Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Qupperneq 62
62 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 JÓLABLAÐ Spurningakeppni barnanna 1. Hvaða jólasveinn er annar í röðinni? 2. Hvað heitir maðurinn hennar Grýlu? 3. Hvað heitir fjallið sem stendur við Kjalarnes og er 914 metra hátt? 4. Hver er eini bókstafur- inn sem ekkert orð byrjar á í íslenskri tungu? 5. Í hvaða landi gerðist bókin Viltu vinna millj- arð sem síðar varð að kvikmyndinni Slumdog Millionare? 6. Hvað hét bankastjóri Glitnis á meðan á hrun- inu stóð árið 2008? 7. Hvaða lið varð heims- meistari í knattspyrnu á heimavelli árið 1966? 8. Hvað heitir jólasveinn- inn sem hefur svo hlálegt og heljarstórt nef? 9. Hvaða maður prýðir fimm hundruð króna seðilinn? 10. Hver er ég? Ég er fæddur árið 1940. Ég hef unnið sem fjölmiðla- maður, skemmtikraftur, rithöfundur, flugmaður og lagasmiður. Ég stofn- aði minn eigin stjórn- málaflokk árið 2007 en er hvað best þekktur fyrir fréttir mínar sem ég flyt til dæmis af eldgosum úr minni eigin flugvél. Ég var valinn maður ársins 2006. 11. Hvaða enska fótboltalið hefur oftast unnið Evróputitil meist- araliða, það sem í dag heitir meistaradeildin? Jólapróf DV Svaraðu öllu spurningunum rétt til þess að fá út leyniorðin tvö. Taktu fyrsta stafinn í hverju svari og raðaðu þeim saman. SVÖR: 1. Giljagaur, 2. Leppalúði, 3. Esjan, 4. Ð, 5. Indlandi, 6. Lárus Welding, 7. England, 8. Gáttaþefur, 9. Jón Sigurðsson, 10. Ómar Ragnarsson, 11. Liverpool. 1. Diego Armando Maradona er af mörgum talinn einn besti knatt- spyrnumaður sögunnar. Hann þjálfar nú landslið Argentínu og komst með herkjum inn á heimsmeistarakeppn- ina í Suður-Afríku næsta sumar. Mar- adona er hvað frægastur fyrir hönd guðs. Gegn hvaða liði skoraði hann það fræga mark og á hvaða heims- meistaramóti var það? 2. Arnold Schwarzenegger var ein stærsta kvikmyndastjarna heims þeg- ar hann gaf þann feril upp á bátinn og varð ríkisstjóri Kaliforníufylkis. Eins og allir vita er hann helmassaður og hefur byggt sinn feril meira og minna á því. En við spyrjum: Hvaða heimsfrægu vaxtarræktarkeppni vann hann mörg ár í röð sem kom honum á kortið? 3. James Bond er njósnari og kvenna- maður. Myndirnar um spæjarann 007 eru alltaf jafnvinsælar og fyrir löngu orðnar kult-myndir úti um allan heim. Sean Connery og Roger Moore hafa leikið í flestum myndum en George Lazenby fæstum, aðeins einni. Hverj- ir eru hinir þrír sem hafa leikið James Bond í kvikmynd? 4. Jóhanna Sigurðardóttir er forsætis- ráðherra Íslands. Hún tók við starfinu af Geir H. Haarde þegar Sjálfstæðis- flokkurinn var hrakinn úr ríkisstjórn. Spurt er: Hver var forsætisráðherra á undan Geir. H Haarde? 5. Guðjón Þórðarson var kysstur af Ingólfi Hannessyni íþróttafréttamanni í beinni útsendingu eftir að Íslandi náði jafntefli gegn nýkrýndum heims- meisturum Frakklands, 1-1, á Laugar- dalsvellinum haustið 1998. Ríkharður Daðason skoraði hið víðfræga mark Íslands en hver skoraði mark Frakk- anna? 6. Íslenska landsliðið í handbolta olli gífurlegum vonbrigðum á heims- meistaramótinu 1995 sem haldið var á Íslandi. Eins og venjan er hjá land- anum voru væntingarnar því eng- ar fyrir næsta mót, heimsmeistara- keppnina í Kumamoto í Japan 1997. Þar fóru strákarnir okkar á kostum og enduðu í hvaða sæti? 7. Friends er einn allra vinsælasti sjónvarsþáttur allra tíma. Þar var fylgst með lífi vinanna sex, Joey, Chandler, Ross, Phoebe, Monicu og Rachel. Við spyrjum þó: Hvað hét aflitaði herramaðurinn sem rak Central Perk-kaffihúsið og var svo rosalega skotinn í Rachel? 8. Íslendingar hafa keypt óheyrilegt magn af jólabjór þessar hátíðarnar en sala á honum hefur aukist um helming á milli ára. Það er þó ekki svo langt síðan að bjórbann var á Ísland. Hvaða dag var var bjórinn leyfður aftur (kallaður bjórdagur- inn í dag) og hvaða ár var það? 9. Jóhanna Guðrún var Íslandi til mik- ils sóma þegar hún náði öðru sætinu í Eurovision í ár. Það var í annað skiptið sem Ísland nær öðru sætinu en Selma okkar Björnsdóttir gerðist einnig svo fræg árið 1999. Við spyrjum þó um versta árangur Íslands í Eurovision þegar við fengum 0 stig. Hver söng þá og hvaða ár var það? 10. Spaugstofan er landsmönnum vel kunnug enda verið fastur gestur á skjám landsmanna í tuttugu ár. Um aldamótin brugðu Spaugstofumenn þó aðeins út af vananum og skírðu þáttinn annað. Hét hann í höfuðið á stað þar sem allt í þættinum gerðist en staðurinn átti að tákna Ísland. Hvað hét staðurinn og þá um leið, þáttur þeirra Spaugstofumanna þennan vet- urinn? 11. Ísland á fegurstu konurnar, hrein- asta loftið og besta vatnið. Auk þess eru íslenskir karlmenn einnig þeir sterkustu í heimi eins og Jón Páll Sig- marsson og Magnús Ver Magnússon sönnuðu svo rækilega í keppninni sterkasti maður heims. Jón Páll vann keppnina fjórum sinnum en hversu oft vann Magnús Ver? 12. Stelpurnar okkar í íslenska kvenna- landsliðinu upplifðu drauminn í sum- ar þegar þær kepptu á lokamóti Evr- ópukeppni landsliða. Gengið var þó ekki gott, þær töpuðu öllum leikjun- um og skoruðu aðeins eitt mark. En hver skoraði þetta eina mark og gegn hvaða liði? 13. Kópasker er fallegt þorp á Norð- Austurlandi, um 180 kílómetra frá höf- uðstað norðurlands, Akureyri. Þessi er fyrir þá sem kunna sína landafræði. Hvaða kaupstaður er næst Kópaskeri, um það bil fimmtíu kílómetra í burtu? 14. Fangavaktin var vinsælasta sjón- varpssería ársins og gaf Nætur- og dag- vaktinni ekkert eftir. Það elska allir að fylgjast með lífi og störfum þeirra Ól- afs Ragnars, Daníels og Georgs. En við spyrjum: Hver lék hinn risastóra fanga, Þröst Hjört, í Fangavaktinni sem elsk- aði ekkert meira en hesta. 15. Á Alþingi sitja 63 þingmenn sem sjá um að stýra þjóðarskútunni til hægri og vinstri. Heilir tíu af þessum sextíu og þremur unnu í sjónvarpi áður en þeir urðu Alþingismenn. Nóg er þó að nefna fjóra þeirra til þess að fá rétt svar. 1.Hvernig var andinn á litinn í Disney-myndinni Aladdin frá árinu 1992? a) Gulur b) Grænn c) Blár 2.Að hverjum leitar Sveppi í nýútkominni kvikmynd sinni? a) Audda b) Villa c) Didda 3.Hvað heitir apavinur Dóru landkönnuðar? a) Klossi b) Bjössi c) Blossi 4.Um hvaða eyjur syngja Ingó og Veðurguðirnir í vinsælasta lagi sínu? a) Vestmannaeyjar b) Bahama-eyjar c) Cayman-eyjar 5.Hvernig er hárið á Sollu stirðu á litinn? a) Bleikt b) Rautt c) Svart 6.Hvernig á að fara yfir götu? a) Nema staðar, hlusta og líta til beggja hliða og leggja svo af stað ef enginn bíll er sjáanlegur b) Halda fyrir augun og hlaupa aftur á bak yfir götuna c) Það er bannað að fara yfir götu 7.Hvað eru íslensku jólasveinarnir margir? a) 11 b) 12 c) 13 8.Hvað heitir aðalpersóna jóladagatalsins sem Sjónvarpið sýnir um þessar mundir? a) Klængur halti b) Klængur klóki c) Klængur sniðugi 9.Hvað notaði Clark gamli í myndinni Upp til þess að láta hús sitt svífa á brott? a) Flugvélarhreyfil b) Blöðrur c) Geimfar SVÖR: 1-c, 2-b,3-a,4-b,5-a, 6-a, 7-c,8-c,9-b Nú getur fjölskyldan eða vinirnir spreytt sig á jólaspurningakeppni DV. Best er að vera tveir og tveir saman í liði og hafa einn spyril. Liðin skrifa svörin við spurningunum á blað og svo fara liðin yfir hjá hvort öðru eftir keppnina þegar spyrillinn les upp svörin. Sá vinnur er hlýtur flest stig. SPURNINGAKEPPNI FJÖLSKYLDUNNAR SVÖR: 1. Englandi á HM 1986, 2. Mr. Olympia, 3. Timothy Dalton, Pierce Brosnan og Daniel Craig, 4. Halldór Ásgrímsson, 5. Christophe Dugarry, 6. 5. sæti, 7. Gunther, 8. 1. mars 1989, 9. Daníel Ágúst (lagið Það sem enginn sér) árið 1989, 10. Stöðvarvík, 11. Fjórum sinnum, 12. Hólmfríður Magnúsdóttir gegn Frakklandi, 13. Raufarhöfn, 14. Ólafur Darri, 15. Guðmundur Steingrímsson, Magnús Orri Schram, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Róbert Marshall, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ólína Þorvarðardóttir, Ögmundur Jónasson, Steingrímur J. Sigfússon, Katrín Jakobsdóttir, Illugi Gunnarsson,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.