Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Side 12
10 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 FRÉTTIR
SÍMTÖLIN DÝRARI EF
NETÞJÓNABÚ KLIKKAR
Fyrirtækið Farice hefur þegar lagt Danice-sæstrenginn sem er meðal annars ætlað er að þjóna net-
þjónabúi Verne Holding í Reykjanesbæ. Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, segir að
ef frumvarp til laga um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ verði ekki samþykkt muni
það stórhækka verð á síma- og netþjónustu allra símafyrirtækja hérlendis.
Ef ekkert verður af netþjónabúi
Verne Holdings á Vaðlaheiði gæti
það orðið til þess að verð á síma-
og netþjónustu til neytenda gæti
stórhækkað hjá öllum símafyr-
irtækjum. „Það mun hafa mjög
slæmar afleiðingar fyrir þjóðina í
heild ef netþjónabúið kemur ekki.
Ef þetta klikkar erum við í vondum
málum,“ segir Guðmundur Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri Farice,
í samtali við DV. Fyrirtækið Farice
rekur sæstrengina Danice og Far-
ice-1.
Búið að tefjast um heilt ár
Farice gerði samning við Verne
Holding í febrúar 2008 um aðgang
fyrirtækisins að sæstreng Farice.
Danice-sæstrengurinn var síðan
tekinn í notkun í ágúst 2009. Því
er ljóst að ef frumvarp til laga um
heimild til samninga um gagnaver
í Reykjanesbæ verður ekki sam-
þykkt á Alþingi mun Farice verða
af miklum tekjum. Nú þegar er Far-
ice að verða af tekjum. Fyrstu áætl-
anir gerðu ráð fyrir að netþjónabú
Verne Holding yrði tekið í notkun
á þessu ári. Það hefur nú frestast
um heilt ár vegna bankahrunsins
sem varð á Íslandi haustið 2008.
Guðmundur segist ekki geta sagt
til um það hvort Farice eigi ein-
hvern skaðabótarétt á Verne Hold-
ing ef ekki verður af fyrirhuguðu
netþjónabúi. Verne Holdings skrif-
aði upp á samning um byggingu
gagnaversins við Landsvirkjun í
febrúar 2008 og var samningurinn
þá metinn á um 20 milljarða króna.
Ástæðan fyrir samningunum við
Landsvirkjun er að gagnaverið þarf
150 megavött af raforku fyrir starf-
semi sína.
5 milljarða ríkisábyrgð
Íslenska ríkið veitti heimild til
fimm milljarða króna ríkisábyrgðar
á Danice-strengnum síðasta vor. Í
kjölfar þess fór Farice í fimm millj-
arða króna skuldabréfaútboð og
því er ríkisábyrgð á þeim skulda-
bréfum. Að sögn Gunnars hyggst
Farice síðan auka hlutafé sitt um
25 milljónir evra eða sem nem-
ur 4,6 milljörðum íslenskra króna
á næstu vikum. Vegna þessa hef-
ur íslenska ríkið óskað eftir auka-
heimild í fjárlögum til að taka þátt
í hlutafjárútboði Farice. Mun ríkið
leggja fram 6,25 miljónir evra eða
sem nemur 1.150 miiljónum króna
sem er í samræmi við eignahlut
ríkisins í Farice.
Fyrrum Landsbankamenn
endurskipuleggja Farice
Fyritækið Arctica Finance vinnur
nú að fjárhagslegri endurskipu-
lagningu Farice. Flestir starfsmenn
fyrirtækisins störfuðu áður á fyrir-
tækjasviði Landsbankans. Því skýt-
ur nokkuð skökku við að fyrrver-
andi starfsmenn Björgólfs Thors
Björgólfssonar séu að endurskipu-
leggja fyrirtæki sem á allt sitt und-
ir því að fyrirtækið Verne Holding,
sem Björgólfur á um helmingshlut
í, fái heimild frá Alþingi til að starf-
rækja netþjónabú á Suðurnesjum.
Guðmundur segir ekkert at-
hugavert við þetta. Fjárhagsleg
endurskipulagning Farice hafi far-
ið í útboð. „Þannig að það sé alveg
á hreinu óskaði Farice eftir tiboð-
um frá einum átta fyrirtækjum og
þetta var niðurstaðan,“ segir Guð-
mundur. Fyrirtækið Arctica Fin-
ance átti þar lægsta tilboðið sem
síðan var tekið. Arctica Finance
hóf fjárhagslega endurskipulagn-
ingu Farice fyrir um mánuði og
segist Guðmundur gera ráð fyrir
að henni verið lokið innan tveggja
mánaða.
Hætt við streng til Írlands
Morgunblaðið fullyrti í mars 2009
að í lok árs 2007 hefði þáverandi
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar beitt sér fyrir því að
hætt yrði við að leggja hinn svo-
kallaða Hibernia-sæstreng til Ír-
lands. Var það gert eftir að fjárfest-
ar höfðu lýst áhuga á því að byggja
netþjónabú á Suðurnesjum. Í stað
þess hefði verið farið í að leggja
Danice-sæstrenginn til Danmerk-
ur. Guðmundur segir að það sé
ekki rétt að hætt hafi verið við
Hib ernia-strenginn eftir fjárfestar
lýstu áhuga á að byggja netþjóna-
bú á Suðurnesjum. Hugmyndin
að leggja Danice sæstrenginn hafi
komið áður en það kom til tals að
leggja Hibernia til Írlands. Eftir að
hugmynir komu upp um byggingu
netþjónabús hafi það síðan verið
talinn heppilegri kostur að leggja
Danice-strenginn til Danmerku.
Það sé hins vegar rétt að Danice-
strengurinn sé öflugri en gert var
ráð fyrir til að geta þjónað netbúi.
Þess vegna hafi verið farið í að auka
hlutafé Farice í desember 2007. Þá
lögðu Landsvirkjun, Orkuveita
Reykjavíkur og Hitaveita Suður-
nesja fram 1.500 milljónir króna í
hlutafé. Auk þess lagði ríkið fram
400 milljónir króna.
ANNAS SIGMUNDSSON
blaðamaður skrifar: as @dv.is
Við undirritun Skrifað var undir
samning um byggingu netþjónabús
við Verne Holding í febrúar 2008
þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar var enn við völd.
David Fialkow, framkvæmdastjóri General Catalyst:
Komnir með nýjan hluthafa
„Við erum að fá nýjan fjárfesti sem
verður stærri en bæði General
Catalyst og Novator. Ég get ekki gefið
upp nafnið hans. Þetta er mjög stórt
evrópskt félag en við munum til-
kynna nafn hans í janúar,“ segir Dav-
id Fialkow, framkvæmdastjóri Gen-
eral Catalyst í samtali við DV. General
Catalyst er bandarískt áhættufjár-
festingafyrirtæki sem fer með 60 pró-
senta hlut í Verne Holding á móti
Novator sem fer með 40 prósenta
hlut.
65 milljarða fjárfesting
Fialkow segir að hann hafi kom-
ið að fjárfestingum á Íslandi síð-
ustu fimm árin. Auk þess að sitja í
stjórn Verne Holding er hann stjórn-
armaður í tölvuleikjaframleiðand-
anum CCP. Samkvæmt heimasíðu
General Catalyst fer fyrirtækið eft-
ir svokallaðri virðisaukandi stefnu
(e. value-added). Í því felst að flest-
ar fjárfestingar eru til fimm til sjö
ára. Skuldsetningahlutfall er 60 til
70 prósent og ávöxtunarkrafa 12 til
18 prósent. Fialkow segir að Gen-
eral Catalyst líti á fjárfestinguna í
gagnaverinu sem langtímafjárfest-
ingu en það samrýmist ekki fjár-
festingastefnu fyrirtækisins. „Svo
lengi sem fjárfestingin er að gefa af
sér gott fjárflæði munum við halda í
hana,“ segir Fialkow. Hann segir að
eiginfjárframlag fjárfesta í gagna-
verinu verði um 100 milljónir doll-
ara eða sem nemur 12,3 milljörðum
íslenskra króna. Að sögn Fialkow
gæti heildarfjárfesting í gagnaverinu
numið allt að 500 milljónum dollara
eða sem nemur tæpum 65 milljöðr-
um íslenskra króna.
Samkvæmt frétt í Boston Bus-
iness Journal jókst eftirspurn eft-
ir gagnaverum um 14 prósent árið
2008 en framboðið einungis um sex
prósent. Blaðið hefur þó eftir grein-
anda að miðað við núverandi efna-
hagsástand gæti reynst erfitt að fá
nýja aðila til að fjárfesta í gagnaver-
um. „Efnahagsástandið hefur líklega
þau áhrif að það verða til færri nýir
viðskiptavinir í augnablikinu.“
Hilmar Veigar átti hugmyndina
Þegar hann er spurður að því hvers
vegna General Catalyst hafi ákveð-
ið að fjárfesta á Íslandi segir hann
að hér séu frumkvöðlar á heims-
mælikvarða. Tæknistig sé mjög hátt
á Íslandi og það fari vel saman með
nýsköpun. Fialkow telur að Hilmar
Veigar Pétursson, forstjóri CCP, sé
einn færasti forstjóri heims. Hann
segir að Hilmar Veigar eigi hugmynd-
ina að gagnaverinu á Reykjanesi.
General Catalyst hafi síðan kynnst
Novator í gegnum CCP þar sem bæði
fyrirtækin eru hluthafar. as@dv.is
Tilkynnt í janúar David Fialkow, framkvæmdastjóri hjá General Catalyst, segir
að tikynnt verði um nýjan hluthafa í Verne Holding í janúar. Það sé evrópskt
fjárfestingafélag sem muni fara með stærri hlut en General Catalyst og Novator.
Netþjónabú Hér má sjá
húsnæði sem mun hýsa
hluta af starfsemi net-
þjónabús Verne Holding
á Vaðlaheiði í Reykjanesbæ.
MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON
Umdeildur Björgólfur Thor
Björgólfsson er annar af stærstu
eigendum Verne Holdings í
gegnum félag sitt Novator.
Hefur það sætt gagnrýni að
undanförnu að ríkisstjórnin ætli
í samstarf við Novator.