Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Page 4
SANDKORN n Áslaug Jónsdóttir er að gera það gott með verk sitt Gott kvöld. Valnefnd á vegum Leik- listarsambands Íslands tilkynnti það á þriðjudag að Áslaug yrði tilnefnd af Íslands hálfu til leikskálda- verðlauna Norður- landa 2010 fyrir barna- leikrit sitt Gott kvöld. Verðlaunin verða veitt á norrænum leiklistardögum sem haldnir eru í tengslum við barnaleikhúshá- tíðina BIBU í Svíþjóð næsta vor og því var ákveðið að einung- is leikskáld sem skrifuðu fyrir börn væru gjaldgeng. Áslaug gæti klárað óvenjulega tvennu hreppi hún verðlaunin. Hún hlaut nefnilega líka Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir bókina sem hún vann leikritið upp úr. n Ólína Þorvarðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, er ekki alls kostar sátt við svar Gylfa Magnússonar, efna- hags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn hennar um skulda- meðferð sjávarútvegsfyrirtækja í bönkunum sem ríkið varð að yfirtaka eftir bankahrunið. Svar Gylfa gengur í raun út á að upplýsingarnar sé ekki að finna í ráðuneytinu og ekki að sjá að gerð hafi verið tilraun til að fá svör við spurningunum. Ólína er ósátt við afstöðu- og upplýs- ingaleysi ráðuneytisins og ekki síður að í svarinu sé sagt að málefni einstakra skuldara séu bundin bankaleynd, en Ólína spurði aldrei um málefni ein- stakra útgerða heldur útvegsins í heild. n Niðurskurður og sparnað- ur eru lykilorðin í dag, ekki síst hjá ríkinu þó ýmsir telji að þar megi skera mikið niður. Kannski kann þessi niður- skurður að ráða einhverju um svör Gylfa Magnússon- ar, efnahags- og viðskipta- ráðherra, við fyrirspurnum Ólínu Þorvarðardóttur og Sig- ríðar Ingibjargar Ingadóttur. Þannig vill nefnilega til að fyrstu þrjár efnisgreinar svara ráðherra við fyrirspurnunum tveimur, fyrstu 168 orðin, eru nákvæm- lega eins. Svörin eru nefnilega staf fyrir staf og línu fyrir línu eins þar til Ólínu er sagt að hún fái engin svör en Sigríði er svar- að. En þarna er textinn sem sagt endurnýttur eins og framast er unnt. 4 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR Skoðanakönnun Capacent Gallup á trausti til borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins leiðir í ljós að Hanna Birna Kristjánsdóttir er óumdeild í efsta sæti. Hástökkvar- arnir eru Júlíus Vífill Ingvarsson sem hreppir annað sætið og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir í því þriðja. Gísli Marteinn Baldursson geldur afhroð og hafnar í sjötta sæti, neðan við Jórunni Frímannsdóttur. Hanna Birna Kristjánsdóttir er óumdeildur sigurvegari ef marka má könnun Capacent um fylgi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Þessi niðurstaða var nokkuð fyrirséð enda hefur Hanna Birna verið lítt umdeild í embætti sínu sem borgarstjóri og leiðtogi sjálfstæðismanna á síð- ari hluta eins róstusamasta kjör- tímabils í sögu Reykjavíkur. Mesta spennan vegna yfirvofandi próf- kjörs flokksins er um annað sætið þar sem fimm manns, þar af fjór- ir borgarfulltrúar, berjast um veg- tylluna. Könnunin leiðir í ljós að Júlíus Vífill Ingvarsson, sem sat í fimmta sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar, er með mesta fylgið hjá þeim sjálfstæðismönn- um sem afstöðu tóku. Júlíus Víf- ill stekkur þannig upp fyrir bæði Gísla Martein Baldursson, sem var í þriðja sæti á framboðslista flokksins, og Kjartan Magnússon, sem var í því fjórða. Þá vekur einn- ig athygli að Þorbjörg Helga Vig- fúsdóttir mælist með næstmesta fylgið í annað sætið en hún var í sjötta sæti listans fyrir síðustu kosningar. Samkvæmt þessu skák- ar hún einnig þeim Gísla Marteini og Kjartani. Gísli hafnar í sjötta sæti og Kjartan í því fjórða, sé tek- ið mið af könnuninni. Jórunn Frí- mannsdóttir, sem sat í sjöunda sæti á framboðslistanum, færist upp um tvö sæti. Gísli með 10 prósent Spurt var: „Til hvaða borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins berðu mest traust, næstmest og þriðja mest?“ Ef teknar eru niðurstöð- ur tveggja efstu sæta, það er hverjir voru oftast tald- ir njóta mests eða næst- mests trausts, kemur í ljós að Hanna Birna fær 87,7% at- kvæða í efstu tvö sætin. Af þeim borg- ar- fulltrú- um sem hafa lýst því yfir að þeir sækist eftir öðru sæti í komandi prófkjöri kemur fram að Júlíus Vífill Ingvars- son er með sterka stöðu en 22,4% aðspurðra nefndu hann. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er í þriðja sæti með 18,2%. Kjartan Magnússon er í fjórða sæti með 17,3%. Jórunn Frímannsdóttir er í fimmta sæti með 11,7%, Gísli Marteinn Bald- ursson í því sjötta með 10,1%. At- hygli vekur einnig að fyrrverandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, var í sjöunda sæti með 8% atkvæða en mjög ólíklegt þykir að hann bjóði sig fram nú. Þá hef- ur Jórunn lýst yfir því að hún stefni á þriðja sætið. Hástökkvarar Stærstu tíðindin í könnuninni fel- ast í mældum vinsældum Júlíus- ar Vífils og Þorbjargar Helgu. Fall Gísla Marteins vekur einnig mikla athygli en hann er víðsfjarri því að ná því markmiði sínu að hreppa annað sætið. Gísli keppti fyrir síð- ustu kosningar við Vilhjálm Þ. um leiðtogasætið en hafnaði í þriðja sæti. Skýringin á falli hans nú er ef- laust umræða um launamál hans en hann var í námi erlendis og þáði hluta af launum sínum sem borgarfulltrúi á meðan. Óvissa vegna Geirs og Mörtu Aðalbaráttan í prófkjöri sjálfstæð- ismanna 23. janúar næstkomandi mun standa um annað sætið. Júlíus Vífill hefur augljós- lega sterka stöðu sam- kvæmt skoðana- könn- uninni. Hann er með 20% meira traust en Þorgbjörg Helga og um 36% meira traust en Kjartan. Athygli vekur veik staða Gísla Marteins sem þarf rúmlega að tvöfalda traust sitt til að ná Júlíusi Vífli miðað við skoðana- könnunina. Óvissuþátturinn er sá helstur að ekki er ljóst hvort fram- boð Geirs Sveinssonar, handbolta- kappa og tengdasonar Vilhjálms Þ., muni raska þeim hlutföllum sem teiknast upp með könnun- inni nú. Þá nær mælingin ekki heldur til Mörtu Guðjónsdótt- ur, fyrrverandi for- manns Varðar, sem stefnir á þriðja sætið. Aðrir nýir frambjóðendur geta einnig raskað þessum hlutföllum ef ákallið eft- ir nýju blóði í borgarstjórn verður ráðandi. Könnunin, sem er netkönn- un og hluti af spurningavagni Capa cent Gallup, er unnin á ein- um mánuði og úrtakið var 1700 manns. 1100 svöruðu, af þeim eru tæplega 300 sjálfstæðismenn sem ráða framangreindum niðurstöð- um. Könnunin hófst 25. nóvem- ber og henni lauk 21. desember. Könnunin var unnin fyrir áhuga- menn um stjórnmál. REYNIR TRAUSTASON ritstjóri skrifar: rt@dv.is FALL GÍSLA MARTEINS Gísli Marteinn Baldursson Fellur niður listann. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Í þriðja sæti, fast á hæla Júlíusi Vífli. Hanna Birna Kristjánsdóttir Ber höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur. Júlíus Vífill Ingvarsson Skýst upp í hið eftirsótta annað sæti. 87 ,7 % 22 ,4 % 18 ,2 % 10 ,1 % 1. Hanna Birna Kristjánsdóttir 87,7% 2. Júlíus Vífill Ingvarsson 22,4% 3. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir 18,2% 4. Kjartan Magnússon 17,3% 5. Jórunn Frímannsdóttir 11,7% 6. Gísli Marteinn Baldursson 10,1% 7. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 8% SAMKVÆMT CAPACENT GALLUP Efstu tvö sætin 11 ,7 % Jórunn Frí- mannsdóttir Mælist í fimmta sæti en sat í því sjöunda. 1. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 2. Hanna Birna Kristjánsdóttir 3. Gísli Marteinn Baldursson 4. Kjartan Magnússon 5. Júlíus Vífill Ingvarsson 6. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, 7. Jórunn Frímannsdóttir 8. Sif Sigfúsdóttir, 9. Bolli Skúlason Thoroddsen 10. Marta Guðjónsdóttir Listinn í síðustu kosningum Kleppsvegi 48 | 104 Reykjavík Sími: 698 6738 | lp-verk.is LP-verk ehf sérhæfir sig í viðhaldi á fasteignum úti sem inni. Flísalagnir - Múrviðgerðir lekaviðgerðir - steypuviðgerðir trésmíðavinna - málningavinna blikksmíði - pípulagnir eða raflagnir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.