst að framhjáhaldi eiginmanns síns. Það liggur í loftinu. Dagbjart- ur Einarsson, útgerðarmaður og fyrrum forstjóri Fiskanes, hélt við aðra konu í fjögur ár áður en upp komst um syndir hans . Tveir kaflar í þessari ótrúlega mögnuðu bók lýsa andrúmsloftinu á heimilinu næstu daga og draga þau Dagbjartur og Birna ekkert undan. Jónas, sem skrásetur ævi þeirra hjóna, skrifar einnig fanta- vel og fangar stemninguna þannig að lesandinn getur ekki lagt bók- ina frá sér. Verður að klára. Dagbjartur hélt við vinkonu Birnu en upp úr þeim vinskap slitnaði eftir að málið komst upp. Birna sagði við mann sinn að hún gæti fyrirgefið ýmislegt en ekki lygar. Dagbjartur játaði ekki strax framhjáhaldið en eftir að Birna hafði fengið alla söguna staðfesta fór systir hennar niður að höfn, náði í Dagbjart og sagði honum að nú skyldi hann ræða við systur sína. Dagbjartur fór óttasleginn inn á sitt eigið heimili, hélt að nú væri hjónabandi þeirra lokið. Eftir erfitt samtal þar sem játning lá fyrir var komið að því að græða sárin. Birna var ákveðin í að fyr- irgefa framhjáhaldið en það tók tíma, mörg ár. „Tíminn varð að lokum vinur fjölskyldunnar allrar. Það sann- ast á þeim Birnu og Dagbjarti að kærleikurinn umber allt, fyrir- gefur allt og fellur svo sannarlega aldrei úr gildi.“ Bókin er kominn í verslanir. útgerðarmaður skrudda gefur út bókina Það liggur í loftinu, sögu Birnu Óladóttur og Dagbjarts Einars- sonar. Jónas Jónasson skrifar. bókin lýsir hvunndagshetjum nútímans, hjónum sem byrjuðu með tvær hendur tómar en unnu sig upp í ríkidæmi. Tveir kaflar í bókinni stinga í stúf en þar lýsa hjónin framhjáhaldi Dagbjarts opinskátt og er ekkert dregið undan. í öfugum nærBuxum Glæsihjón Framhjáhaldið reyndi á hjónabandið en leitaði jafnvægis með þrotlausri vinnu. skeggið truflar engan Flottur með skeggið Tómas á Búllunni ætlar ekki að raka sig fyrr en stýrivextir fara niður fyrir tveggja stafa tölu. MynD RakEl Ósk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.