Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 38
ERUM ALLTAF REIÐUBÚIN Ég hef bókstaflega verið á milli Hólm-steins og sleggju síðustu mánuði. Ég starfa á DV, þar sem lærimeistarinn í blaðamennsku er Reynir Traustason, annar tveggja ritstjóra. En til þess að flækja hlutina hef ég líka verið að læra stjórnmálafræði í Háskóla Íslands. Þar á bæ hefur einn helsti lærimeistari minn verið Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Það vita það allir sem vijla vita það að þessir tveir menn eru eins miklir erkifjendur og hugsast getur. Til þess að einfalda mjög fyrir lesendum, þá er efna- hagshrunið í grófum dráttum Baugi, DV (Davíð Vondur) og Forseta Íslands að kenna, samkvæmt Hannesi og félögum. Hinn læri- meistarinn skellir hins vegar skuldinni á Davíð Oddsson og hirð hans. Þessir tveir menn, Hannes og Reynir, hafa verið að andskotast hvor í öðrum á netinu í allt haust. Hannes Hólmsteinn sem æðsti spuna-meistari Náhirðar hrunsins, að mati Reynis, sem hefur svo, að mati Hannesar, komið fram sem viljalaust verkfæri Jóns Náskers. Í þessari endalausu ritdeilu hef ég gegnt skemmtilegu hlutverki sendi-boða. Á mánudögum hitti ég Hólmstein á göngum háskólans, þar sem ritdeilurnar bárust iðulega í tal. Hannes sagði hróðugur eitthvað á þessa leið: „Já, þið DV-menn. Ég hef nú svo gaman af því að skjóta á þá, en þeir taka því svo illa. Hann Reynir verður alveg brjálaður.“ Alltaf bað hann samt að heilsa upp á DV. Ég kinkaði kurteislega kolli og jánkaði. Á þriðjudögum hitti ég svo Reyni á DV, sem sagði nánast orðrétt það sama og hinn lærimeistarinn. „Gaman að skjóta á þennan Hannes, hann tryllist alveg.“ Svo bað hann mig um að skila góðri kveðju til Hannesar. Í sitthvoru horninu fögnuðu þeir glæstum sigri í ritdeilunni.Ég neita því ekki að þetta hlutverk tók aðeins á og ég þurfti að beita málamiðlun til þess að halda kennaranum og ritstjór-anum góðum. En nú hef ég lokið öllum námskeiðum hjá Hannesi Hólmsteini og þá verður ekki aftur snúið. Ritstjór- inn var vitaskuld ánægður að endurheimta blaðamann sinn úr klóm Hólmsteins. Alveg þar til ég sagði honum að ég liti miklu frekar svo á að nú hefði ég lokið þjálfun lærimeistarans til þess að gerast fullgildur með- limur í ungliðahreyfingu Náhirðarinnar. Eftir að hafa lært allt um ótrúlega yfirburði bandaríska kerfisins yfir sænska velferðarríkinu og um öll helstu rök frjálshyggjumanna gegn jafnaðarstefnu og öðru eins kjaftæði, stend ég stoltur á tímamótum. Ég er útskrifaður ung-Náhirðingur. Fleira sem ég lærði í þjálfuninni er að femínistar eru í grunninn marxistar og að kvóta- kerfið er frábært. Einnig veit ég núna að bera má fóstureyðingar saman við að skjóta skipsbrotsmann sem rekur á land á eyðieyju mína. Árið 2010 verður notað til þess að beita hinni nýju þekkingu minni af fullu afli. Það besta af öllu við þetta nýja hlutskipti mitt er að ég er í frábærri stöðu til þess að Náhirð-væða DV innan frá. Planið er að fara um eins og úlfur í sauðargæru og vera augu og eyru Náhirð- arinnar. Hádegishlé og kaffitíma mun ég svo nota til hins ýtrasta og breiða út fagnaðarerindi frjálshyggjunnar. Ég er orð- inn handhafi sannleikans. Ég mun ganga spekings- lega um sali DV og ræða einslega við villuráfandi blaðamenn, líkt og Sókr- ates sjálfur. Ég mun lúra við kaffivélina og afhjúpa fávisku Náskers-manna. Einum af öðrum mun ég ná blaðamönnun- um á mitt band og gera þeim ljóst hvernig Ísland get- ur orðið ríkasta land í heimi. Ég ráðgeri að í árslok verðum við komnir í meirihluta. Nýjasti útskriftarárgangur Hannesar Hólmsteins er kominn út í lífið, tilbúinn til þess að gera Íslandi gagn. Tæki- færið er einstakt. Síðustu árgangar hans hafa slegið í gegn í banka- kerfinu og nú verður gefið í á nýjan leik. Hvern hefði órað fyrir því að Hannesi Hólm- steini tækist að ná leigu- penna Náskersins á sitt band og planta honum inn í höfuðvígi óvinar- ins? GENGINN Í NÁHIRÐINA „Það mega allir selja flugelda og margir vilja bita af kökunni en við finnum rosalega mikið traust í okkar garð. Fólk kem- ur til okkar og leitar okkur uppi. Ég er búinn að vera fimm ár í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Ætt- ingjar mínir eru flestir í björgun- arsveitum og það hefur alltaf verið draumur að vera í björgunarsveit. Þegar ég var orðinn 17 ára rétti einn félagi minn mér dagskrána og ég mætti á kynningarfund – eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir Einar Ey- steinsson, meðlimur í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Nýliðastarfið í Hjálparsveitinni í Kópavogi er fyrir fólk sem er eða verð- ur 17 ára á árinu og eldra. Það eru engin efri mörk og ekkert inn- tökugjald. Einar segir að það sé gaman að vera í björg- unarsveit. Þetta sé nánast eins og önnur fjölskylda. „Þetta er númer eitt, tvö og þrjú. Það er bara þannig og ég mæli með þessu.“ Finnum mikið traust Tími Einars þessa dagana fer að mestu í flugeldasölu Hjálparsveit- arinnar og að sjálfsögðu í sjálfboða- vinnu. Hann er ekkert alltof hrifinn af öðrum sem selja flugelda en þetta er jú frjálst land. „Þetta er okkar helsta tekjulind. Án hennar værum við ekki neitt. Það mega allir selja flugelda og margir vilja bita af kökunni en við finnum rosalega mikið traust í okk- ar garð. Fólk kemur til okkar og leitar okkur uppi. Við erum mjög ánægð- ir með það. Við finnum fyrir miklu trausti frá fólki þessi dægrin.“ Þétt dagskrá Varla er til einhver venjulegur dagur í lífi björgunarsveit- armanns en vikan er þéttskipuð. „Ég mæti í skólann eða vinnuna og að degi loknum er yfirleitt einhver dagskrá um kvöldið. Hjálparsveitin býður upp á þrekæfingar tvisvar í viku þannig að þeir sem vilja koma sér í form eða halda sér í formi eiga kost á því. Síðan erum við með vinnukvöld alla þriðjudaga. Þá hittast allir í Skemmunni, sem er aðstaðan okkar, og þrífa hátt og lágt. Gera við og dytta að – passa að allt sé í toppstandi. Svo er hist í vöfflukaffi á eftir. Þar fær maður að heyra hetjusögur. Það er nóg til af þeim,“ segir hann og hlær. Eina sem þarf er vilji Hjálparsveit skáta í Kópavogi er 40 ára og mik- ið vatn hefur runnið til sjávar síðan sveitin var stofnuð. Ný og glæsileg tæki og allur öryggis- búnaður er orðinn fyrsta flokks. „Þetta er búið að vera mikið afmælisár – við höfum tekið á móti almenningi í heimsókn til okkar og við vorum með kynningardag í Kópavogi. Síðan var risaafmælisveisla þar sem stofnfélagar mættu. Þeir töluðu einmitt um það hvað þetta væri búið að vinda upp á sig síðan þeir stofnuðu sveitina fyrir þessum árum.“ Hjálparsveitin í Kópavogi er með mikla útgerð, mörg tæki og tól. „Stundum dugar þetta samt ekki til. Það voru 50 félagar sem komu á kynning- arfund og höfðu áhuga á að byrja. Eina sem þarf er vilji og að vera orðinn 17 ára. Við erum með marga bíla, enda tilefnin mörg,“ segir Einar sem er formaður deildar innan Hjálparsveitarinnar í Kópavogi sem kallast Leitarflokkur. Sá flokkur sérhæfir sig í leit að týndu fólki. Um tíu manna samhentur og vel þjálfaður hópur er innan deildarinnar. „Fólk náttúrlega sérhæfir sig sam- kvæmt sínu áhugasviði, í jeppaklúbbnum eru til dæmis menn sem eru mjög færir að aka utan vega og svo framvegis. Þó að ég sé í einum flokki er maður ekki bundinn við hann.“ Góðir yfirmenn Þegar björgunarsveitarmaður fær SMS með til- kynningu um útkall hefst mikið ferðalag. „Þeg- ar við erum boðaðir út er maður annaðhvort í skóla eða vinnu og maður verður að rjúka af stað . Ég á svo góða yfirmenn á BK kjúklingi að þeir skilja þetta mjög vel og leyfa mér alltaf að fara. Kennararnir vita þetta líka og sýna þessu skilning. Þegar við komum í hús eru nánari upplýsingar komnar og okkar útkallssvæði get- ur verið mjög fjölbreytilegt. Ef það eru stór verkefni úti á landi sem þurfa meiri mannskap þá förum við þangað. Þó er meginhluti verkefna okkar nálægt höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Einar sem er ávallt tilbúinn. „Það skiptir engu máli hvort það er aðfangadagur eða mið nótt. Það var út- kall á aðfangadag 2004 og það vantaði ekki mannskapinn. Það voru allir tilbúnir að fara frá jólasteikinni og leita að manni sem hafði týnst. Tíma- eða dagsetning skiptir engu – við erum alltaf tilbúnir.“ benni@dv.is Einar Eysteinsson hefur verið í Hjálpar- sveit skáta í Kópavogi í fimm ár. Hann segir að flugeldasalan sé gríðarlega mikilvægur þáttur í starfi sveitarinnar – án hennar sé starfið ekki mögulegt. Einar hefur alltaf haft áhuga á útivist og ættingjar hans eru margir í björgunarsveit- um. Hann byrjaði nánast um leið og hann náði 17 ára aldri. 38 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 UMRÆÐA björgunar- sveitarmanns Í fullum skrúða Myndin er tekin á svokölluðum HSSK-degi sem er haldinn snemma á hverju hausti. Kópur 5 Ford F350-pallbíll. Bíllinn er 6 manna, á 39,5” dekkjum og með sérsmíðaðan pall sem tekur tvo vél- sleða, slöngubát eða annan búnað. Æft í Turninum Björgun- arsveitarmenn landsins æfa sig mikið. Hér síga þeir niður Turninn í Kópavogi. Á bólakafi Myndin er tekin á Hafravatni í janúar 2008. Bátaflokkur Hjálparsveitar- innar fór þangað til að æfa björgun einstaklings sem hafði fallið í vök á vatninu. Úti í náttúrunni Hér er Alfreð Gunnar Sæmundsson, félagi í Hjálparsveit skáta Kópavogi, þegar þeir félagar skruppu upp á Móskarðshnjúka eftir skóla síðastliðinn vetur. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON skrifar HELGARPISTILL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.