Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR „Sjúkdómurinn er venjulega ekki sérstaklega skæður. Hann er til- tölulega algengur en það sem ger- ir mönnum erfitt fyrir er að hann getur sýnt sig á marga vegu,“ segir dr. Sigurður Skarphéðinsson, einn helsti sérfræðingur Danmerkur um taugasjúkdóminn borrelia. Veikir Íslendingar DV greindi frá því um jólin að húsa- smiðurinn Guðjón Egilsson þjáist svo illa af borrelia, eftir að hafa ver- ið bitinn af skógarmítli í Danmörku, að hann geri ekki ráð fyrir að lifa út næsta ár. Hann verkjar stöðugt í all- an líkamann; getur hvorkið unnið né gengið út í búð. Hann á bágt með svefn og hvílist því afar illa. Þá ræddi DV einnig við Vilhjálm Örn Vilhjálmsson, sem búsettur er í Danmörku, en bæði sonur hans og tengdamóðir hafa fengið sjúk- dóminn, eftir að hafa verið bitin af skógarmítli sem ber sjúkdóminn. Sonur Vilhjálms hefur náð bata en tengdamóðir hans býr við skert lífs- kjör vegna sjúkdómsins. Getur valdið varanlegum skaða Sigurður, sem skrifaði doktorsrit- gerð um borrelia, segir að sjúk- dómurinn hafi mismunandi birt- ingarmyndir. „Hann getur birst sem útbrot á húð en hann getur líka komið fram sem taugasjúkdómur. Hann getur líka lagst á liði og þá eru dæmi um að fólk fái í hjartað,“ út- skýrir Sigurður og bætir við: „Eitt af stóru vandamálunum er að greina hvort um er að ræða borrelia eða eitthvað annað. Það er ekki auðvelt að greina sjúkdóminn en það bygg- ist auðvitað á því að þekkja hann vel.“ Sigurður segir aðspurður að ekki sé litið á sjúkdóminn sem banvæn- an. „Þetta er sjúkdómur sem getur haft leiðinlega hluti í för með sér, eins og lamanir í andliti og eitt- hvað slíkt. Um 15 prósent þeirra sem fá slík einkenni í andlit verða ekki betri; losna ekki við það,“ segir hann. Því geti fólk hlotið varanlegan skaða af sjúkdómnum. Miklu máli skipti, líkt og með aðra sjúkdóma, að hann sé greindur snemma. Margar tegundir borrelia Sjúkdómurinn er að sögn Sigurðar nokkuð algengur í Danmörku; á ári hverju eru um 40 til 50 þúsund sýni send inn til greiningar. Hann segir að eitt stærsta vandamálið við sjúk- dóminn borrelia sé hversu mörg mismunandi einkenni hann get- ur leitt af sér. „Það ræðst yfirleitt af því hvaða breytileika borrelia-bakt- eríunnar maður hefur á hverjum stað. Það sem maður les af borrel- ia í Bandaríkjunum gildir til dæmis yfirleitt ekki í Evrópu,“ útskýrir Sig- urður og bætir við að Bandaríkja- menn hafi aðeins eina tegund bor- relia á meðan Evrópubúar hafi ellefu mismunandi tegundir. „Það er þess vegna sem það getur ver- ið erfitt að segja til um hvert fólk á að snúa sér með sinn sjúkdóm. Það fer eftir því hvar maður hefur ver- ið,“ segir Sigurður en tekur fram að meðhöndlunin felist ein- ungis í sýklagjöf. Þrífast illa á Íslandi Eins og DV hefur greint frá, byggt á upplýsingum Nátt- úrufræðistofnunar, hafa nokkur eintök skógarmítils fundist á dýrum og mönn- um á Íslandi. Ekki hefur þó fengist staðfest að sýktur skógarmítill hafi fundist á landinu. Sigurður segir ekki sérstaklega líklegt að skóg- armítill festi rætur á Íslandi. Til þess þyrfti tvennt að koma til. „Það sem skiptir mestu máli fyrir ticks [enskt heiti yfir blóðmítla, innsk. blm.] er að þú hafir nógu mikið af stórum dýrum,“ segir Sigurður og bætir við að til þess að þeir lifi góðu lífi þurfi mikinn skóg. Hreindýr séu ekki nándar nærri nógu mörg til að viðhalda mítlinum. Í Bandaríkjunum smitast stór hluti þeirra sem veikjast í garðinum heima hjá sér. Sigurður segir að það Doktor Sigurður Skarphéðinsson, sér- fræðingur um borrelia-smit, segir að venjulega sé sjúkdómurinn ekki skæður. Hann sé ekki álitinn banvænn en geti birst á marga vegu. Það torveldi grein- ingu hans. Hann gerir ekki ráð fyrir því að skógarmítill, sem ber sjúkdóminn, verði mikið vandamál á Íslandi. EKKI BANVÆNN SJÚKDÓMUR „Ég efast um að þetta verði stórt vandamál á Íslandi.“ BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Bubbi bitinn Bubbi Morthens veiktist illa eftir bit í Aðaldal í fyrrasumar: „Ég sá myndir af þessum útbrotum á bloggsíðunni hjá Vilhjálmi og sá að þetta voru nákvæmlega eins útbrot og ég fékk á öxlina í fyrrasumar,“ segir tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Bubbi Morthens. DV sagði í síðustu viku frá Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni en tveir í fjölskyldu hans voru bitn- ir af blóðlúsinni skógarmítli og fengu í kjölfarið taugasjúkdóminn borrel- ia. DV sagði einnig frá húsasmiðnum Guðjóni Egilssyni, sem er illa haldinn af sjúkdómnum eftir að hafa verið bit- inn. Bubbi var að veiða í Aðaldal á Norð- urlandi í fyrrasumar þegar hann fór að finna fyrir kláða við handakrikann. „Ég var í vöðlunum og hélt fyrst að þetta væri nudd eftir þær,“ segir Bubbi sem tók eftir því þegar vaktinni lauk að hann var rauður og þrútinn við öxlina. Hann segist hafa verið mjög slappur í nokkra daga en útbrotin, eða roðinn, hafi breitt úr sér og þakið nánast alla öxlina. Útbrotin hafi verið hringlaga, húðlituð og rauð á víxl. „Það var eins og þetta færðist til og stækkaði,“ út- skýrir Bubbi sem ákvað að leita lækn- is þegar hann kom heim úr veiðitúrn- um, enda hafði hann þá verið veikur í nokkra daga. „Læknirinn vissi ekki nákvæm- lega hvað þetta var en sagði að þetta væri greinilega sýking. Miðjan á þess- um útbrotum varð brátt að sári. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, séð neitt þessu líkt,“ segir Bubbi sem fékk pensilín hjá lækninum. „Ég var alveg drulluslappur þar til ég var búinn að taka pensilín í svona tvo daga,“ útskýr- ir Bubbi sem segir að á þeim tíma hafi hann tengt veikindin við slappleika sem hann fann fyrir áður en hann fór í veiðitúrinn. Nú sjái hann að bitið hafi ef til vill orsakað veikindin. Spurður um heilsu sína síðan þetta var segist Bubbi hafa glímt við lungna- sýkingu síðastliðið sumar og í haust. Hann hafi ekki verið svona slappur í mörg ár en rekur þau veikindi ekki til bitsins. Hann er þó enn með ummerki eftir bitið. „Ég er með smá hringlaga ör á öxlinni sem hefur aldrei farið,“ segir hann að lokum. Bitinn á veiðum Bubbi fann fyrst fyrir kláða við handakrik- ann. Svo fékk hann útbrot sem breiddu úr sér yfir alla öxlina. F R J Á L S T , Ó H Á Ð D A G B L A Ð dv.is MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 21. – 22. DESEMBER 2009 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 167. TBL.99. ÁRG. – VERÐ KR. 395 BRITTANY MURPHY LÁTIN SVIÐSLJÓS n FÉKK HJARTA- ÁFALL 32 ÁRA GUÐJÓN FÉKK TAUGASJÚKDÓM Í SUMARFRÍINU: SKÓGARMÍTILLINN ER KOMINN TIL ÍSLANDS n SÝGUR BLÓÐ ÚR SPENDÝRUM LAMAST EFTIR BIT n PADDA Í GRASINU GETUR VALDIÐ TAUGAHRÖRNUN n „VERRI EN AIDS“ n RÖNG VIÐBRÖGÐ VIÐ SMITI LÍFSHÆTTULEG n „ÞAÐ ER STUTT ÞANGAÐ TIL ÉG FER“ SIGMAR BIÐST EKKI AFSÖKUNAR ÁFALL ER BAUGUR FÉLL FRÉTTIR n VILL 25 MILLJÓNA LAUNFRÉTTIR BEÐIÐ FYRIR HRAFNKATLI n SPARNAÐUR TENGDUR SLYSINU n JÓN ÞORSTEINN STERKLEGA GRUNAÐUR MEÐ STÖÐU SAKBORNINGS TIGER LÉT GRAFA FRÉTT EINLÆG VIGDÍS n BÓKA- FLÓÐIÐ DÆMT SKÓKASTARI: SVIKINN UM HREINAR MEYJAR n OG KAMELDÝR FRÉTTIR Útbelgdur skógarmítill Svona lítur paddan út þegar hún hefur sogið nægju sína af blóði. MYND ERLING ÓLAFSSON Þyrstur mítill Búkur skóg- armítils er gúmmíkenndur. MYND ERLING ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.