Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 56
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is
60 ÁRA Á GAMLÁRSDAG
Friðrik Marteinsson
KERFISSTJÓRI HJÁ VARNARMÁLASTOFNUN
Filli fæddist á Akureyri en ólst upp í
Ólafsfirði og á Sauðárkróki þar sem
hann tók landspróf 1965. Hann lauk
stúdentsprófi frá MA 1969, stundaði
nám í stærðfræði og tölvufræði við
Uppsalaháskóla í Svíþjóð til 1972 og
aftur 1986-88.
Filli starfaði hjá SKÝRR 1972-76
sem tölvari, forritari og síðast sem
yfirkerfisforritari. Hann starfaði hjá
Kristjáni Ó. Skagfjörð hf., tölvudeild,
1976-79, og kenndi tölvufræði við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti 1978-
79.
Filli stofnaði, ásamt Ara Arnalds,
Verk- og kerfisfræðistofuna, VKS,
1979 og starfaði þar til 1985. Þá var
hann einn af stofnfélögum Kaup-
þings hf. 1982.
Eftir heimkomuna frá Svíþjóð
1988 starfaði Filli um hríð sjálfstætt
en tók við forstöðu nýrrar tölvudeild-
ar Ríkisútvarpsins 1990 og starfaði
þar til 1997 er hann fór til Kögunar
hf. Hann var verkefnastjóri hjá Rík-
isskattstjóra og Tryggingastofnun
2006-2008 er hann tók við kerfis-
stjórastöðu hjá Varnarmálastofnun.
Filli var í Skagfirsku söngsveitinni
í Reykjavík um nokkurra ára skeið.
Þá söng hann með Karlakór Kefla-
víkur í nokkur ár. Hann starfaði með
sunddeild Ármanns og var í móta-
nefnd SSÍ um tveggja ára skeið.
Fjölskylda
Filli kvæntist 9.6. 1973 Þórhildi
Lilju Þorkelsdóttur. Þau skildu.
Börn Filla og Þórhildar Lilju eru
Sólveig, f. 26.9.1976, verkefnastjóri
hjá Vodafone en maður hennar er
Hörður Steinar Sigurjonsson og eru
dætur hennar Sóley Birta og Ásdís
Guðfinna; Marteinn, f. 1.12. 1979,
nemi við HR en sambýliskona hans
er Sigurlína Ingvarsdóttir og er dótt-
ir þeirra Emma; Stefán, f. 30.1. 1982,
verkefnastjóri hjá CCP í Atlanta í
Bandaríkjunum en eiginkona hans
er Johanna Sjöman.
Sambýliskona Filla er Ólöf Braga-
dóttir (Olla), f. 15.10. 1966, frá Borg-
arnesi, gjaldkeri hjá Sparisjóðnum
í Keflavík. Hún er dóttir Braga Ósk-
arssonar, f. 19.3. 1939, d. 31.8.1997,
vélvirkja frá Sigríðarkoti í Fljótum í
Skagafirði, og Sigrúnar Stefánsdótt-
ur, f. 9.5. 1943, fyrrv. bankastarfs-
manns frá Akranesi.
Börn Filla og Ollu eru Karen, f.
27.1. 1995; Bragi, f. 31.3. 1998.
Systkini Filla eru dr. Sveinn
Bjarman Marteinsson, f. 2.2. 1948,
lektor við Uppsalaháskóla í Svíþjóð;
dr. Guðrún Marteinsdóttir, f. 15.1.
1952, d. 24.11. 1994, dósent við HÍ;
Guðbjörg Marteinsdóttir, f. 5.4. 1953,
viðskiptafræðingur og fjármálastjóri
hjá RARIK; Sigurður Marteinsson, f.
3.7. 1955, píanóleikari og kennari við
Tónlistarskólann í Hafnarfirði; Ragn-
ar Marteinsson, f. 20.5. 1957, starfs-
maður Sundsambands Íslands; Sig-
ríður Jóna Marteinsdóttir, f. 16.12.
1958, framkvæmdastjóri í Uppsölum
í Svíþjóð.
Foreldrar Filla eru Marteinn Frið-
riksson, f. 22.6. 1924, fyrrv. fram-
kvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks,
og Ragnheiður Bjarman, f. 26.5.
1927, d. 12.11. 2007, húsmóðir og
skrifstofumaður.
Ætt
Foreldrar Marteins voru Friðrik
Jónsson, útvegsb. á Hofsósi, og k.h.
Guðrún Sigurðardóttir, verkakona og
húsmóðir.
Foreldrar Ragnheiðar voru
Sveinn Bjarman, aðalbókari KEA á
Akureyri, og Guðbjörg Bjarman hús-
móðir.
Bróðir Ragnheiðar er séra Jón
Bjarman, fyrrv. fangelsisprest-
ur. Bróðir Sveins var Stefán Bjarm-
an þýðandi. Sveinn Bjarman, afi
Filla, var sonur Árna Eiríkssonar, b.
á Reykjum i Tungusveit í Skagafirði,
síðar bankagjaldkera á Akureyri, Ei-
ríkssonar, b. á Skatastöðum í Aust-
urdal, og Steinunnar Jónsdóttur, pr.
á Mælifelli í Skagafirði Sveinsson-
ar, náttúrufræðings og landlæknis
í Nesi við Seltjörn Pálssonar. Móðir
Jóns var Þórunn Bjarnadóttir, bama-
barn Skúla Magnússonar landfógeta.
Móðir Steinunnar var Hólmfríður,
systir Benedikts, afa Geirs Hallgríms-
sonar forsætisráðherra. Systir Hólm-
fríðar var Sólveig á Gautlöndum,
móðir ráðherranna Péturs og Krist-
jáns Jónssona, og Rebekku, móður
Haraldar Guðmundssonar ráðherra,
og ömmu Jóns Sigurðssonar, fyrrv.
viðskiptaráðherra og bankastjóra.
Hólmfríður var dóttir Jóns, ættföð-
ur Reykjahlíðarættar Þorsteinssonar.
Guðbjörg Bjarman, amma Filla,
var dóttir séra Björns Jónssonar á
Miklabæ í Skagafirði og Guðfinnu
Jensdóttur, b. að Innri-Veðrará í Ön-
undarfirði Jónssonar.
Ísak fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp. Hann lauk stúdentsprófi frá
MH og BA-prófi í sagnfræði með
landafræði sem aukafag frá HÍ 1987.
Ísak var blaðamaður við DV
1987-88 og 1990-97 og stundaði
síðan skrif í lausamennsku fyrir
fjölda aðila, s.s. DV, Viðskiptablaðið,
Frjálsa verslun, Fram - Fótboltafé-
lag Reykjavíkur, auk þess sem hann
starfaði við almannatengsl og hefur
stundað þýðingar. Þá var hann fram-
kvæmdastjóri Bridge-sambands Ís-
lands 1988-90 og 2005-2007.
Ísak hefur auk þessa verið
birgðameistari á Hótel Borg, stund-
að fiskvinnslu á Patreksfirði og í
Reykjavík, verið í byggingarvinnu,
stundað garðyrkju og verið keppn-
isstjóri í bridge um árabil.
Ísak sat í stjórn Bridgesambands
Íslands um árabil, situr nú í stjórn
Bridgefélags Reykjavíkur og sat í
stjórn Fram-Fótboltafélags Reykja-
víkur 1998-2000.
Fjölskylda
Systkini Ísaks eru Sigurður Val-
ur Sigurðsson, f. 25.8. 1958, mynd-
skreytir í Reykjavik; Kristín Sif Sig-
urðardóttir, f. 3.3. 1961, starfsmaður
hjá Atlantic, búsett í Hafnarfirði;
Finnur Orri Thorlacius, f. 25.12.
1963, kaupmaður í Reykjavík; Torf-
hildur Silja Sigurðardóttir, f. 28.4.
1971, gjaldkeri við Arion banka, bú-
sett í Garðabæ.
Foreldrar Ísaks eru Sigurður Ís-
aksson, f. 16.8. 1934, bifreiðasmiður
og fyrrv. framkvæmdastjóri í Reykja-
vík, og Edda Thorlacius, f. 30.9.
1934, lyfjafræðingur.
Ætt
Sigurður er sonur Ísaks Eiríksson-
ar, b. að Ási í Rangárhreppi og síð-
ar kaupfélagsstjóri á Rauðlæk, og
Kristínar Sigurðardóttur húsfreyja.
Edda er dóttir Finns Thorlacius,
smiðs á Rauðasandi, síðar í Reykja-
vík, og Þórörnu Erlendsdóttur hús-
freyju.
KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur
ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma
viðburði liðinna ára og minnist horfinna
merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn
tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.is
50 ÁRA Á LAUGARDAG
Ísak Örn Sigurðsson
FYRRV. FRAMKVÆMDASTJÓRI BRIDGESAMBANDS ÍSLANDS OG BLAÐAMAÐUR
56 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 ÆTTFRÆÐI
3. JANÚAR
30 ÁRA
n Tania Dianne Ellifson Frostafold 2, Reykjavík
n Sunna Mímisdóttir Maríubaugi 123, Reykjavík
n Rósa Hrund Kristjánsdóttir Álagranda 4, Reykjavík
n Baldur Jóhannsson Furubergi 11, Hafnarfirði
n Svanborg Anna Jóhannsdóttir Ólafsvegi 13,
Ólafsfirði
n Atli Sævar Guðmundsson Fögrukinn 17, Hafnarfirði
n Hreiðar Ævar Jakobsson Drekavöllum 18,
Hafnarfirði
n Juliet A. Arulcheyan Miðtúni 2a, Selfossi
n Jacob Jörgensen Tröllagili 29, Akureyri
n Agnieszka Szczepanik Víðimel 78, Reykjavík
n Gísli Magnússon Dynskógum 3, Hveragerði
n Halldóra Ingimarsdóttir Básbryggju 21, Reykjavík
n Baldvin Ingi Sigurðsson Karfavogi 58, Reykjavík
n Gunnar Dór Karlsson Mosarima 15, Reykjavík
n Ari Freyr Ólafsson Bárustíg 11, Sauðárkróki
n Jóhann Gunnar Ólason Reynigrund 44, Akranesi
n Erna Soffía Einarsdóttir Eskihlíð 12, Reykjavík
n Hulda Björg Hreiðarsdóttir Snægili 11, Akureyri
n Fjóla Kr. Hólm Jóhannesdóttir Nesgötu 25,
Neskaupstað
n Rúnar Gauti Guðjónsson Bústaðavegi 79, Reykjavík
n Basil Britto Xavier Eggertsgötu 30, Reykjavík
n Hallgrímur Snær Frostason Grundargerði 2,
Reykjavík
40 ÁRA
n Bryndís Ásta Reynisdóttir Eskivöllum 9b,
Hafnarfirði
n Kristrún Hafliðadóttir Dverghólum 21, Selfossi
n Sæunn Kristín Hilmarsdóttir Skagabraut 26,
Akranesi
n Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir Syðri-Knarrartungu,
Snæfellsbæ
n Ingvar Sigurðsson Steinsstöðum 1, Akureyri
n Jóhanna Soffía Birgisdóttir Hlíðarási 7, Hafnarfirði
50 ÁRA
n Daniela Ilea Gunnarsson Háaleitisbraut 35,
Reykjavík
n Guðrún Þóra Sigurðardóttir Melhæð 5, Garðabæ
n Konný Sóley Guðmundsdóttir Hrísbraut 10, Höfn í
Hornafirði
n Hörður Ingi Sigurgeirsson Sóltúni 49, Selfossi
n Elín Jóhanna Másdóttir Hamarsgerði 6, Reykjavík
n Guðni Birgir Svavarsson Ljósuvík 52, Reykjavík
n Alda Sigurðardóttir Ártúni 3, Selfossi
n Elín Bjarnveig Sveinsdóttir Egilsstaðakoti, Selfossi
n Hjálmfríður Lilja Nikulásdóttir Melgerði 11,
Kópavogi
n Kári Arngrímsson Óttuhæð 8, Garðabæ
60 ÁRA
n Bergþóra Reynisdóttir Fögruhlíð, Hvolsvelli
n Jón Stefánsson Engihjalla 1, Kópavogi
n Bergþóra Annasdóttir Engihjalla 25, Kópavogi
n Árni Ingimundarson Hlíðarhjalla 72, Kópavogi
n Margrét Á Bjarnhéðinsdóttir Hilmisgötu 5,
Vestmannaeyjum
n Magnús Þorsteinsson Tunguheiði 12, Kópavogi
n Helga Sólveig Einarsdóttir Strandgötu 29a, Eskifirði
n Kolbrún Stefánsdóttir Huldubraut 26, Kópavogi
n Álfheiður E Sigurðardóttir Laugarásvegi 32,
Reykjavík
n Sigrún B Friðfinnsdóttir Kleppsvegi 6, Reykjavík
n Gunnlaugur Garðarsson Steinahlíð 8a, Akureyri
n Áslaug Jóhannesdóttir Sogavegi 192, Reykjavík
n Halldór B Kristjánsson Breiðuvík 1, Reykjavík
n Bergljót Aradóttir Espigerði 2, Reykjavík
n Jarin Tanja Chimjaroen Laugarnesvegi 110,
Reykjavík
70 ÁRA
n Hugrún Selma Hermannsdóttir Vogsholti 5,
Raufarhöfn
n Guðbjörg Svavarsdóttir Borgarbraut 65a,
Borgarnesi
n Anna María Jóhannsdóttir Vaðlabyggð 2, Akureyri
n Ólafur Larsen Kotárgerði 1, Akureyri
75 ÁRA
n Jakob Sigvaldi Sigurðsson Kirkjubraut 1,
Reykjanesbæ
n Guðmundur Kristinn Jónsson Sóleyjarima 9,
Reykjavík
80 ÁRA
n Elín Grímsdóttir Húnabraut 9, Blönduósi
n Árni Baldvin Hermannsson Hátúni 26, Reykjanesbæ
n Þórður Sveinsson Oddabraut 18, Þorlákshöfn
85 ÁRA
n Ingunn Stefánsdóttir Dalbraut 20, Reykjavík
n Róbert Róbertsson Grænumörk 2, Selfossi
90 ÁRA
n Sigurður Sigurðsson Aðalstræti 97, Patreksfirði
n Guðmundur Axelsson Valdarási syðri, Hvamms-
tanga
95 ÁRA
n Kristín Jónsdóttir Draflastöðum, Akureyri
TIL HAMINGJU