Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 14
„Þær hugmyndir sem uppi eru af hálfu ríkisvaldsins um orku- og kol- efnisskatt eru óhóflegar, að okkar mati,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Ísals, álversins í Straumsvík, en það er í eigu Rio Tinto Alcan. Ísal-álverið í Straumsvík fram- leiðir um 185 þúsund tonn af áli ár hvert og er minnst þeirra þriggja ál- vera sem rekin eru hér á landi. Um langa hríð hafa verið uppi áform um að stækka álverið í Straumsvík, bæði í tíð núverandi og fyrri eigenda þess. Það kaupir um 3.000 gígavattstund- ir af rafmagni til framleiðslunnar ár hvert en það samsvarar um 18 pró- sentum af raforkuframleiðslunni í landinu um þessar mundir. „Miðað við þessar forsendur og 30 aura skatt á hverja kílóvattstund yrði orkuskatturinn ekki minni en 900 milljónir króna á ári. Við þetta bætist kolefnisskatturinn – gróður- húsaskatturinn. Segjum að hann verði þriðjungur af þessum 16 millj- örðum sem áætlað er á fjárlögum að sækja til stóriðjunnar. Það gæti leik- ið á nokkrum hundruðum milljóna króna til viðbótar. Ef farin yrði sú leið að leggja 14 evru skatt á hvert tonn af koltvísýringi sem álverið sleppir út í andrúmsloftið yrði mengunarskatt- urinn um 800 milljónir íslenskra króna. Þetta yrði þungur baggi að bera. Ísal hefur verið rekið með tapi fram eftir þessu ári og erum við rétt svo að segja komin upp fyrir núllið á undanförnum vikum. Það er ekki búið að semja um neitt í þessum efn- um en stjórnvöld hafa boðið okkur að setjast að samningaborðinu,“ seg- ir Ólafur Teitur. Kosið aftur meðal íbúa Í lok mars árið 2007 felldu Hafnfirð- ingar naumlega stækkun álversins í Straumsvík í almennri atkvæða- greiðslu meðal íbúa. Málið klauf bæjarbúa í tvær fylkingar en lýðræð- ið hafði sinn gang, forsvarsmönnum Ísal og stuðningsmönnum stækkun- arinnar til nokkurra vonbrigða. Nán- ast öll leyfi lágu fyrir, sem og um- hverfismat, og lóð hafði verið keypt undir nýja hluta álversins. Nú hefur verið safnað nægilegum fjölda undirskrifta til þess að end- urtaka atkvæðagreiðslu um deili- skipulagstillögu fyrir stækkun Al- can-álversins. Fjórðung bæjarbúa á kjörskrá þurfti til að knýja fram al- menna atkvæðageiðslu á ný og hef- ur bæjarráð Hafnarfjarðar falið emb- ættismönnum að taka upp viðræður við Ísal um skipulagstillöguna. Stækkunaráformin eru ekki smá í sniðum eða úr 185 þúsund tonna framleiðslu á ári í 460 þúsund tonn við lok framkvæmda. Stækkunin nemur um 150 prósentum. „Það er jákvætt ef áhugi er á stækk- un álversins. En þetta er ekki uppi á borðinu nú eftir niðurstöðu málsins árið 2007, hvað svo sem síðar verð- ur ákveðið,“ segir Ólafur Teitur. Við skiljum undirskriftirnar svo að það verði að ganga til atkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa á ný. En bærinn vill fá yfirlýsingar frá okkur um að áhugi sé enn fyrir hendi áður en af at- kvæðagreiðslunni verður. Við getum ekki gefið skuldbindandi yfirlýsingar á þessu stigi. Endurskoða yrði eldri áætlanir þó svo að umhverfismat og annað gildi áfram. Ísal - Alcan fer ekki út í þetta ef frekari steinar verða í götu félagsins. Þannig lítum við svo á að boltinn sé í höndum bæjaryfir- valda í Hafnarfirði,“ segir Ólafur Teit- ur og endurtekur, að stækkun álvers- ins sé í eðli sínu góður kostur. bestir í heimi Staðfest hefur verið af Alþjóðasam- tökum álframleiðenda að Ísal náði bestum árangri allra álvera heims við að lágmarka losun flúorkolefna árið 2008. Flúorkolefni eru sterkar gróð- urhúsalofttegundir og stór hluti af heildarlosun margra álvera. Losun Ísal á liðnu ári, mæld sem ígildi los- unar koltvísýrings, nam aðeins 23 kílóum á hvert framleitt tonn af áli en það er aðeins um 3 til 4 prósent þess sem álver losa að jafnaði af þessum efnum. Með því að skara fram úr á þessu sviði losar álverið í Straumsvík 130 þúsund tonnum minna af efnum út í andrúmsloftið mælt í koltvísýr- ingsígildum en ella væri. „Þessi árangur er mjög ánægjuleg- ur og í góðu samræmi við þá stefnu okkar að vera í fremstu röð í allri okk- ar starfsemi, hafa stöðugar umbætur að leiðarljósi og starfa ávallt í sátt við umhverfi og samfélag,” segir Rann- veig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi hf. johannh@dv.is Miðvikudagur 28. október 200914 hafnarfjörður Straumsvík Mörgum þykir álrisinn í Straumsvík óþægilega nálægt úthverfum Hafnarfjarðarbæjar. Flúormengun í grennd við verksmiðjuna er þó komin niður í það sem hún var áður en verksmiðjan var reist. „Miðað við þessar forsendur og 30 aura skatt á hverja kílóvattstund yrði orkuskatturinn ekki minni en 900 milljónir króna á ári. Við þetta bæt- ist kolefnisskatturinn – gróðurhúsaskatturinn.“ risinn í túnfætinum Elsta starfandi álverið í landinu er nú jafnframt það minnsta. Það laut í gras fyrir bæjarbúum sem höfnuðu naumlega stækkun þess árið 2007. Nú stefnir í nýja atkvæðagreiðslu og aukinn stuðning við stækkun, meðal annars hjá aðilum vinnumarkaðarins. Ýmis ljón eru þó á veginum. Aðrir hafa náð frumkvæði í samkeppni um raforkuna og stjórnvöld hyggjast leggja á orku- og mengunarskatta til að deila byrðum bankahrunsins á sem flesta. Það dregur úr áhuga á fjárfestingum. rumsKar Boltinn í höndum bæjaryfirvalda Ólafur Teitur Guðnason segir að forsvars- menn Rio Tinto Alcan fagni auknum stuðningi við stækkun en geti ekki gert skuldbindandi samninga áður en vilji bæjarbúa liggi fyrir. Í kosningunum 2007 Búið er að safna nægilega mörgum undirskriftum til þess að endurtaka kosninguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.