Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR
Rúmlega sextug heimilislaus kona
gistir á næturna undir berum himni í
miðborg Reykjavíkur í vetrarkuldan-
um. Konan á langa sögu vandamála
að baki, en samkvæmt þeim sem eru
kunnugir henni neytir hún hvorki
fíkniefna né drekkur hún áfengi. Fé-
lagsmálayfirvöld í Reykjavík hafa
með ýmsum hætti reynt að hjálpa
konunni, en hún mun sjálf hafa valið
sér þennan lífsmáta.
Konan leitar aðstoðar hjá Hjálp-
ræðishernum, þar sem hún kemur á
morgnana til þess að borða morgun-
mat og lesa blöðin. Á kvöldin kem-
ur hún aftur í Hjálpræðisherinn þar
sem hún horfir á sjónvarp. Seint á
kvöldin fer hún hins vegar aftur út til
þess að sofa. Heimildir DV herma að
konan hafi stundum leitað sér skjóls í
kirkjugarðinum við Suðurgötu.
Köld og blá
Viðmælendur DV sem þekkja sögu
konunnar segjast óttast um líf og
heilsu hennar á meðan hún sefur
úti í frostinu. Konan hefur kvartað
undan höfuðverk þegar hún kem-
ur í Hjálpræðisherinn og greinilega
má sjá merki þess á andliti hennar
að hún sefur úti í kuldanum. Hún er
sögð vera blá og bólgin af kuldan-
um. Velviljugir hafa boðist til að gefa
henni svefnpoka á meðan hún sefur
úti, en hún vildi ekki þiggja hann, þar
sem rennilásinn á pokanum hentaði
henni ekki.
Sem fyrr segir hafa félagsmála-
yfirvöld boðið konunni ýmsa hjálp í
gegnum tíðina. Velferðarsvið Rekja-
víkurborgar vill hins vegar ekki tjá
sig um sögu konunnar, þar sem þeim
er ekki leyfilegt að tjá sig um einstök
mál. Konunni mun hafa verið fund-
in íbúð við Hringbraut þar sem hún
bjó í stuttan tíma, en hún vildi engin
húsgögn inni í íbúðina sína.
Heimilislausu fólki bjóðast ýmis
úrræði, meðal annars að gista í
Konukoti. Enginn er þó neyddur
til þess að þiggja slíka aðstoð. Ef fé-
lagsmálayfirvöld telja að fólk valdi
sjálfu sér skaða með einum eða öðr-
um hætti, fer að stað
ferli sem getur endað
með sjálfræðissvipt-
ingu, en það er mjög
sjaldgæft
Safnaði rusli
Konan bjó áður í
íbúð í sinni eigu á
Hverfisgötu, Árið
2000 var hún borin út úr íbúð-
inni eftir miklar kvartanir í ná-
granna. Í ljós kom að íbúð hennar
var pakkfull af sorpi, meðal ann-
ars úr ruslatunnum í nágrenninu
og þurfti hreinsunardeild í eit-
urefnabúningum að moka sorp-
inu út úr íbúðinni. Í DV það ár
kom fram að þrjá tuttugu feta
gáma hafi þurft til þess að koma
sorpinu á brott. Konan svaf sjálf
ofan á sorphrúgunum á næturna
ásamt ketti sínum. Nágranni kon-
unnar lýsti aðstæðum svona:
„Ég leit þarna inn og á bágt með
að lýsa því sem ég sá. Baðherberg-
ið var til dæmis orðið kringlótt af
kóngulóarvef og það sást ekki í
salernið fyrir sorpi.“
Fimm árum síðar var konan aft-
ur komin inn í íbúðina og byrjuð
að safna rusli á nýjan leik. Yfirvöld
stöðvuðu konuna hins vegar áður
en hún náði að fylla íbúðina á nýj-
an leik og komu í veg fyrir að hún
gæti flutt inn í hana aftur.
Heimilislaus kona á sjötugsaldri sefur undir berum himni í vetrarkuldanum í Reykjavík.Hún kemur í Hjálp-
ræðisherinn á kvöldin til að horfa á sjónvarpið. Hún bjó áður í íbúð á Hverfisgötu en var í tvígang borin
þaðan út eftir að hafa fyllt íbúðina af sorpi. Konan er blá og bólgin í framan af kuldanum.
SEFUR ÚTI Í KULDANUM
VALGEIR ÖRN RAGNARSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Sefur úti Konan er sögð leita skjóls
í kirkjugarðinum við Suðurgötu.
Félagsmálayfirvöld hafa samkvæmt
heimildum blaðsins boðið henni
ýmis úrræði. MYND RAKEL ÓSKRuslið borið út
Konan safnaði
rusli í íbúð á
Hverfisgötu.
Þrjá tuttugu feta
gáma þurfti til
að losa sorpið
út. Árið 2000 var
hún borin út úr
íbúð sinni.
Allar vaxmeðferðir
með 30% afslætti
Sími 444-4085 / 662-0485
massage@dongfang.is
www.dongfang.is
SNYRTISTOFAN
DONG FANG SALON
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Opnunartími:
Mán/mið/fös. 9.00-18.00
Þri/fim 9.00-21.00
Laugard 10.00-18.00
Sími 444-4085 / 662-0485
massage@dongfang.is
www.dongfang.is
SNYRTISTOFAN
DONG FANG SALON
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Opnunartími:
Mán/mið/fös. 9.00-18.00
Þri/fim 9.00-21.00
Laugard 10.00-18.00