Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 45
ÁRAMÓT 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 45 FIMM ATRIÐI SEM BREYTTU LÍFINU ÁRIÐ 2009 Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður: Nýtt starf og ný bók 1 Ég missti starfið síðasta dag ársins 2008 og aðeins nokkrum dögum síðar var mér boðið að stjórna þætti á Skjá einum. Þar er ég enn og þetta hefur ver- ið mjög góð, lærdómsrík og skemmtileg lífsreynsla. Ótrúlegur stuðningur sem ég hef fengið frá alls konar fólki á árinu, sem hefur hrósað mér fyrir vel unnin störf og stappað í mig stálinu. Ég hef fundið meðbyr allt árið og hef fyrir vikið fengið aðgang að nánast öllum sem ég hef viljað ræða við og fengið einstaka innsýn í íslenskt samfélag eins og það hefur verið síðustu árin. Þessa þekkingu ætla ég að nýta mér áfram. Sem sagt „blessing in disguise“ að missa vinnuna. 2 Litla systir mín flutti til landsins með kærasta og syni eftir áralanga dvöl í útlöndum. Ég hef ræktað sambandið við þau og ætla að halda því áfram. Það hafði sérstaklega góð áhrif á mig þegar sonur hennar nýorðinn tveggja ára gamall lærði loksins að segja nafnið mitt. 3 Ferð til Japans síðasta vor með pabba mínum. Einstakt land og frábær ferð í alla staði. Við feðgarnir nutum þess að vera þarna tveir saman og efla tengslin. Ég er algjörlega heillaður af japanskri menningu og Kyoto er fallegasta borg sem ég hef heimsótt. Þangað kem ég aftur, þótt síðar verði. 4 Ég skrifaði mína fyrstu bók á árinu. Flottastur@Feisbúkk. Er ánægður með afraksturinn og held að allir sem hafa gaman að smá kaldhæðni og samfélags- ádeilu ættu að skemmta sér yfir henni. Bækurnar verða vonandi fleiri í fram- tíðinni. Er þegar byrjaður að undirbúa ævisögu Jónínu Ben og hef líka skrifað jafnóðum um það sem hefur gerst bak við tjöldin síðasta árið eða svo og gæti vel hugsað mér að nota það sem grunn að bók um það sem hér hefur gerst. 5 Silvia kærastan mín fékk bæði atvinnutilboð og gekk vel í prófum í háskólanum núna í desember. Það gladdi mig mjög mikið og setti góðan tón fyrir næsta ár. Steinunn Valdís Óskarsdóttir alþingiskona: Gamall draumur rættist 1 Fjölskyldan fékk labradortíkina Röskvu. Hún er mikil gæðatík sem setur sinn svip á heimilið. 2 Gott gengi íslenska kvenna- landsliðsins í fótbolta er mér ofar- lega í huga. Árangurinn hafði áhrif á líf margra ungra fótboltastelpna og sýnir mér enn einu sinni hversu mikilvægar góðar kvenfyrirmyndir eru fyrir stelpur. 3 Atburðirnir við Alþingishúsið í janúar eru ógleymanlegir öllum þeim sem voru staddir inni í húsinu á þeim tíma. 4 Kosningarnar 2009 – gamall draumur um vinstristjórn rættist. 5 Gæðastundir með fjölskyldunni standa einnig upp úr. Þær hafa oft verið fleiri en voru vel nýttar í ár. Einar Bárðarson athafnamaður: Yndislegar stundir í nýju húsi 1 Persónulega þá stendur það efst í huga mér að við sem fjölskylda áttum flutningalaust ár, þó það hljómi einkennilega. Síðustu þrjú ár hefur fjölskyldan verið á stanslausum faraldsfæti milli Íslands og Bretlands út af vinnunni minni en við rétt náðum til Íslands fyrir hrun. 2 Við fundum okkur fallegt hús í lok síðasta árs sem við höfum búið í allt þetta ár, átt yndislegar stundir og eignast nýjar minningar. 3 Við misstum líka á árinu. Hafþór Hafsteinsson, kær vinur okkar hjóna og samstarfsmaður, lést af slysförum. Hugur okkar er með fjölskyldu hans og vinum. 4 Af vettvangi vinnu og fram- kvæmda tók ég Officera Klúbbinn á Ásbrú á leigu og tók þátt í að opna Víkingaheima á Fitjum í Reykjanesbæ í samstarfi við ofurhugana Gunnar Marel Eggertsson og Steinþór Jónsson, það var alveg frábær lífsreynsla. Allt annað en ég hef verið að vasast í í gegnum tíðina. 5 Hæst stendur náttúrlega stofnun Kanans 1. september 2009 og rekstur hans. Allt það frábæra fólk sem er að vinna með mér þar og þau dásamlegu viðbrögð og hvatning sem við höfum fengið hafa komið með ánægjulega á óvart. KOMIÐ ÚT Njótum aðventunnar saman smaar@dv.is 515 55 50 Hafðu samband í síma 515-5555 eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift Smáauglýsinga- síminn er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.