Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 6
SANDKORN n Skopararnir í Baggalúti hitta oft naglann á höfuðið í gríni sínu en nú virðast þeir næstum vera farn- ir að sjá fram í tímann. Þannig skrifuðu þeir á vef sinn á annan í jólum að lögreglan hefði stöðvað skemmt- anahald á vinsælum vínveit- ingastað á Skólavörðu- holti þar sem brotið hefði verið gegn lögum um bann við skemmtunum og einka- samkvæmum á jólunum. Var þar mynd af Hallgrímskirkju og tekið fram að ljóst væri að vín hefði verið veitt og hávær tónlist spiluð. En gríni fylgir stundum alvara og nú er ljóst að messufall verður í Hallgrímskirkju vegna viðgerða frá því snemma í janúar fram í lok febrúar. n Vestfirska útgáfan hefur haldið merki Vestfirðinga á lofti í bóka- útgáfu, meðal annars með bók- inni „Þjóðsögur og gamanmál að vestan“ sem Hemmi Gunn tók saman. Þar má með- al er sagan af því þegar séra Gunnar Björnsson var nýtekinn við prestskap í Bolungar- vík og fór í sparisjóð- inn til að opna bankareikning. Sólberg Jónsson sparisjóðsstjóri spurði prestinn hvort hann vildi eitthvert sérstakt númer á reikn- inginn og spurðist séra Gunnar fyrir um 333. Hinn kirkjurækni sparisjóðsstjóri leit í bækur sínar og svaraði: „Já, þetta númer get- urðu fengið. Er það ekki Send oss nú, faðir, anda þinn?“ n Fleiri góðar sögur er að finna í bók Hemma Gunn „Þjóðsög- ur að vestan“. Þeirra á meðal er sagan af Guðbjarti Jónssyni verti í Vagninum á Flateyri. Orð og orðasam- bönd vöfðust stundum fyrir honum og varð hann frægur fyrir mismæli. Björn Ingi Bjarnason, vinur Guðbjarts, safnaði mismæl- um hans saman. Þeirra á með- al voru til dæmis „margt smátt gerir lítið eitt“ og „sá vægir sem veit ekki meira“. En þar er líka að finna lýsingu Guðbjarts á bílferð í blindbyl. „Það var svo mikill byl- ur að það sást ekki á milli augna og ég varð að keyra með opinn hausinn út um gluggann.“ 6 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR Fjöldi starfsmanna fjárfestingar- bankans Straums var meðal áhorf- enda á stórleik West Ham gegn Eng- landsmeisturum Manchester United í byrjun mánaðarins. Meðal annarra voru þarna framkvæmdastjóri, fjár- málastjóri, starfsmaður lánasviðs og formaður skilanefndar Straums. Þrír þeirra, Einar Þór Steindórs- son, fulltrúi lánasviðs Straums, Jakob Bjarnason, fjármálastjóri Straums, og Reynir Vignir, löggiltur endur- skoðandi og formaður skilanefndar Straums, voru boðsgestir á leiknum sem fram fór fimmta desember síð- astliðinn. Einar og Jakob sátu í heið- ursstúku félagsins en Reynir sat með- al almennings. Knattspyrnufélagið West Ham er í eigu íslenska eignar- haldsfélagsins CB Holding, sem er í meirihlutaeigu Straums. Englands- meistararnir frá Manchester unnu íslenska liðið með þremur mörkum gegn engu í leiknum sem Straums- menn urðu vitni að. Ekkert óeðlilegt Georg Andersen, talsmaður Straums, staðfestir að starfsmenn Straums hafi verið á vellinum og að sumir þeirra hafi verið boðsgestir. Almennt segir hann það skýra reglu hjá fyrirtækinu að starfsfólki sé ekki boðið á völlinn. „Á vellinum voru einhverjir starfs- menn sem keyptu sér sjálfir miða. Án þess að borga fyrir miða fóru starfs- maður á lánasviði og fjármálastjór- inn á völlinn. Svo var Reynir þarna. Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við það að Einari og Jakobi hafi verið boðið. Annar þeirra starfar beinlínis fyrir West Ham og hinn er fjármálastjóri Straums og hann var staddur í borg- inni hvort eð var,“ segir Georg. Aðspurður staðfestir Reynir að hópur Íslendinga hafi verið í heið- ursstúkunni en segist sjálfur ekki hafa verið þar. Hann fullyrðir að fleiri skilanefndarfulltrúar hafi ekki ver- ið á leiknum. „Ég var ekki í heiðurs- stúkunni en ég var á vellinum. Satt að segja veit ég ekki hverjir voru boðs- gestir á vellinum en ég var eini skila- nefndarfulltrúinn á svæðinu. Það vildi bara þannig til að ég var í öðr- um erindagjörðum í borginni og því þáði ég miða á völlinn. Það er eng- inn glæpur í þessu. Ég nýtti tækifær- ið og fékk miða á völlinn, það er ekki flóknara en það. Ég þori ekki að fara með það hversu stór boðshópurinn í stúkunni var,“ segir Reynir. Eina skiptið Reynir ítrekar að hann hafi þeg- ið miða því það hafi verið upplagt þar sem hann var staddur í borg- inni. Hann segist mikill fótbolta- áhugamaður og því hafi verið gam- an að fara á völlinn. „Það var hópur Íslendinga á vellinum, það er klárt mál. Ég bað starfsfólk Straums um að útvega mér miða þar sem ég væri í borginni. Það er allt og sumt og ég hafði gaman af leiknum. Það voru ýmsir gestir en ég veit ekki á hvers vegum þeir voru,“ segir Reynir. „Það vill bara svo til að ég er knattspyrnuáhugamaður og þetta er í eina skiptið sem ég hef beð- ið um að mér sé útvegaður miði á völlinn. Við erum að reyna að selja West Ham og erum að funda um það alla daga. Ég notaði auðvitað tækifærið og skoðaði aðstæður fé- lagsins í leiðinni. Þannig get ég ver- ið betur undirbúinn fyrir sölu fé- lagsins.“ „Ég notaði auðvitað tækifærið og kynnti mér aðstæður félagsins í leiðinni. Þannig get ég verið betur undirbúinn fyrir sölu félagsins.“ TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is STRAUMSMENN Í HEIÐ- URSSTÚKU WEST HAM Fjármálastjóri, framkvæmdastjóri, starfsmaður lánasviðs og formaður skila- nefndar Straums skelltu sér á leik með West Ham á dögunum. Þrír þeirra voru í boði félagsins þar sem þeir horfðu upp á íslenska liðið tapa fyrir Englandsmeist- urunum frá Manchester. Gaman í stúkunni Eignar- haldsfélag í meirihlutaeigu Straums tók við West Ham af Björgólfi Guðmundssyni sem hér sést á góðri stundu í heiðursstúkunni. Marilyn Young, fyrrverandi ástkona skákmannsins Bobbys Fischer, hefur höfðað barnsfaðernismál fyrir hönd dóttur sinnar, Jinky, í þá veru að hinn látni skáksnillingur Bobby Fischer sé faðir ungu stúlkunnar. Málið var þing- fest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyr- ir jól. Ein af kröfum mæðgnanna er sú að lífsýni úr Fischer verði borið saman við lífsýni úr Jinky sem tekið var á dögun- um er þær komu í heimsókn hingað til lands í tengslum við málið. Samuel Estimo, lögfræðingur frá Filippseyjum, vinnur málið með Young en Þórður Bogason, lögmaður hjá Lögmönnum Höfðabakka, flytur málið fyrir héraðs- dómi. Þá hefur móðirin gert kröfu fyr- ir hönd dóttur sinnar í dánarbú skák- meistarans, sem metið er á nærri 300 milljónir króna, og sú krafa verður einnig borin undir dómstóla. Hæstiréttur komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Miyoko Watai, japönsk ekkja Fischers, hafi ekki náð að sanna lögmætan hjúskap þeirra og því var dánarbú meistarans tekið til opinna skipta. Samkvæmt heimildum DV eru allar líkur á því að málinu verði aft- ur skotið til dómstóla og það komi í þeirra hlut að skera endanlega úr því hvort Fischer hafi verið löglega kvænt- ur og hvort hann sé raunverulegur fað- ir Jinky. Verði sú krafa samþykkt verður í fyrstu athugað hvort lífsýni úr hon- um sé til á Landspítalanum, ef ekki verður gripið til þess að nálgast lífsýni úr jarðneskum leifum meistarans en hann hvílir í Laugardælakirkjugarði rétt utan við Selfoss. Samuel Estimo fullyrðir að stúlkan sé dóttir Fischers og segist hafa skot- held gögn því til sönnunar. „Já, Bobby hafði sjálfur viðurkennt hana sem barn sitt. Ég hef náð saman öllum okk- ar gögnum sem sanna okkar málstað. Þetta eru glaðlyndar mæðgur og þær bera sig vel,“ segir Estimo. Aðspurður segir Þórður ekkert hik að finna hjá mæðgunum sem halda því staðfastlega fram að Fischer sé fað- irinn. „Við gerum okkur von um að málið fari að skýrast nokkuð í janúar eða byrjun febrúar. Lífsýnarannsókn- in ætti að skera úr um þetta og þær eru algjörlega óhræddar við það enda vissar í sinni sök. Það gefur augaleið að þær eru óhræddar við að leggja málið í dóm,“ segir Þórður. trausti@dv.is Filippseyskar mæðgur höfða barnfaðernismál og gera kröfu í opið dánarbú Bobby Fischer: Óhræddar mæðgur krefjast arfsins Ósannaður hjúskapur Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að japanska ekkjan hafi ekki með óyggjandi hætti sannað hjúskap þeirra Fischers. Ó dý ra ri sm ur st öð o g ve rk st æ ði H el lu hr au n 4 | 2 20 H af na rfi rð i | S ím i: 56 5 44 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.