Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 53
ÁRAMÓT 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 53 BARÁTTUHETJA ÁRSINS Guðmundur Sesar Magnússon „Þá skaltu líka lifa“ eru orð sem verða fleyg um langan aldur. Þetta voru síðustu orð Guð- mundar Sesars Magnússonar sjómanns áður en hann lést í sjóslysi við mynni Fáskrúðs- fjarðar fyrr í mánuðinum. Bát sem Sesar og tengdasonur hans voru í hvolfdi í vondu veðri 16. desember síðastliðinn. Þeir komust báð- ir í vélarrúmið þar sem var að finna eina súr- efnið í bátnum eftir að honum hvolfdi, þaðan leituðu þeir leiða til að komast út úr bátnum en fundu engar. Þegar vatnsborðið hækk- aði og náði þeim upp undir höku héldu þeir uppgefnir hvor í annan og báðu saman Faðir- vorið. Sesar hafði orð á því að nú væri stund þeirra komin og þeir skyldu þá reyna að mæta því eins og menn. Þá segir tengdasonurinn við hann: „Og ég sem hlakkaði svo til að eiga fyrstu jólin með syni mínum og konunni.“ Þá horfði Sesar í augu hans í myrkrinu og sagði: „Þá skaltu líka lifa! Þú getur komist niður gat- ið, inn í stýrishúsið og út!“ Við svo búið setti hann hönd ofan á hvirfil tengdasonar síns og ýtti honum af afli niður í átt að útgönguleið- inni. Þetta varð til þess að Ívar komst lífs af. BLOGGHETJA ÁRSINS Lára Hanna Einarsdóttir Margir lesendur tilnefndu Láru Hönnu Ein- arsdóttur, bloggara og leiðsögumann, sem hetju ársins. Þar sem DV var að leita að hetju fyrir eitt tiltekið afrek, og var frekar að horfa til hetjudáðar þar sem sekúndur skipta máli í björgun mannslífa, varð Lára Hanna ekki fyr- ir valinu þrátt fyrir þann mikla stuðning sem hún hlaut í útnefningunni. En DV ákvað hins vegar að velja Láru Hönnu sem blogghetju ársins 2009 en hún hefur meðal annars bent á mýmargt sem betur má fara í eftirmálum hrunsins. Eða eins og einn stuðningsmað- ur hennar rökstuddi tilnefningu sína: „Lára Hanna hefur unnið þrekvirki í bloggskrifum sínum með vandaðri umfjöllun um hrun- ið, verið óþreytandi að vekja athygli okkar á hinum og þessum meinsemdum í þjóðfélag- inu, fjallað um mikilvæg málefni sem snúa að náttúruvernd og orkumálum og svona mætti áfram telja.“ HRUNHETJA ÁRSINS Eva Joly Íslendingar hafa ofurtrú á þessari fransk- norsku valkyrju sem á glæstan feril í uppræt- ingu spillingar. Ef Joly væri ekki að vinna að rannsókn efnahagshrunsins væri vafalítið enn neikvæðara hljóðið í landsmönnum en raunin er. Í viðtali DV við Joly síðastliðið sum- ar kom meðal annars fram að hún er vinnu- þjarkur og hefur unnið tvöfalda vinnu frá sex- tán ára aldri. Þá sagði hún einnig að það væru einungis draumórar að reglan um að allir telj- ist saklausir uns sekt sé sönnuð komi í veg fyrir grunsemdir og rannsókn mála. Ef þessi manneskja getur ekki gert gagn við rannsókn hrunsins getur það enginn. BARNAHETJA ÁRSINS Ibrahim Kolbeinn Jónsson Mamma Ibrahims Kolbeins Jónssonar, sex ára, sagði son sinn hafa bjargað lífi sínu þegar hún fékk verk fyrir hjarta og aðsvif upp frá því í október síðastliðnum. Hann hringdi í Neyð- arlínuna og vinkonu mömmu sinnar sem kom í skyndi. Einnig náði Ibrahim í plast- poka fyrir mömmu sína til að kasta upp í og vatnsglas. „Hann er algjör hetja, svo duglegur. Hann bjargaði lífi mínu,“ sagði mamman, As- hura H. Ramadhan, í viðtali við Fréttablaðið um afrek sonar síns. „HELDRI BORGARA“-HETJA ÁRSINS Helga Elísdóttir Helga Elísdóttir er amma drengs sem Barna- vernd Reykjavíkur ákvað í nóvember að setja í fóstur án dómsúrskurðar. Helga barðist gegn því og hafði sigur. Forsaga málsins er sú að Helga hafði drenginn og eldri bróður hans í sinni umsjá síðan í september 2008 á með- an móðir drengjanna vann í því að koma lífi sínu á réttan kjöl á ný eftir að hafa glímt við áfengisvandamál. Móðir piltanna hafði verið edrú í sex mánuði og í góðri vinnu þegar taka átti drenginn af henni. Helga segir dóttur sína hafa verið langt komna með að ná lífi sínu á réttan kjöl þegar starfsmenn Barnaverndar tilkynntu þeim að níu ára gamli drengurinn yrði sendur til fósturforeldra. En Helga streitt- ist á móti og stóð uppi sem sigurvegari í bar- áttu sinni við kerfið. ÍÞRÓTTAHETJA ÁRSINS Gunnar Nelson Gunnar Nelson bardagaíþróttamaður er ekki á topp tíu listanum í vali Samtaka íþrótta- fréttamanna á íþróttamanni ársins 2009 þar sem félag hans, Mjölnir, er ekki hluti af Íþróttasambandi Íslands. En að mati DV er enginn sem kemst með tærnar þar sem Gunnar hefur hælana í árangri á íþrótta- sviðinu þetta árið og er hann því útnefndur íþróttahetja ársins. Uppskera Gunnars á ár- inu er eftirfarandi: Silfurverðlaun á Heims- meistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu (bjj) þar sem hann sló meðal annars út heimsmeist- arann frá síðasta ári, gullverðlaun á Pan jiu- jitsu Championship, gull- og bronsverðlaun á Opna New York-meistaramótinu, 4. sæt- ið í opnum flokki á ADCC sem sagt er sterk- asta glímumót í heimi, gull- og silfurverðlaun á Pan No-Gi Championship, silfurverðlaun á Opna Norðurlandameistaramótinu í bjj og tvenn gullverðlaun á Íslandsmeistaramótinu í bjj. Útnefning hetju ársins hjá DV fór nú fram í annað sinn. Fjölmargir svöruðu ósk blaðsins um tilnefningar til nafnbót- arinnar og voru tugir manna nefndir til sögunnar. Lesendur voru beðnir um að senda nafn eða nöfn þeirra sem þeim fannst verðugir þess að bera nafnbótina hetja ársins 2009 fyrir eitthvað sem viðkom- andi afrekuðu á árinu sem nú er senn á enda. Allir Íslendingar og þeir sem búa hér á landi komu til greina í valinu. Á meðal þeirra sem tilnefndir voru af les- endum DV voru Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags fjár- festa, Hörður Torfason, tónlistarmaður og mótmælandi, Lára Hanna Einarsdóttir, bloggari og leiðsögumaður, Edda Heiðrún Backman, leikkona og bar- áttukona, Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra, Lilja Mósesdóttir þingmaður, Guðmundur Sesar Magnússon sjómaður, Atli Thoroddsen flugmaður, Ibrahim Kol- beinn Jónsson og „Íslendingurinn“ sem er ekki farinn af landi brott vegna ástandsins og ætlar ekki. Ritstjórn DV skar svo úr um hver skyldi hljóta nafnbótina hetja árins 2009 hjá blað- inu og urðu Svava Snæberg og Sigurður Bet- úel Andrésson fyrir valinu að þessu sinni. Þess ber að geta að Guðmundur Sesar kom afar sterklega til greina sem hetja ársins en hans afreki eru gerð skil annars staðar á opnunni. Meðal þjóðarinnar eru margar hetjur. Tvær urðu fyrir valinu í útnefningu á hetju ársins 2009 að mati DV en fjölmargir aðrir væru vel að nafnbótinni komnir. Hér eru nefndar nokkrar hetjur á ýmsum sviðum. Aðrar hetjur ársins AÐ HEYRA HANN ANDA arráðið eitt kvöldið. Þá var grjóti kastað að þeim sem varð til þess að nokkrir mótmæl- endur reyndu að skýla hinum svartklæddu fyrir ofbeldismönnunum. Óraunverulegur tími „Þetta varð sífellt agressífara. Þetta byrjaði með að fólk henti tómötum í okkur en fór svo að henda harðari hlutum í okkur eins og grjóti, beinlínis til þess að skaða mann,“ segir Sigurður um þessar eftirminnilegu vikur. „Þetta var orðið, eins og ég segi, óraun- verulegt. Stjórnendur okkar gáfu okkur fyr- irmæli um að halda kyrru fyrir og vera þol- inmóðir svo menn færu ekki að hlaupa framundan sér. Og maður fór eftir því, þótt maður væri kannski orðinn þreyttur og pirr- aður eftir að hafa vakað lengi og hafa ver- ið kallaður aumingi, fáviti, ræfill, svikari og fleira. Krakkar kölluðu mann öllum illum nöfnum, gamalt fólk og fólk á öllum aldri þar á milli. Það var hrækt á mann, sparkað í mann og kastað hlutum í mann. Ég fékk með- al annars grjót í mig en hlaut bara ekki skaða af því það lenti í brynjunni,“ segir Sigurður al- varlegur á svip. Upplifði sig óvin fólksins Þetta var því erfiður en um leið lærdómsríkur tími fyrir Sigurð og alla hina lögreglumenn- ina sem stóðu í þessari orrustu. Orrustu sem líklega flestir landsmenn geta sammælst um að þeir hafi staðið sig vel í, hvað sem líður ákvörðunum og aðgerðum – eða aðgerða- leysi – stjórnvalda á sama tíma. „Þegar var verið að henda í mann drasli fannst maður maður vera mesti óvinur mannfólksins. En svo sagði manni eitthvað innst inni að það væri kannski ekki alveg rjóminn af mannkyninu sem væri að henda grjótinu í mann. Og svo fór að rigna inn á lögreglustöðina þakkarkortum, gjöfum og hvatningarorðum þannig að maður skynjaði það seinna meir að fólk kunni að meta þessi störf manns.“ kristjanh@dv.is Margir tilnefndir Íslendingar Nöfn margra lands- manna voru nefnd í útnefningum lesenda á hetju ársins. MYND RÓBERT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.