Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Page 29
FRÉTTIR 23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 28
huga,“ segir rithöfundurinn Stefán
Máni. „Það, að finna fyrir þörf til að
hjálpa öðrum eða gera náunganum
gott án þess að þiggja þakkir, aðdáun
eða athygli á móti, er hin eina sanna
góðmennska, að mínu mati. Sá sem
vill eða þarf á einhvers konar þakk-
læti eða launum að halda í stað góð-
mennsku sinnar er í raun ekki góður
heldur eigingjarn og frekur.“
Stefán Máni segir að fleiri geri
góðverk í kringum jólin en á öðrum
tímum. „Í kringum jól er ekki óeðli-
legt að finna fyrir þessari þörf. Jólin
eru hátíð ljóss og friðar og kalla fram
það besta í öllum. Þegar jólaandinn
er á sveimi er um að gera að nota
tækifærið og gera eitthvað gott, ég
hef til dæmis stundum keypt jólatré
eða jólakort til styrktar góðu málefni,
auk þess að kaupa gjafir af vistmönn-
um Sólheima. En það má auðvit-
að ekki slökkva á kærleikanum hina
mánuðina ellefu. Hið sanna góð-
menni er alltaf tilbúið til gera eitt-
hvað óeigingjarnt, alla daga ársins.
Mér hefur stundum tekist að vera
þetta góðmenni og stundum ekki.
En þegar mér tekst að vera góður líð-
ur mér vel innra með mér og það eru
bestu launin. Jólaandinn er tilfinn-
ing, svona hiti og friður í hjartanu,
og þennan anda er hægt að finna allt
árið um kring.“
Stefán Máni segir betra að gefa en
að þiggja og að það sé vissulega list
að kunna að þiggja. „Sá sem getur
þegið án samviskubits, skömmustu
eða þeirrar tilfinningar að hann sé
skuldbundinn gefandanum er vissu-
lega góð og heilsteypt manneskja,
eins og sá sem gefur af gleði og al-
gjöru frelsi.“
Jólin gera mig meyran
„Ég man því miður ekki eftir neinu
sérstöku góðverki. Ég reyni bara al-
mennt að vera sæmilega gúddí gæi,“
segir blaðamaðurinn og tónlistar-
maðurinn Gunnar Hjálmarsson, Dr.
Gunni. „Ef ég hefði meiri tíma gæti
ég alveg séð mig vera í einhverju
svona sjálfboðaliðadæmi,“ segir
Gunni sem hefur gefið vinnu sína
fyrir gott málefni. „Stundum hef ég
komið fram á styrktartónleikum, til
dæmis einu sinni fyrir Ástþór Magn-
ússon þegar hann var að byrja sitt
starf með Frið 2000. Ætli það sé ekki
bara mesta góðverkið!“
Gunni segist gera fleiri góðverk í
desember en á öðrum tímum ársins.
„Ég hef keypt að minnsta kosti þri-
svar sinnum fleiri happdrættismiða
en vanalega í þessum mánuði fyrir
alls konar samtök. Sem sé þrjá happ-
drættismiða en ekki engan. Ætli jól-
in geri mig bara ekki svona meyran.
Svo rífur maður líka upp tólið og læt-
ur stundum pening í alls konar dót
sem maður sér í sjónvarpinu. Og svo
þegar einhver er að safna úti á götu
rífur maður upp veskið. Jóla, jóla,“
segir Gunni og bætir við að hann geri
frekar góðverk fyrir þá sem eiga bágt
en þá sem standi honum næst. Að-
spurður um draumagóðverkið sem
hægt væri að gera fyrir hann vidli
hann láta lengja sólarhringinn um
sex tíma. „Þá gæti ég sofið meira,“
segir doktorinn að lokum.
Friður mesta góðverkið
„Það er kannski svolítið skrítið að
velja sjálf sitt mesta góðverk en ég
man ótrúlega vel eftir einu atviki
sem gerðist þegar ég var 4 ára göm-
ul. Þegar verið var að ræða á heim-
ilinu að pyngjan væri með töluvert
léttara móti á ákveðnu tímabili fór ég
og sótti sparibaukinn minn sem mér
hafði tekist að safna nokkrum krón-
um í og vildi gefa foreldrum mínum
sem framlag frá mér. Þau vildu nú
ekki þiggja hjálpina en kættust mikið
yfir þessari hugulsemi,“ segir Tinna
Hrafnsdóttir leikkona og bætir við
að henni finnist gott að geta verið til
staðar og það væri best ef við gætum
lifað eftir reglunni að koma fram við
aðra eins og við viljum að aðrir komi
fram við okkur.
Tinna segir að góðverk ættu ekki
bara að tengjast jólunum heldur
vera hluti af öllu okkar lífi. „Á jólum
er fólk hins vegar mun meðvitaðra
um mikilvægi þess að hugsa um aðra
og stuðlar að því að sem flestum líði
vel,“ segir hún og bætir við að það sé
betra að gefa en þiggja. „Ég er alltaf
langspenntust fyrir gjöfunum sem
ég gef sjálf. Um leið og ég er búin að
pakka inn grípur mig gríðarleg óþol-
inmæði eftir að gjöfin verði opnuð.
Ég hef oft þurft að sitja á mér með að
gefa ekki gjafirnar bara strax. Það er
svo gaman að sjá viðbrögðin þegar
þú veist að gjöfin mun gleðja.“
Spurð um hið fullkomna góðverk
kemur friður á jörð upp í huga henn-
ar. „Það er að sjálfsögðu að koma á
friði í heiminum og útrýma fátækt.
En ef maður leyfir sér að vera örlítið
sjálfhverfari þá væri það fínt ef ein-
hver myndi bjóðast til að borga Ice-
save. Það væri skrambi gott.“
Mikilvægt að elska
náungann alltaf
„Góðverk geta verið af öllum stærð-
um og gerðum og á öllum tíma-
punktum. Stærsta góðverkið sem
maður getur gert er held ég að vera
góð manneskja, sinna ávallt kall-
inu og styrkja og styðja við þá sem
þess þurfa. Maður verður að láta hið
góða ráða för í lífinu,“ segir María
Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður
og bætir við að það hafi hún reynt
að gera.
„Maður getur gert hvað sem er.
Þarf ekki að vera merkilegt. Ég hef
hjápað gömlu fólki í hálku og skaf-
ið bíla þess, fundið dót og farið með
það til lögreglunnar, huggað grát-
andi börn sem hafa týnt foreldr-
um sínum í fjölmenni, keypt harð-
fisk, klósettpappír, lakkrís og alls
kyns dót sem mig vantar ekki neitt
til að krakkar komist á íþróttamót
og lesið ljóð og sögur fyrir gamalt
fólk. Ég kaupi líka happdrættismiða
sem styrkja heyrnarlausa og blinda
og svo borga ég uppihald og skóla-
göngu fyrir lítinn strák á Indlandi
og fylgist með uppvexti hans og fæ
í staðinn bréf frá honum og myndir.
Ég vona líka að heimildarmynd-
in sem ég gerði ásamt Guðmundi
Bergkvist og Eiríki Ingvarssyni hafi
áhrif. Myndin Börn til sölu fjallar
um mansal og stúlkubörn í kynlífs-
ánauð í Kambódíu og var sýnd í
Sjónvarpinu í vor og í framhaldi
söfnuðust miklir peningar sem
renna beint í hjálparstarfið í land-
inu. Fyrir þá verður byggð endur-
hæfingarstöð fyrir ungar stúlkur
sem tekist hefur að bjarga úr helj-
argreipum kynlífsþrælkunar. Ég vil
að þessi mynd verði sýnd víðar og er
að vinna í því og ég vil líka gera fleiri
heimildarmyndir svo að fólk átti sig
betur á því hvað sumir eiga bágt og
hvað við getum gert til að hjálpa.
Það mikilvægasta er að hugsa fal-
lega, elska náungann og reyna að
gera eitthvað gott á hverjum degi -
ekki bara á jólunum - heldur alltaf.“
indiana@dv.is
Býður sína hjálp
Söngkonan Helga Möller
segist eiga erfitt með að
horfa upp á ljótleikann
sem fylgir daglegu lífi og
að hún gefi sig á tal við
ókunnuga ef hún telji að
eitthvað ami að.
Sæmilega gúddí gæi Tónlistarmað-
urinn Gunnar Hjálmarsson kaupir fleiri
happdrættismiða í desember en aðra
mánuði ársins. MYND SIGTRYGGUR ARI
Sinnir kallinu Fréttakonan
María Sigrún Hilmarsdóttir
hjálpar gömlu fólki í hálku
og fer með dót sem hún
finnur til lögreglunnar.
Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft
og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir
upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best.
Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem
fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr
líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox).
Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð,
auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra.
Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af
birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger.
BETULIC - BIRKILAUF
www.birkiaska.is
Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is