Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Síða 6
SANDKORN n Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinn- ar, hefur staðið dagana langa við að hjálpa fátæku fólki. Hún og hennar fólk hafa veitt um 1400 fjölskyldum mataraðstoð. Ás- gerður hefur auðvitað ver- ið launalaus í starfi sínu. En nú má segja að Ás- gerður hafi uppskorið fyrir góð- verkin því hún vann lúxusferð á Netinu frá fyrirtækinu Resort fyrir sig og fjöl- skylduna. Hún fór í gær til Banda- ríkjanna og dvelur í Orlando í sjö daga og fer síðan til Bahamas með skemmtiferðaskipi. Ferðin tekur alls 18 daga. n Aðeins 18 manns tilkynntu um þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík 23. janúar næstkomandi. Þetta olli nokkr- um vonbrigðum innan flokksins, enda tilkynntu 24 um framboð í prófkjör til borgarstjórnar fyrir fjórum árum. Athygli vek- ur að karlar flýja frekar af hólmi en konur. Fyrir fjórum árum voru aðeins 20 prósent frambjóð- enda XD í höfuðborginni konur. Nú eru þær nærri 40 prósent frambjóðendanna. Menn velta því fyrir sér hvort nýjar reglur um fjármögnun framboða og gagn- sæi ráði þarna einhverju um og hvort karlar í röðum sjálfstæðis- manna séu almennt með verri samvisku en konur. n Á fullveldisdaginn 1. desember fóru kjörnir þingmenn í móttöku hjá forseta Íslands á Bessa- stöðum. Forsetinn hafði tekið upp þann sið að bjóða þeim til kvöldverðar þennan dag, en eftir bankahrun ákvað hann að skera niður og bjóða þing- mönnum til móttöku. Vel var mætt úr röðum allra flokka að þessu sinni. Eftir móttökuna snæddu þingflokkarnir saman hver fyrir sig. Þar blasti strax við sá vandi að Þráinn Bertelsson er einn í flokki eftir að hann klauf sig frá Borgarahreyfingunni. Það vakti því mikla athygli þegar spurðist að Þráinn hefði snætt kvöldverð með Steingrími J. Sig- fússyni og þingflokki VG. Allar götur síðan hafa þingmenn mjög reynt að lesa í þessi teikn. 6 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 FRÉTTIR Kleppsvegi 48 | 104 Reykjavík Sími: 698 6738 | lp-verk.is LP-verk ehf sérhæfir sig í viðhaldi á fasteignum úti sem inni. Flísalagnir - Múrviðgerðir lekaviðgerðir - steypuviðgerðir trésmíðavinna - málningavinna blikksmíði - pípulagnir eða raflagnir Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins, þurfti að aflýsa Spánar- ferð með börnin sín vegna umræðu um Icesave á milli jóla og nýárs. Þetta er í annað sinn sem ferðinni er frestað. Börnunum var lofuð Spánarferð í vor ef Vigdís kæmist á þing. Börnin voru hins vegar byrjuð í skólanum þegar umræðu um Icesave lauk. „Ég varð að aflýsa ferð með börnin til Spánar vegna Icesave. Þjóðarhagur leyfir það ekki að við förum,“ segir Vig- dís Hauksdóttir, alþingismaður Fram- sóknarflokksins. Samkvæmt áætlun áttu þingmenn að vera í fríi á milli jóla og nýárs. Vigdís og börn hennar ætl- uðu að fara til Spánar 28. desember. Ice save verður til umræðu á milli jóla og nýárs. Vonast er til þess að umræð- um ljúki eftir það. Það er þó ekki tal- ið víst þar sem mikið af efni er enn að berast um málið. Má þar nefna skýrslu frá breskri lögmannsstofu. „Það er mikið af nýju efni að koma eftir að stjórnarandstaðan krafðist þess að fjárlaganefnd færi lið fyrir lið í gegnum þau 16 atriði sem kynnt voru í yfirlýs- ingu,“ segir Vigdís. Fengu heldur ekki sumarfrí Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vigdís þarf að aflýsa Spánarferð með börnin. Vigdís er lögfræðingur frá Viðskipta- háskólanum á Bifröst. Þar var hún við nám í fimm ár og bjó þar ásamt börn- unum. Allt frá því að fjölskyldan bjó þar hefur áðurnefnd Spánarferð verið í bígerð. „Þegar ég var í kosningabar- áttunni hét ég því að ef ég kæmist á Al- þingi færum við til Spánar. 28. ágúst þegar umræðu um Icesave lauk voru börnin búin að vera eina viku í skólan- um. Því varð ekkert af ferðinni í sumar,“ segir hún. Eins og flestir þekkja fengu þingmenn ekkert sumarfrí vegna um- ræðunnar um Icesave. Börnin svekkt „Maður talar þau upp í það að hægt verði að fara í þessa ferð síðar,“ seg- ir Vigdís aðspurð hvernig börnin hafi tekið tíðindunum. Hún segir börnin sýna því skilning að vinnan hennar á Alþingi gangi fyrir. Vonbrigðin leyni sér þó ekki hjá börnunum. Hún seg- ist þó ætla að eyða sem mestum tíma með börnunum á milli jóla og nýárs þá daga sem Alþingi verður í fríi. „Maður reynir að eyða jólum og áramótum með börnunum eins mikið og maður getur. Það er búið að vanrækja börnin núna í desember en utanlandsferðin verður þó ennþá að bíða,“ segir Vigdís. Ómanneskjulegt þinghald Ekki liggur ljóst fyrir hvort fleiri þing- menn hafi þurft að aflýsa utanlands- ferðum yfir hátíðirnar. Vigdís seg- ir þó ljóst að margir þingmenn af landsbyggðinni geti ekki haldið til síns heima til að eyða jólum og ára- mótum með fjölskyldu og ættingjum. „Það hefur verið hér þing á kvöldin og á næturnar sem hefur verið mjög ómanneskjulegt,“ segir Vigdís. Hún vonast þó til þess að eiga góð jól með fjölskyldu sinni og ættingjum. Þrátt fyrir að Spánarferðin verði að bíða í bili. Ætlar hún meðal annars að fara í árlegt jólaboð fjölskyldunnar að Stóru- Reykjum í Hraungerðishreppi. Þar verður líka Guðni Ágústsson, fyrrver- andi formaður Framsóknarflokksins, en hann er mágur Vigdísar. ANNAS SIGMUNDSSON blaðamaður skrifar: as @dv.is ICESAVE FRESTAR SPÁNARFERÐINNI Stjórnendur Strætó bs. vilja breyta nafni starfsmannafélags fyrirtækisins sem enn ber nafn SVR, Strætisvagna Reykjavíkur. Talsmenn starfsmanna- félagsins segja aftur á móti mikla and- stöðu meðal bílstjóranna við nafna- breytinguna. Strætisvagnar Reykjavíkur var stofnað árið 1931 er fyrsta strætóferðin var farin 31. október það ár. Lengst af var félagið í eigu borgarinnar en sum- arið 2001 varð til nýtt félag, Strætó bs., þegar við bættist akstur í nágranna- bæi. Nafn starfsmannafélagsins hélt sér en á síðasta aðalfundi stakk fram- kvæmdastjórinn, Reynir Jónsson, upp á því að nafni þess yrði breytt. Barn síns tíma Reynir bendir á að um nokkurt skeið hafi sú hugmynd verið rædd að breyta nafni starfsmannafélagsins. Aðspurð- ur segir hann nafnið einfaldlega barn síns tíma. „Þetta hefur verið í umræð- unni lengi. Félagið var stofnað fyrir tæpum 75 árum og félagið sem það var nefnt í höfuðið á er ekki lengur til. Síðan þá hafa margir nýir starfsmenn bæst í hópinn sem ekki skilja þessar rætur félagsins og því ekki nafn þess.“ „Stjórnendur fyrirtækisins eru nokkuð sammála um að starfsmanna- félag eigi að bera nafn fyrirtækisins og starfa í þess þágu. Til að efla sameigin- legan anda hjá fyrirtækinu höfum við stungið upp á því að breyta um nafn á félaginu. Mín tillaga er sú að við göng- um milliveginn á næsta ári, afmælisári félagsins, og breytum nafninu og fána félagsins. Þessir fánar geta þá hvílt hlið við hlið. Mér finnst það alls ekki óeðli- legt enda nýir og breyttir tímar uppi.“ Miklar tilfinningar „Þátttaka í störfum starfsmannafé- lagsins hefur ekki verið nægilega al- menn og því er óánægjuna að finna meðal fámenns hóps. Fyrirtækið greiðir hins vegar með beinum og óbeinum hætti umtalsverða fjármuni inn í starfsmannafélagið og því höfum við eitthvað um þetta að segja,“ bætir Reynir við. Ingunn Guðnadóttir, trúnaðar- maður vagnstjóra, segir hugmynd- ina bundna við ákveðna yfirmenn sem beiti þrýstingi til að ná sínu fram. Hún telur engar líkur á því að nafna- breytingin verði samþykkt meðal bíl- stjóranna. „Við viljum halda nafninu okkar því okkur þykir mjög vænt um það. Þetta er því mikið tilfinningamál fyrir bílstjórana. Gömlu bílstjórarnir, sem unnið hafa í fjölda ára, vilja ekki sjá nýtt nafn á félaginu,“ segir Ingunn. „Fyrir mér er þetta mikið tilfinninga- mál og því kemur þetta ekki til greina. Ég er meira að segja svo gamaldags að ég er enn með bindisnælu merkta SVR. Gamla nafnið skal standa. Yfir- mennirnir ráða bara engu um þetta og við tökum þetta ekki í mál. trausti@dv.is Stjórnendur Strætó bs. vilja breyta nafni starfsmannafélagsins en starfsmenn ekki. Vilja breyta nafni félagsins Gamla nafnið Talsmaður starfs- mannafélagsins segir miklar tilfinningar bundnar við gamalt nafn félagsins. Icesave-málið var afgreitt úr fjár- laganefnd á þriðjudag. Minnihluti fjárlaganefndar gerði ágreining við málsmeðferð og telur að meirihlut- inn hafi gengið á bak orða sinna við reifun málsins innan nefndar- innar. Álit meirihlutans með frum- varpinu var lagt fram á Alþingi á þriðjudag. Því verður haldið áfram í dag. Álit bresku lögmannsstof- unnar Mishcon de Reya var gert opinbert á mánudaginn. Telur lög- mannsstofan að bresk og hollensk stjórnvöld heimti allt of háa vexti af Íslendingum vegna Icesave-sam- komulagsins. „Við höfum fjallað um alla þá 16 liði sem samkomulag var um að taka fyrir innan fjárlaganefnd- ar og gott betur en það,“ segir Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, vegna gagnrýni minnihlut- ans. Hann telur mál- ið fullreifað og segir það nánast dónaskap af minnihlutanum að halda því fram að meirihlutinn hafi svikið gefin loforð. as@dv.is Segja meirihlutann ekki standa við sitt: Icesave úr fjárlaganefnd Börnin svekkt Vigdís Haukdsóttir, alþingis- maður Framsóknarflokksins, segist reyna að tala börnin upp í að það sé hægt að fara í Spánar- ferðina síðar. Þetta er þó í annað sinn sem ferðin frestast vegna umræðna um Icesave. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.