Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Page 54
HEIMSINS ÞYNNSTI SKJÁR Raftækjaframleiðandinn LG er
einn af leiðandi frumkvöðlum í gerð háskerpuskjáa. Fyrirtækið
sendi frá sér fréttatilkynningu 21. þessa mánaðar þess efnis að
því hefði tekist að gera þynnsta háskerpuskjá í heiminum í dag
en skjárinn er aðeins 2,6 millimetrar að þykkt og vegur tæplega
fjögur kílógrömm þrátt fyrir að vera 42 tommur. Skjárinn sem
um ræðir er þó aðeins frumgerð og óvíst hvenær framleiðsla fyr-
ir almennan markað mun hefjast.
HRINGDI Í NEYÐAR-
LÍNU LÖGREGLU
Aðframkomin og taugastrekkt
móðir fjórtán ára unglings í Boston í
Bandaríkjunum endaði á því að
hringja í neyðarlínu lögreglunnar
klukkan að ganga fjögur aðfaranótt
síðasta sunnudags. Ástæðan var að
sonur hennar neitaði að slökkva á
leikjatölvu sinni þar sem hann var
önnum kafinn við að leika hinn
vinsæla bílaþjófaleik Grand Theft
Auto. Lögreglumennirnir sem komu
á staðinn voru undrandi þegar
ástæða útkallsins kom í ljós en létu
til leiðast að hjálpa móðurinni við að
koma drengnum undir sæng.
HUGARORKAN
FLYTUR FJÖLL
Að rita orð og setningar með
hugarorkunni einni saman virðist
vera hreinn og beinn vísindaskáld-
skapur en nú hefur komið í ljós að
þetta er ekki svo fjarlægur draumur
ef marka má rannsóknir taugasér-
fræðinga og vísindamanna við Mayo
Clinic í Flórída í Bandaríkjunum.
Vísindamennirnir voru að vinna með
tilraun til að greina virkni flogaveik-
iskasta með því að tengja rafskaut
við höfuð sjúklinga. Í tilrauninni var
ákveðið að tengja rafskautin með
skurðaðgerð beint við heilabörk
sjúklinganna til að fá áreiðanlegri
niðurstöður. Við tilraunina kom í ljós
að þegar sjúklingurinn sá fyrir sér í
huganum mynd af bókstaf komu
breytilegar upplýsingar fram fyrir
hvern staf sem gaf vísindamönnun-
um þá hugmynd að stilla hugbúnað-
inn að heilabylgjum hvers sjúklings
og kortleggja stafrófið með
upplýsingunum sem komu frá
honum. Þær tilraunir leiddu til þess
á endanum að í hvert skipti sem
viðkomandi ímyndaði sér ákveðinn
bókstaf birtist hann á tölvuskjánum.
Tilraunirnar gefa fyrirheit um að í
náinni framtíð verði hægt að hjálpa
um það bil tveimur milljónum
fatlaðra einstaklinga í Bandaríkjun-
um sem í dag þurfa verulega aðstoð
við að sinna einföldustu verkum.
Þannig má sjá fyrir sér að hægt verði
að stjórna til dæmis ýmsum
raftækjum, hurðum og farartækjum
með þessari tækni þegar á líður.
UMSJÓN: PÁLL SVANSSON, palli@dv.is
Google-fyrirtækið keypti tvö ný
fyrirtæki fyrr í mánuðinum, ann-
ars vegar DocVerse sem selur við-
bót við Micro soft Office ritvinnslu-
pakkann sem gerir kleift að deila og
vinna sameiginlega með Office-skjöl
á vefnum, og hinvegar AppJet sem
selur EtherPad, veflægan ritvinnslu-
pakka sem nýtur mikilla vinsælda
vegna einfaldleika og vel hannaðs
viðmóts.
Kaupin á fyrirtækjunum tveim-
ur koma ekki á óvart því Google hef-
ur þegar lýst því yfir að á árinu 2010
sé fyrirhugað að gera á bilinu þrjá-
tíu til fimmtíu breytingar á Google
Docs, hinum veflæga ritvinnslu-
pakka Google sem er hluti af Google
Apps, fyrirtækjapakka Google. Þau
forrit sem pakkinn samanstend-
ur af eru Gmail (póstkerfi), Google
Talk (spjallforrit), Google Calendar
(dagatal), Google Docs (ritvinnsla),
Google Sites (vefsíður) og Google
Video (myndbandsþjónusta).
Fyrirtæki sem kaupa pakkann
halda eigin netföngum og fá aðgang
að sérhæfðu stjórnborði þar sem
meðal annars er hægt að breyta eða
stofna ný netföng fyrir starfsmenn.
Veflæg ritvinnsla
Kosturinn við að vinna með vef-
læga ritvinnslu er að þú þarft ekki að
hafa áhyggjur af því að harði diskur-
inn í tölvunni hrynji eða vírus eyði
öllum gögnum sem ekkert afrit er
til af. Annar kostur er sá að þú get-
ur alltaf nálgast skjölin þín, óháð
staðsetningu, tölvu eða stýrikerfi,
gegnum netið. Í Docs er að finna öll
helstu stílsnið og möguleika eins og
í hefðbundnu ritvinnsluforriti, hægt
er að gera töflur, telja orð og inn-
setja myndir. Docs hefur einnig inn-
byggðan stafsetningaryfirlestur fyr-
ir íslensku sem getur komið í góðar
þarfir. Það má vinna sameiginlega
með skjöl, hægt er að virkja mögu-
leika um að deila skjali og geta þá
aðrir unnið í því tiltekna skjali án
þess að komast í önnur skjöl við-
komandi. Ekki þarf þó að vinna ein-
göngu með skjalið á vefnum, það er
hægt að vista það á tölvuna í ýmsum
skráarsniðum svo sem Word, PDF,
OpenOffice, RTF, HTML eða sem
hreinan texta.
Stórir og smáir velja Google
Apps
Þrátt fyrir að Office-pakkinn frá
Micro soft njóti enn mikilla vinsælda
um heim allan setur verðið töluvert
strik í reikninginn hjá smærri fyrir-
tækjum. Á móti býður Google Goog-
le Apps-pakkann, sem inniheldur
meðal annars ritvinnslu- og póst-
kerfi fyrir aðeins brot af því verði
sem hliðstæð þjónusta kostar. Stærri
aðilar hafa líka ákveðið að breyta
til og spara þannig stórar fjárhæðir,
þannig færði Los Angeles-borg all-
an netpóst starfsmanna sinna yfir til
Google í síðasta mánuði og gat í kjöl-
farið lokað um hundrað vefþjónum
sem höfðu séð um póstkerfi borg-
arinnar. Áætlað er að borgin spari
að auki vegna þessa um 750 þúsund
dollara á næstu fimm árum vegna
minni rafmagnskostnaðar. Í dag
nota um tuttugu milljónir manna
og tvær milljónir fyrirtækja þennan
pakka frá Google. palli@dv.is
54 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 HELGARBLAÐ
Sveigjanleiki í samskiptum er kostur sem stór og smá fyrirtæki líta til þegar val á hug-
búnaði liggur fyrir. Sparnaður spilar einnig stórt hlutverk og sífellt fleiri fyrirtæki og
stofnanir renna nú hýru auga til Google Apps, en það vakti töluverða athygli í síðasta
mánuði þegar Los Angeles, önnur stærsta borg Bandaríkjanna, skipti alfarið yfir í þenn-
an fyrirtækjapakka Google fyrir um þrjátíu þúsund starfsmenn sína.
SVEIGJANLEIKI
OG SPARNAÐUR