Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Page 44
44 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 NAFN OG ALDUR? „Helgi Jean Claessen, 28 ára.“ ATVINNA? „Ofmetið hugtak.“ HJÚSKAPARSTAÐA? „Einhleypur.“ FJÖLDI BARNA? „Ekkert sem hefur sannast á mig.“ HEFUR ÞÚ ÁTT GÆLUDÝR? „Já, ég átti hund sem hét Kató, sem þrátt fyrir allt lagði aldrei til að Karþagó yrði lögð í eyði.“ HVAÐA TÓNLEIKA FÓRST ÞÚ Á SÍÐAST? „Hjálma síðasta laugardag á Nasa. Manstu það?“ HEFUR ÞÚ KOMIST Í KAST VIÐ LÖGIN? „Já, öll lögin með Leoncie.“ HVER ER UPPÁHALDSFLÍKIN ÞÍN OG AF HVERJU? „Nýi leðurjakkinn minn af sjónrænum ástæðum.“ HEFUR ÞÚ FARIÐ Í MEGRUN? „Já, ég tók mjólkurkúrinn til eins árs aldurs.“ HEFUR ÞÚ TEKIÐ ÞÁTT Í SKIPULÖGÐUM MÓTMÆL- UM? „Nei, en ég á hef samt trommað með sleif á pott, en það er langt síðan og það breytti engu.“ TRÚIR ÞÚ Á FRAMHALDSLÍF? „Þar sem tíminn er blekking er ekkert framhald, bara önnur vídd skilnings að síðasta andardrætti loknum.“ HVAÐA LAG SKAMMAST ÞÚ ÞÍN MEST FYRIR AÐ HAFA HALDIÐ UPP Á? „Man ekki nafnið en það byrjar svona: „Fyrst er hitti ég Frank Mills þá var 15. september. Ég hitti hann einmitt hér.““ HVAÐA LAG KVEIKIR Í ÞÉR? „No Leaf Clover með Metallica. Verð alltaf snældu- vitlaus við að heyra rokk og sinfóníu saman.“ TIL HVERS HLAKKAR ÞÚ NÚNA? „Páskanna.“ HVAÐA MYND GETUR ÞÚ HORFT Á AFTUR OG AFTUR? „Hot Shots, Top Secret og Fight Club.“ AFREK VIKUNNAR? „Seldi fimmtíu stykki af Flottastur@feisbúkk á klukkutíma í Brimborg - öruggum stað til að vera á.“ HEFUR ÞÚ LÁTIÐ SPÁ FYRIR ÞÉR? „Já, það var Siggi stormur, hann hafði rétt fyrir sér nema það rigndi.“ SPILAR ÞÚ Á HLJÓÐFÆRI? „Lærði einu sinni á trompet, það fá nágrannar mínir enn þá áminningar um í dag.“ VILTU AÐ ÍSLAND GANGI Í EVRÓPUSAMBANDIÐ? „Ég vil að Evrópusambandið gangi í Ísland.“ HVAÐ ER MIKILVÆGAST Í LÍFINU? „Lesa Power of Now strax í dag! Og hlýða öllu sem stendur í henni.“ HVAÐA ÍSLENSKA RÁÐAMANN MUNDIR ÞÚ VILJA HELLA FULLAN OG FARA Á TRÚNÓ MEÐ? „Væri til í að finna mjúka Steingrím Joð, þann sem grætur undir harða svipnum.“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLING MYNDIR ÞÚ HELST VILJA HITTA OG AF HVERJU? „Til í að taka gott djamm á Graceland með Presley, við syngjum svo svipað.“ HEFUR ÞÚ ORT LJÓÐ? „Já, og meira að segja er Matthías vinur minn Kor- máksson í beinum karllegg af Matta Joch. Hrikalega góð tenging.“ NÝLEGT PRAKKARASTRIK? „Að stofna sögupersónuna mína Hákon Karl Laufeyj- arson á feisbúkk, og þykjast vera lang-flottastur með 1200 vini.“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLINGI LÍKIST ÞÚ MEST? „Brad Pitt, við erum með nákvæmlega sama bak- svip.“ ERTU MEÐ EINHVERJA LEYNDA HÆFILEIKA? „Ég er rosalega góður í rúminu. Held samt að það sjáist strax utan á mér.“ Á AÐ LEYFA ÖNNUR VÍMUEFNI EN ÁFENGI? „Bíddu, er áfengi leyfilegt? Pabbi!“ HVER ER UPPÁHALDSSTAÐURINN ÞINN? „Jörðin er ennþá með þetta.“ HVAÐ ER ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ GERIR ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ AÐ SOFA? „Ég hugsa: „Ahh... verð að muna að ...““ HVER ER LEIÐ ÍSLANDS ÚT ÚR KREPPUNNI? „Við þykjumst vera dáin.“ Helgi Jean Claessen sendi nýlega frá sér skáldsöguna Flottastur@ feisbúkk sem hann skrifaði ásamt Sölva Tryggvasyni. Á dögunum heyrðist líka rapplag eftir Helga þar sem segja má að sami þráður og er í bókinni sé spunninn í formi rapptexta. HEFUR KOMIST Í KAST VIÐ LÖG LEONCIE Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 2.h. • Reykjavík Sími 568 3920 og 897 1715 Borðtennisborð Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur - DETOX

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.