Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Blaðsíða 2
2 miðvikudagur 28. október 2009 fréttir Ráða ungt fólk í skítveRkin Mótorhjólaklúbburinn MC Iceland, áður þekktur sem Fáfnir MC, mun lík- legast öðlast fulla aðild að alþjóðlegu Vítisenglasamtökunum næsta haust. Stýrihópur hefur verið starfræktur innan embættis ríkislögreglustjóra til að sporna gegn því að Hells Ang- els nái fótfestu á landinu. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu hefur MC Iceland hafið leit að ungum Íslend- ingum til að stofna götugengi, svo- kallaða stuðningsgrúppu við klúbb- inn, eins og tíðkast í öðrum löndum. Þessar stuðningsgrúppur eru ekki viðurkenndir Vítisenglar en sjá um að fremja glæpi fyrir þá. Í Danmörku heitir stuðningsklúbbur Hells Angels AK81 og er tengdur fjölmörgum glæp- um í landinu. Árásir og barsmíðar Samkvæmt lögum og reglum Hells Angels þurfa klúbbar sem leitast eft- ir aðild að leggja öðrum mótorhjóla- klúbbum í hverju landi fyrir sig regl- urnar og sýna þeim að Hells Angles ráði þar ríkjum. Öðrum klúbbum er annaðhvort lokað eða þeir lýsa yfir stuðningi við Hells Angels. Þeir sem ekki vilja lúta reglum englanna eru lamdir eða ráðist á þá með eggvopn- um svo dæmi séu tekin. Stýrihópur ríkislögreglustjóra hef- ur upplýsingar um að MC Iceland hafi boðið meðlimum annarra mót- orhjólaklúbba á Íslandi að heimsækja sig en þessi samskipti hafi öll verið á vinalegum nótum. Þá bendir ýmislegt til þess að tveir íslenskir mótorhjóla- klúbbar séu nú þegar stuðningsklúbb- ar MC Iceland. Smygla dópi og fólki Það er ekki að ástæðulausu sem al- þjóðlegu Hells Angels-samtökin velja að eiga útibú á Íslandi. Ný lönd þurfa að hafa eitthvað fram að færa og er það hafnarsvæði Íslands sem heill- ar af augljósum ástæðum. Vítisenglar reyna að stjórna hafnarsvæðum víðs vegar um heim til að smygla fíkniefn- um og fólki. Vísbendingar eru um að skip hafi komið hingað sem tengd eru Hells Angels. Ekkert misjafnt fannst við leit í þessum skipum en allt bendir til þess að þau hafi lagt upp frá öðrum stöðum og notað Ísland sem tengilið fyrir áframhaldandi flutning. Þá telur stýrihópur ríkislögreglu- stjóra það líklegt að Vítisenglar kaupi skemmtistað hér á landi til að selja fíkniefni og konur en mansal og vænd- isstarfsemi er stór partur af skipu- lögðum glæpum innan Hells Angels. Ekki er ólíklegt að englunum og öðr- um glæpahópum í undirheimum Ís- lands lendi saman í framtíðinni. Má þar nefna litháíska glæpamenn sem tengjast viðamiklu mansalsmáli sem rannsókn hófst á fyrir stuttu. Fortíðin sýnir að Vítisenglar gera hvað sem er til að vinna stríð við önnur gengi og hópa. Kostar milljón að vera engill Meðlimir Hells Angels á heimsvísu eru rúmlega þrjú þúsund. Á Íslandi eru meðlimir um tuttugu. Í mörg ár hefur farið fram síun á meðlimum hér á landi. Gamlir meðlimir hafa horf- ið og nýir komið inn. Það sést best á því að fyrrverandi leiðtogi Fáfnis, Jón Trausti Lúthersson, sagði skilið við klúbbinn þegar hann varð MC Iceland og Einar „Boom“ Marteinsson tók við hans starfi. Stundum eru sett á svið leikrit þar sem meðlimir eru reknir en síðan settir yfir fíkniefnadeild klúbbs- ins til að mynda. Samkvæmt heimild- um DV á það ekki við um Jón Trausta. Mun hann hafa verið talinn óæskileg- ur meðlimur af samtökunum. Uppbygging Hells Angels er mjög flókin og ógagnsæ. Því hefur það reynst yfirvöldum erfitt að sporna gegn því að englarnir nái fótfestu og hefur ekkert land náð að stöðva sam- tökin. Meðlimir Hells Angels halda því fram að þeir séu venjulegir heimilis- feður sem hafi áhuga á mótorhjólum og stundi sína níu til fimm vinnu. Það Bifhjólaklúbburinn MC Iceland, áður þekktur sem Fáfnir MC, öðl- ast fulla aðild að Hells Angels næsta haust. Klúbburinn leitar nú til ungra Íslendinga til að mynda stuðningsgrúppur sem fremja glæpi. Talið er að samtökin vilji stjórna íslenskum höfnum til að smygla fíkniefnum og fólki. Í Danmörku bera Vítisenglar og stuðningshóp- ur þeirra ábyrgð á tæplega helmingi allra skotárása í landinu. leið fáfnis inn í vítisengla ➦ Klúbburinn sem áður var þekktur sem Fáfnir hafði stöðu „hangaround“ í að minnsta kosti eitt ár. Það tók hann hins vegar um átta ár að fá þessa stöðu innan samtakanna. Þeim sem hafa þessa stöðu er boðið á viðburði hjá Vítisenglunum og fá að hitta meðlimi. Þeir þurfa að vera til staðar allan sólarhringinn fyrir samtökin. ➦ Því næst fékk Fáfnir stöðu „prospect“, eða væntanlegra félaga, sem hann hefur núna. Hann tekur þátt í uppákomum Hells Angels en hefur ekki full réttindi meðlima. ➦ Ferlinu lýkur með fullri aðild að Hells Angels og má búast við að Fáfnir fái þá stöðu næsta haust. ➦ Þeir sem vilja klifra upp metorðastigann hjá Vítisenglum þurfa að fremja alvarlega glæpi – toppnum er náð með morði. Ekki er ólíklegt að englunum og öðrum glæpa- hópum í undirheimum Íslands lendi saman í fram- tíðinni. Má þar nefna litháíska glæpamenn... MyRtu MeiRa en 150 keppinauta Kanada hefur verið álitið friðsælt land eins og Ísland. Samt sem áður tók það ekki langan tíma fyrir Vítisengla að skjóta rótum þar og eru þeir nú helstu glæpasamtökin í landinu. Í byrjun voru þetta nokkrir friðsælir áhugamenn um bifhjól sem byrjuðu á því að vinna skítverk fyrir mafíuna, eins og að lemja fólk og selja fíkniefni. Með tímanum skipuðu þeir mikilvægara hlutverk í fíkniefnaheiminum og fluttu fíkniefni til Vancouver, Montreal og Halifax upp á eigin spýtur eða með mafíunni. Á miðjum tíunda áratugnum þénuðu Vítisenglarnir milljónir dollara á viku á fíkniefnainnflutningi í Montreal. Smám saman losuðu Vítisenglarnir sig við keppninautana. Í Quebec þýddi það sprengingar og morð á meira en 150 einstaklingum því ef þú ert dauður getur þú ekki selt fíkniefni á yfirráðasvæði Vítisengla. Í Ontario tóku þeir yfir bransann og tvö hundruð meðlimum annarra gengja var útrýmt. Í bresku Kólumbíu voru bílar sprengdir og fólk skotið úr bílum á ferð til að losna við rússneska keppi- nauta. Árið 2004 var áætlað að fjögur þúsund manns á höfnum og flugvöllum Kanada væru á mála hjá Vítisenglum. Þannig ná þeir að flytja yfirgengilega mikið magn af fíkniefnum inn í landið. Risastórt vandamál Það er ekki aðeins lögregl- unnar að sporna gegn stofnun Hells Angels. Fólkið í landinu, ásamt fjölmiðlum, þarf einnig að vera meðvitað um þetta stóra vandamál sem embætti ríkislögreglustjóra kallar samfélagsógn. Meðfylgj- andi mynd er af meðlimum Hells Angels í London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.