Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR Rúmlega sextug heimilislaus kona gistir á næturna undir berum himni í miðborg Reykjavíkur í vetrarkuldan- um. Konan á langa sögu vandamála að baki, en samkvæmt þeim sem eru kunnugir henni neytir hún hvorki fíkniefna né drekkur hún áfengi. Fé- lagsmálayfirvöld í Reykjavík hafa með ýmsum hætti reynt að hjálpa konunni, en hún mun sjálf hafa valið sér þennan lífsmáta. Konan leitar aðstoðar hjá Hjálp- ræðishernum, þar sem hún kemur á morgnana til þess að borða morgun- mat og lesa blöðin. Á kvöldin kem- ur hún aftur í Hjálpræðisherinn þar sem hún horfir á sjónvarp. Seint á kvöldin fer hún hins vegar aftur út til þess að sofa. Heimildir DV herma að konan hafi stundum leitað sér skjóls í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Köld og blá Viðmælendur DV sem þekkja sögu konunnar segjast óttast um líf og heilsu hennar á meðan hún sefur úti í frostinu. Konan hefur kvartað undan höfuðverk þegar hún kem- ur í Hjálpræðisherinn og greinilega má sjá merki þess á andliti hennar að hún sefur úti í kuldanum. Hún er sögð vera blá og bólgin af kuldan- um. Velviljugir hafa boðist til að gefa henni svefnpoka á meðan hún sefur úti, en hún vildi ekki þiggja hann, þar sem rennilásinn á pokanum hentaði henni ekki. Sem fyrr segir hafa félagsmála- yfirvöld boðið konunni ýmsa hjálp í gegnum tíðina. Velferðarsvið Rekja- víkurborgar vill hins vegar ekki tjá sig um sögu konunnar, þar sem þeim er ekki leyfilegt að tjá sig um einstök mál. Konunni mun hafa verið fund- in íbúð við Hringbraut þar sem hún bjó í stuttan tíma, en hún vildi engin húsgögn inni í íbúðina sína. Heimilislausu fólki bjóðast ýmis úrræði, meðal annars að gista í Konukoti. Enginn er þó neyddur til þess að þiggja slíka aðstoð. Ef fé- lagsmálayfirvöld telja að fólk valdi sjálfu sér skaða með einum eða öðr- um hætti, fer að stað ferli sem getur endað með sjálfræðissvipt- ingu, en það er mjög sjaldgæft Safnaði rusli Konan bjó áður í íbúð í sinni eigu á Hverfisgötu, Árið 2000 var hún borin út úr íbúð- inni eftir miklar kvartanir í ná- granna. Í ljós kom að íbúð hennar var pakkfull af sorpi, meðal ann- ars úr ruslatunnum í nágrenninu og þurfti hreinsunardeild í eit- urefnabúningum að moka sorp- inu út úr íbúðinni. Í DV það ár kom fram að þrjá tuttugu feta gáma hafi þurft til þess að koma sorpinu á brott. Konan svaf sjálf ofan á sorphrúgunum á næturna ásamt ketti sínum. Nágranni kon- unnar lýsti aðstæðum svona: „Ég leit þarna inn og á bágt með að lýsa því sem ég sá. Baðherberg- ið var til dæmis orðið kringlótt af kóngulóarvef og það sást ekki í salernið fyrir sorpi.“ Fimm árum síðar var konan aft- ur komin inn í íbúðina og byrjuð að safna rusli á nýjan leik. Yfirvöld stöðvuðu konuna hins vegar áður en hún náði að fylla íbúðina á nýj- an leik og komu í veg fyrir að hún gæti flutt inn í hana aftur. Heimilislaus kona á sjötugsaldri sefur undir berum himni í vetrarkuldanum í Reykjavík.Hún kemur í Hjálp- ræðisherinn á kvöldin til að horfa á sjónvarpið. Hún bjó áður í íbúð á Hverfisgötu en var í tvígang borin þaðan út eftir að hafa fyllt íbúðina af sorpi. Konan er blá og bólgin í framan af kuldanum. SEFUR ÚTI Í KULDANUM VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Sefur úti Konan er sögð leita skjóls í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Félagsmálayfirvöld hafa samkvæmt heimildum blaðsins boðið henni ýmis úrræði. MYND RAKEL ÓSKRuslið borið út Konan safnaði rusli í íbúð á Hverfisgötu. Þrjá tuttugu feta gáma þurfti til að losa sorpið út. Árið 2000 var hún borin út úr íbúð sinni. Allar vaxmeðferðir með 30% afslætti Sími 444-4085 / 662-0485 massage@dongfang.is www.dongfang.is SNYRTISTOFAN DONG FANG SALON HÓTEL LOFTLEIÐIR Opnunartími: Mán/mið/fös. 9.00-18.00 Þri/fim 9.00-21.00 Laugard 10.00-18.00 Sími 444-4085 / 662-0485 massage@dongfang.is www.dongfang.is SNYRTISTOFAN DONG FANG SALON HÓTEL LOFTLEIÐIR Opnunartími: Mán/mið/fös. 9.00-18.00 Þri/fim 9.00-21.00 Laugard 10.00-18.00
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.