Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 10
10 miðvikudagur 28. október 2009 fréttir Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best. Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox). Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger. BETULIC - BIRKILAUF www.birkiaska.is Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag! smaar@dv.is Flóttinn frá New York New York, bæði borg og ríki, stendur frammi fyrir því að íbú- ar flýja unnvörpum til annarra hluta Bandaríkjanna. Fólksflutn- ingarnir kosta borg og ríki háar fjárhæðir vegna tapaðra skatt- tekna. Samkvæmt könnun á vegum Empire Center for New York State Policy hefur meira en ein og hálf milljón manns yfirgefið New York frá árinu 2000 til 2008. Stærstur hluti þeirra sem flutti var íbúar New York-borgar eða sem nemur einum af hverjum sjö skattgreiðendum borgarinn- ar. Til að bæta gráu ofan á svart hefur í stað þeirra sem fluttu á brott komið fólk sem að meðal- tali hefur lægri tekjur og greiðir þar af leiðandi lægri skatta. Á heildina litið þénuðu hinir brott- fluttu 13 prósentum meira en hinir aðfluttu. Í könnuninni komu New York-borg og -ríki verst út, en Flórída og New Jersey komu best út. Meira en 250.000 brottfluttra New York-búa fóru til Flórída og 172.000 fóru til New Jersey. Borgar fyrir kaffið sjálfur Í Búlgaríu, einu þeirra Evrópu- sambandslanda sem hvað mest hefur orðið fyrir barðinu á fjár- málakreppunni, skal nú tekið af hörku á opinberum útgjöldum. Í frétt á Reuters segir að Boiko Borisov, forsætisráðherra lands- ins, hafi sett nýjar reglur sem gilda eiga um ráðherra og gesti þeirra. Embætti forsætisráðherra hefur hingað til notað sem svarar til um 630.000 krónum á mánuði í blóm, drykkjarföng og smárétti fyrir gesti, en nú er því hætt. Borisov segist borga fyrir sitt kaffi sjálfur og segist þurfa að gera upp við sig hvort hann sé viljugur til að borga fyrir kaffi fyrir opinbera gesti. Reglurn- ar gilda fyrir öll ráðuneyti og héraðsstjóra og talið er að spara megi sem samsvarar tæplega 90 milljónir króna með þessum reglum. Ítalskur karlmaður lagði fram óvenjulega beiðni til lögreglu: Í fangelsi frekar en heim Þrítugur ítalskur karlmaður frá bæn- um Villabate, skammt frá Palermo á Sikiley, grátbað lögregluna að breyta úrskurði um stofufangelsi í fangels- isdóm. Ástæða bónar mannsins var sú að honum hugnaðist fangelsisvist betur en samvist við eiginkonuna. Sikileyingurinn hafði, samkvæmt frétt á Reuters, þegar afplánað hluta fangelsisdóms sem hann fékk fyrir að losa sig við eitraðan úrgang á ólögleg- an hátt og fengið leyfi til að afplána af- ganginn heima samkvæmt ákvæðum um stofufangelsi. Í von um að komast aftur í fang- elsi og losna þannig við eilíf rifrildi og deilur við eiginkonu sína braut hann gegn ákvæðum stofufangels- unarinnar, yfirgaf heimili hjónanna og fór rakleiðis á lögreglustöðina. Þangað kominn beiddist hann þess auðmjúklega að verða settur á bak við lás og slá að nýju. Eiginmaðurinn ólánsami fór bónleiður til búðar og mætti ekki miklum skilningi hjá laganna vörð- um. Í stað þess að verða við bón hans ákvað lögreglan að ákæra hann fyrir að hafa brotið ákvæði stofufangelsunarinnar og gæti sú ákæra orðið til þess að stofufang- elsisdómur mannsins lengdist. Eftir að hafa veitt manninum þennan lítt eftirsóknarverða glaðn- ing mæltist lögreglan til þess að maðurinn drifi sig heim og næði sáttum við eiginkonuna. Í grjótinu, sviðsett mynd Ónafn- greindur Sikileyingur telur fangelsi griðastað. Mynd: Photos.coM Hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gekk hún undir nafninu Donna. Donna var kúbverskur njósnari sem beitti þeim ráðum sem þurfti til að koma upplýsingum til leyniþjónust- unnar; faldi skjöl í niðursuðudósum, sendi skilaboð gegnum leynilegt út- varpstæki og faldi skilaboð í tveimur lögum – einum valsi og lagi úr óper- unni Madame Butterfly. En Donna var ekki bara einhver kona og í bókinni, Fidel og Raúl, bræð- ur mínir: Hin leynda saga, kemur í ljós hver Donna var – Juanita Castro, systir Raúls og Fidels Castro, núverandi og fyrrverandi leiðtoga Kúbu. Leyniþjónustan hafði mikinn áhuga á Kúbu og reyndi í hálfa öld án árangurs að fyrirkoma Fidel, en sam- kvæmt síðari tíma upplýsingum voru tilraunirnar oftar en ekki með öllu misheppnaðar og uppspretta háð- ungar. Leyniþjónustan reyndi að fyr- irkoma Fidel, reyndi að gera innrás á Kúbu og reyndi að kynda undir bylt- ingu, og hafði í engu árangur sem erf- iði. Ólík systkin Juanita og Fidel ku ekki hafa verið náin systkin í æsku og framtíð þeirra átti eftir að undirstrika hve ólík þau voru. Innan tveggja ára frá bylting- unni á Kúbu og sigri yfir einræðis- herranum Fulgencio Batista, árið 1959, hafði Juanita gerst svikari og handbendi erkióvinar bróður síns, leyniþjónustu Bandaríkjanna. Juanita var á mála hjá leyniþjón- ustunni í þrjú róstusöm ár þeg- ar stjórn kommúnista var skekin af Svínaflóa-innrásinni og flugskeyta- kreppunni. Juanita Castro, sem býr í Flórída, upplýsti í fyrsta skipti á mánudag- inn um hvernig hún kom leynileg- um upplýsingum um Fidel Castro til leyniþjónustunnar á árunum 1961 til 1964, áður en hún hrökklaðist í út- legð. Juanita Castro studdi upphaf- lega aðgerðirnar sem bundu enda á einræði Batista, sem naut stuðn- ings Bandaríkjastjórnar. Hún hyllti byltinguna og studdi áætlanir nýrra stjórnvalda á sviði félagsmála með því, meðal annars, að vinna á heilsu- gæslustöðvum. En Juanita hefur ekki talað við bræður sína, Fidel og Raúl, fyrrverandi og núverandi leiðtoga Kúbu, í yfir fjörutíu ár. Fær bakþanka Árið 1958, þegar andi byltingar sveif yfir vötnum, ferðaðist Juanita, þá 24 ára, frá Havana til Bandaríkjanna. Tilgangur ferðarinnar var að leita eft- ir fjárstuðningi til handa bræðrum sínum sem stunduðu skæruhernað í Sierra Maestra-fjöllunum. Áður en hún fór til Bandaríkjanna hafði hún verið í Havana, ásamt fjölskyldunni, og útvegað matvæli og reynt að afla stuðnings við bræðurna Fidel og Raúl sem leiddu árásir á hersveitir Batista. En eftir að Fidel Castro tók við stjórnartaumunum féllu á systur hans tvær grímur þegar andstæðing- ar hans voru teknir af lífi unnvörpum og þjóðin var knúin í átt að komm- únisma og Fidel kastaði fyrir róða því þjóðernislega lýðræði sem hann hafði lofað. Þess í stað kom Fidel á eins flokks marxísku ríki „einfaldlega vegna eig- in þarfar til að halda völdum“. Faldi stjórnarandstæðinga Í bók sinni skrifar Juanita Castro: „Fann ég til iðrunar vegna ákvörðun- ar minnar um að svíkja Fidel með því samþykkja fund með óvinum hans? Nei, af einni einfaldri ástæðu: Ég sveik hann ekki. Hann sveik mig.“ Juanita segir enn fremur að Fidel hafi svikið þúsundir þeirra sem þjáð- ust og börðust fyrir byltinguna, bylt- ingu sem að sögn Fidels myndi færa þjóðinni frið og lýðræði og yrði „eins kúbversk og pálmatré“, eins og Fidel orðaði það sjálfur. „Ég upplifði vonsvik þegar ég horfði upp á svo mikið óréttlæti,“ sagði Juan- ita í viðtali á Univision Noticias 23, spænskri sjónvarpsstöð á Miami. Vegna vonbrigða sinna skaut hún skjólshúsi yfir óvini stjórnar bróður hennar á heimili sínu í Havana, og forðaði fólki sem ofsótt var af leyni- lögreglu landsins frá handtöku og jafnvel aftöku. „Aðstæður mínar urðu viðkvæm- ar vegna aðgerða minna gegn stjórn- inni... Fidel hætti að koma á heimili okkar og hann sagði að við værum að vernda það sem hann kallaði „maðka“, og var ekki sáttur við það.“ Juanita flýði frá Kúbu 1964, ári eft- ir eftir andlát móður hennar, enda taldi hún að henni yrði ekki vernd- ar auðið gegn leynilögreglunni sem sýndi henni síaukinn áhuga. Raúl, bróðir hennar, hjálpaði henni að fá áritun sem gerði henni kleift að yf- irgefa landið og hún settist að á Mi- ami. Flugumaður innan fjölskyldunnar Ljóst er á uppljóstrunum Juanitu að þrátt fyrir lánleysi bandarísku leyni- þjónustunnar í tilraunum til að koma bróður hennar frá tókst leyniþjón- ustunni engu að síður að koma sér upp flugumanni nánast innan æðstu stjórnar Kúbu. Leiðir Juanitu og leyniþjónustu Bandaríkjanna lágu saman fyrir milli- göngu sendiherra Brasilíu á Kúbu á þeim tíma. „Þeir vildu ræða við mig því þeir höfðu áhugaverða hluti að segja mér, og áhugaverðra spurninga að spyrja mig, til dæmis hvort ég væri reiðubúin til að taka áhættuna, hvort ég væri reiðubúin til að heyra hvað þeir höfðu að segja. Ég var frekar sleg- in en, engu að síður, ég sagði já,“ seg- ir Juanita um ráðningu sína hjá leyni- þjónustunni bandarísku. dulnefnið „donna“ Eftir að hafa hitt starfsmann leyni- þjónustunnar, „Enrique“, á hóteli í Mexíkóborg, árið 1961, fékk hún dul- nefnið Donna og bækur með dul- málslyklum svo hún gæti tekið við fyrirmælum. Juanita setti þau skilyrði að hún myndi enga greiðslu þiggja fyrir störf sín í þágu leyniþjónustunnar og að ekki yrði farið þess á leit við hana að hún tæki þátt í ofbeldisaðgerðum gegn stjórnvöldum á Kúbu. Í ljósi þess sem Juanita gefur upp í bók sinni er ekki að undra þó upp vakni ýmsar spurningar. Ein þeirra er hvort einhverjar þeirra upplýsinga sem hún kom til leyniþjónustunnar hafi hjálpað til í einhverri þeirra 638 árangurslausu tilrauna sem leyniþjónustan gerði til að koma Fidel Castro fyrir kattarnef. Í ljósi þess að hann hefur ekki enn safn- ast til feðra sinna má ætla að svarið liggi í augum uppi. Þegar þetta er skrifað höfðu hvorki komið viðbrögð við uppljóstrunum Juanitu frá ríkisstjórn Bandaríkjanna né Kúbustjórn. Kolbeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Í bók sinni, Fidel og Raúl, bræður mínir: Hin leynda saga, sviptir Juanita systir þeirra hulunni af störfum sínum í þágu bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Hún var á mála hjá CIA frá 1961 til 1964 er hún flýði frá Kúbu með aðstoð raúls castro sem tók við stjórnartaumum á Kúbu af bróður þeirra Fidel. Svik úr iNNSta raNNi Fidel fær viðurkenningu frá varaforseta ekvador Systir Fidels segir hann hafa svikið sig og þúsundir annarra eftir byltinguna. Mynd: AFP bróðir og systir Juanita varð fyrir vonbrigðum með stjórnarhætti Fidels. bók Juanitu castro Juanita var á mála hjá erkióvini bróður síns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.