Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 VERÖLD APPELSÍNUGULT SKEGG Stjórnmálamaðurinn og meðlimur Ham- as-samtakanna Múhameð Abu Tir er einn mest áberandi maðurinn í palestínsku samfélagi. Ástæðan er að hann ber mikið appelsínugult skegg sem hann litar með hennalit, náttúrulegum hárlit. Abu Tir segir að hann liti skeggið á þennan hátt því Múhameð spámaður er sagður hafa gert það sama. Í íslamstrú er strangt bann lagt við að lita hár og skegg með svörtum lit, en ekkert minnst á hvort nota megi aðra liti. Í borginni Lahore í Pakistan hafa öldungar borið hennalituð appelsínugul skegg um margar aldir. Gaman væri að sjá þennan sið breiðast út um heiminn. Væri ekki upp- lífgandi fyrir íslenskt samfélag ef allir gamlir menn bæru skærappelsínugul skegg? UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON, helgihrafn@dv.is Nikola Tesla var fæddur í króatíska hluta austur-ríska keisaradæmisins árið 1856 og var af serb- nesku bergi brotinn. Hann var frá unga aldri hugfanginn af náttúru og vísindum, sérstaklega rafmagni. Hann flutti síðan tiltölulega ungur að árum frá þorpi sínu og nam raf- magnsverkfræði við ýmsa háskóla í Austurríki, Tékklandi og Frakklandi og hlaut leiðsögn frægra manna á sviðinu. Dýr drepin í deilu Tesla leit svo á að best væri að leita tækifæranna í Bandaríkjunum og settist að í New York árið 1884. Þar fékk hann vinnu hjá sjálfum Thom- as Edison og vann með honum að fjölmörgum uppfinningum. Þrátt fyrir að Edison væri yfirmaður Tesla og vinnuveitandi duldist engum að þeir áttu jafnmikinn heiður af ótrú- legu starfi fyrirtækisins. Samstarfi þeirra lauk svo þegar fræg deila rak fleyg á milli þeirra. Edison taldi að rakstraumur (direct current) væri framtíð rafmagnsflutninga í borg- um á meðan Tesla vildi notast við riðstraum (alternative current). Á dánarbeðinum sagði Edison það hafa verið verstu mistök ævi sinnar. Eftir að Tesla hætti samstarfi við Edison reyndi sá síðarnefndi að klekkja á honum með rætnum hætti. Edison fór af stað í áróðurs- herferðir í fjölmiðlum þar sem hann sýndi fram á skelfilegar hættur rið- straumsins. Hann framleiddi kvik- myndir þar sem lifandi dýr voru deydd með riðstraumi á skelfileg- an hátt á almenningssamkomum. Orðspor Tesla veiktist tölvuvert eftir þessar árásir Edisons sem að flestu leyti voru uppspuni frá rótum. Nikola Tesla var sannur hug- sjónamaður á sviði rafmagnsverk- fræði og rafsegulfræði. Hinar fjöl- mörgu uppfinningar Tesla ruddu veginn fyrir óteljandi vísindamenn. Hugmyndir hans gerðu mönnum kleift að þróa röntgentækni, út- varpið, sjónvarpið, símann, fjar- stýringu, radartækni, tölvutækni og kjarnorku svo fátt eitt sé nefnt. Nik- ola Tesla lést í Bandaríkjunum árið 1943. Tesla-spólu jólatré Ein frægasta uppfinning Nikola Tesla er Tesla-spóla (e. Tesla coil) frá 1891. Það er tæki sem býr til mjög háa spennu með svokallaðri hermitíðni. Tesla not- aði spennana meðal annars til að búa til röntgengeisla og í tilraunir með þráðlaus- an orkuflutn- ing og útvarps- sendingar. Rafmagns- spennan í spólunni myndar fagra geisla en rithöfundurinn Mark Twa- in, besti vinur Tesla, var hugfanginn af fegurð uppfinningarinnar. Ástralski „rafmagnslistamaður- inn“ Peter Terren hefur unnið með Tesla-spólur í áraraðir. Á jólunum býr hann til jólatré og ýmislegt jóla- skraut úr rafmagnsgeislum spól- unnar. HROSS TÓKU 20 METRA DÝFUR n Hestadýfingar voru stundaðar víða í Bandaríkjunum undir lok nítjándu aldar. Hestarnir voru látnir stökkva af háu stökkbretti niður í djúpt vatn. Hefðin hélt lengst áfram í Atlantic City í New Jersey en þar voru hrossin látin stökkva af 20 metra pöllum ofan í hafið. Bestu hestarn- ir voru látnir dýfa sér fjórum sinnum dag, sjö daga vikunnar. Áhorfendapallarnir fylltu þúsundir manna sem biðu eftir há- punkti dagskrárinnar með eftirvæntingu en hann var þegar hugaðar sýningar- stúlkur fór á bak hestanna og með þeim í fallið. Hefðin í Atlantic City leið ekki undir lok fyrr en árið 1978. Bann hefur nú verið lagt við hestadýfingum í flestum fylkjum Bandaríkjanna. JÓLAEYJA FANNST Á JÓLADAG n Jólaeyja í Indlandshafi tilheyrir Ástralíu. Eyjan liggur skammt undan indónesísku eyjunni Jövu og um 1.400 km norðvestan Ástralíu. Hún er aðeins um 135 ferkílómetrar að stærð og eru íbúar hennar um 1.400 talsins. William Mynors, skipstjóri hjá Breska Austurindíafélaginu, gaf eyjunni nafnið þegar hann sigldi framhjá henni á jóladag 1643. Regnskógar þekja eyjuna að mestu og dýralífið felst aðallega í miklum fjölda fugla, lítilla eðlna, krabba og skordýra. Fræg- asta dýr Jólaeyjar er rauði krabbinn en talið er að um 120 milljón krabbar af tegundinni lifi á eyjunni. Þeir eru fræg- ir fyrir göngu sína þvert yfir eyjuna til sjávar þar sem þeirra leggja eggin sín. Á meðan á göngunni miklu stendur fylla þeir leiðirnir til strandarinnar og þekja vegi og bílastæði. Úr lofti sjást þá geysistór rauð ský á landi sem ferðast á miklum hraða. 1,70 METRA RISAMÖRGÆS n Anthropornis er latneska nafnið sem vísindamenn hafa gefið risamörgæs sem lifði á jörðinni fyrir um 40 milljón- um ára. Leifar hennar hafa fundist í Perú og fleiri stöðum. Meðalfugl af tegund- inni er talinn hafa náð 170 sentímetra hæð og vegið 90 kíló. Til hliðsjónar má nefna að langstærsta mörgæsartegund nútímans, keisaramörgæsin, nær mest 120 sentímetra hæð. Goggur risamör- gæsarinnar var gríðarlangur og víst er að fullvaxinn maður hefði átt í vök að verjast gegn styggri risamörgæs hefðu tegundirnar verið uppi á sama tíma. HVER VAR TESLA? Brautryðjandi Nikola Tesla var einn merkasti vísindamaður sögunnar. Glitrandi rafneistar Mark Twain kallaði Tesla-spóluna hreinræktað listaverk. Rafmagnsjólatré Uppfinning vísindamannsins Nikola Tesla notuð í nýstárlegum tilgangi: Ástralskur listamaður býr til jólatré með hinni dularfullu Tesla-spólu. Jólalegir straumar Straumarnir búa til falleg mynstur í anda jólanna. Stjarna Peter Terren í jólasveinabún- ingi með einu verkanna. Rafmagnað jólatré Jólatré Peters Terren er einstaklega flott. Skipta um liti Jólatrén koma í öllum litum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.