Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Qupperneq 21
FRÉTTIR 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 21 indum náðst á milli leiðtoga flokk- anna í kringum 20. janúar á heimili Lúðvíks Bergvinssonar, þáverandi þingmanns Samfylkingarinnar, við Gnitanes í Reykjavík. Samfylkingin var líka í einkenni- legustu stöðunni af flokkunum þremur. Sjálfstæðisflokkurinn var í vonlausri stöðu og gat í raun og veru bara tapað á meðan VG hafði engu að tapa og allt að vinna. Samfylking- in bar vissulega töluverða ábyrgð á hruninu en gat bjargað sér með því að binda trúss sitt við VG og þannig notfært sér flekkleysi þess flokks sem erfitt var að draga til ábyrgðar vegna hrunsins. Á meðan Samfylk- ingin var í stjórn með Sjálfstæðis- flokknum var þeim hins vegar áfram spyrt saman og leið Samfylkingin fyrir það. Samfylkingin var í sérstakri stöðu því að á sama tíma og flokkurinn var gagnrýndur harðlega fyrir stjórn- arhættina með Sjálfstæðisflokkn- um var flokkurinn að reyna að ná samkomulagi við VG um að mynda stjórn sem orðið gæti tákngerving- ur fyrir Nýja Ísland, svo gripið sé til klisjunnar. Þetta samkomulag náð- ist og tók hin nýja minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG við þann 1. febrúar. Jóhanna Sigurðardóttir fór fyrir stjórninni og varð þar með fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi. Myndun nýju stjórnarinnar var þó skammgóður vermir fyrir flokk- ana tvo þar sem blása átti til kosn- inga við fyrsta tækifæri. Þetta var svo gert í apríl þar sem VG og Samfylk- ingin náðu meirihluta og mynduðu vinstristjórn sem hafði meirihluta á þingi. Þetta hafði ekki gerst áður í sögu lýðveldisins. Vandamálin á stjórnarskútunni voru líka mörg vegna afleiðinga bankahrunsins og er það ekki fjarri sanni að segja að það sé nánast pólitískt sjálfsmorð að vera í ríkisstjórn í landi þar sem álíka efnahagshrun og hið íslenska hefur átt sér stað. Stjórnin gat því langt í frá bú- ist við að sitja á friðarstóli heldur þurfti hún strax að reyna að hefja víð- tækar aðgerðir við erf- iðar aðstæður enda af svo mörgu að taka. Átökin um Seðla- bankann Eitt fyrsta verk ríkis- stjórnarinnar var að reyna að koma Davíð Oddssyni, fyrr- verandi formanni Sjálfstæðisflokksins, úr embætti seðlabanka- stjóra. Sú aðgerð var ekki síður rammpólitísk en búsáhaldabylt- ingin. Bæði bylt- ingin og sú ætlun rík- isstjórn- arinnar að koma Davíð frá völdum voru atlögur að Sjálf- stæðisflokknum og valdatíð hans í landinu sem hafði tekið svo dramat- ískan enda í janúarlok. Ríkisstjórnarskiptin og atlagan að Davíð voru því gríðarlega tákn- ræn og í reynd uppgjör við „Gamla Ísland“, eins og klisjan segir. Davíð ætlaði sér hins vegar ekki að fara svo glatt. Frá febrúarbyrj- un til loka mánað- arins ríkti eins kon- ar pattstaða á milli ríkisstjórnarinnar og Davíðs Oddssonar. Jó- hanna Sigurðardóttir reyndi að fá Davíð til að hætta í bankanum í bréfi sem hún sendi hon- um en hann neitaði því á þeim forsendum að hann hefði ekki áður hlaupist frá þeim störfum sem hann hefði verið ráðinn til að vinna og ætlaði sér það ekki nú. Jafnframt sagðist hann telja að ríkisstjórnin hefði ekki sett fram málefnaleg rök fyrir því af hverju hann ætti að hætta. En Jóhanna hafði tromp á hend- inni því hún gat komið Davíð og hin- um seðlabankastjórunum tveimur frá með því að keyra í gegn lagafrum- varp til að tryggja að stjórnin gæti rekið þá. Jóhanna sagði Davíð frá þessum möguleika í bréfinu til hans en allt kom fyrir ekki. Það var ekki fyrr en 26. febrúar, sama dag og samþykkja átti nýju lögin um Seðlabankann, að Davíð lét tilleiðast og lét af störfum. Með brottför Davíðs úr Seðla- bankanum höfðu átt sér stað á ein- um mánuði tveir atburðir sem þóttu marka tímamót í uppgjörinu við ís- lenska efnahagshrunið: Davíð Odds- son og Sjálfstæðisflokkurinn hans voru formlega orðnir valdalausir og gátu nú hvorki tekið ákvarðanir um stjórn landsins né peningastefnu. Áður en þessi ósköp dundu yfir BYLTINGARÁRIÐ 2009 BIÐIN LANGA n „Pólitískar hamfarir eru uppspretta vonar ekki síður en óvissu og þær ham- farir sem urðu í byrjun ársins, í kjölfar hrunsins, sköpuðu vonir um að breyt- inga mætti vænta í stjórnmálum og stjórnkerfi landsins. Það var hægt að ímynda sér að 2009 myndi marka upp- gjör við kerfið sem brást og að á árinu yrði til sýn á framtíðina sem gæti leitt stefnumótun og pólitíska hugsun. Það er tæpast hægt að halda því fram að eitthvað í þessa veru hafi gerst á árinu. Þvert á móti hefur allt árið farið í þreytandi og kjánalega lönguvitleysu stjórnarandstöðu og stjórn- ar þar sem manni virðist stundum að allt annað en það sem skiptir máli sé til umræðu. Það er líka merkilegt hve lítið hefur orðið úr því pólitíska grasrótarstarfi sem virtist komið á mikinn skrið í upphafi ársins og erfitt á átta sig á hvort tækifærunum var klúðrað eða hvort aldrei var um raunveruleg tækifæri að ræða. Það er dálítið eins og allt hafi staðið í stað í bið eftir einhverju sem er varla ljóst einu sinni hvað var. En það er engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn. Biðin langa er vonandi á enda þegar þetta birtist. Árið 2010 getum við hætt að tala um Icesave og farið að tala um pólitík.“ Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Bifröst HIÐ VERSTA ER EFTIR n „Mikil heift einkenndi stjórnmálin allt árið. Fólki þótti stjórnvöld bregð- ast seint við hruni efnahagslífsins. Óþolinmæðin náði hámarki í bús- áhaldabyltingunni í upphafi ársins. Stjórnarmyndunin í kjölfar kosning- anna kom fæstum á óvart. Við sam- fylkingarfólk lögðum höfuðáherslu á að Íslendingar legðu fram umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Það gerðist í júlí. Ég er ákaflega stolt yfir að hafa átt hlut að því máli og tel þetta eitt af merkustu skrefum í íslenskri utanríkispólitík. Hjá alþingismönnum fór mikill tími í Icesave-mál- ið, sem einhver sagði að væri ömurlegasti fylgifiskur bankahrunsins. Það má sannarlega taka undir það. En ég held að fólk sé aftur að missa þolinmæðina og stjórn- málamenn þurfa að læra af reynslunni eins og annað fólk. Það tók lengri tíma en ætlað var að koma bönkunum á lappirnar, en kostaði íslenska þjóð ekki eins mikið og búist var við. Það má þakka fyrir það. Kreppan varð ekki eins djúp á árinu og búist var við, vondu fréttirnar eru að það versta er örugglega eftir, en við munum hafa það af.“ Valgerður Bjarnadóttir, þingkona Samfylkingarinnar RÚSSÍBANAREIÐ n „Mikil umskipti urðu í lífi mínu á árinu 2009 og minnir árið einna mest á rússí- banareið. Í byrjun ársins þurfti ég að takast á við atvinnumissi eftir 9 ára samfellt starf í háskólageiranum. Röð atvika sem tengjast bankahruninu og siðblindu margra stjórn- enda háskólageirans á Íslandi urðu til þess að ég stóð skyndilega uppi án fastrar vinnu en með umtalsverða rannsóknarstyrki. Vonin um nýtt Ísland kveikti baráttuþrek innra með mér og ég ákvað að taka þátt í kosningabaráttunni sem skilaði mér á þing. Pólitískt markmið mitt er samfélag byggt á félagslegum jöfnuði og lýðræði. Því miður hefur gengið hægt að bæta varanlega stöðu skuldsettra heimila og á meðan er lítið hægt að gera til að tryggja aukinn jöfnuð. Okkur þing- mönnum tókst að auka völd Alþingis verulega og nú er ekki lengur bannað að breyta frumvörpum framkvæmdavaldsins. Enn hefur ekki tekist að tryggja að frumvörp þingmanna fái sömu meðhöndlun í þinginu og frumvörp framkvæmdavalds- ins. Því markmiði verður að ná, ef takast á að draga úr flokks- ræðinu og foringjahollustunni á Alþingi sem hindrar marga þingmenn í að fara að sannfæringu sinni af hræðslu við áhrifa- leysi, einangrun og ekki síst við að vonin um ráðherrastól verði að engu.“ Lilja Mósesdóttir, þingkona VG „Þolinmæði fólks er á þrotum. Mótmæl- in í gær voru krafa um kosningar og þessi skilaboð komu afar skýrt yfir til ríkisstjórn- ar og þingmanna.“ Tíðindi ársins Frá mótmælunum við Alþingishúsið í búsáhaldabyltingunni í janúar. Hluti mannfjöldans kveikti bál á Austurvelli fyrir framan þinghúsið og öskraði í sífellu einkunnarorð byltingarinnar: „Vanhæf ríkisstjórn.“ Byltingin er sú fyrsta hér á landi sem leiðir til þess að ríkisstjórn láti af völdum. Uppgjör við hrun Uppgjörsþrenningin sem samanstendur af Ólafi Haukssyni, Evu Joly og Páli Hreinssyni hefur mikið verið í umræðunni enda er uppgjörið við efnahagshrunið á þeirra könnu. Ólafur og Joly tilheyra ákæruvaldinu sem getur sótt menn til saka fyrir lögbrot og Páll fer fyrir rannsóknarnefndinni sem á að greina og útskýra orsakir hrunsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.