Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 3
fréttir 28. október 2009 miðvikudagur 3 Ráða ungt fólk í skítveRkin dæmi gengur ekki upp þar sem engl- arnir þurfa að sækja fjölmarga fundi á ári, alþjóðlega, evrópska og skandin- avíska fundi ásamt vikulegum klúbb- fundum. Áætlað er að það kosti um tíu þúsund dollara, rúmlega eina milljón króna, á ári að vera Vítisengill. 113 meðlimir – 314 ákærur Samtökin Hells Angels voru fyrst stofnuð á Norðurlöndunum í Dan- mörku árið 1980. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og eru skotárásir tíðar. Ástandið er svo slæmt í sumum hlutum Kaupmannahafnar að venju- legt fólk þarf að klæðast skotheldum vestum. Í skýrslu frá dönsku lögreglunni um það sem hún kallar rokkaraklúbba og -gengi kemur fram að lögreglan hafi skráð allt í allt 167 atvik þar sem skotvopn var notað á almannafæri árið 2008. Talið er að 76 af þessum at- vikum tengist rokkaragengjum á borð við Hells Angels. Um 120 meðlimir voru í dönsku Vítisenglunum í lok síðasta árs og 113 í stuðningshópi þeirra, AK81. Á síðasta ári voru 87 ákærur um al- varlega glæpi gefnar út á hendur með- limum Hells Angels og 61 dómur féll í málum sem varða meðal annars of- beldi, vopnaða glæpi og fíkniefna- viðskipti. 2. febrúar á þessu ári voru átján meðlimir settir í fangelsi, tólf afplánuðu dóma og sex voru í gæslu- varðhaldi. Á sama tíma voru sextán meðlimir á skilorði og sex biðu af- plánunar. Tíðni glæpa er mun hærri með- al meðlima AK81 og voru 314 ákærur um alvarlega glæpi gefnar út á hendur meðlimum klúbbsins á síðasta ári og 164 dómar féllu. Eignarhaldsfélagið ISP, sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, skuldaði rúma sex milljarða króna í árslok 2007, samkvæmt ársreikn- ingi félagsins. Meirihluti lánanna, rúmir 5,3 milljarðar króna, var í er- lendri mynt, aðallega evrum, sviss- neskum frönkum og dollurum. Á móti skuldum voru eign- ir upp á tæpa 6,7 milljarða króna, að mestu í félögum sem í dag eru gjaldþrota, meðal annars Baugi, Glitni, Straumi, Kaupþingi, Lands- bankanum, Stoðir og Landic Prop- erty. Hlutabréf Ingibjargar í þess- um félögum urðu því verðlaus að mestu ef hún hefur ekki selt þau fyrir hrun. Bæði Baugur, Glitn- ir, Stoðir, Teymi og Lanic Prop- erty voru að stórum hluta í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eigin- manns Ingibjargar. Ingibjörg er, sem kunnugt er, dóttir Pálma Jónssonar, sem kenndur er við Hagkaup. Félag Ingibargar hefur ekki skilað árs- reikningi fyrir árið 2008 þannig að ekki er vitað nákvæmlega hver staða fyrirtækisins er í dag þó nokkuð megi áætla um það út frá ársreikningnum fyrir árið 2007. Seldi bréf í Baugi fyrir hrun Langstærsta eign félagsins var í Baugi en í ársreikningnum er bók- fært verð hennar rúmlega 4,5 millj- arðar króna. Sem kunnugt er hefur Baugur verið tekinn til gjaldþrota- skipta en ekki er vitað hversu mik- ið af bréfunum í félaginu Ingibjörg seldi áður en til þess kom. Þó ber að geta þess að sam- kvæmt lánayfirliti Kaupþings yfir stærstu skuldara bankans, frá því 25. september í fyrra, hafði ISP selt meirihlutann af bréfum sín- um í Baugi og notað söluhagnað- inn til að greiða upp hluta lánanna við Kaupþing. Bréfin keypti eign- arhalsfélagið 1998 með hluta af 30 milljarða króna lánveitingu frá Kaupþingi síðasta sumar. Félagið er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar, eiginmanns hennar. Á þessum tíma námu útistand- andi lán ISP við Kaupþing þó enn 19,8 milljónum evra eða tæplega 2,7 milljörðum íslenskra króna á gengi þess dags en tæplega 3,65 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Ekki náðist í Finn Sveinbjörns- son, bankastjóra Nýja Kaupþings, í gær til að að spyrja hann um stöðu félagsins í bankanum. Staða félagsins versnaði 2008 Í lánayfirlitinu frá Kaupþingi segir jafnframt að staða ISP hafi versnað nokkuð árið á undan sökum efna- hagsþrenginga í Bretlandi, Skand- inavíu og á Íslandi og má gera ráð fyrir því að staða félagsins hafi versnað enn meira eftir hrunið þar sem hlutabréfaeign félagsins var aðallega í þeim félögum sem hvað verst hafa farið út úr hruninu. Árin 2008 og 2009 hafa því án vafa verið afar erfið fyrir félagið. Reikna má með að á sama tíma og eignir félagsins hafa nærri þurrkast út hafi útistandandi lán félagsins hækkað til muna, líkt og Kaupþingslánið ber með sér. Ástæðan er sú að að lánin eru að langmestu leyti í erlendri mynt, eins og áður segir, og staða krón- unnar hefur veikst til muna gagn- vart öðrum gjaldmiðlum síðan árið 2007. Greiddi sér 300 milljónir í arð 2007 Staða félagsins hefur þó alls ekki alltaf verið svo slæm eins og hún virðist vera nú. Þannig kemur fram í ársreikningnum að félagið hafi skil- að hagnaði upp á 363 milljónir árið 2007 og var eigið féð 471 milljón. Í ársreikningnum kemur enn fremur fram að með tilliti til þess- arar jákvæðu afkomu félagsins hafi verið ákveðið að greiða hluthafan- um, Ingibjörgu sjálfri, 300 milljónir króna í arð fyrir árið 2007. DV náði ekki í Ingibjörgu í gær til að ræða við hana um stöðu félagsins um þessar mundir. Óhætt er hins vegar að gera ráð fyrir því að þetta félag Ingibjargar Pálmadóttur hafi farið afleitlega út úr hruninu miðað við eigna- og skuldastöðu félagsins fyrir það. Hún er líkast til búin að tapa nokkru af þeim auðæfum sem hún erfði eftir föður sinn og móður, Pálma í Hagkaupum og Jónínu Sig- ríði Gísladóttur. Miklar breytingar á milli ára Sé þessi ársreikningur borinn saman við ársreikning félagsins frá árinu 2004 sést glögglega hversu staða félagsins breyttist mikið á ekki lengri tíma. Árið 2004 voru skuldir félagsins „bara“ tæplega 830 milljónir króna á móti eignum upp á rúmlega 2 milljarða. Þá var stærsta eign félagsins eignarhlutur í Baugi upp á rúm- lega 550 milljónir á bókfærðu verði en félagið var ekki búið að skuldsetja sig nærri eins mikið og það gerði síðar meir. Það var ekki búið að fjárfesta í Glitni, Landic, Straumi og Exista, svo dæmi séu tekin. ingiBJÖRg skulDaði RÚMa seX MillJaRða Ársreikningur eignarhaldsfélags Ingibjargar Pálmadóttur frá árinu 2007 sýnir mjög skuldsett félag sem átti aðallega hlutabréf í félögum sem í dag eru gjaldþrota eða ramba á barmi þess. Reikna má með að lán félagsins hafa hækkað töluvert vegna gengisbreytinga frá hruni, meðal annars hefur lán félagsins í Kaupþingi hækkað um tæpan milljarð. Staða félagsins hefur breyst mikið því árið 2007 greiddi Ingibjörg sér 300 milljónir í arð. InGI F. VIlhjálMSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Félag: Bókfært verð í krónum: Glitnir hf. 67.100.000 Kaupþing banki hf. 151.136.339 Landsbanki Íslands hf. 79.077.197 Decode Genetics Inc. 63.282.825 Landic Property hf. 257.963.839 Exista hf. 11.778.903 Teymi hf. 15.652.000 Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. 100.533.588 Stoðir Eignarhaldsfélag ehf. (FL Group hf.) 7.227.042 Bakkavör Group hf. 14.979.461 Baugur Group hf. 4.553.390.674 Fjárfestingafélagið Þor hf. 14.322.241 101 Capital ehf. 500.000 Eignarhaldsfélagið Höfn hf. 218.221 eignaRhlutiR eignaRhalDsfélagsins isP í nokkRuM félÖguM saMkvæMt áRsReikningi 2007: Fjárfesti í félögum jóns Ingibjörg er eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eins og kunnugt er, og fjárfesti hún aðallega í félögum tengdum honum eins og Baugi, Landic Property, FL Group og Glitni. Ingibjörg varð stjórnarformaður FL Group á árinu 2008. Stærsta eign ISP var í Baugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.