Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Síða 32
Vagga íslenskrar kvikmyndasögu Kvikmyndasafn Íslands stendur fyr- ir sýningum á perlum úr íslenskri og alþjóðlegri kvikmyndasögu tvisvar í viku yfir vetrartímann. Sýningarnar, sem fram fara í Bæjarbíói í Hafnar- firði, hafa mælst afar vel fyrir og þótt þær fái ekki mikla umfjöllun í fjöl- miðlum er þjónustan afar þakklát. En hvað er þetta Kvikmyndasafn og hvað gerir starfsfólk þess? Safnið er staðsett við Hvaleyrar- braut í Hafnarfirði, sem áður hýsti Fiskvinnsluskóla Íslands, en þar hef- ur það verið síðan árið 2004. Fram að því hafði það verið á nokkrum ver- gangi síðan lög um safnið og Kvik- myndasjóð voru samþykkt árið 1978. Í grein um sögu safnsins eftir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing sem finna má á heimasíðu þess kemur fram að safnið hafi fyrst verið í 72 fer- metra leiguhúsnæði í Skipholti 31. Undir það síðasta áður en það flutti á núverandi stað var það í gamla frysti- húsinu á hafnarbakkanum í Hafnar- firði. Safnið er stofnun í eigu ríkisins og sinnir kvikmyndamenningu ein- göngu. Starfsmenn safnsins safna, skrá og varðveita kvikmyndir og prentefni sem tengist kvikmyndum með einum eða öðrum hætti. Safn- ið stundar einnig rannsóknir á kvik- myndum og kvikmyndamenningu og miðlar jafnframt þekkingu um þennan menningararf. Búið var að skrá stærstan hluta af kvikmyndaefni safnsins í árslok 2007 en það samanstendur af filmuspól- um og myndböndum af ýmsum breiddum og gerðum sem og mynd- diskum sem voru þá rúmlega 39 þús- und eintök. Utan við þessa skráningu eru fréttafilmur frá Sjónvarpinu sem eru í varðveislu safnsins og voru alls um 10.400 og sjónvarpsdagskrár lið- lega 1.800. Safn tækja og tóla til kvik- myndagerðar og kvikmyndasýn- inga hafði vaxið mjög að umfangi en skráningu miðað hægt. Gagnasafnið hefur einnig vaxið hratt en þar er um að ræða handrit, ljósmyndir, vegg- spjöld og alls kyns annað prentefni og heimildir sem varðar kvikmynda- gerðina. Stöðugt er unnið að skrán- ingu gagnasafnsins en mikið er þó enn óskráð. Kvikmyndasafn Íslands var í nokkurn tíma undir sama hatti og Kvikmyndasjóður en með nýjum kvikmyndalögum sem tóku gildi 1. janúar 2003 voru safnið og sjóður- inn aðskilin. Kvikmyndasafnið varð þannig sjálfstæð stofnun á nýjan leik með forstöðumann sem ber ábyrgð á rekstri þess og verksviði og nú var ekki lengur sérstök stjórn fyrir safn- ið. Fimm starfsmenn starfa á safn- inu. Núverandi forstöðumaður þess er Þórarinn Guðnason sem tók við af Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni í árs- lok 2001 en Þórarinn hefur starfað hjá safninu frá árinu 1995. Heimild: Greinin „Saga Kvik- myndasafnsins“ eftir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing á kvik- myndasafn.is. Miðvikudagur 28. október 200932 hafnarfjörður Tilboðsdagar fimmtud-sunnud. 15% afsláttur af barnafatnaði Úlpur - Gallar - Buxur - Bolir - Peysur - Sundfatnaður Reykjavíkurvegi 60 | 220 Hafnarfirði Sími: 555-2887/ 555-4487 www.musikogsport.is Match Attax 2010 Fótboltamyndir og möppur Kvikmyndasafn Íslands hefur starfað í rúm þrjátíu ár á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Það fluttist að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði fyrir fimm árum og hýsir nú tugþúsundir filma, mynddiska, handrita og fleiri ómetanlegra muna. Í faðmi safnsins Þrándur Thoroddsen, þýðandi og kvikmyndagerðarmaður, í Kvikmyndasafni Íslands fyrir nokkrum árum. MYND GuNNar GuNNarssoN Bæjarbíó Þarna sýnir Kvikmyndasafnið hinar ýmsu kvikmyndaperlur tvisvar í viku yfir vetrartímann. Hafið Einn af gullmolum íslenskrar kvikmyndasögu og var sýnd á vegum Kvik- myndasafnsins fyrr í haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.