Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 Á meðan knattspyrnumenn um all- an heim liggja saddir og sælir með tærnar upp í loftið eru leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar dregnir á lappir til þess að skemmta mér og þér. Tvær umferðir eru leiknar, eins og öll jól, í þetta skiptið á fimm dög- um frá 26. desember til þess 29. Bik- arkeppnin hefst svo strax á nýárinu þannig að ekki eru leiknar þrjár um- ferðir eins og stundum hefur tíðkast. Að vera efstur á töflunni á nýárinu hefur oftar en ekki þýtt meistaratit- il þótt Liverpool hafi tekist að klúðra því í fyrra. En það er svo margt sem þarf að huga að þessi jólin hjá hin- um og þessum liðum. Frumraun Mancini Roberto Mancini fær á pappírn- um ágæta leiki til þess að hefja feril sinn með hjá Manchester City. Rík- isbubbarnir í bláa hluta Manchest- er leika gegn Stoke á annan dag jóla og svo Úlfunum tveimur dög- um síðar. Hann hefur þó mikið verk að vinna því leikmenn City hafa margir hverjir mótmælt brott- rekstri Hughes og þarf sá ítalski því að vinna búningsklefann fljótt á sitt band. Síðan er spurning hvað hann gerir gegn Stoke. Afar ólíklegt er að hann hafi nokkurn tíma séð fót- bolta eins og Tony Pulis setur upp. Vissulega vörðust lið gegn Inter þegar Mancini var þar en Stoke- liðið er engu líkt þegar kemur að því að verjast á sínum eigin vall- arhelmingi. Það er alla vega morg- unljóst að Mancini vill byrja með sigri, og eiginlega þarf þess því peningaflóði á að fylgja árangur. Erkifjendur í vanda Um síðustu jól snerist öll umræð- an um erkifjendurna Liverpool og Manchester United. Liverpool var þá á góðu skriði og sjá stuðn- ingsmenn liðsins meistaratitil- inn í hyllingum. Liðið var líka efst í deildinni þegar kom að nýárinu en það hefur ætíð skilað meistara- titli á endanum. Meistaratitillinn er svo sannarlega úr sögunni hjá Liverpool en þar á bæ verða menn að fara að hysja upp um sig bræk- urnar. Liverpool er í áttunda sæti deildarinnar, ekki einu sinni í Evr- ópudeildarsæti, og heilum átta stigum frá sæti í meistaradeild- inni. Það fær heimaleik gegn Úlf- unum til þess að koma sér í gang á annan dag jóla en þremur dögum síðar bíður þeirra gífurlega erfið- ur útileikur gegn Aston Villa, lið- inu í fjórða sæti. Liverpool verður líka öll jólin án Javiers Mascherano sem fékk óréttmætt rautt spjald gegn Portsmouth. Manchester United hefur tap- að tveimur leikjum í röð sem þykir sæta tíðindum hvar sem er í heim- inum. Það fær um jólin leiki gegn Hull og Wigan og er mikilvægt fyr- ir liðið að koma sér á skrið því eftir fylgja þrír leikir gegn Birmingham, Burnley og aftur gegn Hull áður en United heldur í stórslag gegn Ars- enal á Emirates. Manndómspróf hjá Villa Aston Villa situr í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og gerir sterkt tilkall til sætis í meistaradeild- inni. Það hefur tveggja stiga for- skot á Tottenham um þetta verð- mæta sæti en fær svo sannarlega manndómspróf um jólin. Það er ekkert auðvelt prógram hjá Mart- in O´Neill og hans strákum. Þeirra bíða útileikur gegn Arsenal og svo heimaleikur gegn Liverpool. Tak- ist liðinu að innbyrða allavega fjög- ur stig úr þessum tveimur leikjum þurfa menn að neyðast til að taka meistaradeildarbón þeirra alvar- lega. Þeirra helsti keppinautur um fjórða sætið, Tottenham, fær einnig erfiðan útileik gegn Fulham og svo heimaleik gegn West Ham tveimur dögum síðar. Nú er spurningin ein- föld: Hvort liðið sýnir stöðugleika og gerir sig breitt í toppbaráttunni? Enski boltinn er svo sannarlega framlenging á hátíðunum. Þeg- ar jólin eru í þann mund að enda hefst fimm daga fótboltahátíð þar sem tvær umferðir verða spilaðar. Oftar en ekki er það liðið sem er efst á nýársdag sem verður enskur meistari. En hver fær besta jólapakkann? Vinnur Liverpool kannski leik? Kemst Man. United á skrið eins og venjulega um jólin? Og stærsta spurning- in er: Hvernig fer Mancini af stað með City? HÁTÍÐIN EFTIR HÁTÍÐARNAR TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Roberto Mancini Fær auðvelda leiki á pappírnum um jólin í sínum fyrstu leikjum með Manchester City. MYND AFP Aston Villa Getur svo sannarlega sýnt úr hverju það er gert um jólin. MYND AFP n Laugardagur 26. desember (annar í jólum) 12:45 Birmingham - Chelsea 13:00 Fulham - Tottenham 13:00 West Ham - Portsmouth 14:00 Burnley - Bolton 15:00 Man. City - Stoke 15:00 Sunderland - Everton 15:00 Wigan - Blackburn 17:30 Liverpool - Úlfarnir n Sunnudagur 27. desember 13:30 Arsenal - Aston Villa 16:00 Hull - Man. United n Mánudagur 28. desember 12:45 Tottenham - West Ham 15:00 Blackburn - Sunderland 15:00 Chelsea - Fulham 15:00 Everton - Burnley 15:00 Stoke - Birmingham 19:45 Úlfarnir - Man. City n Þriðjudagur 29. desember 19:45 Aston Villa - Liverpool 20:00 Bolton - Hull n Miðvikudagur 30. desember 19:45 Portsmouth - Arsenal 20:00 Man. United - Wigan Jólaleikirnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.