Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 FRÉTTIR
„Maður er alltaf að gera einhver góð-
verk á hverjum degi þótt maður átti
sig ekki alltaf á því,“ segir söngkonan
Helga Möller og bætir við að fallegt
bros og gott viðmót geti gert ótrúleg-
ustu hluti. „Ég hef oft fengið til mín
fólk sem hefur upplifað slíkt í mínu
fari og mér þykir alltaf jafnvænt um
að heyra það. Ég á erfitt með að
horfa upp á allan ljótleikann sem
fylgir daglegu lífi, eins og þegar illa
er komið fram við afgreiðslufólk og
illa er farið með dýr, og sjálf hleypi ég
frekar flugunum út en að drepa þær.
Eins gef ég mig á tal við fólk, jafnvel
ókunnuga ef ég tel að eitthvað ami
að og býð mína hjálp,“ segir Helga og
bætir við að hún hafi einu sinni ver-
ið stödd á læknastofu þegar hún tók
eftir eldri konu í vandræðum.
„Það var mikið að gera í afgreiðsl-
unni og enginn gat aðstoðað hana
þannig að ég spurði hana hvort hana
vantaði hjálp. Hún sagðist vera búin
að bíða lengi eftir leigubíl og var
mjög hissa þegar ég bauðst til að
skutla henni. Þegar við vorum komn-
ar niður í anddyri mætti leigubíllinn.
Ekki löngu seinna hitti ég barna-
barn þessarar konu sem sagði mér
að amma hennar hafði verið mjög
ánægð með mig. Mér þótti vænt um
að heyra það og bað að heilsa henni.
Annað skipti var ég á leið heim
eftir að hafa verið að skemmta. Þetta
var um vetur og miðja nótt og þar
sem ég ók bílnum sá ég unglings-
stelpu á gangi en hún hafði ætlað
að ganga úr Garðabæ til Reykjavík-
ur. Ég stoppaði og spurði hvert hún
væri að fara, hún var ísköld og ég
bauðst til að skutla henni. Mörgum
árum seinna kom mamma hennar
til mín og sagðist standa í þakkar-
skuld við mig því stelpan hefði ver-
ið á mótþróaskeiði á þessum tíma og
mamman hafði orðið logandi hrædd
um hana en ég hafði
sem betur fer komið
henni heilli heim.“
Helga segir að
sá sem geri góð-
verk eigi ekki
að ætlast til að
fá eitthvað í
staðinn. „Við
eigum að
gera góðverk
því okk-
ur langar
til þess.
Ég hef til
dæmis
gaman af því að koma fram á styrkt-
artónleikum og geri það með glöðu
geði en geng þó alltaf úr skugga um
að allir sem komi að atburðinum gefi
sína vinnu. Annað er ósanngjarnt.“
Aðspurð segist hún oft eiga erfið-
ara með að þiggja en gefa. „Foreldrar
mínir eiga mjög erfitt með að þiggja
og við þurfum oft að minna þau á að
leyfa okkur að hjálpa þeim. Það er
nefnilega kúnst að þiggja og sjálfsagt
þarf ég að taka mig á í því og muna að
meta það þegar mér er boðin hjálp-
arhönd. Það er nefnilega góð tilfinn-
ing að finna að einhver vilji hjálpa
okkur og góðverk þarf ekki alltaf að
vera eitthvað stórt, uppbyggjandi
samtal getur gert kraftaverk.“
Hjartað slær rétt yfir jólin
„Mörg okkar framkvæma fleiri góð-
verk í kringum jólin en í annan tíma
og líklega til þess að hjartað slái á
réttan hátt yfir hátíðarnar. Mesta
góðverkið er samt að gera eitthvað
fallegt fyrir aðra án þess að fólk viti
hver gerði það og án þess að fá eitt-
hvað fyrir,“ segir Helga Braga Jóns-
dóttir leikkona. Helga hefur verið
iðin við að taka þátt í alls kyns styrkt-
arsöfnunum í gegnum árin, bæði
sem kynnir og skemmtikraftur.
„Mér finnst alltaf jafngefandi
að gefa mína vinnu verðugu mál-
efni og ég set alveg jafnmiklar kröf-
ur á mig þá og þegar ég fæ borgað,“
segir Helga og bætir við að það fylgi
mikil gleði að geta hjálpað öðrum.
„Ég hef séstaklega gaman af því að
heimsækja leikhópinn Perluna og fæ
alltaf jólakort frá þeim sem mér þyk-
ir afskaplega vænt um. Eins hef ég
fengið frá þeim blóm, endalausa ást,
þakklæti og knús og meira að segja
ljóð sem hljómaði einhvern veginn
svona:
Helga Braga er góð leikkona.
Það er bara svona.
Hún er góð,
en aldrei óð
ég sem um hana ljóð.
Þetta er náttúrlega bara al-
veg frábært,“ segir Helga
og bætir við að hún hafi
einnig styrkt ABC barna-
hjálp í mörg ár. „Ég tárast
alltaf dálítið þegar ég fæ
bréf frá Kalyane „dóttur
minni“ sem er tólf ára.
Hún segir mér hvern-
ig henni gengur
í skólanum og
sendir mér
mynd af
sér og
kallar mig alltaf „mömmu“ í bréfun-
um,“ segir Helga og bætir við að hún
ætli sér einhvern tímann að heim-
sækja Kalyane. „Svo eru líka mörg
hjálparsamtök hér á landi sem ég
hvet landsmenn til að styrkja því
þörfin er mikil á Íslandi í dag. Ég vil
gjarnan nota tækifærið og minna á
bæði Mæðrastyrksnefnd, Kvennaat-
hvarfið og önnur samtök sem þurfa
á hjálp að halda. Allir geta gert eitt-
hvað, þeir sem eiga ekki afgangs
peninga geta gefið föt eða bæk-
ur. Eitthvað sem er vel með farið og
hreint en fólk má sjá af.“
Hátíðin kallar fram það besta
„Mín góðverk eru yfirleitt þannig að
sá sem góðverksins nýtur veit ekki
hver það var sem gerði gott. Hið eina
sanna góðverk er þannig í mínum
Jólin eru tími ljóss og friðar og á þessum
tíma muna flest okkar best eftir náungan-
um og þeim sem minna mega sín. Helgar-
blað DV heyrði í fólki sem allt er komið í
mikið jólaskap og forvitnaðist um mestu
góðverk þess. Flestir viðmælendur blaðs-
ins viðurkenna að gera fleiri góðverk í
kringum jólin og allir eru sammála um að
það sé sælla að gefa en þiggja.
Styrkir ABC barnahjálp Helga Braga Jóns-
dóttir styrkir tólf ára stelpur úti í heimi og tárast
alltaf þegar hún fær bréf frá „dóttur“ sinni.
Kúnst að kunna að þiggja Rithöf-
undurinn Stefán Máni segir að sá sem
geti þegið án samviskubits, skömmustu
eða þeirrar tilfinningar að hann sé
skuldbundinn gefandanum sé vissulega
góð og heilsteypt manneskja.
Góðhjartað barn Leikkonan Tinna
Hrafnsdóttir bauð foreldrum sínum
sparibaukinn sinn þegar pyngjan á
heimilinu var með léttara móti.
MYND HEIÐA HELGADÓTTIR
SÆLLA ER
EN ÞIGGJA
að gefa