Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 35
2010 VERÐUR ERFIÐASTA ÁRIÐ
„Ég held að við séum ansi nálægt
botninum, hvað varðar þessa inn-
lendu eftirspurn; neysluna annars
vegar og fjárfestinguna hins vegar. En
svo er hitt annað mál hvort við séum
að spyrna okkur í botninn á leiðinni
upp eða hvort við séum að staðna,“
segir Almar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra stór-
kaupmanna, spurður hvernig árið
2010 horfi við honum.
Vantar skýra sýn
Almar segir að félagið hafi áhyggjur
af því að neyslan sé ekki að taka við
sér nógu hratt, eftir mikinn samdrátt
í kjölfar hrunsins. Þar spili skatta-
breytingar ríkisstjórnarinnar hlutverk.
„Okkur finnst vanta skýrari sýn á það
hvernig menn vilja rífa neysluna bet-
ur upp,“ segir hann. Almar óttast að
skattabreytingar ríkisstjórnarinnar,
sem taka gildi um áramótin, hafi mikil
áhrif á kauphegðun fólks.
Almar bendir einnig á að gengið
hafi skert kjör fólks mikið. Ákveðnir
vöruflokkar hafi meira en tvöfaldast í
verði á hálfu öðru ári. Þeir vöruflokk-
ar séu mjög háir í verði og það hafi svo
neikvæð áhrif á verðbólguna.
Frekari uppsagnir
Almar segist því miður ekki sjá fyrir sér
að krónan styrkist á næstunni. Gjald-
eyrishöftin spili þar inn í. Hann efast
um að gengið væri veikara þó gjald-
eyrishöftin hefðu aldrei komið til. Því
megi spyrja sig hvaða tilgangi þau hafi
þjónað. Hann segir að krónan hefði ef
til vill tekið enn meiri dýfu í hruninu
en með höftunum hafi verið komið í
veg fyrir því hún rétti sig af á frjálsum
markaði.
Almar bendir á að Seðlabankinn
hafi spáð því að krónan sé veikari nú
en hún verði til lengri tíma. „Það þýðir
annars vegar að til eru að verða til út-
flutningsfyrirtæki sem eiga sér í raun
ekki lífsvon þegar krónan kemst í jafn-
vægi. Hins vegar þýðir lágt gengi krón-
unnar að sífellt fleiri innlend fyrirtæki
ryðjast út af markaðnum, á svolítið
ósanngjarnan hátt má segja,“ útskýr-
ir hann. Hann segir að sú þróun gæti
snúist við með sterkara gengi. „En það
má auðvitað ekki gleyma því að geng-
ið gerir það að verkum að við erum að
skapa útflutningstekjur,“ bendir hann
á. Hann segist ekki sjá annað í spil-
unum en frekari uppsagnir. „Það eru
mörg fyrirtæki búin að hagræða mikið
og maður sér svo sem ekki mikið ann-
að en áframhaldandi uppsagnir,“ seg-
ir hann.
Einfaldari skattar
Óvissuþættir á borð við Icesave, krón-
una og gjaldeyrishöftin hafa haml-
andi áhrif á atvinnulífið að mati Alm-
ars. Hann segir mikilvægt að leysa úr
þeim sem fyrst, þannig að menn fari
að treysta því að samdrættinum sé að
ljúka. Það gefi mönnum færi á því að
sjá fram í tímann og þá ráðist menn
frekar í framkvæmdir. Hann segir
að Icesave-málið hafi tafið mjög af-
greiðslu annarra mála og það sé þjóð-
arbúinu dýrkeypt. Það kosti jafnvel
meira en sem nemur upphæðunum
sjálfum í Icesave.
Spurður hvernig kaupmönnum
hugnist sú blandaða leið sem ríkis-
stjórnin hefur talað fyrir; að hækka
skatta og skera niður, segir Almar að
hann vilji sjá meiri hagræðingu í ríkis-
útgjöldum. „Ef við horfum tvö til þrjú
ár aftur í tímann eru þau eini liðurinn
sem á eftir að laga að nýju ástandi.
Fjárfesting og neysla er búin að drag-
ast saman en útgjöld ríkissjóðs eru
enn svolítið mikil,“ segir hann og held-
ur áfram: „Við skiljum vel að það þurfi
að hækka skatta en við hefðum viljað
fara einfaldari leiðir,“ segir hann og
bendir á nýjar reglur um arðgreiðsl-
ur úr einkafélögum. Þar séu komnar
upp hindranir sem menn muni vafa-
lítið fara fram hjá; stofna öðruvísi fé-
lög og þess háttar. „Það er ekki verið
að afla tekna heldur bara koma fjá-
magni og ákveðnum hlutum á hreyf-
ingu. Langflestir í atvinnulífinu eru
sammála því að einfaldir skattar séu
betri en flóknir,“ segir hann en fagnar
þó þeirri ákvörðun stjórnvalda að falla
frá þriggja þrepa virðisaukaskattkerfi
sem áður hafði verið boðað.
baldur@dv.is
„Ég leyfi mér að vera bjartsýnn
en um leið er ljóst að árið 2010
verður erfitt,“ segir Jón Steindór
Valdimarsson, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins. Hann telur
að fjölmörg tækifæri séu þó fram
undan sem þurfi að spila úr af
skynsemi. Að hans mati höfum við
ekki enn náð botninum og líklega
eigi atvinnuleysi og samdráttur
eftir að aukast þar til birta tekur á
ný. Jón Steindór telur að árið 2010
verði erfiðasta árið í kreppunni.
Batamerki fari þó að sjást um mitt
ár 2011 en það verði hægur bati.
„Það eru vissir óvissuþættir
sem snúa að stjórnmálum. Nauð-
synlegt er að sýna aðhald í ríkis-
rekstrinum. Það mun reyna enn
frekar á getu ríkisstjórnarinnar að
sýna aðhald í fjárlögum fyrir árið
2011,“ segir hann. Þróun í lönd-
unum í kringum okkur skipti líka
miklu máli um það hvenær bati
hefjist hérlendis.
Aðspurður um hvað muni vega
þyngst í kjaraskerðingu almenn-
ings telur Jón Steindór að almenn-
ar skattahækkanir vegi þungt. „Ég
hef áhyggjur af því að of langt hafi
verið gengið í skattahækkunum og
það muni draga úr neyslu og um-
svifum í hagkerfinu. Einnig óttast
ég að neðjanjarðarhagkerfi vaxi
vegna þessa,“ segir Jón Steindór.
Að hans mati verða ennþá erfið-
leikar í mannvirkjagerð. Iðnað-
ur hérlendis sé hins vegar mjög
sveigjanlegur og mörgum gangi
vel. Sérstaklega iðnfyrirtæki sem
starfa við útflutning. Hann von-
ar að minnkandi verðbólga muni
leiða til minni kaupmáttarrýrnun-
ar í ár líkt og spár flestra geri ráð
fyrir. „Vonandi styrkist krónan líka
eitthvað. Það ætti að lækka inn-
flutningsverðið. Krónan er mjög
lág núna og það er ekki æskilegt til
lengdar,“ segir Jón Steindór.
as@dv.is
HVAÐ GERIST Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2010?
2 prósenta neikvæður hagvöxtur
Verðbólga verður fimm prósent
Kaupmáttur mun rýrna um 11 prósent
Atvinnuleysi verður 10,6 prósent
Tekjuskattshækkun verður 5.700 krónur á hvern vinnandi einstakling
Virðisaukaskattur hækkar úr 24,5 prósentum í 25,5 prósent
Ísland hefur aðildarviðræður við Evrópusambandið
Meðaltalsgengi krónu gagnvart evru lækkar úr 173 krónum í 176 krónur
HVAÐ GERIST ERLENDIS ÁRIÐ 2010?
1. janúar. Spánverjar taka við forsæti Evrópusambandsins.
4. janúar. Hæsta mannvirki heims verður fullklárað í Dubai, Burj Dubai.
29. mars. Sólin og jörðin verða óvenjunærri hvor annarri, þegar jörðin verður á milli sólarinnar og mars.
12.-28. febrúar. Vetrarólympíuleikarnir haldnir í Vancouver, Kanada.
1. maí. Heimssýningin í Sjanghæ hefst og stendur yfir til 30. október.
11. júní. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefst í Suður-Afríku.
26. júní. Deildarmyrkvi á tungli.
1. júlí. Belgar taka við forsæti Evrópusambandsins af Spánverjum.
29. nóvember. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar haldin í Mexíkó.
21. desember. Almyrkvi á tungli.
Kveðjum AGS
árið 2011
Ólafur Ísleifsson, hagræðingur og lekt-
or við Háskólann í Reykjavík:
„Ef árið 2009 er árið sem almenn-
ingur rak af höndum sér vanhæfa
ríkisstjórn verður árið 2010 ár upp-
gjörsins,“ segir Ólafur Ísleifsson,
hagfræðingur og og lektor við Há-
skólann í Reykjavík. Að hans mati
höfum við þegar tekið út mikla
kaupmáttarrýrnun og Ísland orðið
að láglaunalandi í Evrópu. Íslend-
ingar hafi ekki lengur efni á því að
ferðast til útlanda nema til landa
eins og Póllands og Tyrklands.
Hann telur einn helsta óvissu-
þáttinn fyrir árið 2010 snúa að því
hvort það takist að verja gengi ís-
lensku krónunnar frekara falli. Seg-
ist hann hóflega bjartsýnn á að það
takist. Einnig muni reyna á hvernig
fyrirtækjum og einstaklingum reiði
af í nýju skattaumhverfi. „Endur-
skipulagning á fjárhag fyrirtækja
verður að fara fram. Það er nauð-
synlegt að koma fyrirtækjum í líf-
vænlegri stöðu. Hið sama á við um
heimilin,“ segir Ólafur.
Fjármagnskostnaður of hár
Ólafur telur óheppilegt að fara í
framkvæmdir við gagnaver á Ásbrú
í Reykjanesbæ þegar deilur standi
um lykileigandann. „Væri til of mik-
ils mælst að aðaleigandinn dragi sig
út úr verkefninu svo þátttaka hans
í því valdi ekki frekari truflunum?
Verkefnið sjálft er af flestum talið
gott,“ segir hann. Að hans mati gæti
reynst erfitt að fara í álversfram-
kvæmdir árið 2010 þar sem fjár-
magnskostnaður íslenskra aðila sé
það hár um þessar mundir. „Það er
spurning hvort fjámagnskostnaður
sé orðinn það hár að stóriðjufram-
kvæmdir geti ekki borið hann,“ seg-
ir Ólafur. Álversframkvæmdir kunni
að frestast þangað til fjármagns-
kostnaður verði orðinn viðunandi.
Meiri niðurskurð
Ólafur telur að ríkisstjórnin muni
þurfa að skera enn meira niður út-
gjaldahlið fjárlaga fyrir árið 2011.
„Það voru margvísleg verkefni sem
menn töldu sig hafa efni á þegar
hér ríkti svokallað góðæri. Menn
verða að horfast í augu við það að
nú höfum við ekki ráð á þeim öll-
um,“ segir hann. Nefnir hann þá
sérstaklega reglur um fæðingar-
orlof. Sjómannafslætti megi jafna
við styrkveitingu til sjávarútvegsins
sem nú býr við afar hagstæð rekst-
arskilyrði.
Gríðarlegur vaxtakostnaður
Samkvæmt fjárlögum fyrir 2010
munu vaxtagjöld hins opinbera
nema 94 milljörðum króna. Ólafur
segist setja spurningamerki við það
hvort ríkið geti staðið undir svona
háum vaxtakostnaði. „Þessu er
haldið fram af Seðlabankanum og
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það er
ekki hægt að segja að sá málflutn-
ingur sé sérlega traustverkjandi þar
sem þessum aðilum hefur ekki tek-
ist að halda utan um heildartölur
um skuldir ríkisins og þjóðarbús-
ins,“ segir hann. Það sé ekki hægt
annað en að setja spurningamerki
við þessa skuldastöðu og sérstak-
lega verður hún óljós eftir að Al-
þingi kýs um Icesave í dag. Við þetta
bætist gjaldþrot Seðlabankans sem
metið er sem fimmtungur af lands-
framleiðslu af Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum. Aðspurður hvort gjald-
þrot Seðlabankans sé einsdæmi
í vestrænni sögu segir Ólafur að
danski seðlabankinn muni hafa
orðið gjaldþrota í kjölfar Napól-
eónsstyrjaldanna í byrjun nítjándu
aldar.
AGS kvatt 2011
Hann segir jákvætt að samdráttur
í framleiðslu og atvinnuleysi hafi
ekki orðið jafnmikill og menn hafi
óttast. Landið sé sneisafullt af gáf-
uðu hæfileikafólki. Erfitt sé þó að
tímasetja það hvenær botninum
verði náð í íslensku efnahagslífi.
„Við eigum að setja okkur það mark-
mið að hafa lokið efnahagsáætlun í
samstarfi við Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn með góðum árangri og hafa
kvatt sjóðinn á 200 ára afmæli Jóns
Sigurðssonar 17. júní 2011,“ segir
Ólafur að lokum. as@dv.is
„Ansi nálægt botninum“
Jón S. Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins:
Batamerki um mitt ár 2011