Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Síða 43
ÆTTFRÆÐI 23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 43 Guðmundur fæddist á Fáskrúðs- firði og ólst þar upp til tveggja ára aldurs, á Akranesi skamma hríð og síðan í Reykjavík til sjö ára aldurs. Þá fór hann í fóstur að Kálfborgará í Báðrardal til þriggja systkina sem þar bjuggu. Guðmundur stundaði nám við Héraðsskólann að Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu. Hann fór fimmtán ára til sjós, fyrst frá Akur- eyri, og stundaði síðan sjómennsku lengst af auk þess sem hann sinnti ýmsum almennum störfum í landi af og til. Guðmundur lenti í harðri og miskunnarlausri baráttu við dóp- sala og handrukkara sem voru á eft- ir dóttur hans um skeið. Hann vakti athygli alþjóðar í fjölmiðlum á fram- ferði þessara manna en það varð m.a. tilefni þess að Þórunn Hrefna Sigur- jónsdóttir blaðamaður skrifaði bók um þessa hetjulegu baráttu Guð- mundar. Bókin kom út fyrir jól 2004 og ber heitið Sigur í hörðum heimi. Fjölskylda Eftirlifandi kona Guðmundar er Odd rún Kristófersdóttir, f. 28.1. 1945, húsmóðir. Dætur Guðmundar og Oddrún- ar eru Arna Rún Sesarsdóttir, f. 28.7. 1983, tanntæknir í Hafnarfirði og á hún eina dóttur en sambýlismað- ur hennar er Hrafn Leó Guðjóns- son; Guðbjörg Krista Sesarsdóttir, f. 27.2. 1988, nemi, en sambýlismað- ur hennar er Ívar Smári Guðmunds- son, sá sem bjargaðist af bátnum sem Guðmundur fórst með við Skrúð þann 16.12. sl. en Krista og Ívar Smári eiga einn son. Dóttir Guðmundar og Margrét- ar S. Styrmisdóttur er Elísabet Sig- ríður Guðmundsdóttir, f. 24.8. 1971, læknir í Svíþjóð og á hún tvö börn en fyrrv. maður hennar er Birgir Sím- onarson. Sonur Guðmundar og Önnu Lilju Gunnarsdóttur er Atli Már Guð- mundsson, f. 4.12. 1973, tölvufræð- ingur á Seltjarnarnesi en kona hans er Jóhanna Þórisdóttir og eiga þau tvö börn.. Hálfsystkini Guðmundar, sam- mæðra: Sveinn Rafn Ingason, f. 12.12. 1955, rennismiður á Akra- nesi; Hjördís Valgarðsdóttir, f. 12.3. 1957, kennari í Danmörku; Ragn- heiður Valgarðsdóttir, f. 12.3. 1957, sjúkraliði í Danmörku; Jónatan Val- garðsson, f. 23.6. 1958, lést af slys- förum 31.7. 1984, byggingaverka- maður í Reykjavík. Hálfsystkini Guðmundar, sam- feðra: Guðrún Einhildur Magnús- dóttir, f. 2.10. 1927, d. 31.1. 2002, húsfreyja á Neðra-Vatnshorni í Húnavatnssýslu; Ásdís Magnúsdótt- ir, f. 1.10. 1928, d. 31.8. 1973, hús- móðir í Hveragerði. Alsystkini Guðmundar: Ragn- ar Magnússon, f. 12.9. 1939, d. 18.6. 1987, járnamaður í Hafnarfirði; Bjarni Magnússon, f. 16.3. 1943, bú- settur í Reykjavík; Jónína Magnús- dóttir, f. 26.7. 1949, blómaskreyting- armaður, búsett á Selfossi. Foreldrar Guðmundar: Magnús Þórður Guðmundsson, f. 24.2. 1905, d. 28.1. 1955, sjómaður á Fáskrúðs- firði sem fórst með Agli rauða við Grænuhlíð, og Þórlaug Bjarnadóttir, f. 28.10. 1918, d. 3.9. 2004, húsmóðir. Ætt Magnús Þórður var bróðir Guð- mundar, föður Torfa hárskera, föð- ur Mikaels, rithöfundar og fyrrv. rit- stjóra DV. Magnús Þórður var sonur Guðmundar, b. á Norður-Bár og á Jaðri í Eyrarsveit Magnússonar, for- manns í Einarsbúð í Fróðárhreppi Þorsteinssonar. Móðir Guðmundar var Kristín Þórðardóttir, vinnukona víða á Snæfellsnesi. Móðir Magnúsar Þórðar var Sess- elja Sigrún Gísladóttir, b. í Vatnsbúð- um í Eyrarsveit Guðmundssonar, b. og sjómanns í Naustum Guðmunds- sonar. Móðir Guðmundar var Guð- ríður Hannesdóttir, Bjarnasonar og Guðrúnar Grímsdóttir. Móðir Guð- rúnar var Oddný, systir Magnús- ar, sýslumanns í Búðardal, langafa Kristínar, ömmu Gunnars Thor- oddsen forætisráðherra. Oddný var dóttir Ketils, pr. í Húsavík Jónssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur, systur Skúla fógeta. Móðir Sesselju Sigrún- ar var Katrín Helgadóttir. Þórlaug var dóttir Bjarna, skip- stjóra í Bræðraborg og í Brekku- gerði á Fáskrúðsfirði Jónssonar, b., smiðs og vefara á Núpi á Berufjarð- arströnd Bjarnasonar. Móðir Bjarna var Rebekka, systir Jóns, b. og smiðs í Strýtu, föður Ríkarðs myndskera og Finns listmálara Jónssona. Reb- ekka var dóttir Þórarins, b. á Núpi og á Krossi á Berufjarðarströnd, bróður Maríu, langömmu Eysteins Jónssonar ráðherra, afa Pjeturs, ljósmyndara og knattspyrnudóm- ara. Bróðir Eysteins var dr. Jakob, sóknarprestur og rithöfundur, faðir Svövu rithöfundar og Jökuls leikrita- skálds, föður rithöfundanna Illuga, Hrafns og Elísabetar. Hálfbróðir Þórarins var Matthías Long, lang- afi Jónínu Michaelsdóttur, fyrrv. rit- stjóra. Þórarinn var sonur Richards Long, ættföður Longættar. Móðir Þórlaugar var Ragnheið- ur Magnúsdóttir, b. á Eyjólfsstöðum í Berufirði Jónssonar, og Snjólaug- ar Guðbjargar Sigurlaugar Magnús- dóttur. Guðmundur Sesar verður jarð- sunginn frá Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði miðvikudaginn 30.12. kl. 13.00. MINNING Guðmundur Sesar Magnússon SJÓMAÐUR Magnús Stephensen DÓMSTJÓRI f. 27.12. 1762, d. 17.3. 1833 Magnús var sonur Ólafs Stephen- sen, stiftamtmanns í Viðey, og k.h., Sigríðar Magnúsdóttur, amt- manns Gíslasonar. Magnús var m.a. í námi hjá Hannesi Finnssyni biskup sem var þá einn helsti lærdómsmað- ur landsins. Magnús tók stúdentspróf utanskóla, var síðan einn vet- ur í Skálholti, lauk heimspeki- prófi við Kaupmanna- hafnarháskóla 1782 og lauk laga- prófi þar 1788. Hann þótti mjög góður námsmaður. Magnús var sendur til Íslands að rannsaka Skaftárelda, ásamt Levetzow, 1783, varð skrifari í rentukammeri 1784, erind- reki konungs við sölu Skálholts- stólseigna 1785, varð lögmaður norðan og austan 1789, settur landfógeti 1793 og dómstjóri í Landsyfirdómi frá 1800 og til dauðadags og settur stiftamt- maður eftir að hundadagar Jör- undar voru taldir 1809-1810. Magnús fékk nafnbótina konfer- ensráð 1816 og sæmdur doktor í lögum við Kaupmannahafnarhá- skóla 1819. Magnús bjó á Leiru, síðan að Innra-Hólmi við Akranes þar sem nú er mynni Hvalfjarðarganga, og bjó loks á ættaróðalinu í Viðey frá 1817. Hann var einn valdamesti og áhrifamesti maður landsins um sína tíma og reyndi á ýmsan hátt að uppfræða landslýðinn, enda helsti málsvari upplýsinga- stefnunnar hér á landi. Till er bráðskemmtileg þjóð- saga um miklar kappræður Magnúsar Stephensen og Snorra Björnssonar, prests á Húsafelli, um hina gömlu rétttrúnaðarguð- fræði, tilveru kölska og skynsem- ishyggju í anda Magnúsar. Þar er Snorri sagður hafa haft betur eftir að hafa sýnt Magnúsi ofan í sjálft víti í gili einu við Húsafell, enda var Snorri talinn ramm göldr- óttur. Magnús hafði forgöngu um Almennu bænaskrána 1795, beitti sér fyrir mannúðlegri og mildari refsingum, var formað- ur Lestrarfélags Suðurlands og stofnaði Hið íslenska Landsupp- fræðingafélag 1796. Hann samdi og lét prenta ýmis rit og gaf m.a. út Klausturpóstinn 1818-1827 enda hafði hann til umráða einu prentsmiðjuna sem þá var til í landinu. MERKIR ÍSLENDINGAR f. 17.6. 1952, d. 16.12. 2009 Eftirmæli Jón Baldvin Hannibaldsson fyrrverandi ráðherra og sendi- herra „Þegar ég lét af skólameistara- starfi fyrir vestan vorið 1979 vildi ég aftur fá jarðsamband við mannlífið og fór um borð í togara, Snorra Sturluson. Þar var ég um sumarið. Þar kynntist ég tveimur mönnum með eftirminnilegum hætti. Guðmundi Sesari og Valda Víðáttu. Þeir höfðu báðir verið reknir úr skólum á unglingsárum og borist um borð í skip í kringum fermingu og voru sjóhundar. Þeim var óskaplega illa við skóla og við skólabókarígulker. Þeir voru ákveðnir í að taka mér þeim tök- um sem ég myndi aldrei gleyma. Þetta voru dálítil hranaleg fyrstu kynni en þeim tókst ekki að beygja mig. Smám saman fór að lyftast á þeim brúnin og þeir fóru að líta á þennan skólameistara ekki fjand- samlegum augum heldur vinsam- legum og segir ekki meira af því en að af þessu leiddi vinátta sem var ævilöng. Um Guðmund Sesar er það að segja að hann var ekki einfaldrar gerðar. Hann var flókin persóna. Hann hafði átt brösuga bernsku. Stutta skólavist og lærði í skóla lífsins. Ég held að hann hafi ver- ið um fermingaraldurinn þegar hann var fyrst kominn um borð. Hann var hörkusjómaður og það fór um hann það orð að vera besti netagerðarmaður íslenska flotans. Þar fyrir utan var þetta harðgerður nagli, harðgreindur, harðduglegur og harð allt. Hann átti það til að rjúka til útlanda. Til dæmis til Bandaríkj- anna oftar en einu sinni. Þar var hann farinn að kenna allt of feit- um Ameríkönum sjómennsku. Sérstaklega hvernig ætti að með- höndla veiðarfæri. Einhvern tímann þegar hann varð leiður á volkinu gerðist hann umboðsmaður fyrir hljómsveitir og kom þeim á framfæri á Kyrra- hafsströndinni. Honum voru allir vegir færir útaf fyrir sig. Hann þoldi þá mannraun að dóttir hans lenti í klóm dóp- drullusokka, glæpalýðs og hysk- is. Hann lét ekki bjóða sér það og tók á þeim sem dró langa slóð á eftir sér því honum var gerð fyrir- sát þar sem honum var misþyrmt, enda voru þeir fjórir með barefli því þeir þorðu ekki í hann einn á einn. En hann hristi þessa óværu af sér og bjargaði dóttur sinni og gaf út bók um þetta, Sigur í hörð- um heimi, sem var frábær bók. Hann komst að því að yfir- völd á Íslandi eru í þessum mál- um, fíkniefnamálum og að verja fólk fyrir glæpahyskinu, þetta eru aumingjar. Hann komst einnig að því að Ísland er ekki réttarríki, það er ekki hægt að leita til yfirvalda um það að rétta hlut fólks sem verður fyrir ofbeldi slíkra manna sem taka valdið í eigin hendur. Því miður. Hann Guðmundur var allt- af að brydda uppá einhverju nýju. Nýjasta ævintýrið hans var kræklingarækt sem hann kynnt- ist í Kanada. Hann ákvað að ger- ast brautryðjandi í því að láta þetta takast hér á Íslandi. Hann var byrjaður og kominn með að- stöðu í Hvalfirði og Hvammsfirði og hafði uppi áform um að hasla sér völl á Reykhólum. Tengdason- ur hans var með í þessu og nokkr- ir góðir menn og hann kunni á þessu tökin. Hann vissi hvað það kostaði mikið amstur og mikla umhirðu að láta þetta vera í lagi svo fuglar himinsins hirtu ekki afurðirnar eða þær dýrategundir sem þrífast á hafsbotni. Hann var í þessu af lífi og sál.“ Hægt í logni hreyfir sig sú hin kalda undiralda, ver því ætíð var um þig. (Sveinbjörn Egilsson) „Og það var brotið sem hirti hann seinast.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.