Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 17
FRÉTTIR 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 17 ARKÍTEKTAR BANKAHRUNSINS Pálmi Haraldsson Rekstrarhagfræðingurinn Pálmi Haraldsson átti félagið Fons. Eitt helsta afrek Fons var að kaupa danska flugfélagið Sterling á fjóra milljarða króna og selja FL Group það sex mánuðum síðar á 15 milljarða króna. Síðan keypti Fons aftur Sterling af FL Group ári síðar á 20 milljarða króna. Pálmi flutti til Íslands árið 1991 til að taka við Sölufélagi garðyrkjumanna sem þá stóð höllum fæti. Var hann á þeim tíma að ljúka meistaranámi í rekstrarhagfræði frá Gautaborg- arháskóla og var sérsvið hans í náminu endurreisn gjaldþrota fyrirtækja. Eins og frægt er orðið var félag Pálma dæmt fyrir grænmetissamráð árið 2001. Eins og menntun Pálma sýnir er hann mikill sérfræðingur og þurtfti því ekki marga slíka til að hjálpa sér. Þar má þó helst nefna lögmanninn Einar Þór Sverrisson sem einnig tengist Baugi eins og rakið var í þeim hluta. Karl Wernersson og Milestone Viðskiptafræðingurinn Karl Wernersson hefur haft mikið dálæti á lögfræðingum sem hafa „sérfræðiþekkingu“ í skattarétti og þekkja vel hvað einkahlutafélögum er heimilt að gera á Íslandi. Annar þeirra var yfir skatta- og lögfræðisviði KPMG áður en hann réð sig til Milestone og hinn var prófessor við Háskólann í Reykjavík. „Leikfléttur“ þeirra sæta nú rannsókn sérstaks saksóknara vegna gruns um meint brot á lögum um vátryggingastarfsemi vegna veðsetningar á bótasjóði Sjóvár. Sjóvá var sem kunnugt er í eigu Wernerssona. Talið er að Karl hafi stjórnað Milestone með „sérfræðingum“ sínum en Steingrímur bróðir haft lítil afskipti af rekstrinum. Gunnar Gunnarsson Gunnar Gunnarsson starfaði sem lögfræðingur hjá Milestone. Fyrir það starfaði hann sem yfirmaður skattasviðs KPMG. Hann tók yfir skattasvið KPMG þegar Bernhard Bogason gerðist framkvæmda- stjóri lögfræðisviðs FL Group. Gunnar er með meistaragráðu í alþjóðlegum skattarétti og kennir skattarétt við Háskólann í Reykjavík. DV hefur fjallað töluvert um Gunnar að und- anförnu. Hann aðstoðaði Birki Kristinsson við að losna við greiðslu á fjármagnstekjuskatti af fjögurra milljarða króna arði út úr eignarhaldsfélaginu MK- 44 í febrúar árið 2008. Gunnar starfar í dag fyrir ráðgjafar- fyrirtækið Möttul. Möttull hefur meðal annars unnið fyrir fjármálaráðuneytið upp á síðkastið við endurskipulagn- ingu sparisjóðanna. Jóhannes Sigurðsson Lögmaðurinn Jóhannes Sigurðs- son var aðstoðar- forstjóri Milestone. Jóhannes starfaði sem prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík á árunum 2003 til 2006 eða þar til hann réð sig til Milestone. Hann kenndi fjármálarétt við Háskólann í Reykjavík og var jafnframt forstöðumaður Fjármálarétt- arstofnunar skólans. Jóhannes starfar í dag hjá ráðgjafarfyr- irtækinu Möttli líkt og ýmsir aðrir fyrrverandi yfirmenn hjá Milestone. Guðmundur Ólason Stjórnmálafræðingurinn Guð- mundur Ólason var forstjóri Milestone. Hann var ráðinn til Milestone árið 2005. Fyrir það starfaði hann sem aðstoðar- framkvæmdastjóri Norræna fjárfestingabankans á árunum 2002 til 2005. Guðmundur starfaði sem stjórnsýslufræð- ingur í fjármálaráðuneytinu og sem ritari framkvæmdanefndar um einkavæðingu á árunum 1997 til 2002. Guðmundur er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MS í stjórnmálahagfræði frá háskól- anum í Árósum í Danmörku. Bakkabræður og Exista Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir voru í Kaupþingsklíkunni eftir að þeir eignuðust hlut í bankanum. Við fall Kaupþings voru Bakkabræð- ur stærstu skuldarar bankans. Flestar „leikfléttur“ þeirra voru framkvæmdar með aðstoð starfsmanna Kaupþings. Þeir voru þó með nokkra sérfræðinga í vinnu hjá sér og störfuðu þeir flestir hjá Exista. Upphaf við- skiptaveldis þeirra má rekja aftur til ársins 1986 þegar þeir bræður stofnuðu Bakkavör í Garði á Suð- urnesjum ásamt föður sínum, Guðmundi Lýðssyni vélstjóra. Ágúst er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla og Lýður er með verslunarpróf frá Verzlunarskóla Íslands en lauk ekki stúdentsprófi. Bjarni Brynjólfsson Markaðsfræðingurinn Bjarni Brynjólfsson er framkvæmda- stjóri eigin viðskipta Exista. Bjarni starfaði sem verðbréfa- miðlari hjá Landsbréf- um og var sjóðsstjóri og framkvæmdastjóri hjá Lífeyrissjóðnum Framsýn sem heitir Gildi í dag. Bjarni er sonur Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Skipta og eins nánasta samstarfsmanns Bakkabræðra. Náin tengsl Bakkabræðra og föður Bjarna hófust árið 1995. Þá var Brynjólfur forstjóri Granda og ákvað að fjárfesta í Bakkavör sem var upphafið að útrás Bakkabræðra. Hildur Árnadóttir Endurskoðandinn Hildur Árnadóttir var ráðinn sem fjár- málastjóri Bakkavarar árið 2004 og gegndi því starfi til ársins 2008. Hún starfað hjá KPMG í fjórtán ár og var einn eigandi endurskoðendaskrifstofunnar þegar hún hætti þar. Hún hefur setið í stjórn Exista, Skipta, Vátryggingafélags Íslands og Lýsingar. Hildur hefur starfað sem formaður endurskoðunar- og siðanefndar Félags löggiltra endurskoðenda. Hildur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoð- andi síðan 1995. Ásmundur Tryggvason Lögmaðurinn Ásmundur Tryggvason er framkvæmda- stjóri fjárfestinga hjá Exista. Hann starfaði við ráð- gjöf um samruna og yfirtökur hjá Íslandsbanka á árunum 2003 til 2005 en þá réð hann sig til Meiðs sem breyttist síðar í Exista. Ásmundur var á sínum tíma blaðamaður á Viðskiptablaðinu og var stjórnar- formaður Framsýnar sem gaf út Viðskiptablaðið þegar það var í eigu Bakkabræðra. Björgólfur Thor Björgólfsson og Novator Viðskiptafræðingurinn Björgólf- ur Thor Björgólfsson hefur haft her „sérfræðinga“ í kringum sig á undanförnum árum sem flestir hafa unnið hjá Novator. Hafa „sérfræðingarnir“ líka setið í stjórnum flestra þeirra félaga sem Björgólfur Thor hefur komið að. Björgólfur Thor lauk BS-prófi í fjármálum frá New York University árið 1991. Hann hélt fljótlega eftir það til Rússlands þar sem hann og faðir hans auðguðust á bjórverksmiðjunni Bravo.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.