Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Síða 24
GILLZ ER HÁLF- BRÓÐIR OKKAR Haltu á þessu,“ sagði hann og fleygði heilum lambsskrokki í fangið á mér. Klukkan var sex á aðfangadagskvöld. Ég heyrði ekki í neinum kirkju- klukkum. Ég hélt á blóðugum kjötskrokki og heyrði geltið í stórum og grimmum hundum nágrannans í bakgarðinum. Þetta var um sumar. Grillveislan var í undirbúningi. Hundarnir fundu áreiðanlega lyktina af nýslátruðu lambinu. Dag- inn áður hafði nágranninn, sem er hermaður, horfið á braut með vinum sínum. Stuttu síðar skreið forvitinn púðluhundur undir víggirðinguna sem lok- aði hunda hermannsins inni. Púðluhundurinn endaði í gini stóru hundanna, sem rifu hann og tættu í sig á örfáum mínút- um. Þetta var þá jólaandinn á heimsenda. Ég var staddur á argentínska hluta eyjarinnar Tierra del Fuego (Eld-lands) um síðustu jól. Eldland er syðsti oddi Suður-Ameríku og kallaður heimsendir af argentínsku þjóðinni. Eyjan er í aðeins 1.200 kíló- metra fjarlægð frá Suðurskautslandinu og er helmingi minni en Ísland. Þegar vetur ríkir hjá okkur á norðurhvelinu er sumar á suðurhvelinu. Jólin eru hins vegar á sama tíma. Jólin eru því sumarhátíð á suðurhvelinu. Grillveisla. Mér leið eins og ég væri í annarri vídd. Ekki á Íslandi heldur Eldlandi. Í hásumri í desember. Í grillveislu á jólunum. Eldlendingunum fannst líka eins og þeir hefðu fengið mann sendan úr annarri vídd, þegar þeir litu á mig, þar sem ég stóð kindarlegur á svipinn með skrokkinn í fanginu. Hliðstæð- ur maður við þau en samt öðruvísi. Þetta var eins og í Simpsonsþátt- unum þar sem nágrannabærinn Shelbyville er hliðstæða víddin við Springfield. Þar sem barþjónninn heitir ekki Moe heldur Joe. Eldland er nokkurs konar spegilmynd Íslands í suðri. Rétt eins og Ís-lendingar eru Eldlendingar umluktir köldu hafi sem sendir ískalda vinda yfir eyjuna. Og þarna snjóar hressilega á veturna. En nú var hásumar. Vonbrigðasumar reyndar, eins og við Íslendingar þekkj- um. 15 stiga hiti, sól og blíða og hávaðarok. Gluggaveður. Birtan, sólin, lyktin. Allt minnti þetta á íslenskt sumar. Á leiðinni út í búð fannst mér ég vera staddur á Selfossi. Krakkarnir á hlaupahjólum og foreldrar þeirra að öskra á þá. Nema á spænsku. Stórmarkaðurinn var alveg eins og KÁ á Selfossi. Eða KB í Borgarnesi. Matur, föt, leikföng og allir á leiðinni í sum- arbústað. Nema að þetta var á aðfangadag. Við skelltum skrokkn-um á grillið í garðin-um klukkan 10 um kvöldið. Sólin var ennþá hátt á lofti – dagarnir eru langir þarna á sumr- in eins og hér. „Jólin eru svo þunglyndisleg,“ sagði argentínski meðgrillarinn. Það rann upp fyrir mér að umstangið í kringum jól- in væri Eldlendingum og íbúum á suðurhveli jarðar kannski tilgangslaust. Fólkið á norðurhvelinu fagnar jólaljósunum því þau bjarga því frá algjöru vonleysi í skammdegi og kulda. En þarna langar unga sem aldna bara út að leika á jólunum. Þau eru föst í leikriti. Tilneydd að taka þátt í vetrarhátíð á sumrin. Hafa jólatré í stofunni. Skreyta grenið með ljósum, sem sjást varla í birtunni. Afar og frændur klæða sig í þykka jólasveinabúninga og stikna í hitanum. Evrópumenn lögðu undir sig alla Suður-Ameríku og tröðkuðu niður indíánana sem höfðu búið í álfunni í mörg þúsund ár. Landnem-arnir fluttu kerfisbundið inn evrópskar hefðir, siði og venjur, sem virka tæplega alls staðar. Jólin eru auðvitað kristin trúarhátíð og ég vil ekki gera lítið úr því. Argentínumenn eru kaþólikkar og jólin mikil- vægur þáttur í trúarlífinu. En mér fannst menningarræði hins vestræna heims kristallast í vetrarlegu jólatrénu með jólaljósin í bjartri stofunni í Rio Grande-borg á Tierra del Fuego, 1.200 kílómetrum frá Suðurskauts- landinu. Á annan í jólum fórum við í útilegu í skógana miklu á eyjunni. Þar drukkum við argentínskan bjór og lögðum varðeld. Á milli trjá-greinanna glitti í gvanakódýr, en það er afbrigði lamadýranna sem lifa á suðurhjara Suður-Ameríku. Og þangað hugsa ég með nokkr- um söknuði núna í skammdeginu á Íslandi. Það var hollt að upplifa jólin í annarri vídd til glöggvunar á margbreytileika veraldarinnar. Þessi jólin tek ég á móti argentínskum Eldlendingi sem ætlar að kynnast íslenskum jólum til glöggvunar. Íslensk jól eru ekki slæm. Ég óska lesendum gleðilegra jóla. GRILLVEISLA Á JÓLUNUM „Við nánast leggjumst í dvala. En upp úr október-nóvember förum við að ranka við okkur.“ „Ég vakna yfirleitt upp úr sjö og betla þá hafragraut hjá Grýlu. Hún skammar okkur alveg svakalega ef við sofum yfir okkur. Það er alltaf hafra- grautur hér á morgnana,“ seg- ir Giljagaur en hann kem- ur annar til byggða – á eftir Stekkjastaur. Giljagaur felur sig gjarnan í fjósinu og fleytir froðuna ofan af mjólkurfötunum þegar eng- inn sér til. Hann segir að þeir bræður viti alltaf hvaða börn hafi verið þæg og hvaða börn hafi verið óþekk. „Við erum með það allt á hreinu. Við erum með lista sem við förum eftir og það eru sem betur fer ekki mörg börn sem eru svo óþekk að þau eigi skilið kart- öflu í skóinn. Við förum yfir listann seinnipart dags,“ segir Giljagaur en það er merkilega mikill samgangur með þeim bræðrum og hjálpast þeir all- ir að þegar þeir leggja leið sína til byggða. „Við hjálpumst all- ir að. Við að setja í pokann og skoða verkefni dagsins,“ segir Giljagaur hress og kátur. Í góðu formi „Ég fer síðan á jólaböll í kring- um hádegi og er þar fram eftir degi. Þar er sungið og spilað – enda er það eitt það skemmti- legasta sem við gerum. Að syngja og spila fyrir börnin. Þá erum við í sparigallanum – þessum rauða. Þegar við erum heima uppi í fjöllum erum við í vinnugallanum.“ Giljagaur segir að jóla- sveinarnir sofi mikið og nái upp svefnleysinu í desember hina 11 mánuðina. „Við nán- ast leggjumst í dvala. En upp úr október-nóvember förum við að ranka við okkur. Við erum í mjög góðu formi til að bera pokann – hann er oft svolítið þungur. Hálfbróðir okkar, hann Gillz, er bara í slöku formi miðað við okkur. Hann er nefnilega hálfbróðir okkar enda óttaleg- ur jólasveinn.“ Egill Gillz Ein- arsson hefur löngum verið þekktur fyrir að vera í hrika- legu formi á meðan bumban er eitt af aðalsmerkjum jóla- sveinsins. Giljagaur segir að bumban sé ekkert að trufla þá og hann geti tekið Gillz hve- nær sem er. „Hvenær sem er,“ segir hann og stekkur ekki bros. Sumir krakkar hræddir Þegar Grýla er í góðum gír seg- ir Giljagaur að þeir fái slátur í kvöldmat. „En ef það eru tylli- dagar þá gætu sviðakjammar dottið inn. Svo eru krakkarn- ir líka góðir við okkur og gefa okkur í skóinn, smákökur og fleira góðgæti. Þannig að við erum ekki svangir alla nótt- ina.“ Giljagaur segir að krakk- arnir á Íslandi taki jólasvein- unum yfirleitt með bros á vör, þó að sum séu pínu hrædd við þá. „Við erum náttúrulega skemmtilegir og erum allt- af hressir. Það er alltaf stutt í brosið. Við verðum í byggð fram að þrettándanum og það er nóg um að vera hjá okkur þangað til. Við erum nefni- lega með heimasíðu þar sem hægt er að komast í samband við okkur – jólasveinn.is. Þar er hægt að nálgast okkur og við erum eiginlega alltaf til- búnir þegar strákarnir frá síðunni hringja. Þangað til segjum við allir bræðurnir: Gleðileg jól!“ Giljagaur var annar,  með gráa hausinn sinn.  - Hann skreið ofan úr gili  og skaust í fjósið inn.  Hann faldi sig í básunum  og froðunni stal,  meðan fjósakonan átti  við fjósamanninn tal.  (Jólasveinarnir / Jóhannes úr Kötlum)  benni@dv.is Jólasveinarnir 13 hafa læðst með gjafir handa stilltum börnum í desember. Gilja- gaur segir að bræðurnir séu í góðu formi, enda pokinn með gjöfunum í þyngri kant- inum. Venjulegur dagur jólasveinsins er æði skrautlegur enda bræðrahópurinn stór og allir fyrirferðarmiklir með mikinn há- vaða og mikil læti. 24 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 UMRÆÐA Vel tekið Giljagaur segir að þeim bræðrum sé yfirleitt mjög vel tekið af börnunum á Íslandi. Pakkar og gleði Giljagaur með ánægðri stúlku sem fékk pakka. Dönsum við í kringum... „Ég fer síðan á jólaböll í kring- um hádegi og er þar fram eftir degi. Þar er sungið og spilað – enda er það eitt það skemmtilegasta sem við gerum.“ JÓLASVEINSINS HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON skrifar HELGARPISTILL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.