Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Page 22
Miðvikudagur 28. október 200922 hafnarfjörður Undirbúningur er í fullum gangi fyrir endurreisn jólaþorpsins sívinsæla í Hafnarfirði. Þetta er í sjöunda sinn sem þorpið rís á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar, enda ekkert lát á vinsældum þess. Það má með sanni segja að jóla- þorpið hafi verið miðpunktur allr- ar jóladagskrár í Hafnarfirði síðustu misseri. Nú rís það í sjöunda sinn á Thorsplani og er undirbúningur í fullum gangi til að gera heimsókn almennings í jólastemninguna sem ánægjulegasta. Opið verður allar helgar í desem- ber frá kl. 13 til 18, ásamt kvöldopn- un á Þorláksmessu. Þorpið verður opnað 5. desember og mega gestir búa sig undir fjöruga skemmtidag- skrá, íðilfagra jólamuni til sölu og ýmsar jólakræsingar. Jólasveinninn verður að sjálfsögðu á sínum stað og hver veit nema Grýla láti líka á sér kræla. Þorpið er auðvitað ekki aðeins fyrir íbúa Hafnarfjarðar heldur alla þá sem elska jólin og vilja upplifa að- ventuna með öðrum sem hafa unun af því að halda þessa hátíð ljóss og friðar hátíðlega. Þá geta áhugasamir landsmenn einnig haft samband við Hafnarfjarðarbæ ef þeir luma á góðu jólaskemmtiatriði, hvort sem það er söngur, leikþáttur, hljóðfæraspil eða annað jólalegt og fjörugt. liljakatrin@dv.is Miðpunktur Ófrýnileg Grýla er ekkert lamb að leika sér við. Töfratónar Spurning hvort Sveinki mæti með fiðluna í ár. jólaundirbúningsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.