Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Side 62
RAFBÆKUR SLÓGU Í GEGN UM JÓLIN Vinsældir lestölva og rafbóka hafa aldrei verið meiri í heiminum en þessa dagana og nýjar tegundir lestölva líta dagsins ljós í nánast hverjum mánuði. Amazon.com, stærsta verslun heimsins á netinu, kom eigin lestölvu, Amazon Kindle, á markað fyrr á árinu, en Kindle nýtur hvað mestra vinsælda nú meðal almennings. Á jóladag var slegið nýtt met í sögu fyrirtækisins þegar tilkynnt var að sala rafbóka hefði slegið hefð- bundnum prentuðum bókum við í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins. UMSJÓN: PÁLL SVANSSON, palli@dv.is 62 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 HELGARBLAÐ HÁPUNKTAR Í TÆKNI 2009 Árið sem er að líða er um margt sérstakt en hálfgerð bylting varð á mörgum sviðum tækninnar, samskipta- vefir festu sig varanlega í sessi og móta nú daglega hegðun hundraða milljóna manna víðs vegar um heim- inn. DV rifjaði upp nokkur atriði sem stóðu uppúr á árinu í tækniheiminum. Facebook Það má segja að samskiptavefurinn Facebook hafi kirfilega fest sig í sessi árið 2009 og orðið órjúfanleg- ur hluti af daglegu lífi milljóna manna. Tæplega fjögur hundruð milljónir nota nú þessa stærstu og vinsælustu samskiptasíðu heimsins sem er meira en helmingsaukning frá því í janúar á þessu ári. Breytingar á síðunni ollu fjaðrafoki meðal notenda á síðari hluta þessa árs en mörgum þótti vernd persónuupplýsinga og þær stillingar sem síðan býður uppá ekki nógu vel útfærðar. Twitter Ein stærsta velgengnissaga ársins 2009 er án efa örbloggs- og samskiptavefurinn Twitter. Á árinu varð algjör holskefla í fjölda notenda síðunnar líkt og á Facebook, ekki síst eftir að kvikmynda- og sjónvarpsstjörnur streymdu þangað inn í stórum hópum. Leitarvélarnar Google og Bing hófu að birta „Tweet“ (örblogg frá Twitter) sem hluta af leitarniðurstöðum á síðum sínum og Twitter byrjaði að rukka fyrirtæki fyrir að nota síðuna. Stjórnmála- menn og ýmis samtök og hópar um víða veröld voru fljót að eygja það tækifæri sem örbloggsvefur- inn gefur til að hafa víðtæk áhrif á almenningsálit, meðal annars hélt Ísraelsstjórn blaðamannafund á Twitter fyrir réttu ári og svaraði spurningum um ástandið á Gaza-svæðinu. Þrívíddartæknin Þrívíddartæknin hóf inngöngu sína fyrir alvöru á árinu í heimi kvikmyndanna og endaði með stæl núna í desember þegar kvikmyndin Avatar var frumsýnd. Á annan tug þrívíddarmynda kom fyrir sjónir almennings í kvikmyndahúsum og áhugi á þrívíddarsjónvarpi jókst gríðarlega. Um mitt næsta ár er gert ráð fyrir því að útsendingar fyrir þrívíddarsjónvarp geti hafist í helstu iðnríkjum Asíu og fyrirtæki eins og Sony, Panasonic, LG og Samsung hafa lofað þrívíddarsjónvörpum á markað fyrir þann tíma. Android og snjallsímar Google-fyrirtækið olli straumhvörfum á árinu með því að bjóða upp á frítt stýrikerfi fyrir snjallsíma, Android, sem í augum margra er eina stýrikerfið sem getur keppt við iPhone Apple fyrirtækisins. Farsímaframleiðendurtóku stýrikerfinu opnum örmum og nú keyra sem dæmi snjallsímar frá HTC, Samsung, Motorola og LG á Android-kerfinu. Google vinnur nú hörðum höndum með HTC að koma eigin síma á markað á næsta ári og teygja angar fyrirtækisins sig sífellt víðar í tækniheiminum. Voice Ein og hálf milljón Bandaríkjamanna tók á árinu þátt í tilraunaverkefni Google sem kallast Voice og komust færri að en vildu. Voice er símaþjónusta og virkar eins og þitt eigið skiptiborð en helsta aðdráttaraflið er frí símtöl og SMS innan Bandaríkj- anna og eitt símanúmer fyrir lífstíð, fyrir alla símana þína! Voice er í raun þín eigin símstöð eða skiptiborð og lætur þér í té símanúmer sem þaðan í frá er samtengt öllum þeim númerum sem þú notar dagsdaglega, í vinnunni, farsímanum og heimasím- anum.Til að byrja með verður aðeins boðið uppá Google Voice innan Bandaríkjanna en vitað er að Google stendur þessa dagana í samningum við ýmis fjarskiptafyrirtæki í heiminum um aðgang að kerfum þeirra. Leiðsögutækni Snjallsímar með GPS og innbyggðum áttavita ollu byltingu í leiðsögutækni á árinu. Mikil gróska varð í hugbúnaðargerð í þessum geira sem engan endi virðist ætla að taka. Ný hugtök urðu til eins og „Augmented reality“ sem útleggst sem aukinn veruleiki eða nokkurs konar sýndarheimur þar sem blandað er saman stafrænum upplýsingum við myndefni. Þannig má nota saman GPS-tæknina og áttavita með veflægum kortagrunnum eins og Google Maps og birta ýmsar upplýsingar í lögum ofan á kort og annað myndefni. Það hefur færst í vöxt að myndavél símans sé notuð á nánasta umhverfi og notandinn sér síðan upplýsingar birtast á skjánum sem eiga við þann stað eða byggingu sem ljósopi myndavélarinnar er beint að. Róteindaárekstur Vísindamenn við Evrópsku rannsóknamiðstöðina í öreindafræði (CERN) í Sviss framkölluðu árekstur róteinda í nóvember síðastliðnum, í 27 kílómetra göngum sem liggja við landamæri Sviss og Frakklands. Enginn heimsendir varð við tilraunina eins og margir óttuðust á síðasta ári þegar hálfgerð múgæsing varð í netheimum og fjölmiðlum. Tilraunin markar tímamót í að auka skilning og vitneskju vísindamanna á tilurð alheimsins og Miklahvelli (e. Big Bang). Stýrikerfin streymdu inn Helstu keppinautarnir í gerð stýrikerfa fyrir einkatölvur, Apple og Microsoft, komu nýjum útgáfum stýrikerfa á markað á árinu. Windows 7 frá Microsoft tók við af hinu mislukkaða Vista og hlaut góðar viðtökur almennings sem flestir keyrðu enn á XP-kerfinu sem kom á markað árið 2001. Snow Leopard frá Apple naut einnig vinsælda vegna léttari keyrslu en fyrra kerfi. Google-fyrirtækið tilkynnti á árinu um þróun á nýju stýrikerfi sem hægt verður að keyra á fistölvum frítt. Búist er við því að það komi á markað á haustmánuðum 2010.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.